Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ1980. a ne ytendamarkaði Deilur um írskt kaffi á Sögu: „ÓDREKKANDISKÓLF EÐA „RÉTT LAGAD KAFFIENEKKI SMEKKUR FYRIR ÞVÍ’ Torfi Geirmundsson rakari kom á Dagblaðið og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann fór ásamt 6 manns til að borða í Grillinu á Hótel Sögu þann 30. april. Fólkiö fékk ágætan mat og góða þjónustu að sögn hans. framan af borðhaldinu, eða þar til kom að því að 6 af 7 viö borðið pöntuðu sér írskt kaffi. Þegar kaffið kom þótti fólkinu það vont og kvartaði við þjón. Hann kallaði á yfirþjón sem kom á staðinn og spurði hvað að væri. Aftur sagði fólkið að kaffið væri vont. Beöið um nánari útskýringar benti það á að glösin væru í fyrsta lagi of stór þannig að kaffið væri of mikiö í hlutfalli við viskíið. i öðru lagi, og þaö væri aðal- atriðið, væri kaffið svo kalt, að sykurinn leystist ekki almennilega upp. Yfirþjónninn smakkaði á kaff- inu og kvað allt vera í lagi með það, öðruvisi en þetta væri ekki hægt að fáírskt kaffiáSögu. Torfi og félagar hans sögðust þá neita að greiöa fyrir þetta kaffi enda væri ekkert búið aö drekka af því, svo vont væri það. >á var kallað á dyravörð hússins sem kom á staðinn og reyndi að sætta málsaðila. Það reyndist hins vegar ekki vera hægt og var kallaö á lögregluna á endanum. Hún kom á staðinn og tók skýrslu af viðkomandi og tók reikninginn í sína vörzlu. Torfi og kona hans hugðust þá fara inn á Mímisbar þar sem hinir félagarnir biðu að þeirra sögn, og endaði með því að þeim var hent út með valdi. Torfi sagðist síöar hafa rætt við hótelstjórann á Sögu og borið fram kvörtun sína. Hótelstjórinn hefði hins vegar staðið með yfirþjóninum og ekki viljað ræða það að ekki yrði greitt fyrir kaffið. Torfi sagðist hafa bæði fyrr og síðar drukkið írskt kaffi á veitinga- stöðum bæjarins og væri það mun betra en það sem hann fékk á Sögu. Hann væri því sannfærður um að það hefði ekki verið eins og það ætti að vera og teldi hann sig því ekki þurfa að borga fyrir það. Ekkert að kaffinu Sigurður Runólfsson yfirþjónn á Grillinu var spurður um þessa deilu vegna kaffisins. Hann sagði að þegar hann var kallaður að borði Torfa og félaga hans hefði fólkið sagt að kaffið væri vont en ekki getað sagt Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaó kostar heimilishaidið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von umað fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður í aprílmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i ik í v Fjöldi heimilisfólks Glas með hinu umdeilda irska kaffi i Grillinu á Sögu. DB-mynd Þorri. hvers vegna. Einn hefði fundið að því að hvítur sykur væri notaður i það i stað púðursykurs, annar að kaffið væri kalt og sá þriðji að því að' ekki væri nóg viskí í kaffinu. Hann hefði því lagað nýtt glas af kaffi eftir kúnstarinnar reglum við borðið og boðið fólkinu að bragða. Þrír af hópnum gerðu það og kváðu upp úr með að þar væri á ferðinni sama skólpið og áður. Sigurður sagðist þá hafa gefið upp alla von um að gera fólkinu til geðs og sagt sem svo að annað kaffi en þetta væri ekki að fá og yrði fólkið að sætta sig við það. Þegar hins vegar hefði verið neitað að greiða reikninginn hefði hann séð sig tilneyddan að kalla á lögregluna og fá skýrslu um málið. Hann sagði það greinilegt að fólkið, og þá sérstaklega ein kona i hópnum, hefði verið ákveðið í því að fá kaffið fyrir ekki neitt sem ekki hefði komið til mála. Nákvæmlega rótt aöfariö Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu sagði um þetta mál að hann teldi Sigurð hafa farið ná- kvæmlega rétt að. Hann hefði sýnt fólkinu hvernig írskt kaffi væri lagað í húsinu og þegar það sagðist vera óánægt eftir sem áður hefði ekki verið hægt að gera betur. Kaffi hefði verið lagað á þennan hátt á Sögu árum saman og þetta væri fyrsta kvörtunin sem bærist. Fólk virtist eftir því að dæma ánægt með það og greinilegt væri að það væru aðeins Torfi og félagar hans sem hefðu ekki smekk fyrir kaffið, það væri ekki gallað á neinn hátt. Konráð sagðist ekki telja það rétt að starfsmenn hótelsins hlypu alltaf upp til handa og fóta þegar gestirnir kvörtuðu þeg- ar það virtist að ástæðulausu. -DS. Metrar og tommur Föt sem koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum eru oft flokkuð í stærðir eftir tommumáli og þvi getur verið erfitt að finna út hvaða stærð hentar hverjum. Okkur barst nýlega í hendur tafla með stærðarkerfi Bandarikjanna og því sem við erum vönust og látum hana fljóta hér með. Konur Hattar Bandarbkt mál Okkar mól 21 53 22 56 23 58 24 61 241/2 62 Kjólar 10 38 12 40 14 42 16 44 18 48 20 48 Sokkar 8 0 9 2 10 4 11 6 Skór 4 34 5 35 6 36 7 38 8 39 9 40 10 41 Karlmenn Hattar 61/2 52 6 3/4 54 7 56 71/4 58 71/2 60 Skyrtur 13 33 14 35 15 37 16 40 17 42 Sokkar 9 23 10 25.5 11 28 111/2 29.25 12 30.5 Skór 6 7 8 9 10 11 38 40 41 43 44 45 46

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.