Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1979.
V’ . Ul
\te
REUTER
D
Kvart milljón
homma
ágöngu
Fjórðungur úr milljón gekk í
minningargöngu um San Francisco i
Bandaríkjunum i gær til að minnast
þess að tiu ár væru liðin frá því að
barátta bandarískra kynvillinga fyrir
fullum mannréttindum hófst.
Allar tryggingar
i íran þjóðnýttar
—bankastarfsemi og byggingar reknar á grundvelli múhameðstrúar í framtíðinni
segirbyltingarráð Khomeinis
írönsk stjórnvöld hafa nú þjóðnýtt
alla tryggingastarfsemi í landinu að
því er hin opinbera útvarpsstöð þar
tilkynnti í morgun.
Hið leynilega byltingarráð ákvað á
fundi sínum, að rikið skyldi taka öll
tryggingarfélög í landinu undir eftir-
lit og framvegis skyldu þau rekin með
heildarþjóðarhagsmuni í huga, sagði
í tilkynningu útvarpsins.
Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt
að allir bankar í íran hefðu verið
þjóðnýttir. Var það tilkynnt og fram-
kvæmt á sama hátt. Skyldu þeir
einnig vera reknir í framtíðinni með
hagsmuni þjóðarheildarinnar í huga.
Tryggingarfélög í íran skulu sam-
kvæmt ákvörðun hins leynilega
byltingarráðs verða rekin framvegis
samkvæmt trúarlögmálum múha-
meðstrúartrúarmanna, sagði í út-
varpstilkynningunni. í ráðinu, sem
skipað er ýmsum heittrúuðum
múhameðstrúarleiðtogum hefur ekki
gefið upp hverjir skipa ráðið. Aftur á
móti er talið að meðlimir þess séu
flestir af eldri kynslóð trúarleiðtoga.
Ekkert var látið uppi um það í út-
varpstilkynningunni um þjóðnýtingu
tryggingarfélaganna í íran hvort hlut-
hafar í þeim mundu fá hlut sinn
bættan á einhvern hátt eða hverja
meðferð erlendir fjármagnseigendur
mundu hljóta við þjóðnýtinguna.
IxXyagg
UJRi íL
Fyrsti kappaksturinn fyrir tiu hjóla trukka. Hann var haldinn á Atlanta alþjóðakappakstursbrautinni I
Georgiu fylki f Bandarfkjunum fyrir nokkru. Bifreiö ökumannsins Ken Farmer var komin i forustu eins og
sést á fyrri myndinni til vinstri. Skyndilega sprakk hjólbarðinn á öðru framhjólinu. Allt fer I öngþveiti,
bifreið Farmers lendir á vegg — siðan losnar allur hjólabúnaðurinn af bifreiðinni, sem fór út af brautinni og
var þar með úr leik. Þrátt fyrir öll ósköpin slapp Farmer óskaddaður og steig út ómeiddur.
Belgía:
ELLEFU FANG-
AR FLÝJA í
VERKFALU
FANGAVARDA
Ellefu fangar sluppu úr fangelsinu í
borginni Namur í Belgíu i morgun.
Hafa þá tuttugu og fjórir faiigar
sloppið úr prisundinni síðan fanga-
verðir í Belgíu hófu verkfall sitt fyrr í
þessum mánuði. Hefur gæzla i fang-
elsum öll lent á lögreglumönnum síðan
5. júni siðastliðinn. Hingað til hefur
tekizt að hafa hendur í hári ellefu þess-
ara fanga en þeir hafa sloppið úr ýms-
um fangelsum víðsvegar um Belgíu.
Fangaverðir krefjast betri launa og
bættra vinnuskilyrða. Ekki hafa neinar
fregnir borizt af gangi samninga-
viðræðna en stöðugar fregnir af flótta
fanga úr fangelsum hafa vakið
nokkurnótta hjá almenningi.
Skömmu eftir að kunnugt varð um
flótta fanganna ellefu í Namur fang-
elsinu i morgun var tilkynnt um þrjá
grunsamlega menn þar í nágrenninu.
Þyrlur fóru á vettvang en leit þeirra
bar engan árangur. Ellefu-menning-
arnir flúðu allir út um glugga á einum —
klefanna þar sem þeir höfðu fengið
heimild til að spila saman á spil. Höfðu
rimlar verið sagaðir úr glugganum. Því
telur lögreglan að föngunum hafi
borizt utanaðkomandi hjálp. Fangarnir
óku að fangelsisveggnum á sendibif-
reið, stukku síðan yfir vegginn og
hurfu hver í sina áttina.
Rætt um efnahagsaðstoð
Efnahagsbandalagsríkja
Fimmtíu og sjö þróunarríki munu í töldu ekki nógu vel boðið. Efnahags-
dag halda áfram viðræðum við fulltrúa bandalagsríkin hafa nú hækkað boð
Efnahagsbandalagsins um efnahags- sitt verulega svo talið er að samkomu-
aðstoð, eftir 1980. Fyrri fundur fór út lag geti náðst.
um þúfur vegna þess að þróunarríkin
Sjónvarpsvirkinn
Arnarbakka 2, sími 71640 — Reykjavík Box 9093
KVIKMYNDASÝNINGAVÉLAR
“GFIlMUR
Colouj’
Elvis 400' Colour sound 20.500.-
► Film format: Super-8&Single-8
► F1.4, f=15~25mm zoom lens
► 12V. 100W hologen lamp
► Fully automatic film loading
► Projection speed: 18 & 24fps.
I.600ft.(180m)reel capacity
Í^Sound-on-sound recording with
/fede-in,fade-out control
► Magnetic recording/reproduction
► Automatic recording level control
(ALL)
► 2W, 8ohm with built-in speaker
►6W, 8ohm with eirtension speaker
► Dimensions & Weight: 337X 250
X175mm, 7.2kg
ooo
4
Sýningavélar
YELCO
frá JS
kr. 215.175.-®
($Á