Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 1
^Nývídhorfíáfengis- ” málum: Eldri baráttuað- ferðirhafageng- ið sértil húðar — sjá grein ogviðtöl á bls. 12 og 13 6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 12. MAÍ1980. — 107. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMtLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞÝERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Viðbeinsbrotn- aði í fyrsta leik sumarsins — sjá íþróttir á bls. 16-20 frjálst, úkáð dsUMBa Vigdís Finnbogadóttir hefur naumt forskot fram yfir Guðlaug Þorvaldsson i baráttunni um fylgi ■ forsetaframbjóðendanna samkvæmt skoðanakönnun, sem Dagblaðið gerði um helgina. Úrtakið í könnuninni var stórt, 600 manns. Könnunin náði til landsins alls og ætti slík könnun að gefa nokkuð góða mynd af stöðunni. Raunar er svo mjótt á munum milli Vigdísar og Guðlaugs að erfitt er að fullyrða um hlutföll. Um þriðjungur af þeim sem spurðir voru Æsandi andartak í lok viðrœðnanna. — Ólafur Ragnar Grímsson gengur að Frydenlund og segir eitthvað á þá leið: „Þetta var eitt ijótasta bragð, sem ég hef kynnzt í samningum!” Bolle sjávarútvegsráðherra og Olafur Jóhannesson hlýða alvöruþrungnir á. DB-mynd: Sigurjón Jóhannsson, Osló. er enn óákveðinn og alltaf getur verið lítils háttar skekkja í slíkri könnun. , Albert Guðmundsson er nokkuð á eftir þeim tveimur í fylgi og Pétur Thorsteinsson talsvert á eftir. Rögnvaldur Pálsson hefur lítið fylgi samkvæmt könnuninni. Af þeim sem taka ákveðna af- stöðu til manna fær Vigdis 38,9%, 'Guðlaugur 36,3%, Albert 17,0%, Pétur7,6% og Rögnvaldur0,3%. -HH. — sjá nánar um úrslit könnunarinnar á bls. 6 Alltfhönk á elleftu stundu Oslóarvið- ræðnanna N0RDMENN KIPPIU AÐ SÉR HENDINNI — um mikilvægustu atriðin Norðmenn kipptu að sér hendinni í síðustu lotu Oslóviðræðnanna á laugardaginn og allt var að fara upp í Ioft. Meirihluti islenzku samninga- nefndarinnar ákvað þá að láta slag standa og sætta sig við samninginn þrátt fyrir síðustu útspil Norðmanna. Matthías Bjarnason mun þá hafa haft samband við Geir Hallgrimsson og Sighvatur Björgvinssón við Bene- dikt Gröndal. Geir og Benedikt mæltu með því að við" samningnum yrðitekið. Að undirlagi Steingríms Her- mannssonar höfðu íslendingar á lokasprettinum gert kröfur sem áttu að tryggja að Norðmenn næðu ekki með óbundnum samningum við Dani og Efnahagsbandalagið stærri hluta af heildarloðnuafla en greinir í samn- ingi íslendinga og Norðmanna. Norðmenn gengu. að einni þeirri kröfu í fyrstu en lýstu yfir í lokin að þeir teldu sig ekki bundna af orðalagi umræddrar greinar að því er tæki til loðnuveiði. Því er hætt við að Norð- menn geti eftir nokkrar vikur, með samningum við Efnahagsbandalagið, tryggt sér stóran hluta af loðnustofn- inum á þessu svæði öllu og smeygt fram af sér ákvæðum samningsins við íslendinga. Einnig töldu íslendingar sig mundu fá loforð frá Frydenlund utanríkis- ráðherra jress efnis að Norðmenn mundu ekki færa út efnahagslögsögu við Jan Mayen, fyrr en samið hefði verið við íslendinga um landgrunns- málið. Einnig þessu breyttu Norð- menn á síðustu stundu, þannig að þeir lofa aðeins að færa ekki út efna- hagslögsögu ,,á þessu ári”. í samningnum eru engar tryggingar fyrir íslendinga um aðra stofna en loðnu né um mengunarhættu. - HH DB birtir Oslóarsamkomulagið íheild á bls. 21 —sjá f orystugrein á bls. 10 Skoðanakönnun DB um forsetakosningarnar: VIGDÍS HEFUR NAUMT FORSKOT Á GUÐLAUG i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.