Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Starfsmannafélagið Sókn
A4ojfu
myndir
á mfnútunni
í ÖH skfrteini
Minútu VD lœkjartorg
myndir s/mi 12245
ALMENNUR
FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn í Hreyfilshúsinu miðviku-
daginn 21. nóvember nk. kl. 20.30.
Fundarefni: Uppsögn samninga, önnur
mál.
Sýnið skírteini. Stjórnin
Jólakjólamir í ár
og
Sendum í
um
land allt.
HVERAGERÐI
SÍMI99-4499
---------------
' ........
Pytheu-leikir og
Pyrrhosarsigrar
Það mun vera orðin lenska í
íslenskum stjórnmálum að gefa út
faguryrtar kosningastefnuskrár til at-
kvæðaveiða. Má stundum vart á milli
sjá hver flokkurinn er drýgstur við að
lofa kjósendum ýmiss konar um-
bótum í stjórnmálum er standast ekki
þegar á reynir. Við síðustu kosn-
ingar voru alþýðuflokksmenn einna
drýgstir við slíkt og allir vita hvernig
það fór í reynd. í komandi kosning-
um á Sjálfstæðisflokkurinn metið í
stefnuskrá er hann kallar „Leiftur-
sókn gegn verðbólgu.” Virðast sjálf-
stæðismenn hafa smitast illa af hug-
lægu flóafári alþýðuflokksmanna og
samið plagg sem er fullt af algerlega
óraunsæjum áætlunum um þjóð-
félagsumbætur og að talsverðu leyti
sjálfu sér ósamkvæmt, miðað við
þjóðfélagslegar staðreyndir. Enda
mun það algerlega óframkvæmanlegt
í reynd þar sem framkvæmd til fulls
mundi valda algerðu stéttastríði,
nokkurs konar efnahagslegri
Sturlungaöld. Ætla ég að víkja að
fáeinum þáttum úr þessum áætlun-
um.
Pytheu-leikir
Pythea hét kona ein er starfaði sem
véfrétt í Delfí. Sagði hún fram lítt
skiljanlegar spár er presta þurfti til að
þýða svo skiljanlegar væru. Þannig
er um stefnuskrá þessa, ef á að laga
hana að þvi ástandi sem nú er í þjóð-
félaginu, þá er þetta næsta lítt
skiljanleg hughyggja er vantar
flestar skilgreiningar, unnar af
ábyrgð og þekkingu á þróun og
aðstæðum. Þar sem hinir pólitísku
túlkar Sjálfstæðisflokksins sinna því
lítt að útskýra og aðhæfa þessar
áætlanir á raunsæjan hátt nútíðar-
stöðu efnahagsmála ætla ég að fjalla
lítillega um sumt af þessum áætlun-
um og óska útskýringa ef þa:r eru
ekki rétt skýrðar af ntinni hálfu.
Heimild er Morgunblaðið 9/11, bl.
14. Orðréttur útdráttur. Feitletrun
gerð af greinarritara.
2. gr. „Dregiö verði úr sjálfvirkum
útlánum og lán til atvinnuveganna
færist til. til viðskiptabankanna í
áföngum. Fjárbindingu og al-
mennum útlánum verði síðan beitt á
svcigjanlcgan hátt til þess að stjórna
peningamagni í umferð. Ákvarðanir
um vexti verði færðar frá rikisvald-
inu til markaðarins, einstakra banka,
sparisjóða, fyrirtækja og einstakl-
inga. Almenningi verði gert kleift að
fjármagna ríkisframkvæmdir með
skuldabréfakaupum, t.d. vegafram-
kvæmdir. Jafnframt verði sparifjár-
eigendum heimilað að leggja fé sitt
inn á verðtryggða bankareikninga.
Þessi stefna leiðir til vaxtalækkunar
en tryggir um leið hag sparifjáreig-
enda'og cykur innlendan sparnað.”
Tilvitnun lýkur. Fyrsta atriðið er að
draga úr sjálfvirkum útlánum og
flutningi á lánum atvinnuveganna til
viðskiptabankanna. Þetta ákvæði
býður upp á óöryggi í lánafyrir-
greiðslu og hvers kyns baktjalda-
makk við útvegun á fjármagni og er
því í reynd óhæft þess vegna.
Annað atriði. Fjárbinding og al-
menn útlán verði sveigjanleg til að
stjórna pteningamagni í umferð.
Kjallarinn
Bjami Hannesson
hagsstefnu. Lækka þarf rikisútgjöld
verulega og koma verður á ströngu
aðhaldi i peningamálum.”
Fyrsta atriðið er það að vinna bug
á verðbólgunni, það munu allir vita,
en ef kjósendur eiga að trúa því að
Sjálfstæðisflokkurinn sé hæfur til að
hafa forgöngu í því máli verður hann
að leggja raunsærri áætlanir en þetta
plagg sem skilgreinir ekki vandann
eða lýsir neinum tölulega rökstudd-
um dæmum til viðmiðunar, öðrum
en því að allt skuli skorið niður um
10% á fjárlögum. Kjósendur vita að
þetta er ekki framkvæmanlegt enda
engin staðfærð dæmi nefnd. Grunar
mig að höfundar þessara áætlana viti
það einnig og nefni því engin dæmi.
Annað atriði er að raunsæi þurfi
að viðhafa við allar efnahagslegar
ákvarðanir. Heldur er þetta hláleg
setning innan um alla þessa skraut-
yrtu, óraunsæju hughyggju sem
„Sjálfstæðismenn munu verða uppvísir
að því að hafa þjóðina að fífli með þessu
miðsvetrarævintýri.”
Algerlega óskiljanlegt og ófram-
kvæmanlegt atriði er hlýtur að valda
glundroða (dæmigerð Pytheu-fram-
setning, án túlkunar, því óskiljanleg).
Þriðja atriði. Ákvarðanir um vexti
verði færðar frá ríkisvaldinu til
markaðarins, einstakra banka, spari-
sjóða, fyrirtækja og einstaklinga.
Allir vita að vextir eru að verða sífellt
áhrifameiri í hagstjórnun og rekstri
fyrirtækja og eru nú þegar i þannig
ástandi , sökum fjölbreytileika, að
óviðunandi er. Ef þetta yrði fram-
kvæmt yrði algerður glundroði i
framkvæmd þessa mikilsverða hag-
stjórnarþáttar í þjóðlífinu.
Fjórða atriði. Fullyrðing um að
þessi stefna leiddi til vaxtalækkunar
og tryggði um leið hag sparifjáreig-
enda og yki innlendan sparnað.
Algerlega dæmalaus þversögn og þvi
ekki marktæk fullyrðing.
Þessi 2. gr. í áðurgreindri kosn-
ingsstefnuskrá verður að dæmast sem
algerlega óraunsæjar áætlanir, unnar
án þekkingar og ábyrgðar gagnvart
þessum viðamikla þætti í efnahagslíf-
Vöntun skilgrein-
inga og þversagnir
Ætla ég þá að víkja að öðrum
þætti í sama plaggi er sannar alvar-
lega skort á skilgreiningum og þver-
sagnir á önnur atriði í stefnuskránni.
Útdráttur. „Forsenda þess að hægt
sé að hefja sókn til bættra lífskjara
er, að fyrst takist að vinna bug á
verðbólgunni. Þetta er sú staðreynd,
sem óhjákvæmilegt er nú fyrir þjóð-
ina að horfast í augu við. Raunsæi
þarf við efnahagslegar ákvarðanir i
öllum greinum. Nema verður úc gildi
í heild sinni lög vinstri stjórnarinnar
um stjórn efnahagsmála og taka upp
i staðinn frjálslynda en styrka efna-
aldrei getur orðið að veruleika sökum
þess að áætlanir taka ekkert tillit til'
þjóðfélagslegra staðreynda.
Þriðja atriðið er afnám laga vinstri
stjórnarinnar. Ætla mætti að þeir
legðu fram eitthvað raunsærra og
betra en ekki fer mikið fyrir raunsæ-
inu í heild sinni í þessu plaggi.
Fjórða atriðið er að taka upp
frjálslynda en styrka efnahagsstefnu.
Erfitt mun að samræma þetta
íslenskum aðstæðum og væri fróð-
legt að sjá það gert á skjallega stað-
festum áætlunum frá flokknum.
Pyrrhosar-sigur
Pyrrhos hét kóngur einn í Epirus,
er barðist við Rómverja við Heraklea
og Auskulum. Urðu sigrar þessir,
honum svo dýrkeyptir að hann sagði.
„Einn sigur til, og ég er glataður.”
Líklegt er, að kosningarnar verði
nokkurs konar Pyrrhosarsigur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, hvernig sem
þær fara, því sjálfstæðismenn munu
verða uppvísir að því að hafa þjóðina
að fífli með þessu miðsvetrarævin-
týri. Það eina sem þeir ættu að biðja
um í þessum kosningum væri það að
þeir fengju ekki þingfylgi til að
mynda stjórn er framfylgdi þessum
áætlunum. Þróunin er lika sú, að því
er virðist meðal landsmanna að þeir
eru farnir að átta sig á hversu yfir-
borðskenndar áætlanir þetta eru.
Það mun besta ráðið til ákvörðunar
um hvað á að kjósa núna að lesa
þetta plagg gaumgæfilega. Munu
flestir þá sjá að þetta er ekki
„Leiftursókn gegn verðbólgu ”
heldur „Leiftursókn gegn heilbrigðri
skynsemi.”
Læt ég hér með lokið um fjöllun
um þetta plaggaðsinni.
Bjarni Hannesson
Undirfelli.
1949
30 ÁRA ÞJÓNUSTA
1979
SENDIBÍLASTÖDIN H.F.
BORGARTÚNI21