Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir I 26 I Iþróttir Iþróttir Liverpool komið í efsta sætið — loks tap Forest í 50 leikjum —nýliðar Bríghton ruf u 49 leikja óslitna sigurgöngu Forest á heimavelli „Það er sama hvað leikmenn Totten-! ham reyna — það virðast alltaf vera 7 ■ eða 8 Liverpool-leikmcnn umhverfis hvern sóknarmann þeirra,” sagði fyrr- um knattspyrnusnillingurinn Denis Law í BBC á laugardag. Þrátt fyrir þessi ummæli Law var langt í frá að Livcrpool hefði yfirburði gegn stór- i góðu liði Tottenham. Með Argentínu- mennina Ardiles og Villa i fararbroddi ásamt Glen Hoddle velgdi N-Lundúna- liðið Liverpool vel undir uggum. í jöfn- um fyrri hálfleik, þar sem Liverpool var öllu atkvæðameira, skoraði Terry McDermott eina markið á 33 minútu. Liverpool leiddi því 1—0 er gengið var til búningsklefanna í leikhléi. Leikmenn Tottenham létu engan bil- bug á sér finna og á 62. mínútu jafnaði Chris Jones metin eftir stórkostlegan undirbúning þeirra Hoddle og Ardiles. Knötturinn fór innan á aðra stöngina og þaut síðan þvert yfir markið og í hliðarnetið í gagnstæðu horni. Aðeins tveimur mínútum áður hafði Ray Kennedy átt firnafast skot í þverslá eftir að Kenny Dalglish hafði meistara- lega nikkað knettinum aftur fyrir sig. ,,Það hefði verið mark keppnistíma- bilsins,” sagði Denis Law. Eftir að Tottenham jafnaði hertu leikmenn l.iverpool sóknina til muna og á 70. mínútu uppskáru þeir mark. Kenny Dalglish var með knötlinn við vitateiginn og þurfti að kljást við þrjá varnarmenn. Eins og honum er einum lagið sneri hann á þá alla í einu og renndi knettinum til Terry McDermott sem þrumaði í netið, 2—1. ,,The Kop” Mark Jóhannesar Eðvaldssonar færði Celtic efsta sætið í skozku úrvalsdeild- j inni um helgina. Jóhannes hefur verið á | skotskónum að undanförnu og skorað nokkur mörk fyrir Cellic eftir að hafa . vermt varamannabekkinn lengi framan af vctri. gekk berserksgang en heldur hljóðnaði yfir stuðningsmönnum Tottenham sem voru þó fjölmennari á Anfield nú en sl. 15 ár. Allir þeir miðar sem áhangendur Tottenham áttu völ á runnu út eins og heitar lummur. „Slíkt hefur ekki gerzt þau 15 ár sem ég hef verið ritari hjá Liverpool,” sagði Peter Robinson. Tottenham hafði ekki sagt sitt síðasta orð og á 85. minútu mátti Ray Clemence hafa sig allan við til að forða marki. Ricardo Villa skaut þá lúmsku skoti að marki af nokkuð löngu færi. Clemence varði en hélt ekki knettinum sem féll fyrir fætur Glen Hoddle. Hann spyrnti á markið en á yfirnáttúrlegan hátt tókst Clemcnce aö bjarga á ný. Liverpool hélt því báöum stigunum og með þessum sigri komst liðið á topp 1. deildarinnar. Það fór þvi eins og við sögðum hér fyrir nokkrum vikum. Liverpool hefur hlotið 14 stig í siðustu 8 leikjum — meistarataktar. Þess má geta hér í leiðinni að Tottenham vann síðast á Anfield fyrir 67 árum — árið 1912. Við tapið á Anfield á laugardag datl Tottenham niður um 3 sæti á töflunni. En það voru víðar stórleikir en á An- field. Nottingham Forest fékk botn- liðið Brighton >í heimsókn og öllum á óvart tapaði Forest 0-1. Það var Gerry Ryan sem skoraði sigurmarkið á 12. mínútu. Nottingham hafði öll tök á þvi að jafna metin en enginn eins og John Robertson, útherjinn snjalli. Honum var að vanda falið að taka vítaspyrnu sem Forest fékk á 43. mínútu. Mark- vörður Brighton, Graham Moseley, sem áður lék með Derby, sá hins vegar við honum og varði spyrnu hans. Þar fór bezta tækifæri Forest i leiknum og stórkostleg sigurganga liðsins á heima- velli var rofin. Það, sem eftir var varðist Brighton mjög vel, en átti hættulegar skyndisóknir. Peter Ward var atkvæðamestur í sókninni en hann hefur ákveðið að leika áfram með Brighton. Frá því liðið komst í 1. deild- ina á ný haustið 1977 hafði það ekki tapað leik á heimavelli í I. deildar- keppninni. Keppnistímabilið 1977—78 vann Forest 15 leiki á heimavelli og gerði 6 jafntefli. Markatala 3—8. Á síðasta keppnistímabili vann liðið 11 leiki á heimavelli og gerði 10 jafntefli. Markatala 34—10. Á þessu keppnis- tímabili hafði liðið leikið 7 leiki í deild- inni á heimavelli án taps og því alls 49 leiki í röð án taps. Sannarlega stórkost- legur árangur en að sama skapi sárt að tapa fyrir liði eins og Brighton. Til að kóróna svartan dag ákvað Tony Wood- cock að ganga til liðs við Köln i V- Þýzkalandi og lék sinn síðasta leik með Forest á laugardag. Hann var tekinn út af i hálfleik. Greinilegt er nú að Forest- liðið er ekki eins stöðugt og það var og kunna hinar tíðu stöðuskiptingar og mannabreytingar Brian Clough að spila þar inn í. Manchester United komst einnig í krappan dans á heimavelli og mátti sjá á eftir fyrsta stiginu á þessu keppnis- tímabili á Old Trafford. Það voru ný- liðarnir, Crystal Palace, sem komu i heimsókn og voru mun nær sigri. Mark var dæmt af David Swindlehurst í fyrri hálfleiknum en hann bætti það upp er hann skoraði gott og gilt mark á 80 mínútu leiksins. Allt stefndi í sigur Palace en Joe Jordan, sem lék á ný með United eftir meiðsli, var ekki á sama máli. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma kom góð sending fyrir markið. Jordan kastaði sér fram, innan um marga fætur, og skallaði knöttinn i netið. Mark. Örfáum sekúndum síðar flautaði dóm- arinn til merkis um leikslok. Við skulum líta á úrslitin á laugar- dag. l.deild Arsenal — Everton 2—0 Aston Villa — Stoke 2—1 Bolton — Manchester C 0—1 Derby — Ipswich 0-1 Leeds — WBA 1—0 Liverpool — Tottenham 2—1 Manchester U — Crystal P 1 — 1 Middlesbrough — Bristol C 1—0 Norwich — Southampton 2—1 Nottm. Forest — Brighton 0-1 Wolves — Coventry 0—3 2. deild Bristol R — Newcastle 1 — 1 Burnley — Luton 0—0 Cambridge—Wrexham 2—0 Cardiff — Orient 0—0 Chelsea — Charlton 3—1 Oldham — Fulham 0—1 Preston — Leicester 1 — 1 QPR — Shrewsbury 2—1 Sunderland — Notts Co. 3—1 Watford — Birmingham 1—0 West Ham —S wansea 2—0 3. deild Colchester — Plymouth 5—2 Carlisle — Sheffield U 1—0 Chester — Mansfield 1—0 Chesterfield — Reading 7—1 Exeter — Oxford 0—0 Gillingham — Bury 2—1 Grimsby — Wimbledon 1—0 Hull — Barnsley 0—2 Millwall — Blackpool 2—0 Rotherham — Brentford 4—2 Sheffield W — Southend 2—0 Swindon — Blackburn 2—0 4. deild Stockport r— Newport 0—5 Aldershot — Halifax 3—1 Bournemouth — Doncaster 0—0 Crewe — Darlington 0—0 Hereford — Rochdale 1 —1 Huddersfield — Tranmere 1 — 1 Northampton — Hartlepool 2—1 Peterborough — Walsall 1—3 Portsmouth — Lincoln 4—0 Port Vale — Torquay 1 — 1 Wigan—Scunthorpe 4—1 York — Bradford 2—2 Búbbi skoraði og Celtic efst Mark Jóhannesar Eðvaldssonar færði Celtic efsta sætið í skozku úrvals- deildinni um helgina er liðið sigraði Hibernian 3—0 á Park Head. Jóhannes skoraði þriðja mark Celtic og það mark nægði Celtic til að komst upp fyrir Morton á markatölu. Þessi tvö lið hafa nú stungið hin af í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Hin mörk Celtic i leiknum skoruðu þeir Bobby Lennox og Sullivan. Rangers tapaði 0—1 á Ibrox fyrir Aberdeen eftir að hafa átt meira í leiknum. Það var Steve Archibald, sem skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok. Njósnarar frá Derby fylgdust með honum og hafa vafalítið ekki orðið fyrir vonbrigðum því hann var bezti maður vallarins. Andy Ritchie skoraði fyrra mark Morton og Anderson það síðara í 2—0 sigri gegn Dundee. Kilmarnock datt úr 3. sætinu með tapi á heimavelli fyrir Partic. Sá leikur varð sögulegur fyrir þær sakir að varamaðurinn Houston, sem leikur með Kilmarnock, var varla búinn að vera eina minútu inni á vellin- um er honum var vísað af leikvelli fyrir óprúðmannlega hegðun. Mun þetta vera met á Bretlandseyjum. Park skoraði eina mark leiksins fyrir Partick. Dunde United og St. Mirren gerðu markalaust jafntefli. Staðan í úrvalsdeildinni: Celtic 14 9 3 2 28—12 21 Morton 14 9 3 2 32—17 21 Aberdeen 14 6 3 5 25—18, ,15 Partick 14 5 4 5 17—19 14 Kilmarnock 14 5 4 5 15—22 14 Dundee U. 14 5 3 6 20—16 13 Rangers 14 5 3 6 20—18 13 St. Mirren 14 4 5 5 20—25 13 Dundee 14 5 1 8 21—35 11 Hibernian 14 1 3 10 12—28 5 Terry McDermott skoraði bæOi morn Livcrpool gegn Tottenham og „Rauði herinn” er nú i efsta sætinu í 1. deild- inni. Leeds vann loks eftir magrar vikur að undanförnu og það þurfti kornung- an nýliða til. Aðeins 17.000 áhorfendur voru á Elland Road og hafa ekki verið jafnfáir á deildarleik þar í háu herrans tíð. Liðinu hefur gengið afleitlega framan af i vetur en þrátt fyrir slæmt gengi hefur stjórn félagsins lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmda- stjórann, Jimmy Adamson. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum á Elland Road en í þeim siðari tókst ný- liðanum Terry Connan að skora eina mark leiksins. Terry þessi er 17 ára gamall svertingi og skrifaði hann undir samning hjá Leeds í fyrri viku. Þrátt fyrir þennan sigur er Leeds enn á meðal neðstu liða í deildinni. Úlfarnir máttu þola sitt fyrsta tap á heimavelli á þessu keppnistímabili er Coventry kom í heimsókn á Molyneux á laugardag. Tapið var fyrir þær sakir óvænt að Coventry var fyrir leikinn með einhvern allra lélegasta árangur á útivelli í deildinni. Strax á 8. mínútu reið fyrsta áfallið yfir Úlfana. Mið- vörðurinn, John McAlle, ætlaði að skalla aftur til markvarðar síns, Paul Bradshaw. Sending hans var allt of laus og hinn eldfljóti Ian Wallace skauzt á milli og renndi knettinum í netið. Mið- verðir Coventry, þeir Jim Holton og Gary Gillespie, höfðu góðar gætur á miðherjum Úlfanna, Andy Gray og John Richards, og þeir sköpuðu sér sárafá marktækifæri. í síðari hálfleikn- um skoraði Mick Ferguson tvívegis fyrir Coventry og öruggur sigur var í höfn. Úlfarnir hafa heldur hægt á hlaupunum að undanförnu en hin góða byrjun liðsins gerir það að verkum að liðið er enn um miðja deild. Bakvörðurinn Manny Andruzewsky skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á Carrow Road í Norwich og kom West Bromwich Albion yfir 1—0. Þannig stóð þar til aðeins 12 minútur voru til leiksloka en þá jafnaði Justin Fasha- nou metin fyrir Anglíuliðið. Mick McGuire bætti svo um betur litlu síðar og Norwich er enn ósigrað á heimavelli. David Armstrong skoraði sigurmark Middlesbrough i síðari hálfleiknum gegn Bristol City og Boro er einnig ósigrað á heimavelli og í efri hluta deildarinnar. Everton hafði í fullu tré við Arsenal í fyrri hálfleiknum á Highbury en í þeim síðari komu yfirburðir Arsenal í ljós. Frank Stapleton reyndist vörn Everton erfiður og skoraði bæði mörkin — annað eftir góðan undirbúning Liam Brady sem varð að víkja af leikvelli vegna meiðsla á 82. mín. Scott náði forystunni fyrir Stoke í fyrri hálfleik en Dennis Mortimer jafnaði fyrir hálfleik. Allan Evans skoraði síðan sigurmark Aston Villa úr vítaspyrnu og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Stoke var fyrir- liða liðsins, Dennis Smith, vísað af leik- velli. Raunasaga Bolton heldur enn áfram og liðið mátti enn einn laugardaginn bíða ósigur. Það var Steve Daley er skoraði strax á 3. minútu — hans fyrsta mark fyrir Manchester City frá því hann var keyptur frá Úlfunum fyrir tæplega 1,5 milljónir punda. Bolton hefur nú leikið 13 leiki í röð í 1. deild- inni án sigurs. Ipswich nældi sér í tvö dýrmæt stig á Baseball Ground í Derby. Það var mið- herjinn Paul Mariner sem skoraði eina mark liðsins á 40. mínútu. Alla baráttu vantaði í lið Derby í fyrri hálfleiknum en hún kom í þeim síðari. Þá voru framherjar liðsins hins vegar ákaflega hugmyndasnauðir og fundu enga leið í gegnum vörn Anglíuliðsins. í annarri deildinni heldur 1 uton enn forystunni eftir markalaust jafntefli á Turf Moor í Burnley. Þrátt fyrir að vera langneðst í 2. deildinni hefur Burnley náð jafnteflum gegn Leicester og Luton í síðustu tveimur leikjum sín- um. Slæma hliðin á málinu er hins vegar sú að Burnley lék á laugardag sinn 28. leik í röð án sigurs og útlitið er orðið dökkt í þeim herbúðum. New- castle missti stig í Bristol — gegn Rovers. Alan Shoulder skoraði fyrir Newcastle að vanda — ekki úr víta- spyrnu þó — en Steve White jafnaði metin fyrir Bristol Rovers. Dick Tyde- man kom Charlton yfir gegn Chelsea á Stamford Bridge en í síðari hálfleikn- um skoraði Chelsea þrívegis. Fyrst Fillery og þá Britton tvívegis úr víta- spymum. Greenaway skoraði sigur- mark Fulham gegn Oldham. David McCreery og Glenn Roeder skoruðu mörk OPR gegn Shrewsbury og Ward skoraði sitt fyrsta mark fyrir Watford í 1—0 sigrinum yfir Birmingham. „Pop” Robson skoraði tvö marka Sunderland og Stan Cummins hið þriðja. David Cross og Trevor Brook- ing skoruðu mörk West Ham og „Hammers” læðast rólega upp töfluna og er nú í 8. sæti. Millwall hefur forystu í 3. deildinni eftir góðan sigur á Blackpool. Þar vakti annars 7—1 sigur Chesterfield yfir Reading mesta athygli, ekki sízt vegna þess að Reading komst i I —0! l.deild Liverpool 15 8 5 2 32- -12 21 Manch. Utd. 16 8 5 3 20- -11 21 Crystal Pal. 16 6 8 2 23- -15 20 Nottm. For. 16 8 3 5 26- -18 19 Norwich 16 7 4 5 28- -21 18 Arsenal 16 6 6 4 18- -11 18 Middlesbro 16 7 4 5 15- -10 18 Tottenham 16 7 4 5 21- -25 18 Aston Villa 15 5 7 3 16- -14 17 Wolves 15 7 3 5 19- -19 17 Coventry 16 8 1 7 27- -29 17 Manch. City 16 7 3 6 16- -21 17 Southamplon 16 6 3 7 27- -24 15 WBA 16 5 5 6 23- -20 15 Everton 16 4 6 6 21- -23 14 Bristol C. 16 4 6 6 14- -18 14 Leeds Utd. 16 4 6 6 17- -24 14 Stoke City 16 4 5 7 20- -25 13 Derby Co. 16 5 2 9 15- -22 12 Ipswich T. 16 5 2 9 13- -21 12 Brighton 15 3 3 9 16- -29 9 Bolton W. 16 1 7 8 12- -27 9 2. deild Luton 16 8 6 2 28- -14 22 QPR 16 9 3 4 30- -15 21 Chelsea 16 0 I 5 26- -18 21 Newcastle 16 8 5 3 20- -13 21 Leicester 16 7 6 3 29- -21 20 Birmingham 16 8 4 4 20- -15 20 Notts Coutny 16 7 4 5 24- -18 18 West Ham 16 8 2 6 17- -16 18 Swansea 16 7 4 5 19- -19 18 Sunderland 16 7 3 6 22- -18 17 Preston 16 4 9 3 20- -17 17 Wrexham 16 8 1 7 19- -19 17 Cardiff 16 6 4 6 17- -20 16 Oldham 16 4 6 6 17- -18 14 Orient 16 4 6 6 18- -25 14 Cambridge 16 3 6 7 16- -19 12 Bristol Rov. 16 4 4 8 22- -28 12 Watford 16 4 4 8 13- -20 12 Fulham 16 5 2 9 21- -31 12 Charlton 16 3 6 7 18- -29 12 Shrewsbury 16 4 3 9 18- -24 11 Burnley 16 0 7 9 15- -32 7 - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.