Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. 7 Áskorenda- einvígiðískák: Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, dró á laugardaginn um hvaða skák- menn muni leiða saman hesta sína í einvígjum um réttinn til að skora á heimsmeistarann, Anatoly Karpov, í karlaflokki og landa hans, Maya Tskhiburdanidze, i kvennaflokki árið 1981. Drátturinn fór fram i Amster- dam i Hollandi. Mesta athygli vekur vafalaust að landflótta Rússinn, Viktor Kortsnoj, á að mæta fyrrum landa sínum Tigran Petrosjan en þeim er, sem kunnugt er, ekki vel til vina og síðast þegar þeir mættust í slíku einvígi yrtu þeirekkihvoráannanog varðdóm- arinn jafnan að bera skilaboð á milli þeirra. Þá sigraði Kortsnoj örugg- lega. Mikael Tal, Sovétríkjunum, sem margir telja að eigi mesta mögu- leika á að mæta Karpov, teflir við landa sinn Polugayevsky. Ungverjinn Lajos Portisch mætir góðkunningja okkar íslendinga, Boris Spassky, og annar Ungverji, Andreas Adorjan, mætir Robert Hubner, V-Þýzka- landi. í undanúrslitum á sigurvegarinn í einvígi Tal og Polugayevsky að mæta sigurvegaranum i einvígi Kortsnoj og Petrosjan. Sigurvegarinn í einvígi Spassky og Portisch á að mæta sigur- Friðrik dró Kortsnoj gegn Tigran Petrosjan vegaranum í einvígi Adorjan og Húbner. Fyrrnefndu einvígjunum á að vera lokið fyrir 1. apríl 1980 þannig að mjög líklegt er að einvígi Petrosjan og Kortsnoj verði þess valdandi að Kortsnoj geti ekki tekið þátt í Reykjavíkurmótinu í febrúar og marz á næsta ári. Hann hafði áður lýst sig reiðubúinn að tefla á mótinu svo fremi að það stangaðist ekki á við áskorendaeinvígin. Ekki er enn ákveðið hvar einvigin verða haldin en verðlaunin verða 20.000 svissneskir frankar í 8 manna úrslitunum, 25.000 frankar i undan- úrslitum og 30.000 frankar í úrslita- einvíginu. -GAJ Hér heilsast þeir Friðrik Ólafsson og Viktor Kortsnoj er Kortsnoj kom hingað snöggvast fyrir skömmu. DB-mynd Bjarnleifur. |p| Akureyri: Mikið tjón í eldsvoða Mikið tjón varð í íbúð á efri hæð hússins að Brekkugötu 13 á Akureyri aðfaranótt laugardagsins er eldur kom þar upp. Slökkviliðinu á Akureyri var tilkynnt um eldinn kl. 2.30 og var eld- urinn orðinn mjög magnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Enginn var á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp og eru eldsupptök ókunn. Vegna þess hve veður var hagstætt gekk slökkvi- liðsmönnum greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Miklar skemmdir urðu af völdum eldsins á efri hæðinni og talsverðar skemmdir urðu um allt hús af völdum vatns og reyks. Stór íbúðarhús úr timbri eru sitt hvorum megin við húsið að Brekku- götu 13 og skammt á milli þeirra þannig að verr hefði getað farið ef veður hefði verið óhagstætt. -GAJ Farvi á botninn Nota verður tækifæríð þegar góða veðrið gefst til þess að koma farva á botninn. Ef dæma má af myndinni eru stigamennirnir nokkrír sem standa að verkinu. DB-mynd Ragnar Th. leggðu kostina á vogarskálarnar A hverjum miðvikudegi frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar þú leggur hagkvæmni vikulegra hraðferða Fossanna á vogarskálarnar koma ótvíræðir kostir þeirra í ljós. Vönduð vörumeðferð og hröð afgreiðsla eru sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að bæta viðskiptasambönd þín og stuðla að traustum atvinnurekstri hér á landi. Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100 *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.