Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. Bflar fastir og danshúsagestir vegalausir: Met í útköllum hjá lögreglunni Það var i nógu að snúast hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins. Að sögn varðstjóra á Miðborgarstöðinni mun hafa verið sett nýtt met í útköllum þessa nótt. ,,Við komum aðeins einu sinni inn frá því kl. 10 um kvöldið til kl. 6 morguninn eftir,” sagði varðstjóri í Árbæjarlögreglunni við DB. Annríki þetta var nær eingöngu tengt ófærðinni í borginni og verst var ástandið í Árbæjar- og Breið- holtshverfum. Mikill skafrenningur var í Árbænum og varð fljótlega ófært þar um mjög margar götur. Sömu sögu var að segja úr Breiðholti. Þangað varð fljótlega ófært og varð lögreglan að fara með rútu á vettvang til að bjarga heim ökumönnum er fest höfðu bíla sina. Þá varð lögregl- an einnig að keyra heim fjölmarga danshúsagesti er voru vegalausir og illa til reika vegna lélegs klæðnaðar. Einnig var mikill leigubifreiða- skortur. Um kl. 3.30 var byrjað að ryðja snjóinn i Árbænum en það gekk seint, ekki sízt fyrir þá sök hversu margir bílar voru fastir og þvi erfitt fyrir snjóruðningstækin að athafna sig. Ekki mun þó hafa komið til neinna meiriháttar óhappa þessa miklu ann- rikisnótt hjá lögreglunni. -GAJ. Gamli Hafnarfjarðarvegurínn var ekki auðveldur yfirferðar og bilar þvers og kruss. DB-myndir Sv. Þorm. * % Lögreglan hafði nög að gera i ófærðinni lengra. og er hér að \ draga bila sem ekki vildu Tec*holog, 'OELANO Vst a6 Setur .Jklf fyrir. yKkt töfju tyrir «inibil ] in° «ilri , «1 . ~°fn&nná [ei*endur " « St r Wófani, ?n €ert afa uPp- ðalnef/idj 2i«Sja P^ófanj ^yWct r ma P^'faðj 1 fyrr> e 'OCUr Wndin pro'fun4. d ^fur , In*gjandi ' Pío'fani, Sani^3ndj v<ar^andi 108 **>XmWk HÚSBYGOJENDUR TÆKNIMENN BYGGINGAFULLTRÚAR Að marggefnu tilefni vekj- um við athygli á því að eftirfarandi ofnar eru þeir einu, samkvœmt bréfi Iðntæknistofnunar Islands frá 31. október 1979, sem fullnœgja í öllu kröfum íslenzks staðals IST. 69.1 um varmagjöf ofna og þar með kröfum nýrrar byggingareglugerðar frá því í ágúst sl. Þessir ofnar eru: a. HELLU ofn frá hf. Ofnasmiðjunni GAL-ofn frá hf. Ofnasmiðjunni SVISSYL-ofn frá hf. Ofnasmiðjunni LF-ofn Vélsmiðjunni Odda hf. Æoeins framangreindir ofnar eru framleiddir í samrœmi við gildandi byggingareglu- gerð og tryggja hámarksnýtingu heita vatnsins og þar með lægstan hitunarkostnað. Varizt óábyrgar fullyrðingar um annað! HF. OFNASMIÐJAIM Háteigsvegi 7, Reykjavík Sími 91-21220 VÉLSMIÐJAN ODDI HF. Strandgötu 49 Akureyri Sími 96-21244 ÍSLENZKT LOST- ÆTI í HONG KONG Hong Kongbúar snæða nú daglega íslenzkan mat ef þeir kæra sig um. Og hann er ekki af verra taginu. íslands- kynning stendur nú yfir austur þar og var hún opnuð 13. nóvember sl. og stendur til 23. nóv. í nokkrum þekktum veitingahúsum þar í borg. Þeir sem standa að kynningunni eru Flugleiðir, Ferðamálaráð og Hótel Loftleiðir með aðstoð Cargolux. Hilmar Jónsson, veitingastjóri Hótels Loftleiða, hefur umsjón með matseldinni. Hefur hann úr nógu að moða því 1,5 tonn af kjöt-, fisk- og mjólkurafurðum voru send til Hong Kong. Á matseðli Hilmars eru m.a. 14 forréttir og súpur, níu aðalréttir, fjórar gerðir af salati og sjö eftirréttir, auk ótal tegunda af ostum. - JH LEZT AF VÖLDUM UMFERDARSLYSS Ólafur Alfreðsson, 26 ára gamall við fólksbifeið sem ók í sömu átt. Slas- Reykvíkingur, lézt á föstudag á Borgar- aðist Ólafur það alvarlega að hann spítalanum af völdum meiðsla sem komst aldrei til meðvitundar eftir slys- hann hlaut í umferðarslysi á Snorra- jð. braut 1. nóvember sl. Ólafur heitinn var sonur hjónanna Slysið varð með þeim hætti að Alfreðs Eymundssonar og Unnar Ólafur heitinn ók mótorhjóli norður Ólafsdóttur. Snorrabraut og lenti hjólið í árekstri -GAJ Dagvistunarþörf bama í Reykjavík könnuð: ÓSKA FORELDRAR EFTIR DAGVISTUN — ef svo er, þá hvemig? Þessa viku verður gerð könnun á þörf dagvistunar fyrir börn í Reykja- vik. Könnunin er framkvæmd af starfs- hópi á vegum Félagsmálaráðs Reykja- vikurborgar. Sendir verða spurningalistar til allra foreldra sem eiga börn í leikskólum. Ennfremur verða slíkir listar sendir til allra foreldra sem eru á biðlistum dagheimila, skóladagheimila og leik- skóla. Loks eru allir foreldrar, hvort sem þeir tilheyra forgangshópum eða ekki, sem óska eftir dagvistunarplássum fyrir börn sín, en eru ekki á biðlistum, beðnir að gefa sig fram þessa viku kl. 13—16 í síma 27277 — skrifstofu dag- vistunardeildar. í þeim síma fást allar nánari tipplýs- ingar um könnunina. Þess er vænzt að foreldrar bregðist fljótt og vel við. — Það þarf varla að taka fram að þeir eiga varla skilið að fá pláss fyrir börnin sín ef þeir ekki leggja sitt af mörkum til að aðstoða starfshópinn. - IHH Þúsund lína síma- strengurísundur Þúsund lina símastrengur fór í sundur á Akureyri um hádegisbilið á föstudag er verið var aðskipta um jarð- veg i götu. Við þetta varð allur efri hluti brekkunnar símasambandslaus með öllum þeim. vandræðum er þvi fylgir. Lögreglan setti bíl á vakt í hverfið, svo að fólk gæti snúið sér þangað og komizt í samband við umheiminn gegn- um talstöðef á þyrfti að haida. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.