Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 47
47
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
PÓSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÖS & ORKA
Sudurlandsbraut 12
simi 84488
mm
ii i:
ÚTVARPkl. 19.40:
EINVIGIÐ HELDUR AFRAM
—ámilli stjómmálaflokkanna
Einvígi stjórnmálaflokkanna í út-
varpi heldur áfram í kvöld kl. 19.40
undir stjórn einvígisvottar, Hjartar
Pálssonar.
í kvöld eru það fulltrúar G-lista
Alþýðubandalagsins og B-lista Fram-
sóknarflokksins sem glima. Einn frá
hvorum flokk.
Það er annar einvígisþáttur af sex.
Hverjir koma fram fyrir flokkanna
hönd verður leyndarmál fram að síð-
ustu stund að ósk útvarpsráðs.
Einvígið stendur yfir til kl. 20.00 eða
í fjörutíu mínútur.
- ELA
FRAMHALDSLEIKRIT BARNA 0G UNGLINGA
— útvarpkl. 17.20:
Æskuár Bjössa töku-
drengs á Tréstöðum
Jólabamabókalestur haf inn:
Samdráttur í útgáfu
bamabóka fyrir jól
Jan Franccs og Judy Cornwell f hlutverkum sfrium f brezka leikritinu Brodd-
borgarar.
BRODDBORGARAR
—sjónvarp kl. 21.05:
UNNUSTAN FAGRA
OG SVEITAUFK)
í kvöld sýnir sjónvarpið brezkt
gamanleikrit eftir Dion Boucicault.
Leikritið segir frá spjátrungi nokkr-
um, Sir Harcourt Courtly. Honum er
ekkert um sveitalíf gefið, telur það
fyrir neðan sina virðingu.
Sir Harcourt á unnustu, Grace
Harkway, sem er ung, fögur og for-
rík. Vandinn er að Grace býr í sveit
og hana verður hann þó að heim-
sækja. Af tilviljun kemur sonur Har-
courts líka i sveitina og það æxlast
þannig að hann verður einnig ást-
fanginn af hinni ungu fögru konu,
unnustu föður síns.
Sjónvarpshandrit að leik þessum
gerði Gerald Savory og Ieikstjóri er
Ronald Wilson. Með aðalhlutverk
fara Charles Gray, Dinsdale Landen,
Anthony Andrews og Judy Cornwell.
Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir
og er leikritið einnar og hálfrar
stundar langt.
- ELA
í morgun kl. 11.00 hófst lestur úr
nýjum barnabókum sem koma munu
út fyrir jólin. Aðeins var um þýddar
bækur að ræða, til dæmis „Gvendur
bóndi á Svínafelli” eftir Tolkien, sem
er brezkur höfundur, i þýðingu Ingi-
bjargar Jónsdóttur.
Lestur jólabóka fyrir börn verður á
dagskrá útvarpsins á mánudags-
morgnum á sama tíma til jóla — eða
cins lengi og efnið endist, eins og
Gunnvör Braga sagði í samtali við
DB. Gunnvör er umsjónarmaður
bókaþáttanna og Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir. Ungt fólk les úr bókun-
um.
,,Ég hef orðið vör við að einhver
samdráttur er í útkomu barnabóka i
ár,” sagði Gunnvör Braga. „Hjá
sumum bókaforlögum þar sem áður
hafa verið gefnar út 4—5 barnabæk-
ur fyrir jól er nú engin. Þó eru t.d.
Mál og menning og Iðunn með ein-
hverja aukningu.
í næstu viku ætlum við að kynna
nýjar íslenzkar barnabækur en þær
eru svolitið seint á ferðinni. Við
hefðurn viljað byrja á þeim. Það er
alltaf sama sagan ár eftir ár, að i
byrjun jólabókalestrarins höfum við
aðeins fengið fáar bækur en svo fyll-
ist allt í lokin.”
- ELA
Gunnvör Braga, umsjónarmaður Iestrar úr nýjum barnabókum.
DB-mynd: Bj.Bj.
í dag hefst nýtt framhaldsleikrit
fyrir börn og unglinga í útvarpi og
nefnist það Bjössi á Tréstöðum.
Leikritið er eftir Guðmund L. Frið-
Ftnnsson, byggt á samnefndri sögu
hans er út kom fyrst árið 1950.
Efnið um Bjössa á Tréstöðum er
sótt til atburða úr ævi föður höfund-
ar. Það gerist á bernskuárum hans
fyrir rúmum hundrað árum. Leikritið
segir frá tökudrengnum Bjössa. Auk
þess að vera góð þjóðlífslýsing er það
dýrmæt heimild um lífshætti sem nú
eru horfnir.
Guðmundur L. Friðfinnsson, höf-
undur sögunnar, er fæddur að Egilsá
í Skagafirði árið 1905. Hann stund-
aði nám við héraðsskólann á Laugar-
vatni 1923—30 og í Bændaskólanum
að Hólum 1931. Guðmundur hefur
verið bóndi að Egilsá frá 1932. Hefur
hann sent frá sér skáldsögur, smásög-
ur og æviminningar. Þá birti hann
frumsamin ljóð í Skagfirzkum
Ijóðum 1957.
Leikritið er í sex þáttum og er hver
þeirra 30—35 mínútur á lengd.
Klemenz Jónsson er leikstjóri og með
hlutverkin fara í fyrsta þætti Árni
Tryggvason, Bessi Bjarnason,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Hákon Waage, Randver Þorláksson,
Guðmundur Klemenzson og Ragn-
heiður Þórhallsdóttir. Kynnir leik-
ritsins er Helga Þ. Stephensen.
- ELA
Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason fara meó hlutverk f fyrsta þætti framhafdsleik-
Iritsins sem hefst f dag.
DB-mynd Bj.Bj.