Dagblaðið - 24.03.1980, Qupperneq 10
10
NÝKOMIN
ÓDÝR STÍGVÉL
Litur: Svart
Verð: 16.350.
Utur: Brúnt
VerÖ:26.150.
Utur: Ljósbrúnt
VerO:21.500.-
3.
Litur: Rauðbrúnt
Verö: 18.350.-
Litur: Brúnn
Verð: 17.300.-
LAUGAVEGI60
SÍMI21270
PÓSTSENDUM
Áth. hvort viðgetum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
f|Hm SKÚLAGÖTU 26
tlMll SÍMAR 25755 0G 25780
Skrifstofustarf
Viljum ráða á næstunni skrifstofumann til starfa
við IBM-tölvuritun og fleira.
Starfsreynsla æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknum með íipplýsingum um menntun
og fyrri störf þarf að skila fyrir 1. apríl nk.
VEGAGERÐ RÍKISINS
BORGARTÚNI7105 REYKJAVÍK
pThe
Shadow of
Nýr bandarískur vestri, hörkuspennandi frá upphafí til enda.
Myndin er i Htum og cinemascope.
Aðalhlutverk:
Joe Don Baker, Sondra Locke, Ted Neeley.
Bönnuð innan 14 ára.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980.
Prem hershöfðingi er nýlega tekinn við sem forsætisráðherra i Thailandi. Leysti hann þar af annan hershöfðingja,
Krangsak, sem neyddist til að segja af sér. Var ástæðan bæði sögð sú að félagar hans i hernum töldu hann ekki aðhyllast
nægilega valddreifingu og einnig var mikil óánægja i landinu með þær verðhækkanir sem orðið höfðu á nauðsynjavörum að
undanförnu. Á myndinni sést Prem hershöfðingi biðja stjórn sinni blessunar rétt eftir að hann tók völdin.
Svíþjóð:
Meirihluti fyrir
kjamorku áfram
fjórír af hverjum tíu vildu þó að öll kjamorkuver yrðu hætt
vinnsluinnantíuára
Meirihluti kjósenda i Svíþjóð vill
að haldið verði áfram smíði sex nýrra
kjarnorkuvera i landinu og áætlun
um nýtingu kjarnorkunnar til frið-
samlegra nota verði haldið áfram enn
um sinn. Er þetta niðurstaða þjóðar-
atkvæðagreiðslu, sem fram fór í Svi-
þjóð í gær. Úrslitin urðu þau að 58%
þeirra sem greiddu atkvæði vildu að
kjarnorkuverin sex yrðu reist og tekin
í notkun. Síðan munu þau verða nýtt
í 25 til 30 ár, þegar þau verða að
öllum líkindum ónýt. Þá er hins
vegar mögulegt að kjarnorkuöldinni í
Svíþjóð ljúki ef þá verður talið að
ekki sé nægilega séð fyrir öryggi
orkuveranna og úrgangi frá þeim.
39% kjósenda vildu að þau sex
kjarnorkuver sem eru í notkun í Sví-
þjóð verði tekin úr notkun innan tíu
ára og engin ný kjarnorkuver verði
reist þar i framtíðinni.
Thorbjörn Fáildin forsætisráð-
herra minnihlutastjórnarinnar í Sví-
þjóð sagði í sjónvarpsviðtali í gær-
kvöldi að hann mundi beygja sig fyrir
vilja meirihlutans. Fálldin hefur verið
mikill andstæðingur kjarnorkunnar i
Svíþjóð á undanförnum árum. Hann
sagðist þó telja að ekki væri algjör-
lega hægt að ganga gegn vilja þeirra
nærri 40% af kjósendunum sem and-
vigir væru kjarnorkunni.
Nýting kjarnorkunnar hefur verið
mikið deilumál í Svíþjóð á undan-
förnum árum. Hefur það til dæmis
valdið því að flokkarnir til hægri við
Jafnaðarmannaflokkinn hafa ekki
getað staðiðsaman aðstjórn.
Kosningaþátttaka var fremur lítil í
Svíþjóð í gær. Aðeins 74% af 6,3
milljónum kjósenda komu á kjör-
stað. Í kosningunum sl. haust var
kosningaþátttaka rétt um 90%.
Bandaríkln:
Spá Reagan og Cart-
er sigri í New York
ogConnecticut
Ronald Reagan fyrrum fylkis-
stjóra og Jimmy Carter Bandaríkja-
forseta er spáð miklum sigrum i for-
kosningum, sem fram eiga að fara á
morgun í New York og Connecticut.
Edward Kennedy öldungadeildar-
þingmaður lætur þó ekki deigan
Carter
síga og fullyrðir að hann sé
sannfærður um að hann muni vinna
útnefningu Demókrataflokksins á
flokksþinginu, sem verður í New
York í ágúst.
Kennedy þurfti að svara mörgum
spurningum á fundi fréttamanna,
sem fram fór hjá NBC sjónvarps-
stöðinni í gærkvöldi. Af um tuttugu
spurningum sem lagðar voru fyrir
hann fjölluðu tveir þriðju um það
hve lengi hann ætlaði að haida áfram
baráttunni fyrir útnefningu þegar
hann hefði beðið ósigur í for-
kosningum í öllum ríkjum nema
heimafylki slnu, Massachusetts.
Svaraði hann því til að hann væri
aigjörlega sannfærður um að vinna
sigurá flokksþinginu.
Svo virðist sem gagnrýni á hegðan
Edwards Kennedy i sambandi við
slysið við Cappaquiddick verði
honum sífellt meiri fjötur um fót í
kosningabaráttunni nú. Það var
árið 1969 að ung stúlka drukknaði i
bifreið Kennedys eftir að hann hafði
ekið henni út af afskekktri brú. Síðan
tilkynnti hann ekki um slysið fyrr en
níu klukkustundum éftir að það
hafði orðið. Þykja skýringar hans á
máli þessu allar hinar ótrúlegustu,
eins og Kennedy hefur raunar viður-
kennt sjálfur.
í skoðanakönnun sem birt var
fyrir helgina, gerði ráð fyrir þvi að
Jimmy Carter mundi sigra Kennedy
með tveim atkvæðum fyrir hvert eitt
sem sá síðarnefndi fengi.
Reagan