Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 36
Norsku blöðin um Jan Mayen-samkomulagið í morgun: BUIZT VID HORDUM MÓTMÆLUM í NOREGI —Norðmenn urðu að gæta hagsmuna NATO í NorðurhSfum, segir norska DB Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- manni DB i Osló: Aftenposten í Noregi segir í fyrir- sögn á forsíðu í dag: „Island fár mðst ved Jan Mpyen”. Blaðið gerir ráð fyrir að samningsuppkastið verði samþykkt af þingum beggja land- anna, en báðir samningsaðilar byggj- ust við mótmælum meðal sjómanna og útgerðarmanna. Frydenlund og Bolle undirstrikuðu að þeir hefðu orðið að hafa í huga við þessa samninga að fá fram þolanlega heildarlausn þar sem málið væri við- kvæmt ai utanríkispólitískum ástæðum og einnig vegna þess að ísland væri góður nágranni, sem hefði algera sérstöðu í fiskveiðimál- um. Bolle sjávarútvegsráðherra sagði að norskir fiskimenn væru óánægð- astir með, að íslendingar gætu ein- hliða ákveðið hve mikla loðnu mætti veiða og telja það brot á hefðbund- inni fiskveiðipólitík. Aftenposten segir að bæði Ólafur og Steingrímur muni vinna að því að Alþingi samþykki samningsuppkast- ið. Ólafur Jóhannesson upplýsti að einn fulltrúi íslenzku sendinefndar- innar teldi sig óbundinn af samnings- uppkastinu (Ólafur Ragnar Gríms- son). í leiðara Aftenposten segir m.a. að þetta samningsuppkast sé á engan hátt „normal”. En gagnvart íslend- ingum verði Norðmenn að beygja sig undir hið „ónormala”, þar sem íslendingar hafi alltaf vitað að Norð- menn gætu ekki gripið til herskipa til að vernda hagsmuni sina við Jan Mayen. Blaðið kvartar yfir því, að íslendingar hafi ekki viljað sýna neina ábyrgð hvað varðar utanrikis- pólitísk málefni og lagt þann kross á Norðmenn eina að gæta þess að ekki yrði röskun á þeirri stórpólitísku stöðu sem ríkir á Norðurhöfum. „Þetta samningsuppkast er betra en ekkert og við Norðmenn getum nokkurn veginn sætt okkur við það ef hinir islenzku nábúar okkar kunna sér magamál þegar kemur að hinni „praktísku” útfærslu samning- anna”. Dagbladet leggur mesta áherzlu á að Norðmenn hefðu gengið til þess- .ara samninga með það efst í huga að gæta hagsmuna NATO. Þeir hefðu óttazt að frekari mótþrói af Noregs hálfu gæti sett af stað á íslandi öfl- uga hreyfingu gegn NATO og her- stöðinni í Keflavik. Morgenbladet spáir því að samtök sjómanna og fiskiðnaðarins muni næstu vikur sauma fast að Fryden- lund og Bolle, en þeir muni standast þær árásir — þeir séu þegar komnir með harðan skráp eftir langvarandi ýfingar við samtök fiskiðnaðarins. -JH/SJOsló. „Loðinn lopi” —sagði Ólaf ur Ragnar, þegar ístenzku samningamennirnir komu heim fráOslóígær „Þetta er Ioðinn lopi,” sagði betra væri að hafa einhverja stjórn en Ólafur Ragnar alþingismaður, einn enga og taldi mikilvægt að úr samninganefnd íslendinga um Jan Norðmenn virtu landgrunnsrétt Mayen, við komuna til Keflavikur- íslendinga að Jan Mayen. Hann flugvallarígærdag. sagði þessar viðræður hefðu verið Hann sagðist engan veginn vera mun erfiðari en viðræður hér heima ánægður með samkomulagið. Ekkert við Norðmenn, en það hefði þó náðst væri Ijóst hvernig málin þróuðust, það samkomulag, að heildarafli þegar Efnahagsbandalagið kæmi inn Norðmanna á loðnunni yrði 15%, en í myndina eftir 4 ár. Þótt samið þeir hefðu viljað standa fast við hefði verið um loðnuveiðar væri 25%. engin trygging fyrir hvernig staðiö Ólafur Jóhannesson sagðist vera yrði að veiðum um aðra fiskistofna. nokkuð ánægður með sam- Þá hefði ekkert verið gengið frá komulagið. Um hefði veriö að ræða viðurkenningu á landgrunni 3—4 oddamál. Það nefði náðst sam- íslendingaað Jan Mayen. Þarna væri komulag um 2 þeirra. Hann sagðist Norðmönnum alveg gefnar frjálsar ekki vera hræddur um landgrunns- hendur aðgera það sem þeim sýndist. málið. Þar myndu ekki verða vand- Steingrímur Hermannsson sjávar- ræði með samninga. útvegsráðherra sagði við komuna að -EVI. Aftenposten: r SEMJA VERDUR UPP A NYTT — þegar til samninga við EBE kemur Fró Sigurjóni Jóhannssyni frélla- mann) DBí Norcgi: Norðmenn munu ekki samþykkja sömu tilslakanir og þcir gerðu gagnvart íslendingum þegar Danir færa út við A-Grænland I. júní nk. Þá munu Norðmenn standa fast á miðlínuskiptingu, enda gengur væntanlega dönsk útfærsla inn á mun stærra hafsvæði við Jan Mayen en íslenzku 200mílna mörkin gera. Talið er að yztu mörk danskrar 200 milna útfærslu skeri burt 85% af Jan Mayen svæðinu sem liggur að Grænlandsströndum. í fyrstu eru það Danir og Norðmenn sem hefja samningana, þar sem Danmörk sem strandríki er ábyrgt fyrir lausn á þess- ari deilu. Efnahagbandalagið kemur inn i myndina þegar ákveðið verður hvernig unnið verður úr auðæfunum innan hinnar nýju landhelgi. Norðmenn búast við hörðum samningaviðræðum, fyrst við Dani og síðan við fiskveiðinefnd EBE í Brussel. Þá verður ísland aö vera með, segir Aftenposten, þar sem þá verður að semja upp á nýtt um nýtingu fiskistofnanna á öllu svæð- inu. -JH/SJ Osló. Ólafur Jóhannesson utamikisráóherra og formaður Islcnzku samninganefnd- arinnar við komuna til landsins I gær. Vinstra megin er Guðmundur Eiriksson þjóðréttarfræðingur 1 utanrikisráðuneytinu. DB-mynd: Ragnar Th. Edda Vilhelmsdóttir, 18 ára nemandi hlaut titilinn ungfrú Norðurland i Sjálf- stxðishúsinu á Akureyri i gxrkvöldi. Hér sést hún eftir að úrslitin lágu fyrir. Fegurðarsamkeppni íslands 1980: 18 ára Akureyrar- mær sigraði íungfrú Norðurland-keppninni Edda Vilhelmsdóttir, 18 ára nemandi frá Akureyri, var kjörin ungfrú Norðurland í Sjálfstæðishúsinu seint í gærkvöldi. Edda tók þátt i ungfrú Akureyrarkeppninni 27. april sl. Þá varð hún í öðru sæti, sem gaf henni rétt til þátttöku í ungfrú Norðurland- keppninni. í öðru sæti varð Guðbjörg Hólm frá Sauðárkróki og í þriðja sæti Helga Sveinsdóttir frá Akureyri. Á föstudagskvöldið fóru fram undanúrslit í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Tvær stúlkur voru valdar þar til að taka þátt í ungfrú Norðurland-keppn- inni, þær Laufey Sigurðardóttir, 17 ára, frá Ólafsfirði, og Guðlaug Bald- vinsdóttir, 19 ára, frá Dalvík. Þá fóru einnig fram undanúrslit á Húsavik á laugardagskvöldið. Hlutskarpastar urðu þar Ingibjörg Baldursdóttir, 17 ára, frá Húsavík, og Steinunn Völundardóttir, 18 ára, frá Álftanesi i Aðaldal. Á öllum þessum stöðum fór fram ferðakynning og bingó og Halli, Laddi og Jörundur skemmtu ásamt stúlkum úr íslenzka dansflokknum. Þá lék hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Hús- fyllir var á öllum stöðum og góð stemmning. Nánar verður sagt frá keppnum þessum í blaðinu á morgun. - ELA frjálst, áháð dagblað MÁNUDAGUR12. MAÍ1980. i i i Bakkatjöm á Seltjarnarnesi. p DB-mynd Þorri. KRIAN , STUNDVIS — kom ígær, 11. maí Krían er stundvís í ár eins og oftast áður. Guðjón Jónatansson bifvélavirki á Seltjarnarnesi, sem er mikill náttúru- unnandi og áhugamaður um fuglalíf, sagði í samtali við DB að eftir hádegi í gær hefði krían komið í hópum að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Hann sagði að venjulega kæmi krían einhvern tima á bilinu 11.—14. maí. í gær var 11. maí þannig að krian verður ekki sökuð um óstundvísi. Guðjón sagðist einu sinni muna til þess að krían hefði komið 4. maí en það væri hreint undantekningartilfelli. Krían hefur jafnan verpt mjög víða ár Seltjarnarnesi en nú er talsvert farið að þrengjast um hana þar vegna þess live mjög byggð hefur aukizt á Nesinu.GAJ Helgin: Átján ölvaðir ökumenn tekn- iríReykjavík — mikið um rúðubrot ímiðbænum Átján ökumenn voru teknir um helg- ina i Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar er þessi tala nokkru hærri en um síðustu helgar. Mikil ölvun var um helgina í höfuð- borginni og fangageymsla lögreglunnar full hennar vegna. Á föstudags- kvöldið var mikið brotið af rúðum í miðbænum. Enginn spellvirkjanna náðist. Töluvert var einnig um innbrot. í söluturninum við Grensásveg 50 var stolið einhverju af tóbaki og í tízku- verzluninni Sautján við Laugaveg var stolið skiptimynt. Þá voru þjófar á ferð í hesthúsunum í Kardemommubæ. Þaðan er saknað hnakks og tveggja beizla. -ÁT LUKKUDAGAR: n. mai 21671 Henson æfingagalli. 12. MAl 441 Sharp vasatölva CL 8145 Vinningshafar hringi ísíma 33622. h

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.