Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. Bandaríkin: Þotan hrapaði meö geislavirkan farm — þriggja manna áhöf n f órst og fullyrt að engin hætta sé á ferðum af geislun Flutningaflugvél, sem flutti geisla- virkt efni hrapaði til jarðar nærri borginni Salt Lake City í Utah í gær. Var hún að flytja birgðir fyrir banda- ríska flugherinn er slysið varð. Talið er aðáhöfnin, þrír menn, hafi farizt. Talsmaður flughersins sagði eftir slysið að um borð í flugvélinni hafi verið litið magn af geislavirku efni, sams konar og notað sé til að húða^ armbandsúr. Sé engin hætta á að geislavirkt efni fari út í andrúms- loftið í kjölfar slyssins. Fulltrúi borgarstjórnar Salt Lake City sagði í gærkvöldi að engin geislavirkni hefðu mælzt á slysstaðn- um, sem er um það bil þrjátíu kíló- metra fyrir utan borgina. Eitt lík fannst við flak vélarinnar en björgunarsveitir voru í morgun að leita líkamsleifa hinna mannanna tveggja. Flugvélin sem var af gerð- inni C-130 var á leið til Nevada en hafði lagt upp frá herflugvelli nærri Salt Lake City. Ekkert hefur verið sagt um hverjar geti verið orsakir slyssins en flugvélin brann nær algjörlega eftir að hún hrapaði. Sá fyrsti hvítí Philip Leakey er fyrsti hviti maðurinn sem kjörinn hefur verið þingmaður i Kenya siðan landið fékk sjálfstæði árið 1963. Á myndinni sést hann fagna sigri á- samt stuðningsmönnum sinum en kosningarnar fóru fram til þingsins i Nairobi fyrir rúmri viku. Fylgismenn Moi forseta unnu sigur en fyrri skjólstæðingar Kenyatta, fyrsta forseta ríkisins, féllu margir af þingi. Lengi hafði verið óánægja með þau forréttindi, sem sá hópur hafði skapað sér. Ýmiss konar spilling fylgdi og skar Moi forseti upp herör gegn sliku fljótlega eftir að hann tók við embætti. Bretland: Blunt segist fagna rannsókn á njósnum Anthony Blunt fyrrum listráðu- nautur Elísabetar drottningar, sem viðurkennt hefur að hafa njósnað fyrir Sovétríkin, sagði í gær að hann mundi fagna opinberri rannsókn á máli sínu. Blunt viðurkenndi njósn- irnar árið 1%4 en opinberlega var ekkert vitað um þær fyrr en Thatcher forsætisráðherra upplýsti málið í neðri málstofu brezka þingsins á fimmtudaginn. McMillan eða Home, sem voru forsætisráðherrar á fyrri hluta sjöunda áratugarins í Bretlandi, segjast hvorugur hafa vitað um njósnir Blunts. Mikil reiði er meðal stjórnmála- manna í Bretlandi vegna þessa máls. Spurt er hvernig það mátti vera að Blunt gegndi áfram störfum sem náinn ráðgjafi drottningar eftir að hann hafði viðurkennt njósnir sínar. Er mjög deilt á brezku leyniþjónust- una fyrir að starfa og taka ákvarðan- ir án þess að ráðfæra sig við kjörin stjórnvöld. Anthony Blunt hefur nú verið sviptur aðalstign. Palma, Mallorca: Handtóku himd með LSDumhálsinn —á meðan brenndi lögreglan í Barcelona 2,5 tonnum af hassi Hundur með gullhring í eyranu vakti athygli spænsku lögreglunnar, þar sem hann ráfaði um götur Palma, höfuðborgar Mallorka. Hann var færður á lögreglustöð og þar kom í ljós að hálsól hans hafði verið troð- fyllt með eiturlyfinu LSD. Við nánari athugun kom í ljós að tilkynnt hafði verið fyrir nokkru að hundi sem þessum hefði veriö stolið frá eigendum sínum. Tilgáta lögregl- unnar er sú að eiturlyfjasmyglarar hafi stolið honum og auðkennt hann með eyrnalokk til að auðveldara væri að sjá að þar færi hundur með eitur- iyf- Lögreglan hefur enn ekki komizt á slóð eiturlyfjasmyglaranna, en nú er fylgzt mun betur en áður með öllum flækingshundum. Um svipað leyti og lögreglan í Palma fór í hundana tóku stéttar- bræður hennar í Barcelona á megin- landi Spánar sig til og brenndu tveimur tonnum af hassi. — Verð- mæti þess er talið nema um 2.5 milljörðum íslenzkra króna þar ytra. — Birgðir þessar voru gerðar upptækar í líbönsku skipi fyrir' tveimur mánuðum. Mikið ský steig upp við hass- brennsluna og hefðu áreiðanlega margir haft gaman af að vera viðstaddir og fáað anda að sér reykn- um! Iran: Vændiskona tekin af líf i írönsk vændiskona var dæmd til dauða og tekin af lífi um helgina eftir að hafa verið fundin sek um að hafa starfrækt hóruhús og ráðið til sín starfsstúlkur. Opinber fréttastofa írana skýrði frá máli vændiskonunnar og sagði að hún hefði verið leidd fyrir aftökusveit i borginni Ahwaz i Khuzestanhéraði. Júgóslavfa: Tveirfórust í járnbrautarslysi Lestarstjóri og aðstoðarmaður hans drukknuðu í stöðuvatni í Svartfjalla- lendi í Júgóslavíu í gær. Lest þeirra fór út af teinunum og lenti úti í vatninu. Slys þetta varð í kjölfar mikilla flóða í Svartfjallalandi. Einungis eimreiðin fór út af sporinu. Farþegar lestarinnar sluppu allir ómeiddir. — Slysið var nálægt þorpinu Proboj, sem stendur við aðal- járnbrautalínuna milli Belgrad og Bar. Flóðin fylgdu í kjölfar mikilla rigninga, sem stóðu í fjóradaga. Vegna þeirra urðu hundruð fjölskyldna i þorpum og bæjum Svartfjallalands að flýja heimili sín. Upp stytti í gær og voru flóðin nokkuð í rénun í gær- kvöld. Belgía: Tveirfélluogsjö særðustískothríð geðsjúklings Tveir létust og í það minnsta sjö særðust í Belgíu í gær er maður einn hóf að skjóta á hóp áhorfenda við kappakstur í Belgíu. Fólk kastaði sér á jörðina er skothriðin hófst en skömmu síðar tókst lögreglunni að yfirbuga tilræðismanninn, sem sagður var geð- sjúklingur í helgarleyfi frá sjúkrahúsi í Antwerpen. Kappakstrinum var nýlega lokið, er maðurinn hóf skothríðina. Fyrst að áhorfendasvæði knatt- spyrnuvallar og síðan beint inn i hóp fólks. Florida: Reagan lang- vinsælastur rebúblikana Ronald Reagan fyrrum leikari og ríkisstjóri í Kaliforníu reyndist lang- vinsælastur þeirra frambjóðenda repúblíkana, sem gefa kost á sér til for- setakjörs, í óformlegri skoðanakönnun í Orlando á Florida. Þar var haldið, fylkisþing Repúblíkanaflokksins um helgina. Afþeim 1.352 atkvæðum, sem greidd voru í skoðanakönnuninni hlaut Reagan 36.4 prósent. Skoðanakönnun þessi er á engan hátt 'bindandi fyrir forkosning- arnar sem fram fara í Florida i marz- mánuði næstkomandi. Ekki hefur hún heldur á neinn hátt áhrif á val fram- bjóðandans á landsþinginu á næsta ári.' Næstur á eftir Reagan í skoðana- könnunni á Florida kom John Connally fyrrum rikisstjóri í Texas. Hann hlaut 26.6 prósent greiddra at- kvæða. Þriðji í röðinni varð George Bush fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA með 21.1 prósent. Hann var náinn vinur njósnaranna Burgess og Maclean sem flúðu til SSfMiétríkjanna árið 1951 og Kim PhitóýVöf} flúði árið 1963. Var Blunt þá nefnditrV -setTi^ fjórði maður í málinu og sá sem varaði hina við að upp um þá hefði komizt. Brezka ríkisstjórnin mun ræða málið í dag en talið er liklegt að frekari umræður verði um það í þinginu. Thatcher forsætisráðherra ætlar að gefa frekari skýrslu um málið ipnan tíðar. Bassam Shaka borgarstjóri 1 Nablus á vesturbakka árinnar Jórdan sést hér i hópi fylgismanna sinna. ísraelsk yfir- völd hafa vikiö honum úr starfi fyrir að hafa lýst yfir samúð með sam- tökum Palestínuaraba. Brottrekstur Shaka þykir mikill sigur fyrir harðlinumenn i stjórn Begins en margir efast um að þetta muni hafa heppileg áhrif á samband araba á hernumdu svæðunum og ísraelskra stjórnvalda. Allir arabískir borgar- stjórar á Gazasvæðinu og vestur- bakka árinnar Jórdan hafa sagt af sér í mótmælaskyni vegna brottreksturs starfsfélaga síns.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.