Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 17
!7 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Enn sigrar lið úr 2. deild í ensku bikarkeppninni: Verðskuldaður sigur West Ham á Arsenal f úrslitum — Úrslit 1-0 og þrátt fyrir meiri sókn Arsenal tókst liðinu varla að skapa sér færí f leiknum „Það var still yfir þessum sigri West Ham. Leikmenn liðsins virkuðu fljótari og sóknarlotur þeirra voru betur útfærðar. Hættulegri. Sanngjarn sigur West Ham en leikmenn Arsenal virkuðu þreyttir. Kannski ekki furða eftir hina erfiðu leiki við l.iverpool að undanförnu i undanúrslitum bikar- keppninnar. Þetta var 68. leikur Arsenal á leiktímabilinu,” sagði út- varpsmaðurinn kunni hjá BBC, Pathe Feeney á laugardag eftir að West Ham úr 2. deild sigraði bikarmeistara Arsenal i úrslitaleik bikarkeppninnar ensku á laugardag, á Wembley-leik- vanginum i Lundúnum að viðstöddum| tæplega 100 þúsund áhorfendum. West Ham sigraði með 1—0 og skoraði enski landsliðsmaðurinn Trevor Brooking eina mark leiksins á fjórtándu mínútu. Þar við sat þrátt fyrir allþunga sókn Arsenal í síðari hálfleiknum, þar sem leikmenn liðsins sköpuðu sér þó varla tækifæri til að jafna. í þriðja sinn, sem West Ham sigrar i bikarkeppninni i fjórum úrslitakikjum — en hins vegar| ellefti úrslitaleikur Arsenal. Fimm sinnum sigrað — sex sinnum lapað. Yfirleitt var Arsrnal spáð sigri i úrslitaleiknum en margir hölluðust þó að sigri West Ham — meðal annars Dagblaðið. Þetta er i þriðja sinn á átta árum að lið úr 2. deild sigrat í bikar- keppninni — Sunderland 1973, Southampton 1976 og West Ham nú. Áður fyrr var slikt nær óþekkt. Liðin úr 1. deild einokuðu keppnina. F.n þó West Ham sé í 2. deild er þetta ekkert annarrar deildar félag. Allt minnir þar á stórlið — og liðið hefur frábæra leik- menn eins og Trevor Brooking, Alan Devonshire, Alvin Martin Phil Parkes og Stuart Pearson. Mikla dugnaðar- forka eins og fyrirliðann Billy Bonds, Ray Stewart, Frank Lampard, David Cross og Jeff Pike — og einn efnileg- asta leikmann Englands Paul Allen, sem 17 ára og 10 mánaða er yngsti leik- maður, sem leikið hefur i úrslitum bikarkeppninnar. Howard Kendall áður, þegar hann nokkrum dögum eldri lék með Preston í úrslitum 1964 einmitt gegn West Ham, sem sigraði i leiknum 3—2. Preston lék þá i 2. deild. Arsenal átti ekkert svar gegn þessum leikmönnum West Ham á laugardag. Grfurlegur fögnuður Gríðarlegur fögnuður var á Wembley í leikslok. Áhangendur West Ham þar i miklum meirihluta enda liðið fyrir löngu tryggt sér rétt i úrslitum. Arsenal hins vegar aðeins nokkrum dögum áður. Billy Bonds, fyrirliði West Ham, tók við bikarnum eins og 1975, þegar West Ham sigraði Fulham. Aðeins tveir aðrir leikmenn WH nú voru í sigurliðinu þá, Frank Lampard og Trevor Brooking. Hertogahjónin af Kent afhentu Bonds bikarinn og leikmönnum verðlaun sin — og mikill fögnuður var í Austur- Lundúnum á laugardagskvöld og langt fram á sunnudag. Talið er auk áhorf- endanna 100 þúsund hafi um 900 milljónir fylgzt með leiknum í útvarpi og sjónvarpi. Leiknum var sjónvarpað beint til fjölmarga — og einnig beinar útvarpslýsingar. Meðal annars lýsti sovézkur útvarpsmaður leiknum. Sérfræðingar eru á einu máli að sigur West Ham hafi verið sanngjarn — sóknarleikur liðsins miklu hættulegri. Arsenal pressaði þó mjög, einkum þegar á leikinn leið. West Ham reyndi þá að halda fengnum hlut. Leikurinn i heild nokkuð góður. ,,Það eru alltof margir leikmenn Arensal í sókninni — þeir þvælast bein- linis hver fyrir öðrum. Virka þreyttir. Nýta ekki kantana. ÖIIu pumpað upp miðjuna — langspyrnur inn í vítateig- inn, sem gera leikmönnum West Ham vörnina auðvelda”, sagði Dennis Law, leikmaðurinn kunni hér á árum áður, sem var nteðal þeirra, sem lýstu leikn- um. Að hans dómi var ekki vafi á því að betra liðið sigraði. Róleg byrjun Arsenal, sem lék í þriðja sinn til úrslita í bikarkeppninni í röð, hóf leik- inn og fyrstu minútuna komu leikmenn West Ham ekki v$ knöttinn. Byrjunin mjög róleg og leikmenn beggja liða þreifuðu fyrir sér. „Það, sem við ótt- umst mest er að Arsenal skori mark snemma leiks — og reyni svo að halda þeirri forustu. Það gæti gert leikinn þrautleiðinlegan. Leikmenn Arsenal eru meistarar i að verja fenginn hlut — ef hins vegar West Ham skorar á undan verða leikmenn Aresnal að sækja. Þá getum við fengið að sjá skemmtilegan leik,” var álit fréttamanna BBC i leiks- byrjun. BBC-mönnunum varð að ósk sinni. West Ham náði fyrr tökum á leiknum — þó eftir að Arsenal hafði fengið aukaspyrnu rétt utan vítateigs WH á 8 mín. Liam Brady tók hana en Phil Parkes gómaði knöttinn auðveldlega. Á 12.min. kom fyrsta tækifæri leiksins. Stuart Pearson lék alveg á Willie Young, miðvörð Arsenal — gaf á Jeff Pike, sem spyrnti á markið. Pat Jennings varði með tilþrifum. Hann lék þarna sinn sjötta úrslitaleik á Wembley — með Tottenham og Arensal. Og svo kom markið á fjórtándu minútu. Eftir að Aresnal hafði varizt Lokastaðan íBelgíu FC Brugge, sem um síðustu helgi tryggði sér belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu i fjórða sinn á fimm árum, vann stórsigur á Antwerpen í 34. og lokaumferðinni í 1. deild i Belgíu í gær. Standard Liege gerði aðeins jafntefli í lokaleik sinum á heimavelli og varð í öðru sæti. Það var öruggt fyrir umferðina. Þá tapaði Lokeren á heima- velli fyrir frægasta knattspyrnufélagi Belgíu, Brussel-liðinu Anderlecht. Úrslit i leikjunum urðu þessi: FC Brugge-Antwerpen 5—1 Charleroi-FC Liege 1 — 1 M olenbeeck -Beveren 3—0 Winterslag-Waregem 1—0 Beerschot-Waterschei 0—3 Lokeren-Anderlecht 0—1 Standard-Berchem 1 — 1 Lierse-CS Brugge 3—1 Hasselt-Beringen 2—2 Lokastaðan: FC Brugge 32 24 5 5 76—31 53 Standard 34 20 9 5 80—31 49 Molenbeek 34 19 10 5 57—28 48 Lokeren 34 18 6 10 60—28 42 Anderlecht 34 17 7 10 64—34 41 Lierse 34 18 4 12 72—43 40 Waterschei 34 14 9 11 50—39 37 Winterslag 34 12 11 11 35—61 35 FC Liege 34 12 9 13 51—47 33 CS Brugge 34 13 6 15 51—60 32 Beveren 34 11 10 13 36—45 32 Waregem 34 10 11 13 33—42 31 Antwerpen 34 10 8 16 42—49 28 Beerschot 34 8 11 15 40—52 27 Beringen 34 9 8 17 34—51 26 Berchem 34 7 12 15 40—61 26 Charleroi 34 8 6 20 23—66 22 Hasselt 34 2 6 26 21—94 10 sókn West Ham náði Alan Denvons- hire knettinum. Lék alveg upp að enda- mörkum og gaf fyrir. Pearson renndi til David Cross, sem reyndi skot. knötturinn dansaði i vitateignum — Trevor Brooking kastaði sér fram og skallaði í mark Arensal alveg óverjandi fyrir Jennings. Neðst i markið — og dirfskubragð Brookings. Svo illa var vörn Arsenal leikin, að þeir Pearson og Cross höfðu eins tækifæri til að skora, að sögn fréttamanna BBC. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Arsenal fór að sækja og á 21. mín. átti Arsenal sitt fyrsta hættulega færi — áður hafði Jennings varið vel frá Devonshire. En Parkes varði í horn — Frank Stapleton átti skot framhjá marki WH. Sóknarlotur WH voru hættulegri. Leikmenn liðsins nýttu kantana vel — einmitt þar sem slökustu leikmenn Arsenal voru til varnar, bak- verðirnir Rice og Devine. „Þetta er góður leikur. Byrjunin miklu betri en í fyrra,” sagði Dennis Law. „West Ham verðskuldar forustu sina. Arsenal sótti meira það, sem eftir var hálfleiksins — en litið var um færi. Arsenal fékk nokkrar hornspyrnur, sem ekki nýttust. Young var hættuleg- asti leikmaður Arsenal, þegar hann kom upp í vitateiginn. Miðherjarnir hættulegu, Stapleton og þó einkum Alan Sunderland, náðu sér aldrei á strik. Framverðir WH höfðu miklu betri tök á miðjunni — Brooking hreint frábær i leiknum. Maður leiksins og skyggði á Brady, sem náði sér þó vel á strik í s.h. Sókn án markmiðs Arsenal sótti miklu meira í siðari hálfleiknum — en féll í þá gryfju að pressa of mikið. Ekkert rúm og sóknar- loturnar beindust alltaf beint upp i vita- leiginn. Miðverðir WH, Alvin Martin „leikmaður ársins hjá fylgjendum West Ham" og Billy Bonds réðu þar lögum og lofum. Mjög sterkir. Þó gætti urn tima nokkurs taugaóstyrks i varnarleik WH — einkum byrjunar- kafla s.h. En það kom ekki aðsök. Sóknarlotur WH voru mun færri en hættulegri. Á 57. min. felldi David O’Leary Stuart Pearson í færi og leik- menn West Ham vildu fá vítaspyrnu. Ekkert dæmt hins vegar — „það er erfitt að dæma um atvikið héðan — þetta gæti þó hafa verið tilefni til vita- spyrnu,” sagði Law. Þremur min. síðar renndi Brady sér gegnum vörn WH en spyrnti knettin- um i hliðarnetið. Mikill fögnuður aðdáenda Arsenal um.tima. Þeir héldu að Brady hefði skorað Rétt á eftir var John Devine tekinn it af hjá Arsenal og Sammy Nelsott. oknarbakvörður, kom i hans stað. Þjó brevtti þó iitltt. Arsenal fékk aukaspyrnu i.fui.min. rélt utan vítateigs, sem Brian lalbol íók. Hann spyrnti á markið en Parkes varði glæsilega. Það næsta. ^nt Arsenal komst að jafna t leik.num — og eftir 22 bikarjeiki i röð ttteð Ipswich og Arsenal var Talbot loks í tapliði. Hann gerði þó sitt til að reýria að koma í veg fyrir það. Lokakaflg leiksins einkenrtdist al' sókn Arsetjal — sókn án tnarkmiðs. Þrátt fyrir pressu Arsenal lék West Ham alltaf betur — leikmenn liðsins gáfu aklrei eftir. Þar var óvenjulegl að sjá Brooking meira að segja i hörðum tæklingUP'. O’Leary lék haltur undir lokin og ekki munaði miklu að WH tækist að auka forustu sína. Hinn ungi Allen komst frir i gegn cn á siðustu stundu tókst Young að brjóta á honunt — fella hann. „Hlýtur að fá bókttn ” sagði fréttamaður BBC. Það var þó ekki — og Ray Stewart, bakverðinum sparkvissa, sem skorað hefur 14 mörk á leiktímabilinu, tókst ekki að nýta auka- spyrnuna á vítateigsbrúninni. Sekúnd- urnar tifuðu áfram i lokin — og dómarinn flautaði leikinn af alveg á tíma, þrátt fyrir nokkrar tafir. Verðskuldaður sigur West Ham í höfn — og liðið átti Wembley. -hsim. Stærðir 38—45 (stór númer) ATH.: Þægilega breiðir Ýmsir litir Alveg úr mjúku skinni Verð kr. 13.400 y Með striga eða næloni' styrktir með leðri i tá og hæl Verðkr. 9.540 Úr brúnu rúskinni Verð kr. 9.950 Póstsendum samdægurs Domus Medica Sími18519 Barónsstig 18 Sími23566 Box 5050 125 Reykjavík

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.