Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Hróplegt 1 Sexfaldur munur á dýrustu
****“’ I og ódýrustu hitaveitunni
Mjög mismunandi verðskrár eru í
gildi fyrir hitaveiturnar í landinu. Nú
eru starfandi hitaveitur tuttugu tals-
ins. Víða er tekið vatnsgjald á hemil
og er gjald fyrir hvern mínútulítra allt
frá kr. 2005 fyrir hvern lítra, í Mos-
fellssveit, upp i 12.568 kr. á lítra á
Siglufirði. Mosfellssveitarhitaveitan
er með allra elztu veitum á landinu en
súá Siglufirði með þeim allra yngstu.
97% útgjalda
fjármagnskostnaður
Þetta mismunandi gjald er fyrst og
fremst vegna þess .að fjármagns-
kostnaðurinn er svo gífurlegur. Um
97% af útgjöldum við hitaveitufram-
kvæmdir er fjármagnskostnaður.
Allar framkvæmdirnar eru gerðar
fyrir verðtryggt fé.
Geta allir séð í hendi sér hversu
óréttlátt það er að núverandi kynslóð
eigi að greiða fyrir allar framkvæmd-
imar og það á skömmum tíma. Þetta
eru framkvæmdir sem koma þjóð-
inni í heild til góða um ókomin ár.
Við ræddum við Magnús Guðjóns-
son framkvæmdastjóra Sambands
ísl. sveitarfélaga um þetta mismun-
andi hitaveitugjald.
Mesta misréttið
í landinu
„Þessi mismunandi gjöld vegna
hitaveitna eru eitthvert mesta misrétt-
ið í landinu og alveg hróplegt rang-
læti að það skuli vera svo. Ódýrasta
hitaveitan, í Mosfellssveit, er sex
sinnum ódýrari en sú dýrasta, sem er
á Siglufirði.
Það væri ekki óeðlilegt að ríkið
greiddi olíustyrk í nokkur ár eftir að
hitaveituframkvæmdum lýkur til
þess að unnt væri að lækka verðið
eitthvað. Víða munar ekki svo miklu
á verði hvort hitað er með hitaveitu
eða hreinlega með rafmagni,” sagði
Magnús.
Gjaldskrá
með fyrirvara
Magnús lét okkur í té gjaldskrá
hitaveitnanna en tók jafnframt fram
að hana yrði að skoða með nokkrum
fyrirvara. Á mörgum stöðum, hann
nefndi sérstaklega Suðureyri og
Blönduós, er vatnið ekki nema um
65° heitt og því þarf meira vatn en
þar sem það er 80° eða allt upp í 90°.
Þannig segir það ekki alla söguna um
gjaldið þótt gjaldskráin sé skoðuð.
Dýrt að hita upp á Sigló:
Hitakostnaðurinn
75.408 kr.ítvomán.
„Liðurinn ,,annað” er mjög
hár hjá okkur,” scgir í bréfi frá
húsmóður á Siglufirði. — Hún
lekur fram að þar inni í sé tveggja
mánaða hitakostnaður, 75.408
kr. cn þau eru mcð 3 minútulítra.
Simareikningurinn hjá þessari
fjölskyldu var upp á 20 þúsund
kr., varahlutir i bifreiðina 120
þúsund og bensin fyrir 50 þús-
und. Þar aðauki keypti fjölskyld-
an timbur í húsbyggingu fyrir urn
240 þúsund kr.
Okkur þótti hitaveitukostn-
aðurinn ískyggilega mikill og
höfðum því tal af Magnúsi Guð-
jónssyni framkvæmdastjóra
Sambands ísl. sveitarfélaga. Sjá
grcin annars staðar á síðunni.
- A.Bj.
Vi
THboösverðá
náttkjólum þessa viku
yn00%b6mull- Verðkr. 6500.-
Laugavegi 19 Reykjavík sími I7445
Tiisoiu
BMW 528 automatic árg. '77
BMW 520 árg. '77
BMW 316 árg. '78
Rénault 20 TL árg. '77
Renault 16 TL árg. '76
Renault 4 Van árg '74 og'78
Renault 4 Van F6 árg. '78 og '79
Ford Fairmont Decor automatic árg. '78
“ lardaga kl. 1-6.
tinn Guðnason hf.
OiJreiOa- og varahlutaverzlun,
Suðurlandsbraut 20, sími 86693.
Framkvcmdir við Hitaveitu Siglufjarðar hófust f júnf 1975. Þessi mynd var tekin
á Sigló þegar framkvæmdir stöðu sem hæst.
Gjaldskrá
fimmtán
þéttbýlisstaða
Akureyri 7.389
Blönduós 5.500
Dalvfk 2.990
Húsavik 2.870
Hvammstangi 4.000
Hveragerði 2.495
Mosfellshreppur 2.005
Ólafsfjörður 2.100
Reykjavfk 2.607
Sauðórkrókur 2.392
Setfoss 3.561
Seltjarnarnes 2.917
Siglufjörður 12.568
Suðureyri 8.222
Suðurnes 7.700
Magnús taldi að ekki kæmi annað
til greina en að jafna hitaveitukostn-
aðinum út á hin ýmsu sveitarfélög
þannig að þeir sem búa við elztu veit-
urnar, sem fyrir löngu er búið að
greiða niður, greiði hærra gjald til að
hjálpa þeim sem nú eru að fá hita-
veitu.
Meðaltalskostnaður
15hitaveitna
Við reiknuðum út meðaltalsgjald á
hvern mínútulítra eftir gjaldskrá 15
hitaveitna frá fjölmennustu stöðun-
um. Staðirnir í dæminu okkar eru:
Akureyri, Blönduós, Dalvík, Húsa-
vík, Hvammstangi, Hveragerði,
Mosfellshreppur, Ólafsfjörður,
Reykjavík, Sauðárkrókur, Selfoss,
Seltjarnarnes, Siglufjörður, Suður-
eyri og Suðurnes.
Ut úr dæminu fékkst 4.621 kr. á
mínútulítra að meðaltali. Algengt er
að einbýlishús noti 3 eða 4 mínútu-
litra á mánuði og þyrfti þá að greiða
samkvæmt meðaltalinu 13.863 kr.
eða 18.484 kr. á mánuði í hitakostn-
að. Samsvarandi kostnaður þeirra
sem búa á Siglufirði t.d. er 37.704 kr.
annars vegar fyrir 3 lítra og 50.272
kr. fyrir 4 Iítra á mánuði!
Fyrst við erum að burðast við að
halda uppi byggð víðs vegar um landið
og teljum hagkvæmt að gera þær
byggðir þannig úr garði að þar geti
blómgazt fagurt manlíf verðum við
að jafna gjöldunum niður, í það
minnsta meðan ekki er hægt að út-
vega lánsfé til framkvæmdanna til
langs tíma. Eins og Magnús benti
Leynist
Flórídaf erð í
bakaraofnin-
um þínum?
— Eindagi íbökunar-
keppninni er 1. des.
Seðlarnir eru teknir að streyma til
Neytendasiðunnar úr bökunarsam-
keppni Dagblaðsins og Landssam-
bands bakarameistara. Skilafrestur
rennur út þann 1. desember. Dóm-
nefndin leitar eftir góðum heimabök-
uðum kökum á jólaborðið eða til
boðs við önnur tækifæri sem eru
jafnframt ódýrar í bakstri. Verðlaun-
in fyrir beztu uppskriftina eru stór-
glæsileg eða Flórídaferð fyrir tvo
með Flugleiðum en aukaverðlaun eru
heimilistæki. Öllum er heintil þátt-
taka nema starfandi bakarameistur-
um. Seðill verður birtur á Neytenda-
síðunni á morgun.
réttilega á er ekkert réttlæti fólgið í
því að fólkið greiði svona mismun-
andi gjöld fyrir sama hlutinn, það er
aðhita upp hússín.
Það má auðvitað segja sömu sögu
um rafmagnið, en eins og er er greitt
19% verðjöfnunargjald á rafmagns-
verð. Það er þó mjög mismunandi
verð á heimilisrafmagni eftir raf-
magnsveitum en það skulum við at-
huga nánar síðar.
- A.Bj.
ELDHÚSKRÓKURINN
Merking á kálfa-
kjöti og ungneytum
Ungkálfakjöt
Skrokkar af nýfæddum kálfum til
3ja mánaða eru merktir sem hér seg-
ir, öll verð eru í smásölu, heilir og
hálftr skrokkar, nema annars sé sér-
staklega getið:
UK I: Mjólkurkálfar á aldrinum allt
að 3 mánaða enda hafi þeir verið
fóðraðir á mjólk og kjarnfóðri en
ekki fengið gras eða hey. Góð hold-
fylling og ljóst og fallegt kjör. Kr.
1262 pr. kg — heildsala.
UK II: Kálfar á sama aldri með
sæmilegt útlit og ekki léttari en 20 kg.
Kr. 971 pr. kg — heildsala.
UK III: Kálfar sem slátrað er innan
eins mánaðar frá fæðingu. UK IIIA
ef þeir eru holdgóðir, útlitsfallegir og
vega yfir 15 kg. Kr. 825 pr. kg —
heildsala.UK IIIB ef þeir eru lakari
eða með heilbrigðisstimpil 2. Kr. 693
pr. kg — heildsala.' I UK III hafna
lélegir kálfar áaldrinum 1 til 3ja
mánaða.
AlikáWakjöt
Skrokkar af kálfum á aldrinum frá
3 til 12 mánaða eru merktir sem hér
segir:
AK I: Feitir og vel holdfylltir skrokk-
ar og vega a.m.k. 75 kg. Kr. 1611 pr
kg-
AK II: Allvel holdfylltir skrokkar og
ógallaðir og vega a.m.k. 40 kg. Kr.
1262 pr kg — heildsala.
AK III: Rýrir skrokkar og lakari. Kr.
971 pr. kg '4- heildsala.
Ungneytakjöt
Skrökkar af ungneytum, nautum,
uxurn og geldum kvígum frá 1 til
2 1/2 árs, yfir 100 kg að þyngd, eru
merktir sem hér segir:
UN I: Skrokkar af vel holdfylltum
j dýrum og hæfilega feitum án galla og
y ekki léttari en 130 kg. Kr. 1844pr. kg
UN I stjarna: Áberandi holdfylltir
skrokkar og hæfilega feitir sem vega
i llillllll IMIim I .v;*
Ungkálfakjöt þykir bezt af mjólkur-
kálfum sem aldir hafa verið á mjólk
og kjarnfóðri.
DB-mynd Ragnar Th.
minnsl 150 kg. Einnig kvígur allt að
2ja ára enda sé júgrið skorið af. Kr.
2091 pr. kg.
UN II: Holdþynnri gripir og mjög
feitir skrokkar en þó vel útlítandi.
Fitan nær 12 mm á bakvöðva. Einnig
kvígur, allt að 2 1/2 árs, sem borið
hafa einum kálfi og lítið sem ekkert
mjólkað. Kr. 1611 pr. kg.
UN III: Holdrýrir skrokkar og lakari
að útliti. Kr. 971 pr. kg — heildsala
í næsta þætti verður rætt um
nautakjöt og kýrkjöt.