Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. 19 Kvik myndir Dularfullt mannshvarf Agatha erheitið á mynd sem fjallar um dularfullt hvarf Vanessu Redgrave (Agatha Christie) og Dustin Hoffman (Wally Stanton). Það er varla hægt að hugsa ser ólíkari persónur enda orka sum atriðin hálfafkáraleg. Redgrave er há og grönn en Hotfman lágur vexti svo hann verður í sífellu að líta upp til að geta horft í augu mótleikara síns. í einu atriðanna, þegar Agatha kyssir Stanton, verður hún að beygja sig meðan hann tyllir sér á tær. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en óvanalegt í kvikmyndum þar sem alltaf er keppst við að hafa allt sem fallegast fyrir augað. Bæði Redgrave og Hoffman fara mjög vel með hlutverk sín, þó sérlega Hoffman sem dregur upp mjög skemmtilega mynd af Bandaríkja- manni í Bretlandi. Einnig er myndin tekin í föðurlandi Agatha Christie, þ.e. Englandi, og nær mjög vel andrúmslofti þess tíma. BaldurHjaltason ítalskur kvik- myndatökumaður Þar á stóran hlut kvikmyndatöku- maðurinn Vittorio Storaro. Storaro, sem er ítali og hefur kvikmyndað flestar myndir Fellinis, notar hér filtera mjög skemmtilega til að gefa myndinni draumkenndan blæ. Einnig er áberandi hve hann notar nærmyndir mikið, þó sérlega andlit þeirra Redgrave og Hoffmans. Storaro hefur verið fyrirmynd margra ungra kvikmyndatökumanna víða um heim en siðasta afrek hans af mörgum var kvikmyndun Apocalypse Now sem Francis Ford Coppola leikstýrði. Því miður átti þessi ágæta mynd dálítið leiðinlegan eftirmála. First Artists framleiddu myndina en það er fyrirtæki sem er í eigu listamanna, m.a. Ieikara sem vilja hafa stjórn á listrænni hlið framleiðslunnar. Dustin Hoffman, sem er hluthafi i fyrirtækinu, taldi sig bera skarðan hlut frá borði. Hann hefur þvi höfð- að mál á hendur fyrirtækinu fyrir að hafa stytt myndina án samþykkis hans. Warner Bros dreifa myndinni svo senn kemur að því að Austur- bæjarbíó taki hana til sýninga. Þangað til er lítið annað að gera en bíða og vona að það verði sem fyrst. Margaret Rutherford láta nokkurn vita. Engin frekari skýring er gefin á þessu í upphafi myndarinnar ensíðar kemur í Ijós að ástkona eiginmanns hennar dvelst einmitt á sama stað og Agatha. Rétt áður en Agatha Christie hvarf hafði bandarískur blaðamaður að nafni Wally Stanton reynt að fá viðtal við hana en án árangurs.Hann færáhuga á þessu skyndilega og dularfulla hvarfi og þar sem Stanton hafði haft veður af ósamkomulagi þeirra hjóna, ákveður hann að kanna málið nánar. Hann kemst að þvi hvar Agatha dvelur á hóteli undir fölsku nafni og skráir sig þar einnig undir öðru nafni. Ekki verður frekar farið út í efnis- þráðinn en líkt og í sögum Agatha Christie er endir myndarinnar mjög óvæntur. Frábær leikur Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Þegar rætt er um Agatha Christie er ekki hægt að komast hjá því að nefna Margaret Rutherford en hún lék Miss Jane Marple, eina af sögu- hetjum Agatha Christie, sem er á sjötugsaldri og er sæpjari í frístundum sínum. Af þessum myndum má nefna Murder Ahoy (Bretland 1964) og Murder she said (Bretland 1961) — sem var byggð á sögunni 4:50 from Paddington. Það mætti lengi telja upp myndir Ur „Agatha” — Dustin Hoffman og Vanessa Redgrave. Agatha Christie fyrir 53 árum Sögur Agatha Christie hafa löng- um verið vinsælt kvikmyndaefni. Kvikmyndaframleiðendur hafa not- fært sér vinsældir Agatha og sent frá sér ýmsar kvikmyndaútgáfur af bókum hennar. Af þeim nýlegri er Dauðinn á Níl (Death on the Nile), sem Agatha Christie skrifaði 1937, líklega þekktust en hún var einmitt ein af jólamyndum Regnbogans sl. jól. Peter Ustinov fór þar með hlut- verk Hercule Poirot, belgíska spæjarans sem getur leyst flóknustu morðmál. Þetta var íburðarmikil út- gáfa með fjölda frægra leikara í ýmsum hlutverkum, þótt útkoman væri ekki nema í meðallagi. Fyrirmynd Dauðans á Níl var lík- lega myndin Murder on the Orient Express sem sýnd var í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Þar var einnig á ferðinni glansmyndaútgáfa af sam- nefndri sögu Agatha Christie en þá fór Albert Finney með hlutverk Hercule Poirot. Myndin gerðist 1934 um borð í Orient express lestinni sem gekk milli Istanbul og Calais. Einn farþeganna er myrtur og flestir um borð hafa ástæðu til að hafa framið sem byggðar eru á sögum Agatha Christie en ætlunin er að kynna lítil- lega nýlega mynd sem fjallar um Agatha Christie sjálfa en ekki bækur hennar. í desember 1926 hvarf Agatha Christie í 11 daga og allt til dauðadags fékkst hún ekki til að segja hvað raunverulega gerðist. Agatha, sem er heitið á þessari mynd sem Michael Apted leikstýrir, á að get'a hugmynd um „hvað gæti hafa gerst,” eins og segir í byrjun myndar- innar. Agatha hverfur Agatha Christie hefur komist að því að eiginmaður hennar, Archie Christie, er henni ótrúr og einnig vill hann skilnað. Hún getur ekki hugsað sér skilnað og að loknu rifrildi við eiginmann sinn ákveður hún að stinga af frá öllu saman án þess að morðið. Dæmigerð Agatha Christie- mynd. Léttur veggur, með stuðlum — hillum skápum og heilum flötum allt eftir þínum þörfum Stuðlaskilrúm fást í öllum viðartegundum og einnig bæsuð í ýmsum litum HALLGRIMSSON SVERRIR Smíðastofa, Trönuhrauni 5, Sími 51745

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.