Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 28
#*«»*
ss
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Þeir sovézku
langbeztir!
—í „heimsbikarkeppninni”
í handknattleik í Svíþjóð
Sovétríkin höfðu algjöra yfirburði i
„hcimsbikarkeppni” karla I hand-
knattleik, sem háð var i Svíþjóð og
lauk í gær. Þar léku átta af beztu hand-
knattleiksþjóðum heims — aðeins
Rúmenar ekki með af þeim sterkustu.
Til úrslita léku Sovétríkin og Pólland.
Þeir sovézku höfðu yfirburði í úrslita-
leiknum. Sigruðu með 25—17 eftir að
hafa náð fjögurra marka forustu í fyrri
hálfleik, 11—7.
í keppninni um þriðja sætið á
laugardag sigruðu Austur-Þjóðverjar
Ungverja með 24—19 eftir að staðan
var 11—9 í hálfleik fyrir Austur-Þjóð-
verja. Á laugardag var einnig keppt um
fimmta sætið i keppninni. Þá sigruðu
Danir heimsmeistara Vestur-Þjóðverja
með 18—15. Höfðu eitt mark yfir í
hálfleik, 7—6. í keppninni um sjöunda
sætið i gær sigraði Júgóslavía Svíþjóð
29—21. Röðin varð því þannig I.
Sovétríkin 2. Pólland 3. A-Þýzkaland
4. Ungverjaland 5. Danmörk 6. V-
Þýzkaland 7. Júgóslavia 8. Svíþjóð
Úrslit í riðlunum í keppninni urðu
þessi.
A-riðill
Pólland 3 3 0 0 53—46 6
A-Þýzkaland 3 2 0 1 54—52 4
V-Þýzkaland 3 1 0 2 40—45 2
Svíþjóð 3 0 0 3 51—56 0
Urslit í einstökum leikjum. A-Þýzka-
land-Svíþjóð 22—19, Pólland V-
Þýzkaland 15—11, Pólland-Svíþjóð
19—18, A-Þýzkaland-V-Þýzkaland
16—14, Pólland-A-Þýzkaland 19—16
og V-Þýzkaland 15—14.
Sovétríkin
Ungverjaland
Danmörk
Júgóslavía
B-riðill
3 3 0 0 69—50 6,
3 2 0 1 61—60 4
3 10 2 46—50 2
3 0 0 3 50—66 0
Úrslit í einstökum leikjum. Sovétrík-
in-Júgóslavía 27—17, Ungverjaland-
Danmörk 20—15, Sovétríkin-Danmörk
18—14, Ungverjaland-Júgóslavia 22—
21. Sovétríkin-Ungverjaland 24—19 og
Danmörk-Júgóslavía 17—12.
Michael var markhæstur dönsku
leikmannanna í síðasttalda leiknum
með 4 mörk. Hann skoraði hins vegar
aðeins eitt mark i leiknum við Sovétrík-
in. Þá var Per Skaarup markhæstur
Dana með 5 mörk. Fyrirliði danska
liðsins, Anders-Dahl Nielsen skoraði
lítið í leikjunum. Ekkert mark gegn
Sovétríkjunum og eitt gegn Júgóslöv-
um. Nýr leikmaður, Hans Henrik
Hattesen, 21 árs, frá Virum lék sína
fyrstu landsleiki og stóð sig mjög vel.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Tveir sigurleikir á Norður-
landamótinu í badminton
—Jóhann og Broddi unnu í tvfliðaleik og Jóhann og Kristín
Krist jánsdóttir í tvenndarkeppninni
íslenzka badminton-fólkið sigraði í
tveimur leikjum sínum á Norðurlanda-
mótinu í Tromsö i Noregi á laugardag í
1. umferðinni — en þá var líka
draumurinn búinn. Eftir aðra umferð-
ina var þátttöku íslenzku keppendanna
lokið. Þeir höfðu þó staðið sig betur en
oftast áður á NM erlendis. Fjórir
íslendingar kepptu í Noregi — Jóhann
Kjartansson, Broddi Kristjánsson,
Kristín Magnúsdóttir og Kristin Berg-
lind Kristjánsdóttir.
I einliðaleik lék Jóhann við Thomas
Westerholm og tapaði í þremur lotum.
Vann þó fleiri stig en mótherjinn.
Westerholm vann 15—11, 5—15 og
15—13. Broddi lék við Svíann kunna,
Sture Johnson og tapaði 15—6 og 15—
2. Kristín Magnúsdóttir tapaði fyrir
Elsu Thoresen, Noregi, 11—0 og 11—4
en Kristín Kristjánsdóttir tapaði fyrir
Wiolu Reinholm, Finnlandi, 12—11 og
11—2.
í tvíliðaleik sigruðu Jóhann og
Broddi Harald Nettli og Björn Stenslie,
Noregi, í 1. umferð með 15—6 og 15—
9. í 2. umferð áttu þeir hins vegar ekki
möguleika gegn Dönunum snjöllu
Morton Frost og Wadberg. Töpuðu
15—1 og 15—8. í tvíliðaleik kvenna
hlutu Kristínarnar ekki punkt gegn
Lenu Köppen, beztu badmintonkonu
heims, og stöllu hennar Inge Broström.
11— Oog 11— 0.
í tvenndarkeppninni töpuðu Broddi
og Kristín Magnúsdóttir fyrir Hakon
Ringdal og Else Thoresen, Noregi, með
15—4 og 15—4. Jóhann og Kristín
Kristjánsdóttir unnu hins vegar Heikki
Holvikari og Wiolu Reinholn, Finn-
landi, með 15—7 og 15—9. í 2. umferð
mættu þau hins vegar sterkum
dönskum mótherjum og töpuðu 15—4
og 15—7.
Keppendur tslands á NM i Tromsö ásamt Rafni Viggóssyni, fararstjóra, og formanni Badmintonsambands tsiands.
DB-mynd Hörður.
Fögnuður dönsku leikmannanna eftir að Elkjær skoraði þriðja markið.
Danskir í skýjunum
eftir sigur á Spáni
Danir eru í skýjunum þessa
dagana — sigruðu Spán í landsleik í
knattspyrnu i Cadiz síðastliðinn
miðvikudag með 3—1. Það er fyrsti
sigur Dana á Spánverjum í knattspyrnu
og skiljanlega var fögnuðurinn mikill.
Að vísu vantaði átta fastamenn
spánska liðsins — en Spánverjar eiga
svo marga knatlspyrnumenn að það
hefði ekki átt að koma að sök. Danir
voru líka án sinna þekktustu leik-
manna, Allan Simonsen, Barcelona, og
Ajax-leikmannanna Henning Jensen og
Sören Lerby.
„Þetta furðulega danska landslið,”
skrifar Als í Ekstrablaðið „það hefði
alveg eins getað sigrað 6—2 eins og 3—
1 og það á útivelli.” Þetta var annað
tap Spánverja á heimavelli í 59. leikjum
undir stjórn þjálfarans fræga, Kubala.
Tveir leikmenn báru af í danska
liðinu, Preben Elkjær, 22ja ára, sem
skoraði tvö af mörkum danska liðsins,
og markvörðurinn, Birger Jensen, sem
leikur með FC Brugge í Belgíu. „Þetta
er bezti landsleikurinn, sem ég hef
leikið,” sagði Jensen eftir leikinn.
Hann er 28 ára og þetta varð aðeins 19.
landsleikur hans. Danir skoruðu tvö
fyrstu mörkin í leiknum. Spánn
minnkaði muninn en Elkjær skoraði
þriðja mark Dana og við það hrundi
leikur Spánverja. Jen Jörn Berthelsen
skoraði annað mark Dana.
Áhugaleysi banabitinn
—þegar Fram vann Víking örugglega 18-11 í 1. deild kvenna
Fram var ekki i vandræðum með að
tryggja sér sigur yfir Víkingum er liðin
mættust i 1. deild kvenna íslands-
mótsins í handknattleik í Höllinni í
gær. Lokatölur urðu 18—11 Fram í
hag eftir að lið Fram hafði leitt 9—6 í
hálfleik. Víkings stúlkurnar virtúst vera
áhugalitlar i leiknum og slíkt geta þær
ekki leyft sér gegn jafn sterkum and-
stæðingi og Fram. Fram hefur því tekið
forystu i 1. deild kvenna, en liðið hefur
unnið hana sl. 4 ár og stefnir í enn einn
sigurinn.
Það var Guðríður Guðjónsdóttir,
sem opnaði markareikning Fram að
þessu sinnj úr vitakasti. Guðríður hafði
Sociadad
íefstasæti
Úrslit í 1. deildinni á Spáni í knatt-
spyrnunni i gær urðu þessi:
Bibao-Espanol 2—0
Valencia-Las Palmas 4—0
Vallecano-Atl. Madrid 4—1
Barcelona-Sevilla 0—0
Almeria-Malaga 3—2
Zaragoza-Burgos 5—0
Betis-Sporting Gijon 1—0
Real Madrid-Hercules 5—0
Salamanca-Sociadad 0—1
Staða efstu liöa: Sociadad 10 6 4 0 15—6 16
RealMad. 10 7 2 1 22—13 16
Gijon 10 7 1 2 23—14 15
Salamanca 10 5 3 2 15—9 13
Valencia 10 4 3 3 16—13 11
Sporting Gijon hefur tapað
forustunni eftir tvo tapleiki í röð.
Ekkert var leikið í Hollandi um helgina
vegna Evrópuleiks A-Þýzkalands og
Hollands á miðvikudag.
fremur hægt um sig í gærkvöld og
skoraði helzt ekki nema úr vítaköstum.
Oddný Sigsteinsdóttir var hins vegar i
miklum ham og skoraði falleg mörk
utan af velli. Eftir 10 mín. var staðan
3—2 en þá skildu leiðir og Fram sigldi
örugglega fram úr. Komst í 7—3 og
leiddi 9—6 í hálfleik.
í síðari hálfleiknum breikkaði bilið
jafnt og þétt til leiksloka og sem fyrr
sagðisigraði Fram 18—11.
Oddný var bezt í annars jöfnu liði
Fram en þær Jóhanna og Guðríður
Guðjónsdóttir, stóðu henni ekki langt
að baki. Ungu stúlkurnar í Fram —
Margrét Blöndal, Guðríður Halldórs-
dóttir og Arna Steinsen stóðu sig vel —
einkum þær tvær fyrrnefndu. Þásýndi
Helga Magnúsdóttir góð tilþrif.
Hjá Víkingi voru þær langbeztar
Eiríka, íris og Sigurrós. Aðrar stóðu
þeim langt að baki og alla baráttu
vantaði i liðið að þessu sinni. Mikil
framför hefur þó orðið í þeirra her-
búðum en betur má ef duga skal.
Mörk Fram: Guðríður G. 7/5,
Oddný 5, Jenný 2, Margrét 2, Jóhanna
og Helga 1 hvor.
Mörk Víkings: íris 4/2, Eiríka 2,
Metta 2, Sigurrós, Guðrún og Ingunn 1
hver.
Staðan í helgina: 1. deild kvenna eftir
Fram 2 2 0 0 40—31 4
Haukar 2 2 0 0 34—25 4
Valur 2 2 0 0 37—30 4
KR 110 0 22—10 2
Þór 10 0 1 12—16 0
Víkingur 2 0 0 2 24—34 0
FH 2 0 0 2 27—43 0
Grindavík 2 0 0 2 23 —40 0 -SSv.
Fram-Víkingur 18-11 (9-6)
tslandsmótió I handknattleik, 2. deild kvenna. Fram-Vfkingur 18—11 (9—
6). Laugardalshöll 18. nóvember.
Beztu leikmenn: Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, 7, Jóhanna Haiidórsdóttir
Fram, 6, Guðriður Guðjónsdóttir, Fram, 6, íris Þráinsdóttir, Vikingi 5,
Eirfka Ásgrimsdóttir, Vildngi, 5.
Fram. Kolbrún Jóhannesdóttir, Sigrún Blómsterberg, Guðriður Halldórs-
dóttir, Helga Magnúsdóttir, Jenný Grétudóttir, Arna Steinsen, Guðrfður
Guðjónsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Margrét Blöndal, Guðrún Sverris-
dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir.
Vikingur. Hlfn Baldursdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Sigurrós Björns-
dóttir, Anna Björnsdóttir, Ingunn Bernódusdóttir, tris Þráinsdóttir, Metta
Heigadóttir, Eirfka Ásgrimsdóttir, Vilborg Baldursdóttir, Sigrún Oigeirs-
dóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sveinbjörg Halldórsdóttir.
Dómarar Bjarni og Hörður Hákonarsynir. Fram fékk 6 viti — eitt mis-
notað. Hlin varði frá Guðriði. Vfkingur fékk 4 viti — tvö misnotuð. Kolbrún
varði frá íris og Ingunni. Einum Vfkingi vísað út af, Sveinbjörgu, og einum
Framara, Jóhönnu. Áhorfendur 100.