Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 21 Ostóarsamkomulag- ið um Jan Mayen Utanrikisráðherrarnir Ólafur Jóhannesson or Knut Frydenlund takast í hendur að samkomulaui náðu i Osló. DB-mvnd: S.l. Osló. Bókun um viðræður um fiskveiði- og landgrunnsmál Ríkisstjórn íslands og rikisstjórn Noregs, sem viðurkenna nauðsyn á raun- hæfum ráðstöfunum til verndunar, skynsamlegrar nýtingar og endurnýj- ungar lifandi auðæfa hafsins og enn- fremur nauðsyn skynsamlegrar nýt- ingar auðlinda landgrunnsins, sem viðurkenna að samkvæmt þjóðarétti bera löndin tvö sem strand- riki höfuðábyrgð á raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu þessara auðlinda, sem viðurkenna mikilvægi sam- ræmds, náins og vinsamlegs samstarfs milli landanna tveggja til að tryggja að þessum markmiðum verði náð og viðurkenna einnig nauðsyn á skipu- lögðu samstarfi við önnur lönd sem hlut eiga að máli til þess að ná þessum markmiðum, sem víðurkenna hversu mjög efna- hagur íslands er háðut fiskveiðum, sbr. 71. gr. texta hafréttarráðstefnun ar. sem hafa í huga að ísland hefur sett 200 milna efnahagslögsögu og að Noregur mun setja fiskveiðilögsögu við .lan Mayen, sem viðurkenna hinar sérstöku að- stæður setn mikilvægar eru við afmörkun svæða landanna tveggja á þeim hafsvæðum, sem hér um ræðir, bæði að því er varðar fiskveiðar og landgrunn, sem láta i Ijós áhyggjur sínar vegna hættu á ofveiði, sem sérstaklega steðjar að loðnustofninum, sem hafa í huga þau störf sem unnin eru á 3. hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og enn er ólokið, hafa orðið ásáttar um eftirfarandi: l.gr. Aðilarnir skuli hafa samstarf um framkvæmdaratriði á sviði fiskveiða og skal sérstök áhersla lögð á ráðstafanir vegna verndunar, skynsamlegrar nýt- ingar og ábyrgrar endurnýjunar stofna sem ganga um hafsvæðin milli íslands og Jan Mayen. Aðilar skulu skiptast á upplýsingum um aflatölur og fiskveiðiráðstafanir landanna, samræma hafrannsóknir og skiptast á upplýsingum um þróun fisk- veiða. 2- gr. Aðilar skulu setja á fót fiskveiði- nefnd. Hvor aðili skal tilnefna einn fulltrúa og einn varafulltrúa í nefndina. Fulltrúar mega leita aðstoðar ráðgjafa og sérfræðinga. Nefndin skal koma saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári og skulu fundir haldnir á vixl í löndunum tveimur. Ennfremur skal nefndin koma saman eins oft og nauðsynlegt þykir. Aðilar skulu setja á fót starfshóp fiskifræðinga i tengslum við nefndina. Starfshópurinn skal aðstoða nefndina með þvi að veita henni vísindaleg ráð varðandi starfsenú hennar. 3- gr- Nefndin skal fjalla um málefni sem upp koma varðandi framkvæmd á stjórnun fiskveiða. Skal hún leggja tillögur fyrir aðilana og veita þeim ráð um fiskveiðar á flökkustofnum á svæðinu með tilliti til leyfilegs heildar- afla slíkra stofna og skiptingar heildar- aflans, svo og ræða og samræma aðrar verndarráðstafanir. Samhljóða tillögur nefndarinnar verða bindandi eftir tvo mánuði enda hafi hvorug ríkisstjórn- anna mótmælt þeim. Aðilar mega fela nefndinni að fjalla um hvers kyns önnur málefni varðandi fiskveiðarnar. 4. gr. Þar sem loðnustofninn gengur um svæði beggja aðila, skulu þeir reyna að ná samkomulagi um ákvörðun leyfilegs hámarksafla. Ef samkomulag næst ekki, getur ísland, sem sá aðili, sem mestra hagsmuna hefur að gæta varð- andi loðnustofninn, ákveðið leyl'ilegan hámarksafla. Ef i ljós kemur að leyfilegum hámarksafla loðnu á veiðitímabilinu hefur verið breytt með tillili til þess veiðimagns, sem hlutdeild Noregs i afianum var byggð á, skal sú hlutdeild breytast til samræmis við það á sama eða næsta veiðitímabili. Ef ákvörðun þessi er talin bersýni- lega ósanngjöm getur Noregur lýst sig óbundinn af heildarafiamagninu. 5. gr. Hlutdeild Noregs i heildarafia loðnu á Jan Mayen svæðinu skal fjögur fyrstu árin, þ.á m. árið 1980, vera 15%. Skipting loðnukvóta milli Noregs og Íslands má taka til endurskoðunar i fiskveiðinefndinni i siðasta lagi í lok 4ra ára timabilsins í Ijósi þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á veiði- svæðinu og á grundvelli þeirra visinda- legu niðurstaðna, sem fyrir hendi kunna að vera um dreifingti loðnunnar um hin ýmsu svæði. Náist ekki sam- komulag, skulu rikisstjórnir beggja landanna fjalla unt stöðuna, með það markmið fyrir augum, að ná fram lausn sem tekur tillit til þeirra sjónar- ntiða, sem báðir aðilar hafa lagl til grundvallar við gerð bókunar þessarar. ó. gr. Af þeint hluta leyfilegs aflahámarks, sent fellur i hlut Íslands samkvæntl 5. gr., er islenskum fiskimönnunt veilt heintild til veiða á Jan Mayen svæðinu samsvarandi ntagn loðnu og fellur i hlut Noregs af leyfilegúm hántarksafia samkvæmt 5. gr. Að þvi er lekur til annarra flökku- stofna skal tekið sanngjarnt tillit til þess hve ísland er almennt háð fisk- veiðunt, svo og fiskveiðihagsmuna ís- lands á Jan Mayen svæðinu. Af þeim aflahlut, sent islandi er veittur nteð santningagerð við Noreg og önnur lönd, mega islendingar veiða sann- gjarnan hluta á Jan Mayen svæðinu. Aflamagn íslands á Jan Mayen svæðinu er tekið til untfjöllunar á hinunt árlegu fundunt fiskveiði- nefndarinnar. 7- gr. Hvor aðili um sig ntá úthluta til þriðja lands rétli til að veiða þann hántarksafla, sent visað er til i 5. gr. Slíkar veiðar ntá aðeins leyl'a innan lögsögu viðkontandi aðila. 8. gr. Aðilar viðurkenna að nauðsynlegt kunni að vera vegna raunhæfrar vernd- unar og skynsamlegrar nýtingar flökkustofna að ráðgast við önnur lönd og samræma fiskveiðiráðstafanir hlutaðeigandi landa, þ.á m. ákvörðun leyfilegs hámarksafla og skipting hans í samræmi við 63. gr. texta hafréttar- ráðstefnunnar og ákvæði bókunar þessarar. 9. gr. Fjallað verður um almörkun land- grunnsins á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen i framhaldsviðræðum. I þessu skyni eru aðilar ásáttir um að skipa svo fljótt, sem verða má, sátla- nefnd þriggja manna og skal hvor aðili tilnefna mann, sem er ríkisborgari þess lands. Formaður nefndarinnar er til- nefndur með samkomulagi aðilanna. Hlutverk nefndarinnar skal vera að gera tillögur um skiptingu landgrunns- svæðisins milli íslands og Jan Mayen. Við gerð slíkra tillagna skal nefndin hafa hliðsjón af hinum miklu efnahags- legu hagsmunum Islands á þessum haf- svæðum, svo og landfræðilegum, jarð- fræðilegum og öðrum sérstökum aðstæðum. Nefndin setur sér sjálf starfsreglur. Samhljóða tillögur nefndarinnar skulu lagðar fyrir rikisstjórnirnar svo fljótt, sem verða má. Aðilar miða við að tillögurnar verði lagðar frarn innan fimm mánaða frá skipun nefndarinnar. Tillögur þessar eru án skuldbind- ingar fyrir aðilana, en þeir nutnu taka sanngjarnt tillit til þeirra í frekari máls- meðfcrð. 10.gr. Þegar um er að ræða starl'semi á Iandgrunnssvæðununt milli fslands og .lan Mayen að þvi er varðar rannsóknir eða vinnslu auðlinda á landgrunninu eða i því, skuldbinda aðilarnir sig til að hafa náin santráð og náið samstarf um setningu og framkvæmd nauðsynlegra öryggisreglna til þess að konta i veg l'yrir ntengun, sent gæti stofnað lifandi auðlindunt á þessum hafsvæðunt i hættu eða haft önnur skaðleg áhril' á unthverfi sjávar. Hvor aðili unt sig skuldbindur sig til þess að leggja l'yrir hinn fastntótaðar áætlanir unt slika slarfsenti varðandi rannsóknir eða vinnslu landgrunnsauð- linda með hæfilegum fyrirvara áður en slik slarfsenti hefsl. Il.gr. Bókun þessi öðlasl ekki gildi l'yrr en aðilar hafa skipst á orðsendingum um að nauðsynlegunt stjórnskipunar- ákvæðunt hafi vcrið fullnægt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.