Dagblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1980næsti mánaðurin
    mifrlesu
    252627282912
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 8

Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Innbrotsvargarnir hafa tekið stóra og þunga trébekki, sem sjá má innan við dyrnar, og látið vaða f hurðir, veggi og glugga. DB-myndir: Ragnar Th. InnbrotíFellaskóla: 10 RÚDUR BROTN- AROGALLT Á TJÁ OG TUNDRI Brotizt var inn i Fellaskóla í Breið- Síðan hafði verið farið inn á skrifstofu staflega öllu á skrifstofuqni og um holti um helgina og þar genginn ber- yfirkennara og þar leitað verðmæta. ganga skólans. Líkti lögreglumaður sá serksgangur. Innbrotið uppgötvaðist á Ekkert fannst hins vegar nema strætis- sem með rannsókn málsins fer því við laugardagsmorgun er húsvörður skól- vagnamiðar sem teknir voru. En mikil að sprengju hefði verið varpaö á ans kom til eftirlits. reiði virðist hafa brotizt út með þessa staðinn. Enn er ekkert vitað um hver Alls höfðu 10 rúður verið brotnar. fátækt og komumenn umturnuðu bók- eða hverjir voru þarna að verki. -DS ? j miðbænum: 1 Tveirnáðust Aðkoman að Fellaskóla á laugardagsmorgun var ekki glæsileg. 10 rúður brotnar og engu likara en að sprengju hefði verið varpað. Brotizt var inn á þrem stöðum i mið- bæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Gluggi við söluop Eymundssonar í Austurstræti var brotinn. Lögreglan kom á staðinn og gómaði gluggabrjót- inn sem þá var hlaðinn þýfi. Um svipað leyti var brotinn gluggi í gömlu Silla og Valda búðinni við Aðalstræti, nú nefndri Aðalstrætisbúð.Aftur var lög- reglan fljót á vettvang og gómaði mann með þýfi. En i þriðja innbrotinu slapp sökudólgurinn. Hann braut glugga í skóverzluninni Rimu í Austurstræti. Ekki var ljóst í gær hvort hann hefði komizt undan með skófatnað eða ann- að verðmæti. -DS FLUGLEIDIR AÐALFUNDUR FLUGLEIÐA HF. verður haldinn mánudaginn 28. apríl í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefstkl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnurmál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 21. apríl nk. og lýkur laugardaginn 26. apríl. Athugið að atkvæðaseðlar verða afgreiddir laugardaginn 26. apríl kl. 10.00 til 17.00. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en'7 dögum fyrir aðalfund. Tekið skal fram að fyrri umboð til að mæta á aðalfundi Flugleiða hf. eru fallin úr gildi og er því nauðsynlegt að framvísa nýjum umboðum hafi hluthafar hug á að,láfa aðra mæta fyrir sig á aðalfundinum. STJÓRN FLUGLEIÐA HF. Vikusmakk á Loftleiðum —endurtekið nk. fimmtudagskvöld „Fyrra Vikusmakk okkur í desem- ber var á óhentugum tima og margir hafa hvatt okkur til þess að endur- taka þetta,” sagði Helgi Pétursson ritstjóri Vikunnar í viðtali við DB, En Vikan gengst fyrir slíku smakki í Vik- ingasal Hótels Loftleiða nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. í fyrra skiptið urðu nokkur blaðaskrif um Vikusmakkið, þar eð framámenn áfengisvarna töldu að með þvi væri verið að ýta undir áfengisneyzlu. „Fulltrúi yfirvalda var á staðnum í desember og við höfum ekki heyrt neitt úr þeirri átt síðan,” sagði Helgi. Jónas Kristjánsson ritstjóri, sem ritað hefur fjölda greina um mat, vin og ferðalög í Vikuna á undanförnum árum, mun stjórna Vikusmakkinu en þar verða kynnt átta vin, rauð og hvít. Jónas rekur sögu og uppruna hinna einstöku vína, kennir gestum að sjá og finna hin mismunandi ein- kenni vínanna í bragði, lit og ilmi. Gestir fá sérprentuð spjöld til eignar, þar sem þeir geta skráð hjá sér þessi einkenni og notað spjöldin til samanburðar við sjálfstæðar kannanir. Þá verður kynning á ostum frá Osta- og smjörsölunni og eins mun Jónas fjalla um hinar mismunandi tegundir vínglasa. Verð á aðgöngumiðum er 4.500, allt innifalið. -ÓV Lögfræðingur kjúklingabúsins að Ásmundarstöðum: Ekkert leyfi þarf til kjúklingaslátrunar —og slátrun ekki stöðvuð hjá okkur „Það hefur engin slátrun verið stöðvuð hjá okkur,” sagði Jón Gunnar Zoéga, lögfræðingur Holtabúsins að Ásmundarstöðum, við Dagblaðið. Samkvæmt frétt i blaðinu fyrir helgi hafði kjúklingaslátrun verið stöðvuð i nýju sláturhúsi Holtabúsins á Hellu. Sagði í fréttinni að engin leyfi hafi verið veitt til slátrunarinnar og teikn- ingar að sláturhúsinu ekki hlotið sam- þykki yfirvalda. „Það þarf ekkert sérstakt Ieyfi til kjúklingaslátrunar og því hefur eðlilega ekkert leyfi verið gefið út. Páll A. Páls- son yfirdýralæknir sá teikningar að húsinu á sínum tíma og gerði við þær athugasemdir sem farið var eftir.” - ARH

x

Dagblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Mál:
Árgangir:
7
Útgávur:
2087
Registered Articles:
1
Útgivið:
1975-1981
Tøk inntil:
25.11.1981
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Stuðul:
Senere udgivet som:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar: 71. tölublað (24.03.1980)
https://timarit.is/issue/228296

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

71. tölublað (24.03.1980)

Gongd: