Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 41

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 41
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÖVEMBER 1979. 41 Hafsteinn Ólafsson. DB-mynd: Ragnar Th. Heilu stöðu- vötnin myndast Snjór sezt á þökin og fyllir allar leiðir vatnsins, þakrennur og niður- föll. Þannig er vatnið hindrað við að komast burtu eftir tilætluðum leið- um. Það safnast fyrir, frýs og þiðnar á víxl. Heilu stöðuvötnin geta mynd- azt á þökunum. Áhlaup eins og við kynntumst í fyrravetur eru sem betur fer tiltölulega sjaldgæf. Sumir hafa sagt að slík veður komi nú ekki nema á margra ára, jafnvel áratuga, fresti. En þökin fúna og skemmast líka þó að litið snjói. Liggi snjór lengi á þökum, bráðnar hann af hita að innan. Sér í lagi gerist þetta á hinum svokölluðu heitu þökum, þökum þar sem sperrurnar eru klæddar ofan og neðan með einangrun á milli. Það er að mínu viti hættulegasta bráðið. Það gerist lika i frostum, sé snjórinn þykkur, þvi hann er sjálfur í léttu formi ótrúlega einangrandi. Vatnið sem þannig myndast smám saman hleðst upp. Þegar vatnið hefur náð ákveðinni hæð, flýtur það yfir allar bárur á bárujámi, leitar með öllum samskeytum, nöglum og þess háttar. Síðan er undir hælinn lagt hvort pappinn heldur og hve lengi. Mottur úr blikki Allt þetta má fyrirbyggja, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Fyrir öllu er að halda opnum leiðum vatnsins af þakinu og að koma í veg fyrir ótímabæra bráð innan frá. Ég hef hugsað mér að leggja yfir allar helztu vatnsæðarnar rennur og niðurföll, sérstakar mottur úr þunnu blikki, gataðar þannig að sem minnstur snjór fari undir þær og að þær haldi snjónum frá þakinu. Allt vatn hripar niður úr snjónum jafn- óðum og rennur sína réttu leið burtu. Með þessu er hægt að fyrirbyggja ótímabæra snjóbráð í frostum, sem verður til þess að vatn stokkfrýs i rennum. í mörgum tilvik þyrfti aðeins mott- ur yfir rennur og nágrenni þeirra. í öðrum tilvikum yfir meiri hluta þak- anna. Það yrði að meta hverju sinni. Kostnaðurinn gæti verið á bilinu 3— 3500 kr. pr. fermeter. Mátti þakka fyrir að þeir báðu ekki um sannf ærandi veður líka Ég kynnti hugmyndir mínar fyrir opinberum aðilum í fyrravetur, lagði fram lauslegar teikningar og lýsingu. Til að koma hugmyndunum í fram- kvæmd þurfti 1 —1,5 millj. króna. En þar stóð hnífurinn í kúnni. Engin stofnun eða sjóður fyrirfannst sem slíkt heyrði beint undir og auðvitað enginn tilbúinn að leggja út í fyrir- tækið. „Komdu með þetta og láttu á hús. Svo skulum við fylgjast með árangrinum,” var sagt við mig. Ég mátti þakka fyrir að vera ekki beðinn um sannfærandi veður lika! Málum er svo komið núna, að ég veit varla hvar erindið er statt í kerf- inu. Sárast þykir mér að hitta fyrir ágætustu menn sem sannarlega vilja gera hluti en eru rígbundnir á hönd- um og fótum í afdönkuðum regl- um.” -ARH Kjallarinn Ingdlfur Pálmason Hérna um daginn (29. okt.) birtist forustugrein í Dagblaðinu, sem varpar nokkru ljósi á þetta erfiða mál. Þar er viðreisnartímabilinu fundið það til ágætis að „dansinn kringum gullkálfinn stóð af lífi og fjöri”. — Þarna hefur Jónas Kristjánsson hitt naglann á höfuðið, eins og hans var von og vísa, og ætti nú að fara að renna upp fyrir mönn- um hvers vegna sumar stéttir í þjóð- félagi voru að tala um viðreisn — án gæsalappa. Síðan hin fræga forustugrein birtist hafa ýmsir sígildir höfundar Dagblaðsins, auk hinna venjulegu pabbadrengja, kaupmannssona og lögfræðinga, látið Ijós sitt skina um þetta efni þó að játa beri að framlag þeirra er að sama skapi minna upp- byggjandi sem þeir eru minni bógar á ritvellinum en höfundur forustu- greinarinnar. valdsmenn fengu ekki áheyrn en urðu þess í stað þeirrar náðar aðnjótandi að rölta með forseta Bandaríkjanna kringum Hvíta húsið þegar hann gekk út í kvöldhúmið, kjölturökkum sinum til meltingarbótar. — Nei, ekki var það á sviði utanrikismála sem „viðreisnin” fór fram. En einhvers staðar hlýtur hún að leynast. Hitt ættu svo verkamenn og aðrir launþegar að hugleiða, hvers vegna Benedikt Gröndal og Vilmundur töldu hag umbjóðenda sinna best borgið með myndun einhvers konar „viðreisnarstjórnar”. Eða er það ekki rétt munað að þannig vildu þeir standa að málum að afloknum mesta kosningasigri Alþýðuflokksins? Ingólfur Pálmason Krukkur, bollar og stell frá Höganas Keramik Höganás keramikið er blanda af . gamalli hefðbundinni list og ný- tísku hönnun. Það er brennt við 1200°C hita sem gerir það sterkt og endingargott. Höganás keramik má þvo í upp- þvottavél, það er blýfrítt og ofnþol- ið. P ro KRISTJfln SIGGEIRSSOn Hfi LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Innkaupastjórar - verzlunarmenn Hún grætur alveg eins og eðlilegt barn: Faðmaðu hana og hún hættir að gráta, hristu hana varlega svo að hún fari að hlæja. ******* l«rfi»****|* IBm Kiddicrall INGVAR HELGASON VONARLANDIv/SOCAVEG Sími: 33560

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.