Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
29
Rætt við danskan lækni um „embryo-transplant” og fleira:
Ern kýr getur átt marga kálfa á ári
ef aðrar kýr eru látnar ganga með þá
—segir H. Breth Hansen
„Þyrfti maður aldrei að fást við
önnur dýr en ketti þá væri ekki ama-
legt að vera dýralæknir,” segir H.
Breth Hansen, danskur dýralæknir
sem hér var staddur fyrir helgina á
vegum íslenzka dýraspítalans.
Spítalinn sem gefinn var af brezka
bókasafnaranum Mark Watson og
opnaður vorið 1977 hefur litið
starfað undanfarið. Aðalástæðan
hefur verið læknisskortur en þeir
dýralæknar, sem hér eru fyrir, hafa
mjög mikið að gera og geta litlu bætt
við sig. Nú er í ráði að fá ungan
íslending sem verið hefur við dýra-
læknisnám erlendis til að koma heim
og veita spitalanum forstöðu um sex
mánaða skeið, frá marz næstkom-
andi, og sjá hvort grundvöllur sé fyrir
rekstrinum. H. Breth Hansen mun
koma hingað fyrst og seinast á tíma-
bilinu til leiðbeininga og ennfremur
verður leitað samvinnu við Brynjólf
Sandholt héraðsdýralækni.
Að búá til
glasakálfa
,,Af hverju eru kettir svona þægi-
legir sjúklingar?” spyrjum við.
„Þeir eru svo skilningsríkir,” segir
danski dýralæknirinn. Hann starfar
við dýrasjúkrahús nálægt Árósum en
í Danmörku eru sex slik, það elzta
stofnsett árið 1938, en auk þess fjöldi
hjúkrunarstöðva þar sem einfaldari
hjúkrun og aðgerðir eru leyst af
hendi.
Margir íslenzkir dýralæknar hafa
numið í Danmörku og á konunglega
dýralæknaskólanum er nú íslenzk
stúlka starfandi sem aðstoðarlæknir.
Á sjúkrahús það sem Hansen
starfar við er oft komið með islenzka
hesta en þeir eru hátt skrifaðir í Dan-
mörku. „Venjulega hafa þeir orðið
fyrir slysum, t.d. rifið sig á gaddavír
eða orðið haltir á fæti," segir hann.
Annars fæst hann mikið við
„embryo-transplant”, flutninga á
frjóvguðum eggjum, sérstaklega milli
kúa, í kynbótaskyni.
Hægt er að taka egg úr einni kú,
frjóvga það og flytja í aðra. Þegar
svo borinn er kálfur kemur úrvals
mjólkurkýr úr móður sem sjálf varð
alltaf geld á miðjum vetri. Með því
að taka öll eggin úr góðu kúnni,
frjóvga þau og flytja í aðrar lakari
fást ekki aðeins einn heldur margir
efnilegir kálfar á ári undan sömu
móður. Aðgerðin er svo sársaukalaus
að ekki þarf einu sinni að deyfa
kýrnar á meðan.
Eggin má frysta og geyma þangað
til æskilegt þykir að frjóvga þau.
Glasalömb og
glasabörn
Hansen dýralæknir hefur komið
upp stöðvum til slíkra aðgerða utan
Danmerkur, í Ítalíu og íran.
„Slíka flutninga mætti sem hægast
framkvæma á kindum,” segir hann.
„Þið íslendingar gætuð hugsanlega
flutt inn frjóvguð sauðkindaegg, ef
þið vilduð, eða selt egg úr forystuám
til útlanda.”
Möguleikarnir á þessu sviði eru
ótrúlegir.
Talið berst að mannfólkinu. Séu
eggjaleiðarar konu lokaðir má taka
úr henni egg, frjóvga það í glasi og
setja það inn í hana aftur. Eftir níu
mánuði elur hún sitt barn. Þetta var
gert í Englandi í fyrra, eins og frægt
er orðið.
Ekki hefur enn verið flutt egg úr
einni konu í aðra og verður kannski
"aldrei. En væri upp á því tekið mundi
barnið erfa alla eiginleika upphaflegu
móðurinnar.
„Skaparinn hefur hagað því svo
snilldarlega að væri egg tekið úr kín-
verskri konu og flutt í blökkustúlku
þá mundi sú hörundsdökka fæða lít-
inn Kínverja í fyllingu tímans,” segir
Hansen. Hann bætir við að nú hafi
starfað sæðisbanki hjá danska Rikis-
spitalanum í Kaupmannahöfn i
fimm-sex ár.
„Reynist þaðvel?”
„Já, alveg prýðilega,” svarar
hann.
Veldi
tilfinninganna
Loks spyrjum við hvort dýralækn-
trr “.nj " AM
Hundur á dýraspitalanum 1 Viðidal. Þangað er einnig mikið leitað vegna katta, fugla
og hamstra. Engu dýri er úthýst.
Þessi köttur hefur afsalað sér Ijúfri tilveru gæludýrsins og valið hættur og harðrétti frelsisins.
loga Huld
Jiákonardóttir
að varla séu nokkur mál scm geti
komið fólki eins hastarlega úr sálar-
legu jafnvægi og umræður um dýra-
vernd. „Þá fá tilfinningarnar algjör-
lega yfirhöndina yfir skynseminni."
Þegar við spurðum Pál A. Pálsson
yfirdýralækni um álit haos á þessu
sagði hann að dýraverndunarhugtak-
ið væri mjög afstætt.
„Margir vilja vernda dekurdýr,"
bætti hann við, „en þegar talið berst
að refum eða rottum, sem neyðast til
að ræna frá manninum sér til lifs-
viðurværis, þá kemur annað hljóð í
strokkinn.
Varðandi dýraspítalann vil ég taka
fram að héraðsdýralæknir, Brynj-
ólfur Sandholt, hefur frá byrjun
viljað taka að sér störf við spitalann
en samningar ekki tekizt enn."
- IHH
„f siðareglum dýralækna,” segir H. Breth Hansen, „er fyrst hugsað um hvað dýrinu
sé fyrir beztu, sfðan hvað samfélaginu sé fyrir beztu, en hagsmunir dýraeigenda koma
seinast.”
DB-mynd Ragnar.
um fari að þykja vænna um dýr en
menn í starfi sínu.
Yfir andlit hans færist tvirætt
bros.
„Dýrin eru ekki ólík manneskjun-
um,” segir hann, „sum eru góð en
önnurvond.”
Hann lælur þess ennfremur getið
_ ÍSLENSK
LÖGREGLUSAGA
Gunnar Gunnarsson
GÁTANLEYST
Maigeir
Þetta er fyrsta sagan f flokki lögreglu-
sagna um Margeir. Nýjung.á fslenskum
bókamarkaói. Gátan leyst er spennandi
saga sem gerist f Reykjavfk og á Akuu
eyri, og leikurinn berst til Spánar. Um-
hverfið er allt kunnuglegt og greint frá
atvikum sem standa okkur nærri.
„Gátan leyst er ágæt afþreyingarsaga...
Þarna bregður fyrir glæpum sem enginn
getur horft framhjá í þjóöfélagi okkar —
og mér finnst ágæt hugmynd aö flækja
akureyska góðborgara f málin... Takk
fyrir skemmtunina."
H.P./Helgarpósturinn
„Spilling I fslensku samfélagi, skattsvik,
gjaldeyrisbrask, sala eiturlyfja og fleira
er viðfangsefni Gunnars Gunnarssonar...
Gunnar Gunnarsson hefur metnað til að
bera, vill skrifa vel og um leið vekja les-
endur til umhugsunar um þjóðfélags-
vanda.“
J.H./Morgunblaðið