Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. JÚNÍ1979.
Nýr
8-9 tonna
bátur
selst
ódýrt
Bátalón hf.
Símar:
52015 og 50168
Náttfatamarkaðurinn
| Ingótfsstræti 6
fi 'MM _ Nýjar vörur daglega
h y / Sólfatnaðurinn kominn aftur. Ungl-
ingafrotténáttfötin kr. 3.900,-
Allt á að seljast. — Búðin hœttir.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6
Verkstæði okkar
verður lokað
allan júlímánuð
vegna sumarleyfa
@ Vökull hff.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491
Nýkomið!
,D/NOS"
GÖTUSKÓR
Litir natur
og beige
Reimoðir og
óreimaðir
Stærðir 36—41
Verðkr. 13.400,-
ÆF/NGASKOR
Léttír og þœgiiegir
Stærðir frá 30-45
Verð frá kr. 5.900.-
Póstsendum
SPORTSKÓR
Lrtijr beige/brúnn
Stœrðir frá 39-45
Verð kr. 13.875.-
MJög léttír og
þægiiegir ferðeskór
Skóbúðin Laugavegi 100
UFSKJOR
OG OLÍUKAUP
ÍSLENDINGA
Ríkisstjórnin hefur uppi áætlanir
um skattlagningu til að mæta o.íu-
hækkunum, þótt slíkar álögur séu í
rauninni fráleitar og ekki hefur verið
gengið úr skugga um það, hvort
aðrar og betri leiðir eru ekki fyrir
v hendi.
Kjaraskerðing kemur ekki til
greina, enda er hjá henni hægt að
komast. í olíumálum okkar er um að
ræða „móðuharðindi af mannavöld-
um” eins og þingmaður komst einu
sinn: að orði, um annað þó.
Verð OPEC-ríkja
Flest oliuframleiðsluríki heims eru
í svokölluðum OPEC-samtökum.
Þessi ríki hafa ekki hækkað sína
jarðolíu (crude-oil) nema um 50%
síðan 1978, (sum minna en önnur
meira). ’':ð slíka hækkun ráðum við
Kjallarinn
Lúðvík Gizurarson
^ „Verölagningu á olíuvörum í viöskiptum
ókkar og Sovétríkjanna ætti að leggja
undir úrskurð gerðardóms.”
alveg, án kjaraskerðingar og nýrra
skatta. Það er því nauðsyn að snúa sér
að því að ná kaupum á slíkri olíu og
hætta þeirri heimsku, sem sumir hafa
þó lýst yfir, að þeir vilji halda áfram,
að kaupa olíu á tvöföldu verði sam-
kvæmt Rotterdam-skráningu, en
OPEC-ríkin selja hana á slíkum lang-
tímasamningum á helmingi lægra
verði.
Frá því hefur verið skýrt að
einungis 4% af allri oliusölu heimsins
fari í gegnum Rotterdam-miðlunina,
en samkvæmt erlendum blaðafregn-
um hefur þetta hlutfall nú hækkað
upp í 8%. Þannig er ljóst, að í núver-
andi olíuskorti í heiminum falla
margir aðilar, bæði olíueinokunar-
hringir og aðrir, i þá freistingu að
selja þarna á svartamarkaðsverði og
fá þannig í hendur auðtekinn en illa
fenginn gróða.
Sovétríkin
Sovétríkin hafa átt mikil viðskipti
við okkur síðasta aldarfjórðunginn.
Er ekkert nema gott um þau að segja.
Allir geta fagnað þvi, að þetta mikla
og volduga ríki, sem nær um hálfan
hnöttinn, skuli stunda góða, vinsam-
lega og friðsama sambúð í öllu, sem
snýr að okkur íslendingum.
í þessum viðskiptum hljóta t.d.
Sovétríkin að ráða því, hvaða verð
þau vilja fá fyrir þá olíu, sem þau
selja hingað. Ef olían er of dýr og
hægt er að fá hana á helmingi lægra
verði í svipuðum langtíma samning-
um og við OPEC-ríki, hljótum við að
hætta þessum olíukaupum og snúa
okkur annað. Við getum ekki keypt
af Sovétríkjunum olíur á tvöföldu
OPEC-verði, þótt til séu á íslandi
menn, sem verja svona heimsku.
Þetta hljóta Sovétmenn að sjá og það
getur ekki annað komið út úr þessu;
en að olíukaupum íslands verður
beint til annarra og sanngjarnari
seljenda.
Nú er það svo, að Sovétríkin hafa
orðið meiri þörf en áður fyrir sina
olíu. Einnig geta þeir selt olíuna
öðrum en íslendingum og þá á
Rotterdam-skráningu. En á hitt mega
Sovétmenn líta, að samband íslands
við Sovétríkin verður veikara og við
gætum hætt að mestu viðskiptum við
þá, ef upp úr olíusölunni við þá
slitnar með þeim hætti, að aðrir
bjóða okkur olíuna á helmingi lægra
verði en þeir selja okkur hana nú.
Heiður Sovétrikjanna á íslandi er að
nokkru að veði.
Gerðardómur
í samskiptum þjóða er oft gripið til
gerðardóms, þegar úrskurða þarf
stór og viðkvæm deilumál, sem báðir
aðilar vilja leiða til lykta í fullu bróð-
erni, þannig að una megi við niður-
stöðuna.
Nú er komið að slíkri stund i
viðskiptum okkar við Sovétríkin. í
olíusamningum okkar við Sovétrikin
eru víðtæk ákvæði um gerðardóm.
Einnig má alltaf koma sér saman um
slíka málsmeðferð, þ.e. gerðardóm.
Verðlagningu árið 1979 á olíu-
vörum í viðskiptum okkar og Sovét-
ríkjanna ætti að leggja undir úrskurð
gerðardóms.
Fyrir slíkum dómi ætti mál-
flutningur okkar að vera sá, að það
hafi verið slys að binda sig við
Rotterdam-skráninguna án fyrirvara
i sambandi við sölu á olíu hingað.
Þegar þessi verðákvörðun var tekin,
var Rotterdam-skráningin lág og
sanngjörn. Hún var í samræmi við og
hliðstæð verð á jarðolíu frá OPEC-
ríkjunum. Það gat enginn þá séð það
fyrir, að þessi Rotterdamviðmiðun
yrði á árinu 1979 hreint svarta-
markaðsverð.
Ef Sovétríkin leggja til að málið
fái slíka gerðardómsmeðferð, eru
þeir menn að meiri. Einnig gætu
fslendingar komið með slíka ósk, og
mundi þá ráðast um framhaldið af
svari Sovétríkjanna.
Þessi hlið málsins verður að liggja
fyrir, áður en hafist er handa hér á
landi með kjaraskerðingu og nýja
skattlagningu vegna olíuhækkana.
Friðsamleg
sambúð
Nú hefur verið skrifað undir SALT
II. Með þessu hafa friðarvonir mann-
kynsins aukist og opnuð hefur verið
leið til aukinna og friðsamlegri sam-
skipta milli þjóða.
Á síðustu 25 árum hafa samskipti
Sovétríkjanna við fsland aukist og
batnað, þannig að báðir mega vel við
una.
Það væri skref til baka, ef slys í
verðlagningu á olíu verður til að
spilla viðskiptum þessara þjóða og
eyðileggja árangur af starfi síðasta
aldarfjórðungs.
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður.
Sími 19290
OPIMUM Á MORGUN
í nýju húsnœði að Smiðjuvegi 14
Kópavogi
FRIÐRIK ÓLAFSSON
Viðgerðaþjónusta fyrir:
DATSUN, HONDA, SUBARU, TRABANT,
WARTBURG.
Nýtt símanúmer 77360