Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1979.
i
Iþróttir
Iþróttir
19
Iþróttir
Iþróttir
I
yx, • •* *' '
Hætta við mark FH i 2. deildar-lciknum á laugardag.
DB-mynd Hörður
•v • y •/í
—
Þrjú mörk FH undan rokinu
og þau nægðu til sigurs gegn Austra í 2. deild, FH 3 - Austri 2
FH-ingar sluppu heldur betur fyrir
horn á laugardaginn er þeir fengu fall-
baráttulið Austra í heimsókn í Kapla-
krika. FH vann að vísu 3-2 sigur, en
hann hékk á bláþræði og leikmenn
Austra komu mjög á óvart og greinilegt
er að liðið er að ná sér á strik.
Austri lék undan vindinum í fyrri
hálfleiknum og leikur liðsins byggist
einum um of á stungusendingum á
Bjarna Kristjánsson. Þær sendingar
báru hins vegar ríkan ávöxt gegn sof-
andi vörn FH þvi strax á 10. mínútu
urðu vörn FH á slæm mistök — ekki
þau fyrstu — og Bjarni stakk sér í gegn
og skoraði með góðu skoti af vítateig í
fjærhornið. Fallegt mark — 1-0.
Skömmu áður hafði Þórir átt skot rétt
yfir Austramarkið.
Leikurinn var annars að mestu
miðjuþóf en helzt brá fyrir spili hjá FH
upp vinstri katitinn en þar voru þeir
Atli Alexandersson og Helgi Ragnars-
son fyrir. Þeim tókst nokkrum sinnum
að prjóna sig skemmtilega saman í
gegnum vörn Austra án þess þó að
skapa verulega hættu við markið.
Á 32. minútu átti Bjarni gott skot að
marki FH, sem Ólafur Magnússon,
óhemju taugaveiklaður markvörður,
varði en hélt ekki. Varnarmenn bægðu
hættunni frá. Á 40. mín. gaf Janus vel
fyrir markið en Benedikt markvörður
Austra varði skot Helga Ragnarssonar
vel.
Þegar tvær mín. voru komnar fram-
yfir venjulegan leiktíma i fyrri hálf-
leiknum kom saklaus sending fyrir FH
markið. Ólafur hafði hendur á boltan-
um en hélt honum ekki og Bjarni
Kristjánsson, sem fylgdi vel eftir renndi
boltanum i netið. Mark þetta verður að
skrifa algerlega á reikning Ólafs, enda
var honum kippt útaf í hálfleik.
Guðmundur „dadú” Magnússon
hóf siðari hálfleikinn sem markvörður
FH og varði vel það litla sem reyndi á
hann. FH hóf strax stórsókn, scm stóð
linnulítið fyrstu 30. min. síðari hálf-
leiksins. Strax á 48. mín. varði
Benedikt naumlega fast skot Helga af
löngu færi. Minnstu munaði þó að
Austri bætti við þriðja markinu en
Bjarni komst enn i gegn, en Óttar
Sveinsson elti hann uppi og stöðvaði
hann. Skömmu síðar skoraði FH siðan
fyrsta mark sitt. Benedikt markvörður
greip knöttinn utan vítateigs og upp úr
aukaspyrnunni, sem Þórir tók, skoraði
bróðir hans, Pálmi, af stuttu færi.
Mínútu siðar skalf þverslá Austra-
marksms eftir hörkuskot Guðjóns
Guðmundssonar. Benedikt víðsfjarri.
Á 63. nún. jafnaði FH. Guðjón átti þá
laust skot utan við vítateig og boltinn
rúllaði gegnum heilan skóg af fótum og
i markið, 2-2.
Siðan gerðist nánast ekkert markvert
þar til 8 min. fyrir leikslok ui þ. bætti
FH þriðja nrarkinu við. Auslri hafði þa
sótt mjög i sig veðrið og virzt til alls lík-
legir en upp úr skyndisókn FH og horn-
spyrnu skoraði Pálmi sigurmarkið.
Af FH-ingunum bcr fvrst að ncfna
Atla Alcxandcrsson, sem lék mjög vel
en mælti einleika minna. Janus hafði
mikla yfirferð, e.t.s. einum of niikla
þvi honum hættir til að hlaupa óþarf-
lega rnikið — mætti láta boltann vinna
meira. Þá var Helgi Ragnarsson
sprækur frammi og Guðjón traustur í
vörninni.
Hjá Austra bar mest á þeim Hjarna,
Birni Árnasyni og Pctri Íslcifssyni.
I.iðið leikur ekki lallega knaltspyrnu
en með sömu baráltu ætti fallið kki að
angra þá i sumar.
-SS\.
BANDARÍKJAMAÐUR
SIGRAÐIWALKER
ímíluhlaupi
,,Ég verð sterkur síðari hluta
keppnistimabilsins," sagði heimsmet-
hafinn í míluhlaupi, Ný-Sjá-
lendingurinn, Johnny Walker, eftir að
hann tapaði fyrir Bandaríkja-
manninum Don Paige í gær í Piscata-
way í New Jersey. Það var í
míluhlaupi og báðir náðu frábærum
árangri. Paige hljóp á 3:54.6 mín. en
Walker á 3:55.1 mín. Það var á síðustu
beygjunni, sem Paige geystist framúr
íNewJersey
Walker og sigraði — en hann stundar
nám í Villanovaháskólanum, sem hefur
á að skipa nokkrum beztu frjáls-
iþróttamönnum heims.
Heimsmet Walkers á vegalengdinni
er 3:49.4 mín sett 1975 — og Walker
reiknar með að nálgast þann árangur
siðar i sumar.
írinn Famonn Coghlan sigraði í 2ja
mílna hlaupi á mótinu I Piscataway.
Hljóp á 8:26.25 mín.
FORTUNA ÞÝZKUR
BIKARMEISTARI
Fortuna Dússeldorf varð á laugar-
dag bikarmeistari Vestur-Þýzkalands í
knattspyrnu. Sigraði þá Hertha Berlín
I—0 í úrslitaleiknum í Hannover. Það
er í fyrsta sinn, sem Fortuna verður
bikarmeistari Vestur-Þýzkalands.
Leiknum var framlengt.
Mistök fyrirliðans, Uwe Kliemann,
komu Berlínarliðinu um koll i leikn-
um aðeins 3 mínútum fyrir leikslok i
framlengingunni. Hann gaf knöttinn
beint til Wolfgang Seel, sem skoraði úr
•þröngri stöðu.
í úrslitaleiknum i fyrra tapaði
Fortuna fyrir Köln — en komst samt í
Evrópukeppni bikarhafa, þar sem
Kölnar-liðið lék í Evrópubikarnum,
keppni meistaraliða. Barcelona sigraði
Fortuna í úrslitaleiknum í
Evrópukeppninni.
Yfir 55 þúsund áhorfendur voru á
úrslitaleiknum í Hannover og þurfti
lögreglan að handtaka menn áður en
leikurinn hófst. Það skeði á aðaljárn-
brautarstöðinni i Hannover og þar biðu
áhangendur Berlínarliðsins eftir sérlest,
sem kom með farþega frá Dusseldorf.
...................... i.....
HALLUR
SÍMONARSON,
Útlendingar mega leika á Italfu
Erlendir leikmcnn mega leika á
Ítalíu á næsta ári samkvæmt nýjum
reglum, sem formaður ítalska knatt-
spyrnusambandsins, Artemio Franchi,
útskýrði í Róm í gær. Hvert lið i 1.
deild má hafa einn erlendan knatt-
spyrnumann I liði sínu hvaðan sem er
úr heiminum.
Erlendir knattspyrnumenn hafa
ekki fengið að leika á ítaliu síðan 1965
— þá var sctt bann á þá, og flest
félögin nú vildu hafa það bann áfram.
Hins vegar urðu þau að gcfa eftir vegna
atriðis í samningum milli landa Efna-
hagsbandalagsins, þar sem kveðið er á
um frjáls atvinnuleyfi milli landanna.
Franchi sagði að ítölsku félögin
gætu haft erlenda leikmenn timabilið
1980—1981 en gætu tryggt sér þá fyrr
ef þau vildu.
parm
ishoe
PÓSTSENDUM
SANDALAR
SANDALARNIR MEÐ MÍNUSHÆL.
LITIR: HVÍTT LEÐUR EÐA NATUR LEÐUR.
STÆRÐIR: NR. 36-40.
VERÐ KR. 12.630.-
NR. 41-46
VERÐ KR. 13.130.-
Skóverzlun
ÞÖRÐAR PÉTURSSONA R
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.