Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 33 Ökukennsla-æfingatfmar. Kenni á Datsun 180B árg. 78, sérstak- lega lipran og þægilegan bil. Utvega öli prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Greiðslukjör. Sigurður Gíslason ökukennari, sími 75224. Ökukennsla-cndurhæfing-hæfnisvottorð. Kenni á lipran og þægilegan bíl, Datsun 180B. Greiðsla aðeins fyrir lágmarks- tíma við hæfi nemenda. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslu- kjör. Halldór Jónsson ökukennari, simi 32943, og hjá auglþj. DB í síma 27022. H—526 ökukennsla—æfingatímar. líenni á Cortinu 1600. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson, simi 53651. Ökukennsla — æfingatimar. Ef þú þarft á bílprófi að halda. talaðu þá við hann Valda, sími 72864. Ökukennsla — æfingatímar — bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626, árg. 79. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Reynslutími án skuldbindinga. Uppl. í síma 14464 og 74974. Lúðvík Eiðsson. ökukennsla-æfingatimar-hæfnisvottorð. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökuskírteini óski nemandi þess. Jóhann G. Guðjónsson. Uppl. I sima 38265, 21098 og 17384. Kenni akstur og meðferð bifreiða, kenni á Mazda 323, árg. 78, ökuskóli og öll prófgögn ef þess er óskað. Helgi K. Sessilíusson, sími 81349. Ökukennsla — æfingatímar — bifhjóla- próf. Kenni á Sintca 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tckna tima. Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll próf- gögn ef óskað er. Magnús Helgason. simi -66660. Tek aðmér almenna máningarvinnu, úti sem inni, tilboð eða mæling. Uppl. í síma 76925 eftir kl. 7. Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Uppl. í sima 40199. Hreingerningar Önnumst hreingerningar á ibúðum, stigagöngum og stofnunum. Gerum einnig föst tilboð. Vandvirkt fólk með margra ára reynslu. Sími 71484 og 84017, Gunnar. Ávallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóði o.s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888. Vélhreinsum teppi i heimahúsum ogstofnunum. Kraftmikil ryksuga. Uppl. i símum 84395, 28786 og 77587. Hreingerningaþjónusta Stefáns Péturssonar tekur að sér hrein- gerningar á stofnunum og fyrirtækjum, einnig á einkahúsnæði. Menn með margra ára reynslu. Sími 25551. Þrif — teppahreinsun — hreingcrningar. Tökum að okkur hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum, stofnunum o.fl. Einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél, sem tekur upp óhreinindin. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. i sima 33049 og 85068, Haukur og Guðmund- Hreingerningar og teppahreinsun. Nýjar teppa- og húsgagnahreinsivélar. Margra ára örugg þjónusta. Tilboð I stærri verk. Sími 51372. Hólmbræður. Tek að mér að þvo glugga. Fljót og góð þjónusta. Simi 81442. 1 Ökukennsla i Ökukennsla—Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 79. Hringdu og fáðu reynslutíma strax án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, sími 71501. Nýsjálenzku stúlkurnar ásamt Hafsteini Jónssyni, fréttaritara DB á Hellissandi. Þær eru taldar frá vinstri Tricia Grevatt, Joce Lankshear, Brigid Bradley, Maude Leach og Chris Moore en hún er frá Kaliforniu. Allar hinar stúlkurnar eru frá Nýja- Sjálandi. DB-mynd Árni Páll. NYSJALENZKU STULKURNAR BJÖRGUÐU FRYSHHÚSINU ,,Það hefði ekki verið hægt að reka frystihúsið hér í vetur ef þessara stúlkna hefði ekki notið við,” sagði íbúi einn á Hellissandi við DB-menn er þeir voru þar á ferð nýlega. Átti hann við stúlkur frá Nýja-Sjálandi er hafa unnið í frystihúsinu í Hellissandi frá því i febrúar sl. Hafa þær að sjálf- sögðu sett sinn svip á bæjarlífið í ekki stærri bæen Hellissandur er. DB-menn hittu stúlkurnar sem snöggvast að máli en þær voru nú aðeins fimm eftir, — þrjár þeirra höfðu þegar haldið utan. „Okkur líkar alltaf betur og betur hérna,” sögðu þær. „Vinnan hefur verið þó nokkuð erfið, því að oft hefur verið unnið sjö daga vikunnar en við höfum hvergi haft eins góð laun og hér.” Þær hafa ákveðið að vera hér í sex mánuði en óttast, að gengisfall íslenzku krónunnar geri laun þeirri minni en ella hefði verið. Þær eru í fríu húsnæði, hafa heilt einbýlishús til umráða en finnst maturinn nokkuð dýr, og síga- rettur segja þær að séu 3-4 sinnum dýrari en i Nýja-Sjálandi. Þess ber þó að geta, að þrjú ár eru liðin frá því þær fóru frá Nýja-Sjálandi. Hingað komu þær frá London en höfðu unnið víða áður. Ein þeirra hafði t.d. unnið um hríð við gluggaþvott i Grikklandi. íslenzku piltana segja þær, mjög elskulega „edrú” en breytist talsvert þegar þeir hafi smakkað það. Sjálfar eru þær engir bindindispostular því að þær brugga að góðum og gildum íslenzkum sið. Þær sögðust kunna vel við íbúana á Hellissandi þótt talsveri væri slúðrað þar eins og gengur í litlum bæjarfélögum. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.