Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. Þau sprengdu „skalann 99 Þeir sem fundu upp á því að kenna eins árs hjúskaparafmæli við pappír, 25 ára við silfur, 50 ára við gull og 60 ára við demant hafa trúlega ekki gert ráð fyrir að mönnum entist líf og kærleikur til að vera í hjúskap lengur en 60 ár. Að minnsta kosti endar „afmælisskalinn” við demantinn. Þau Margrét Arnadóttir og Kristján Halldórsson á Klængshóli í Skíðadal við Eyjafjörð sprengdu léttilega „skalann” þann 22. apríl í ár. Þá áttu þau 65 ára hjúskaparafmæli. Þann dag árið 1915 gaf Kristján Eld- járn Þórarinsson prestur á Tjörn í Svarfaðardal þau saman á Atlastöð- um þar sem Margrét er fædd og uppalin. Sama ár byrjuöu þau að búa á bænum Hlíð í Skiðadal. 1920 fluttust þau að Klængshóli og hafa átt þar heimili síðan. Dóttir þeirra og tengdasonur tóku við búskap af þeim 1953. Afkomendur þeirra eru orðnir 51 talsins: 7 dætur, 20 bar.nabörn og 24 barnabarnabörn. Þeir eru dreifðir um'bæi og sveitir landsins og sumir búa auk þess í Bandaríkjunum. Margrét og Kristján halda fullri andlegri heilsu. Líkamlegri heilsu hefur hins vegar hrakað. Þau eru nú bæði bundin hjólastólum. -ARH. Margrót Árnadóttir og Krístján Halldórsson: 65 ára hjúshapar- afmæli 22. apri! 1980. SJOARARAF GUÐ BJARTIKEYPTU SÉR FLUGVÉL — 10 ísfirzkirflugáhugamenn keyptu Cessnu 152, allir flugréttindalausir en ákveðnir í að stofiia flugskóla! Skjöldur gómaði þorskhaus Skjöldur Eyfjörð Fannarsson er aðeins eins og hálfs árs gamall snáði og á heima á Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu. Skjöldur heimsótti Þörungavinnsluna á Reyk- hólum í fylgd með foreldrum sinum á dögunum. Hann rakst þar meðal annars á hertan þorskhaus sem þykir herramannsmatur og var fljótur að gripa til matar síns. Allur var þó varinn góður. Sá stutti var ekki svo upptekinn af feng sínum að hann gæfi sér ekki tíma til að skima í kringum sig annað slagið og fullvissa sig um að mamma og pabbi væru ein- hvers staðar i sjónmáli. DB-mynd: Bæring Cecilsson Grundarfirði TF-ÖND á Ísafjarðarflugvelli. Hún er í eigu togarasjómanna og svifdrehaflugmanna á Ísafirði. Enginn eigend- anna hefur að visu flugpróf enn sem homið er. En það má nú bæta úr því. Þeir hafa meira að segja i hyggju að stofna flugshóla á ísafirði. Mynd: Örn Ingólfsson Fimm skipverjar af skuttogaranum Guðbjarti og fimm aðrir flugáhuga- menn á ísaftrði hafa ráðizt í að kaupa litla kennsluflugvél af gerðinni Cessna 152. „Kveikjan að þessu öllu saman var einskær áhugi á flugíþrótt- inni,” segir Hörður Steingrímsson skipverji á Guðbjarti í samtali við Vestfirska fréttablaðið. „Við vorum oft búnir að ræða þetta um borð en létum ekki til skarar skríða fyrr en sl. haust þegar við leituðum tilboða að utan með aðstoð flugvirkja í Reykja- vík. Við fengum þessa vél á 13.300 dali eða í kringum 6.5 milljónir kr. hingað komna.” Aðstaða fyrir fiugvélar er heldur bágborin á ísafirði. Tímenningarnir verða strax að drífa sig í flugskýlis- byggingu fyrir nýja farkostinn. „Skýlið verður að vera nokkuð stórt af hagkvæmnisástæðum, því það er of dýrt að byggja skýli bara utan um eina eða tvær flugvélar. Skipulagið við ísafjarðarflugvöll hefur verið í hönnun og við höfum fengið loforð frá Flugmálastjórn um lóð undir skýlið,” segir Hörður. Flestir eigendur nýju flugvélar- innar sem ekki eru skipverjar á Guð- bjarti eru þekktir fyrir svifdrekaflug. Vestfirðingar virðast jú hafa alveg sérstaka unun af því að prika upp á fjöll með vængi úr gerviefnum á bakinu, spenna þá á sig og svífa fram af hæstu fjallatoppum. Á ísafirði er til dæmis starfandi svifdrekaklúbbur með 40 félagsmönnum. Dagblaðið gaf á sínum tíma keppnisbikar fyrir Íslandsmót í svifdrekaflugi. ísfirðingar hafa unnið bikarinn á öllum islandsmótum til þessa! örn Ingólfsson svifkappi og flugvélareig- FÓLK andi segir Vestfirska fréttablaðinu að nokkur lægð hafi verið í starfsemi klúbbsins undanfarið. Stafi það af leiðinda tíðarfari og sumpart af önnum þeirra sem fljúga á svifdrek- um. -ARH. ATLIRUNAR HALLDORSSON n Islandsmeistarinn leiddi Búnaðar- bankann tilsigurs Sigur Búnaðarbankans þarf ekki að koma neinum á óvart því fjórir sterkustu skákmenn bankans hafa allir teflt í landsliðsflokki og á 1. borði sveitarinnar tefldi sjálfur íslandsmeistarinn Jóhann Hjartar- son. Engu að síður var lengi útlit fyrir að sv. Verkamannabústaðanna færi með sigur af hólmi en þar tefldi hinn ungi og efnilegi Jóhannes Gísli Jónsson mjög glæsilega á 1. borði og lagði flesta andstæðinga sína með glæsibrag og á 2. borði tefldi faðir hans Jón Þorteinsson, fyrrverandi al- þingismaður. En þegar sveit Verka- mannabústaða tapaði fyrir sveit Landsbankans í síðustu umferð var Ijóst að Búnaðarbankinn færi með sigur af hólmi. Lokastaðan varð þessi: 1. Búnaðarbankinn 20,5 vinningar, 2. Verkamannabústaðir 19,5 vinningar, 3. Útvegsbankinn 18,5 vinningar, 4. Landsbankinn 15,5 vinningar, 5. Kleppsspíltalinn 15,5 vinningar. -GAJ. FÓLK Sigursveit Búnaðarbanhans i stofnanaheppninni i sháh. Frá vinstrí Bragi Kristjánsson, Leifur Jósteinsson, Guðjón Jóhannsson, Jóhann Hjartar- son, Hilmar Karlsson og Stefán Þormar Guðmundsson. DB-mynd: Þorri 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.