Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 40
40 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR H.F. Einholti 6, sími 18401. Hinsívinsælu hlaðrúm okkar komin aftur Stáliðjan hf., Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Simi 43211 INNKAUPASTJÓRAR Mikið úrval af: Gjafavörum — leikfóngum — jólatrésskrauti — spilum og snyrtivörum. Heildverzlun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14 Reykjavík Símar 21020 - 25101 Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. Tölvunámskeið Hraðnámskeið á smátölvur verða haldin í lok nóvember og byrjun desember nk. Hvað er kennt? 1. Grundvallaratriði forritunar (litskyggnur með tali). 2. Forritunarmálið BASIC (notað á allar smá- tölvur microcomputers). 3. Notkunarsvið og notkunarmöguleikar smá- tölva. Við bjóðum: Nýtízkuleg efnismikil og samþjöppuð námskeið. Þrautreynt kennslukerfi. Kennt er með aðstoð tölva. Góða aðstöðu. Einungis tveir nemendur eru um hverja tölvu. Nú er rétta tækifærið til að læra á tölvu. Eftir örfá ár verða smátölvur komnar inn í hvert fyrir- tæki og jafnvel inn á hvert heimili. Sími Tölvuskólans er 23280. Innritun stendur yfir. Hef ur ákveðna hugmynd um það hvemig komið skuli í veg fyrir skemmdir á f lötum þökum Tek ekki undir að f lötu þökin eigi ekki við okkar veðráttu — segir Hafsteinn Ólafsson byggingameistari „Ég hef ákveðna hugmynd um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir fúaskemmdir og leka á flötum þök- um. Þeir verkfræðingar sem ég hef borið hugmyndina undir telja augljóst að þar sé bent á einfalda og rétta leið,” sagði Hafsteinn Ólafsson byggingameistari i samtali við Dag- blaðið. Hafsteinn vitnaði til fréttar í DB 12. nóvember um íbúa við Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Þeir eru þessa dagana að reisa hallandi þök á hús sín. Þeir eru orðnir löngu uppgefnir á leka og óþægindum af flötum þökum á húsunum sínum. „Ég vil alls ekki taka undir það að flöt þök eigi ekki við okkar veðr- áttu og þau skuli því útilokuð. Með því yrðu hendur arkitekta bundnar og þeir skikkaðir til að teikna hús með svo og svo miklu ónýtanlegu húsnæði. Menn ættu að hafa í huga að eftir því sem arkitektar teikna meira þakrými, sem ekki nýtist til' annars en að hella af sér vatni, yrði byggjandinn dæmdur til að greiða í gatnagerðargjöld fyrir hvern dauðan rúmmetra i þakinu eins og það væri hluti af stofunni.” Getur þú gefið lesendum einhverja hugmynd um það hvernig þú hyggst leysa vanda eigenda húsa með flöt þök? „Lausnin er afar einföld. En til að skilja hana til fulls verða menn að þekkja vandamálið sjálft. Við Hraunbæ i Árbæjarhverfi eru 50 hús með flötum þökum. Ibúarnir eru byrjaðir að byggja hallandi þök fyrir húsin sin enda löngu uppgefnir á viðhaldi þakanna og skemmdum af völdum leka. Hér er það Haraldur Haraldsson húsasmfðameistari sem stendur á þakgríndinni á fbúð sinni að Hraunbæ 17. Kostnaður við þaksmiðina er 2.5—3 milljónir pr. ibúð. DB-mynd: Ragnar Th. ' ................................... Vandamál í merkingarfræði Allir þykjumst við vita hvað orðið viðreisn þýðir enda er um að ræða eítt af hinum „gagnsæju” orðum tungunnar, dregið af sögninni ,,að reisa eitthvaðvið”. Engin vandkvæði risu heldur upp af merkingu þessa orðs, fyrr en ríkis-1 stjórn ein, fræg í sögunni, tók upp á því að skreyta sig með þessu orði og nú er svo komið að öll blöð eru full af samsetningum eins og „viðreisnar- stjórn”, „viðreisnartímabil” og þar fram eftir götum. Þessi stjórn varð á sínum tíma fræg af illvígri glímu sinni við verka- lýðshreyfinguna og lék hana grátt á margan hátt. Ekki var fyrr staðið upp frá samningaborði í kaupdeilum en téð ríkisstjórn lét Seðlabankann fella gengið og launþegar stóðu uppi Þessi nefnd fátæktarárin ár mínu eru heimili snauðari en fyrr. Er sú saga alkunn og fram úr hófi leiðinleg, svo að raun er að því að rifja hana upp hér. Á viðreisnarárunum var ég kennari i gagnfræðaskóla en vann daglaunavinnu i sumarfríinu. En svo frek var skattheimta af lágtekjum á þessum árum að mjög illa gekk að ná endum saman á mörgum alþýðu- heimilum enda eru þessi ár aldrei nefnd annað en fátæktarárin á mínu heimili. En hvað var það þá sem þessari stjórn tókst að reisa við? Hún gerði samning við Breta um landhelgina 1961 og væri vel ef enginn íslend- ingur nefndi þann samning á nafn framar. Frægar urðu reisur íslenskra ráðherra á fund stjórnarinnar í Washington en þær enduðu stundum á því að þessir virðulegu íslensku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.