Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 45
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
45
Ungfrú Heimur 1977 á
bam með Bob Marley
Þessi fallega kona á myndinni heitir Cindy
Breakspeare og er okkur íslendingum ekki
alveg ókunn. Cindy er frá Jamaica og er fyrr-
verandi ungfrú heimur. Vegna þess kom hún
einmitt hingað til lands — til að krýna ung-
frúísland 1977.
Litli fallegi drengurinn sem situr á hnjám
fegurðardísarinnar er fímmtán mánaða
sonur hennar, Damian. Nú nýlega tilkynnti
Cindy að hann væri sonur hins fræga popp-
söngvara Bobs Marley. Það er þó ekki eina
barn raggae-söngvarans því hann á hvorki
meira né minna en níu böm með sjö konum.
Cindy býr alein á Jamaica ásamt syni sín-
um, Damian. Hún er ekkert að leyna ást
sinni til Marleys en segist þó aðeins njóta
þess nú að vera móðir. — ELA
Una
lang-
sokkur
bam
aldar-
innar
Hin eina sanna Lína langsokkur,
sem allir þekkja, er orðin 34 ára. Hún
er alltaf jafnvinsæl og þeir eru margir
sem bera mikla virðingu fyrir henni.
Nú fyrir skömmu öðlaðist Lína enn
meiri virðingu þar sem barna- og
unglingabókasérfræðingur i Sviþjóð,
Ulla Lundqvist, hefur skrifað dokt-
orsritgerð um hana.
Ulla Lundqvist kallar ritgerð sína
Barn aldarinnar — fyrirbærið Lína
langsokkur og forsenda hennar.
Ulla hefur sagt frá því í sænskum
blöðum, s.s. Sænska Dagblaðinu og
Dagens Nyheter, að hún hafi verið
sjö ára þegar hún kynntist Línu og
frjálsræði hennar.
Svona leit Lina langsokkur út ú teikn-
ingu „móður sinnar”, Astrid Lind-
gren, þegar hún birtist fyrsl árið
1945.
Ulla segir að Línu-bækurnar höfði
til allra manna og kvenna. Þessi
stúlka sem getur allt mögulegt, sem er
klókari, skemmtilegri og vinalegri en
allir fullorðnir fellur öllum i geð.
í fyrstu var Lina langsokkur aðeins
kvöldsaga fyrir dóttur Astrid Lind-
gren en nú eru Línu langsokks-bæk-
urnar seldar i yfir milljón eintökum i
55 löndum heims og hafa verið jafn-
vinsælar allt frá þvi fyrsta bókin kont
út árið 1945.
í Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035
AUSTURVERI
Háaleitisbraut 68
Heimilis-eldavélin
frá Rafha er landsþekkt
islenzk framleiðsla.
Frá stofnun fyrirtækisins
1936hafaveriðfram-
leiddar yfir 60.000 elda-
vélar. Um tvær gerðir af
sambyggðri vél er að ræða.
Gerð HE fyrir sökkul, og
gerð E fristandandi í 90 cm
borðhæð. Hægt er að fá
vélina með klukkubaki.
Ennfremur eldavélasett.
40
ÁRA
REYNSLA
2ja ára ábyrgð á eldavélum.
6 litir
Ennfremur seljum við:
RAFMAGNSHEIMILISTÆKI
frá heimsþekktum fyrirtækjum, svo sem frá Zanussi, kæli- og frysti
skápa, frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, gufu-
gleypa, ennfremur ryksugur, rakatæki, brauðristar, straujárn, hrað-
suðukatla, háfjallasólir og m.m.fl.
##