Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ1980. 13 Stjórnmálamenn hafa engastefnuíáfeng- ismálum hérálandi — segir Vilhjálmur Vilhjálmsson r r framkvæmdastjóri SAA „Sú staðreynd er ljós að áfengi er itil staðar í þjóðfélaginu hvort sem það er selt á einum stað eða hundrað. Menn verða að vinna út frá þessari staðreynd. Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn,” sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ í samtali við DB. „Það skynsamlegasta sem við getum gert er að stórefla alla fræðslu og tengja þessa vinnu við sem flesta einstaklinga. Þetta er ekki bara verkefni bindindismanna og alkóhólista, heldur'lika hóspins þar á milli,” sagði Vilhjálmur. Aðspurður sagðist hann alveg geta tekið undir það að eftir4>ví sem færri áfengisútsölustaðir væru til staðar, styttri afgreiðslutími o.s.frv. þá væri nokkuð Ijóst, að drykkjan minnkaði. Hann sagðist þó ekki hafa gert sér grein fyrir hvernig slík stefna yrði í framkvæmd hér. Á meðan áfengi á annað borð væri til staðar i þjóðfélaginu yrði áfengisútsölum tæplega fækkað. Vilhjálmur sagði að ljóst væri að þar sem áfengisútsölur væru leyfðar hefði áfengisneyzla aukizt. íbúarnir yrðu þó að ákveða þetta sjálfir en þeir gætu átt von á þessum afleiðingum. „Hins vegar er það furðulegt hve stjórnmálaflokkarnir láta sig þetta litlu varða. Það er engin áfengis- stefna til á Íslandi,” sagði Vilhjálmur og sagði að þessu væri öðruvísi farið viðast hvar erlendis. Þar gerðu stjórnmálamenn sér grein fyrir því hve hér væri um stórt þjóðfélagslegt vandamál að ræða. „Það er alls staðar verið að bjóða upp á vín og það verður ekki takmarkað með einhverri reglugerð,” sagði Vilhjálmur. „Vínið er til staðar og ég get ekki séð að hægt sé aðminnka framboð þess hér á íslandi. Ef menn vilja vínlaust land þá verða þeir líka að stíga skrefið alveg til fulls og banna allt vín hér,” sagði Vilhjálmur og bætti því við að hann sæi enga „patentlausn” á þessum málum en nauðsynlegt væri að virkja langtum fleiri í þessari umræðu. Þar mætti enginn skjóta sér undan. -GAJ. Áfengisvandinn ekki feimnismál lengur VERDUM AÐ VERA VAKANDI Á ÖLLUM VÍGSTÖDVUM — segir Ólafur Haukur Árnason áfengisvamaráðunautur Vilhjálmur Vilhjálmsson: Lkki bara verkefni bindindismanna og alkóhólista, heldur líka hópsins þar i milli. ferð, því færri vandamál. Það er alveg staðreynd,” sagði séra Halldór. Hann sagðist hafa haft með menn að gera sem hefðu náð tökum á á- fengisvandamálum sínum með þvi að útiloka ýmsa þætti úr lífi sínu þar sem áfengi var mikið haft um hönd, t.d. með þvi að segja sig úr ákveðnum klúbbum. Séra Halldór sagðist hafa orðið var við smákipp þegar vínveitinga- húsin framlengdu afgreiðslutíma sinn. Þá var eins og auknir erfiðleikar hefðu komið í ljós. Einnig minntist hann á vínveitingar í opinberum veizlum. Þær hefðu orðið til þess að margir hefðu „dottið” vegna þess, að þeim fannst þeir ekki geta neitað víni hjá ráðherranum. „Það verður alltaf ákveðinn kjarni, sem nær í áfengi, hvernig sem á málum cr haldið; En í „principi” er ein leiðin að hamingjusömu lífi að útiloka áfengi,” sagði séra Halldór. Hann vitnaði i orð Bibliunnar um áfengið: Að siðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Það leiðir aðeins til spillingar. -GAJ. Ólafur Haukur Árnason: Allt önnur viðhorf fyrir einum áratug. fram hjá Svíum. Fyrir áratug var stefnan þar sú að slaka á öllu. Áherzlan var fyrst og fremst á fræðslu. í júlí 1977 bönnuðu þeir síðan framleiðslu og sölu milliöls. Nú þykjast þeir vera að súpa seyðið af að hafa leyft þetta. Drykkjuskapur unglinga er orðinn mjög mikill. Fyrir nokkrum vikum ákváðu Svíar að banna veitingar sterkra drykkja i opinberum veizlum. Það endur- speglar þessa hluti,” sagði Ólafur Haukur. Hann bætti því við að þó að hér iværi um nýjar niðurstöður að ræða, þá hefði menn grunað þetta með tilliti til þess, sem vitað væri um aðra vímugjafa. Ólafur Haukur benti á að morfínneyzla meðal bandarískra lækna væri tíu sinnum algengari en meðal almennings þar í landi. Þó vissu læknar að sjálfsögðu manna bezt um skaðsemi efnisins en þeir ættu auðveldara en aðrir með að ná í það. „Það eru margir hlutir, sem koma til greina, og við getum ekki bent á neitt eitt,” sagði Ólafur er DB spurði hann, hvaða leiðir væru vænlegastar til að stemma stigu vð áfengisvanda- málinu. „Ef við erum vakandi víða í sambandi við dreifingu, verðlagningu samkvæmislíf, opinberar veizlur, lögaldur til áfengiskaupa, ásamt fræðslu, þá held ég að megi reisa einhverjar skorður við þessu. Ég held að við getum aldrei bent á einhverja eina lausn. Við verðum að vera vakandi á öllum vígstöðvum,” sagði Ólafur Haukur að lokum. Séra Halldór S. Gröndal: Mörgum fannst þeir ekki geta hafnað ráðherra- vininu. „Jú. Það #r hægt að fullyrða að þetta sé alveg nýtt. Það voru allt önnur viðhorf fyrir áratug,” sagði Ólafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur er Dagblaðið innti hann álits á hinum nýju vðhorfum í áfengismálum, sem svo hafa verið nefnd. „Þá var talið að dreifingarkerfið skipti engu máli ef aðeins væri haldið uppi nægjanlega öflugri fræðslu. í sambandi við þetta viðhorf þá lækkuðu meira en tuttugu fylki í Bandaríkjunum áfengiskaupa- aldurinn niður í 18 ár og eru nú mörg þessi fylki búin að hækka hann aftur og sum upp í 21 ár. Þessi afstaða til lögaldursins speglar nokkuð þessa viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í kjölfar rannsókna á áfengis- vandanum. Annað sem þarna er alveg nýtt er það hvað sjálf drykkjusýkin er álitin vera lítill hluti af þvi tjóni sem á- fengið veldur eða í mesta lagi einn þriðji hluti eftir því sem Fekjær læknir heldur fram. Þessi viðhorfsbreyting kemur líka — segir séra Halldór S. Gröndal „Það er allt annað viðhorf orðið í dag gagnvart þeim sem eiga við á- fengisvandamál að glíma. Þetta er allt orðið galopið og það er allt annað að vinna að þessum málum. Þetta er ekki feimnismál lengur. Menn viðurkenna að þetta sé sjúkdómur sem þarfnist meðferðar og menn hika ekki við að gangast undir þá meðferð,” sagði séra Halldór S. Gröndal, sóknarprestur i Grensás- sókn, í samtali við Dagblaðið. Halldór sagðist einmitt hafa verið að ræða við mann um erfiðleika hans er blaðamaður DB hringdi. Þarna var um að ræða mann í góðu starfi, með gott heimili o.s.frv. En það var nú að ljúkast upp fyrir honum að hann réði ekki lengur við áfengið. „Því minna áfengi sem er í um- -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.