Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. EMEBUm fijálst, úhái dagblað 'Útgefandi: Dagblafliö hf. FramkvœmdastjóH: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Rhstjómarfulitníi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Stmonarson. Menning: Aflabtainn Ingótfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Páisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elki Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilmer Karisson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sig- urflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjóifsson. Gjaldkeri: Práinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Drerfing- arstjóri: Már E. M. HaNdórsson. Ritstjóm Skkimúla 12. Afgreiflsla, áskrtftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aflalslmi blaflsins er 27022 (10 Mnur) Setnlng og umbrot Dagblaflið hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 4000. Verfl I lausasölu kr. 200 eintakifl. Nytsamir sakleysingjar Sameinuðu þjóðirnar hafa í augum flestra glatað siðgæðisskikkju sinni. Mannréttindayfirlýsing samtakanna hefur rykfallið, enda taka fjórar ríkis- stjórnir af hverjum fimm ekki hið minnsta mark á henni. Auðvelt er að sjá, að Sameinuðu þjóðirnar eru fyrst og fremst vettvangur átaka milli hópa ríkja. Samanlagt mega lýðræðisríki sín ekki mik- ils á þeim vettvangi. Voldugasti hópurinn byggist á harðstjórnarríkjum þriðja heimsins. Erfiðara er að átta sig á, að sama gildir um ýmsar sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki sízt Menn- ingarstofnunina, UNESCO. Menn freistast til að halda, að hún sé ekki eins pólitísk og móðurstofnunin. Ekki bætir úr skák, að meðal embættismanna Menningarstofnunarinnar er fullt af nytsömum sak- leysingjum, einkum skólamönnum, sem hafa mikinn áhuga á að mennta íbúa þriðja heimsins. Undir fána þeirrar hugsjónar láta þeir afvegaleiða sig. Þeir sjá, að fjölgun skóla og kennara gengur grátlega hægt í þriðja heiminum. Þeir sjá, að útvarp og blöð megi nota til að efla kunnáttu almennings, allt frá getn- aðarvörnum yfir í verktækni af ýmsu tagi. Silkimjúkir umboðsmenn harðstjóranna í Menn- ingarstofnuninni telja skólamönnum hennar trú um, að forsenda þess, að fræðslugildi útvarps og blaða nýt- ist, sé, að stjórnvöld viðkomandi ríkis séu einráð um fjölmiðlun. Þeir segja, að fátæk ríki hafi ekki efni á vestrænni tegund fjölmiðlunar. Byggja verði upp innri samstöðu hverrar þjóðar til að efla henni mátt til framfara og menningar og þjóðernisvitundar. Þeir segja, að upplýsingar um glæpi stjórnvalda þessara ríkja, græðgi þeirra, spillingu, mútuþægni, kúgun og harðstjórn, séu annaðhvort vestrænn fjöl- miðlaáróður eða bara til þess fallnar að grafa undan samstöðu og þjóðernisvitund. Harðstjórum þriðja heimsins er nefnilega ákaflega illa við vestræna tegund fjölmiðlunar. Þeir vilja ekki, að fjölmiðlar séu með nefið niðri í skuggamálum. Þeir vilja fá frið til að kúga þegna sína. Fulltrúar harðstjóranna hjá Menningarstofnuninni eru svo menntaðir og kurteisir, að hinir nytsömu sak- leysingjar trúa því ekki, að harðstjórarnir að baki séu eins ógeðfelldir og sagt er í vestrænum fjölmiðlum. Embættismenn stofnunarinnar hafa árum saman gengið erinda harðstjóranna í tilraunum þeirra til að grafa undan mannréttindaskránni með útgáfu yfirlýs- ingar um nýja skipan fjölmiðlunar í heiminum. Harðstjórarnir stefna að því að stjórna sjálfír öllum straumi upplýsinga innan rikja sinna, til ríkja sinna og frá þeim. Auðvitað gera þeir þetta til að halda völdum sínum og treysta þau. Skólamennirnir hjá Menningarstofnuninni virðast ekki gera sér grein fyrir muninum á fólki og stjórnvöld- um. Þeim fínnst, að kurteisir fulltrúar harðstjóranna tali fyrir munn þjóða þeirra. Þeim finnst vilji harð- stjóranna vera vilji þjóðanna. í öllu þessu harki gleymist sjálf mannréttindayfirlýs- ingin, sem harðstjórarnir traðka á í hverjum einasta lið. Þar á meðal gleymist réttur almennings til að fá fjölbreyttar upplýsingar um það, sem er að gerast í nánu og fjarlægu umhverfi. Vesturlönd hafa enn náð að verjast beinni fjölmiðla- yfírlýsingu Menningarstofnunarinnar gegn mannrétt- indum, en þau eru því miður samt á undanhaldi. HARDSTJ0R- ARNIR RÁÐA FERDINNI —eríndi Jónasar Krist jánssonar rítstjóra um f jölmiðlun milli Vesturlanda og þriðja heimsins — Erindið var flutt á ráðstefnu ritstjóra í Feneyjum Hægt og sígandi erum við á Vest- urlöndum að tileinka okkur orðfæri ráðamanna i þriðja heiminum, sem vilja fá í friði að kúga þegna sína og afla sér um leið þróunaraðstoðar til að efla einkareikninga sína í sviss- neskum bönkum. Þessi áfellisorð þarf að skýra nán- ar. Ævilíkur manna voru 30 ár í Frakklandi árið 1788. Þær eru núna 45 ár í þriðja heiminum. Aðstæður í Evrópu fyrir 200 árum voru um margt annað svipaðar þeim sem nú eru í þriðja heiminum. Fjórir fimmtu hlutar mannfólksins þræluðu undir svipuhöggum fulltrúa valdastéttarinnar, sárafámennrar sneiðar þjóðfélagsins. Valdastéttin skóp sögu og menningu, háði stríð, stofnaði kirkjur og reisti glæsileg mannvirki. Hún ritaði mannkynssög- una fyrir sjálfa sig. Við gleymum stundum öxlunum, sem þessi forni tími var reistur á, bognum öxlum foreldra hungraðra barna. Alveg eins og þjóðerni og full- veldi harðstjóra þriðja heimsins hvílir nú á herðum hálfgildings þræla þeirra. Nýr auður Þessu ástandi var breytt í Evrópu og Norður-Ameríku í iðnbyltingunni og jafnaðarstefnunni, sem fylgdi í kjölfarið. Vesturlönd urðu rík og gátu meira eða minna dreift auðnum til allra stétta þjóðfélagsins. Þessi auður var nýr, ekki frá neinum tekinn. Hann var alls ekki tekinn frá þriðja heiminum. Hugsum til Svisslendinga og Svía, Ný kynslóð ný vinnubrögð Það héfur verið lenska nú um nokkurt skeið að gagnrýna stjórn- málamenn mjög óvægilega. Vissu- lega er nauðsynlegt að almenningur veiti stjórnmálamönnum mikið að- hald og margt af því, sem þeir hafa verið gagnrýndir fyrir, er á rökum reist en annað ekki. Stjórnmálamenn eru upp og ofan, eins og fólk er flest — hvorki verri né betri en aðrir. Sú gagnrýni, sem stjórnmálamenn hefur sjálfsagt sviðið hvað sárast undan, en á þó þvi miður oft rétt á sér, er, að stjórnmálamönnum sé ekki lagið að standa eða falla með sínurp skoðunum. Það er ekki rétt að stjórrimálamenn trúi því yfirleitt ekki sem þeir segja — séu vísvitandi að blekkja aðra — en hitt er rétt að þeir falla oft í þá freistni að blekkja sjálfa sig og sjálfsblekkingin er allra blekk- inga verst. Að fást ekki til að falla eða standa með skoðunum sínum er framar öllu öðru að blekkja sjálfan sig. Völdin freista Það hefur iðulega gerst, að stjórn- málamenn, sem boðað hafa ákveðna stefnu og fengið fylgi við hana og trú- að á hana sjálfir, hafa órðið þess áskynja t.d. í rikisstjórn, að vegna sambúðarerfiðleika eða af öðrum ástæðum séu allar likur á því, að þeim takist ekki að fá stefnu sinni framgengt — að þeim takist ekki að verða þjóð sinni að því gagni, sem þeir ætluðu sér. Þegar slík sannindi verða mönnum ljós, þá standa þeir á viðsjárverðum krossgötum. Menn geta þá tekið tvær stefnur — annars vegar þá að halda áfram eins og ekk- ert hafi í skorist og hins vegar þá að viðurkenna staðreyndirnar fyrir sjálf- um sér og segja þær öðrum. Næstum undantekningalaust hafa íslenskir stjómmálamenn við þessar aðstæður valið fyrri kostinn — þann að halda áfram gegn betri vitund. Sitja áfram við völd, jafnvel þótt mönnum sé ljóst að sú valdaseta verði engum til góðs. Hvers vegna hafa menn freistast til þessa? Svarið er mjög einfalt. Svarið er að völdin freista. Stjórnmálamenn eru mann- legir. Valdastólarnir eru þægilegir. Aðstaðan kann að þykja mikilvæg. að um að koma stefnumálum, eins og t.d. gerbreyttri efnahagsstefnu, sem hann hafði barist fyrir í síðustu kosn- ingum, á framfæri og fá þeim fram- gengt. Hann var reiðubúinn til þess að sætta sig við og bera ábyrgð á mis- tökum og málamiðlun í ríkisstjórn- inni svo lengi sem hann taldi sig hafa von um að stefnumál hans gætu náð fram, þótt siðar yrði. En um leið og Alþýðuflokkurinn missti þá von þá stóð hann á hinum viðsjárverðu krossgötum, sem ég minntist á hér áðan. Þá varð hann að velja um tvær „Kjarni málsins eru ný vinnubrögð nýrr- ar kynslóðar í stjórnmálaheiminum.” Þá er hætt við að menn bregði kíkin- um fyrir blinda augað og haldi áfram að sitja, þrátt fyrir að mönn- um eigi að vera ljóst, að þeir sitja fáum til góðs — en undir niðri býr kannski vonin um að þrátt fyrir allt og allt og allt geti svo farið, ,,að Eyj- ólfur hressist”. Hitt er miklu sjaldgæfara, þótt það hafi stöku sinnum gerst, að stjórn- málamenn í valdaaðstöðu, sem staddir eru á slíkum krossgötum, taki þann kostinn að standa upp og segja frá — vera sannir gagnvart sjálfum sér og sínum kjósendum. Þennan kost tók Alþýðuflokkurinn nú i haust þegar hann hætti stuðningi við rikis- stjórn Ólafs Jóhannessonar og óskaði eftir því, að ágreiningsmál hennar yrðu lögð í gerð kjósenda. Al- þýðuflokknum var auðvitað umhug- leiðir; annars vegar þá, sem stjórn- málamenn hafa oftast valið undir slíkum kringumstæðum, að halda áfram til þess eins að halda í völdin ellegar hina, sem flokkurinn valdi, að vera sannur gagnvart sjálfum sér og sínum kjósendum. Hvað gerist? Hvert liggur sú leið? Hvað mun sú ákvörðun bera í skauti sér fyrir Al- þýðuflokkinn að ætla að standa og falla með sínum skoðunum. Sú ákvörðun er i höndum kjósenda flokksins — þess fólks, sem veitti Al- þýðufiokknum brautargengi í síðustu kosningum og Alþýðuflokkurinn vill segja satt, hvort sem sá sannleikur er þægilegur eða óþægilegur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.