Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. Hawaii: GosíKilauea Eldfjallið Kilauea á Hawaii tók að gjósa á laugardaginn. Spjó það glóandi hrauni um tiu metra upp í loftið. Að sögn yfirvalda eru vegir og mannvirki ekki í hættu vegna gossins. Kilauea er um 1450 metra hátt. Það er á Hawaiieyju, hinni stærstu í am- nefndum klasa. Eldfjallið dregur árlega að sér mikinn fjölda ferðamanna. 13 íran: Atta svartirog fímm konur látnar lausar — Khomeini boðar að hinir gíslarnir verði færðir fyrir rétt sem njósnarar Þrettán gíslar — átta svartir karlar og fimm konur — voru í morgun látnir lausir úr bandaríska sendiráð- inu í Teheran, að því er íranska út- varpið tilkynnti í morgun. Ekki var neitt sagt nánar um málið eða hvert farið yrði með fólkið. Óstaðfestar heimildir í Teheran sögðu að fólkið mundi fara með flug- vél svissneska flugfélagsins áleiðis til Zúrich þar sem áætlað væri að lenda klukkan 11 fyrir hádegi. í gær var blaðamönnum heimilað að ræða við þrjá af gislunum — tvær konur og einn svertingja —. Sögðu þau að þau vissu ekki betur en þau þrjú yrðu hinir einu af gíslunum sem sleppt yrði úr haldi. Var þá talið, að aðrir hefðu neitað að yfirgefa hópinn í sendiráðinu. Khomeiní trúarleiðtogi sagði í viðtali við bandarískar sjónvarps- stöðvar í gærkvöldi að hann skoraði á Egypta að steypa Sadat forseta landsins af stóli og fara að dæmi írana. Hann sagði einnig að þeir sem eftir væru í sendiráðinu væru allir njósnarar og mundu verða meðhöndlaðir sem slíkir. Hann sagði aftur á móti að ef bandaríska sljórnin framseldi keisarann fyrrverandi úl Irans þá mundu þeir senda sendiráðs mennina til Bandarikjanna. Það væri aftur á móti aðeins gustukavcrk þvi þeir mundu vafalausl allir verða dæmdir sekir njósnarar fyrir rctli. Blóöug átök í þorpsóeirðum Tuttugu manns létust og sjö slös- uðust i óeirðum í Vestur-Kalimantan á Indónesíu. Upptökin voru deila tveggja manna sem bjuggu hvor í sínu þorpinu í héraðinu. Þær mögn- uðust síðan stig af stigi og sifellt bættust fleiri í hópinn. Eftir nokk- urra daga stríð voru hermenn og lögregla send til að skakka leikinn. Þá voru íbúar tíu þorpa komnir í slaginn og börðust með hnífum og sveðjum. Öeirðaseggirnir kveiktu í um fimmtíu húsum á meðan ófriðurinn geisaði. Svo hart var barizt að þúsundir manna í Vestur-Kalimantan flýðu heimili sín til Singkawang, sem er um eitt hundrað kilómetra frá ófriðarsvæðinu. Tveim frétta- mönnum vísað frá Namibíu Tveimur svissneskum fréttamönn- um var um helgina visað frá Suð- yestúr-Afríku, sem einnig gengur undir nafninu Namibia. Fréttamenn- irnir, sem eru hjón, sögðu að þeim hefði verið neitað um framlengingu á dvalarleyfi þeirra. Namibia lýtur stjórn Suður-Afríku. Fréttamönnun- um var heimilað að fara þangað. Hjónunum var fyrr á þessu ári hótað brottrekstri frá Namibíu, en eftir nokkurt þjark var landvistar- leyfi þeirra framlengt til 30. október. Þegar þau hugðust framlengja á ný fengu þau afdráttarlausa neitun. Fréttamennirnir hafa starfað í Namibiu á frjálsum markaði, það er unnið fyrir ýmsa fjölmiðla á Vestur- löndum. Þau voru stödd á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf um framtíð Namibiu, þegar þeim bárust tíðindin um synjunina. Þeim var gef- inn frestur til 23. nóvember til að hafa sig úr landi. — Þau hafa enn ekki ákveðið hvort þau muni setjast að í Suður-Afríku eða flytjast til Evrópu. ftalskir lögreglumenn sýna eldflaugar sem teknar hafa verið af borgarskæruliðum. Ítalía: Hryðjuverkamenn með sovézkar eldflaugar taldar komnar f rá Palestfnumönnum ítalskir borgarskæruliðar og hryðju- verkamenn hafa fengið sovézkar eld- flaugar til umráða og segir ítalska lögreglan þær komnar frá Palestínu- aröbum. Er ætlunin að nota þessar eld- flaugar við baráttuna gegn stjórnvöld- um. í fyrri viku voru tvær eldflaugar gerðar upptækar er lögreglan handtók þrjá hryðjuverkamenn í borginni Chieti. Er talið að þær hafi borizt til Ítalíu með Iíbönsku flutningaskipi. Chieti er skammt frá Róm. Hryðju- verkamennirnir, sem handteknir voru eru i samtökum nátengdum Rauðu her- deildunum, sem stóðu fyrir ráni og morði á Aldo Moro, fyrrum forsætis ráðherra, á síðasta ári. Eldflaugarnar eru af SAM-7 gerð. Þó halda megi á þeim eru þær svo öflugar að skjóta má niður mcð þeitn flugvélar. Hafa skæruliðar Palestínu- araba beitt þeim gegn ísraelskum flug- vélum í Suður-Líbanon. Er talið að eldflaugunum hafi verið komið á land á meðan rafmagnslaust var í höfninni þar sem líbanska skipið lá. Leikur grunur á að rafmagnslcysið hafi verið af völdum skemmdarverka. Sovézkir hestaþ jófar athaf nasamir: Unglingar ræna hestum og selja þá í Moskvu Sovézka fréttablaðið Selskaya Zhizn krafðist nýlega aðgerða gegn ungl- ingum, sem að undanförnu hafa stundað hestaþjófnaði í sveitunum í ná- grenni Moskvu. Blaðið birti bréf frá bónda, sem sagðist hafa misst 24 vinnuhesta á siðustu fimm árum. Unglingahópurinn hafði brotizt inn í hesthús bóndans hvað eftir annað og barið niður varðmenn hans. Bóndinn sagði að unglingarnir svæfðu dýrin til bráðabirgða i hesta- réttum sínum, sem þeir hefðu komið upp í skógunum við Moskvu. Síðan riðu þeir þeim til borgarinnar að næturlagi. Bóndinn sagði í bréfi sinu að lögreglan gerði ekkert til að ráða niðurlögum þjófaflokkanna og sveita- fólkið þyrði ekki að leggja til atlögu við þá. ERLENDAR SIGARETT- UR BANNAÐAR í ÍRAN íslamska byltingarráðið í íran bann- aði í gær neyzlu allra erlendra síga- rettna. í tilkynningu frá ráðinu, sem lesin var upp í útvarpi, var sérstaklega tekið fram að Winston, vinsælasta teg- und erlendra sígarettna í íran, væri á bannlistanum. Sígarettubannið kemur í kjölfar yfir- lýsingar frá stúdentunum, sem halda um áttatíu gíslum í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran. í yfirlýsingunni sagði að skorað væri á Írani að hætta að kaupa erlendan varning, sér í lagi bandarískan. Bretland: FYRSTISIRKUS- INN ÁN DÝRANNA Fyrsti sirkusinn í Evrópu þar sem engin dýr verða til sýnis og skemmt- unar verður opnaður i Peterborough á Englandi í næsta mánuði. Þar er ein þekktasta fjölleikafjölskylda Bret- lands, sem stendur fyrir þessu nýmæli. Er hún þá að uppfylla gamlan draum Cocos, sem lézt reyndar fyrir fímm árum. Hann var þekktur trúður, fæddur i Rússlandi. Dóttir Cococs er höfuðpaurinn í stofnun hins nýja sirkuss ásamt manni sínum, sem upprunninn er t Marokkó. Er hann trúður að atvinnu eins og tengdafaðirinn látni. Ástæðan fyrir því, að hætt er að hafa dýr meðal skemmtiatriða i sirkusnum er sögð sú, að vaxandi mótmæli hafa verið gegn illri með- ferð á þeim, auk þess sem kostnaður við fæði þeirra og umönnun hefur farið síhækkandi. Fimmtugur rakari skaut sigíPéturskirkjunni Fimmtugur ítalskur rakari framdi sjálfsmorð í Péturskirkjunni í Róm á föstudaginn. Hann varð samferða ferðamannahópi inn í kirkjuna. Fyrir framan grafhvelfingu Jóhannesar páfa 23. dró hann skyndilega upp skammbyssu og skaut sig. Að sögn manna i Vatikaninu brá Jóhannesi Páli páfa mjög er honum voru borin tíðindin af sjálfsmorðinu. Hann lagðist þegar á bæn fyrir sál rakarans. Á undanförnum þrjátiu árum hafa alls ftmm manns framið sjálfsmorð í Péturskirkjunni í Róm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.