Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. ...— ........ ,,Elin Soffía”. verk Piikingtons falla undir mynd- skreytingu og fágaðan auglýsingastíl, samkvæmt ofangreindri skilgrein- ingu. Nú virðist hann hafa fullan hug á að reka af sér það orð og málar stór verk af miklum metnaði. Eg tel að óhætt sé að segja að hann standi nú miklum mun nær því takmarki en áður, en samt skortir herslumuninn. Sem fyrr er ekkert út á tækni hans að setja, —hún er hreint ágæt, og gætu ýmsir stórmeistarar lært ýmislegt af þeim brögðum sem beitt er í stærri myndunum. Fjarri Irfsins glaumi En hún vill taka völdm ( Gömul kona — 4 útgáfur, Fisksalinn ) og fyrir vikið verða manneskjurnar undir. Það er tæknin sem dregur að sér athygli, ekki persónurnar. 1 öðru lagi eimir enn eftir af þörfinni til að gera eitthvað „sneddí” og því hættir Pilkington til að búa til skopmyndir af því fólki sem hann fjallar um, en við það missir það að einhverju leyti samúð áhorfandans. Höfum i huga muninn á skopmynd og afskræm- ingu, — sem t.d. kemur glöggt fram i Francis Bacon. í þriðja lagi dregur ýmislegt nostur við smáatriði tiðum augað frá meginefni myndanna. En ég held að umfram allt vanti persónulegu hliðina í myndverk Pilkingtons, svo aðlaðandi sem þau oftast eru. Maður hefur á tilfinning- unni að hann standi fjarri flestu því sem hann kýs að fjalla um, sé ekki þátttakandi eða könnuður af lífi og sál. En þar sem hann málar eitthvað sem varðar hann beint kveður við annan tón, eins og i myndinni af dótturinni Elínu Soffíu. 1 því mál- verki er alvara og festa — sönnun þess að Pilkington getur gert mark- tæk myndverk. -Al. Sjálfboðaliðar við skattheimtu — Verzlunin annast skítverkin fyrir ríkisvaldið án þess að mögla Það hefur löngum verið ljóst að 'þegar kommar fara með stjórn á íslandi þýðir það versnandi lífskjör fyrir almenning og skiptir þá ekki máli hvort kommarnir koma úr Alþýðubandalaginu eða Sjálfstæðis- flokknum. Þó bendir allt til þess að sjálfstæðiskommarnir séu jafnvel verri en sá tornæmi söfnuður sem opinberlega berst fyrir hagsmunum þar sem viljaleysi er glæpur en hins- vegar getur enginn gert neitt við heimsku. Aldrei áður hefur skattpíning náð því marki sem nú er og aldrei hefur stærri hluti þjóðartekna farið til reksturs ríkisins og til félagslegra framkvæmda sem byggjast jöfnum höndum á raunverulegum þörfum og ímynduðum. Hingað til hefur hugsandi fólk látið sér nægja að vorkenna þeim uppskafningum sem dúlla á Alþingi sjálfum sér til skemmtunar en nú virðist draga óðum að því að þing- menn þori ekki út úr húsi enda er víða beðið með óþreyju eftir því að þeir standi fyrir máli sínu úti í kjördæmunum. Jafnvel slyngustu kjaftöskunum óar við að mæta kjós- endum og kalla þingmenn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Verzlunin hefur brugðizt neytendum Með hjálp verzlunarinnar í landinu hefur ríkisstjórnum, hverri af ann- arri tekizt að læða söluskatthækk- unum yfir á ísl. neytendur og hefur sú samvinna gengið svo snurðulaust fyrir sig að nú mun vera leit að jafn háum söluskatti og tiðkast hérlendis. Verzlunin hefur tekið að sér að fela söluskattinn í vöruverðinu og hefur þannig orðið að einu virkasta hand- bendi ríkisstjórna við að auka skatt- píningu í landinu. Hér á Iandi tíðkast það að verð- merkja vörur þannig að söluskattur er innifalinn. Vara sem kostar 426 þúsund er sögð kosta 526 þúsund og þess jafnvel hvergi getið á nótu að af þessum 526 þúsundum er 100 þúsund krónur söluskattur, — skattpíning gírugs rikisvalds sem skákar í því skjólinu að neytandinn taki ekki eftir henni. í Bandaríkjunum jru skattar lágir, þ.m.t. söluskattur sem þó er mismun -andi á milli rikja. Þar i landi annast verzlunin það hlutverk að upplýsa neytendur hverju sinni um þann skerf sem ríkið tekur af neyzlu þeirra. Þar er söluverði og söluskatti haldið aðskildum og verðmerking þannig úr garði gerð að kaupandinn sér hve mikið varan kostar og hve mikill söluskattur er á hana lagður. Hér tíðkast það aftur á móti að merkja vörur þannig að á þeim stendur ekkert annað en upphæð, en inni í þeirri upphæð er 23,5% söluskattur. Neytandinn hefur ekki fyrir framan sig rányrkju ríkisins í krónum talið og því enga tilfinningu fyrir henni. í einstaka tilfellum er þess getið á verð- miða að þetta sé verð með söluskatti. Tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að vörur séu verðmerktar og auglýstar þannig að kaupandi geti sjálfur séð hve mikið varan kostar hve há upphæð sé söluskattur og hvað þurfi að greiða fyrir vöruna. Það er heldur ekkert tæknilegt vandamál að gera upp sölu, t.d. í kjörbúðum, eftir þannig verðmerk- ingu, það er þegar gert víða erlendis. En slík verðmerking kostar að sjálf- sögðu einhverja viðbótarvinnu en um leið er það augljóst mál að verzlunin verður að gera það upp við sig i hvers þágu hún vinnur: Er hún á mála hjá ríkisvaldinu við að fela skattpíningu þess í vöruverðinu eða er hún i þjónustu neytenda—kjósenda sem þurfa á upplýsingum að halda til þess að geta staðið gegn þessu lúalega laumuspili? Verzlunin og neytendur snúi bökum saman Það er staðreynd að verzlunin stendur höllum fæti. Henni er t.d. skömmtuð svo naum álagning að ekkert svigrúm er til þess að auglýsa margar vörur og þannig er sjálfsögð upplýsingaþjónusta höfð af neyt- endum í landinu. Sömu sögu er að segja um ýmsa þjónustu sem þykir sjálfsögð í nágrannalöndum þjónustu sem íslenzkir ne^-iidur væru reiðubúnir að greiða fyrir og kæmi þeim vel, hún er útilokuð vegna þröngsýni þeirra nátttrölla sem ganga undir nafninu verðlagsyfirvöld og bera höfuðábyrgðina á því að vöruverð er nú hærra á íslandi en víðast hvar annars staðar. Verzluninni er nauðsynlegt að fá stuðning frá neytendum eigi hún að fá sín mál leiðrétt þannig að hún geti staðið undir nafni sem þjónustu- iðnaður. Það er mun líklegra til árangurs fyrir verzlunina að leila lii neytenda eftir stuðningi heldur en að vera sífellt að auglýsa vanmátt sinn i samningum við steinrunnið Báknið á sama tima og hún hefur tekið að sér það hlutverk að slá ryki i augu neytenda þannig að ríkisvaldið geti óáreitt sótt peninga í vasa neytandans með söluskattsokri — í trausti þess að verzlunin feli það í vöruverðinu. En það er ekki einungis sölu- skatturinn sem speglar þá ógnar skattheimtu sem heldur niðri lifskjör- um í landinu. Nú er svo komið að þegar fluttar eru inn vörur sem ekki er greiddur nema 35% tollur af og siðan 24% vörugjald af innkaups- verði og tollum, þá hirðir ríkið í aðflutningsgjöldum og söluskatti um 16% meira en erlendi framleiðandinn fær fyrir að búa vöruna til. Fólk getur svo ímyndað sér hvernig dæmið litur út þegar flutt eru inn heimilis- tæki, þar sem tollurinn er 90—100%. Er Rafha hættir að f ramleiða eldavélar? Allar götur síðan aðildin að EFTA/EBE varð virk í áföngum hefur það verið deginum ljósara að neytendur og íslenzkur iðnaður hafa átt sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart óptrúttnu ríkisvaldi. Þetta er örugglega einsdæmi meðal þjóða í V-Evrópu, enda trúðu fulltrúar EFTA ekki talsmönnum iðnaðarins á sinum tíma þegar þeir voru að reyna að skýra afstöðu íslenzka ríkisins til iðnaðarins, — EFTA full- trúunum fannst algjörlega fráleitt að Kjallarinn Leó M. Jónsson ríkisstjórn gætti ekki hagsmuna síns eigin iðnaðar gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. En á íslandi er rikinu nákvæmlega sama hverrar þjóðar iðnaður á í hlut, — aðal- atriðið er að sá stofn sem gjöld þess leggjast á sé nógu hár. í EFTA samningunum er kveðið á um að ekki skuli greiða toll af innfluttum iðnaðarvörum séu sambærilegar vörur framleiddar i landinu. Á þennan hátt er samkeppnisstaða erlendu keppinautanna að nokkru tryggð og þeirra innlendu á einhvern hátt i mynd „fjarlægðarverndar”. Ástæðan fyrir því að eldavélar kosta ekki nema rétt liðlega 400 þúsund er ákvæðið um niðurfellingu tolla og það er eitt íslenzkt iðnfyrirtæki. Rafha í Hafnarfirði, sem tryggir neytendum þetta lága verð a svo nauðsynlegum heimilistækjum, og þetta gerir Rafha með því að fram- leiða eldavélar. Hætti Rafha fram- leiðslu á eldavélum getur ríkið umsvifalaust nýtt sér ákvæði EFTA- samningsins og hækkað tolla á elda- vélum í 90—100% sem þýddi að neytandinn yrði að greiða meira en helmingi hærra verð fyrir vöruna. Ég er ekki í minnsta vafa um að það verður fyrsta verkið í fjármálaráðu- neytinu að hækka þessa tolla hætti Rafha að framleiða eldavélar. Þetta dæmi sýnir það svart á hvítu að hagsmunir neytenda og iðnaðarins fara saman — dæmið sýnir einnig í hnotskurn, hversvegna stjórnmála- menn, sem lifa á skattheimtunni í öllum myndum, hvorki geta né vilja, taka til hendinni í málefnum iðnaðar- ins í landinu. I.eó M. Jónsson tæknifræðingur. nefndar (júlí 1979) er gerð grein fyrir launatengdum gjöldum. Listinn er langur, en skal látinn fljóta með til fróðleiks. Launatengd gjöld eru þessi: Veikindagreiðslur, slysagreiðsl- ur, fæðingarstyrkur kvenna, orlof, sjúkrasjóður, orlofsheimilasjóður, lífeyrissjóður, slysatrygging I, slysa- trygging II, atvinnuleysistrygginga- sjóður, lífeyristrygging, launa- skattur, félagsgjald atvinnurekenda, Iðnlánasjóðsgjald og aðstöðugjald. Samtals eru þetta þvi 17 gjöld og skattar. Flest launatengdu gjöldin eru þannig til komin, að launþegar láta sér nægja minni launahækkanir en kaupkröfurnar segja til um gegn því, að stjórnvöld beiti sér fyrir félags- legum aðgerðum. Þannig eru, oftast með lagaboði, lögð alls kyns gjöld og skattar á atvinnurekendur auk launa- hækkana, sem fjármagna eiga hina ýmsu félagsmálapakka. Eftir því sem stærri hluti launa- kostnaðar fer í slíka skatta og gjöld til hins opinbera, verður minna svig- rúm til beinna launahækkana. Margir hljóta þvi að velta fyrir sér spurningunni um þann beina hag, sem launþegar almennt hafa af hinum margvíslegu félagsmálapökk- um, sem ríkisstjórnin leggur í sívax- andi mæli á fyrirtæki í stað launa- hækkana. Ætla má, að þorra launþega séu alls ekki ijós öll þau gjöld, sem tengd eru launum þeirra og kaupgreið- andinn þarf að inna af hendi. A.m.k. fer lítið fyrir þessum þætti, þegar talað er um kaup, kjör eða kaupmátt. Það er því full ástæða til að hvetja launagreiðendur til að sýna allan launakostnaðinn á launaseðlinum. Ætti slíkt að vera auðvelt mál, þegar bókhald er fært í skýrsluvélum. Beinir og óbeinir skattar Hér á landi eru beinir skattar tiltölulega lítill hluti skatttekna rikis- sjóðs. Síðastliðið ár lætur nærri, að þeir hafi verið um 22% skatttekna. Óbeinir skattar eru þannig tæp 80% allra skatttekna og hefur hlutdeild þeirra farið sívaxandi hin síðari ár. Má að sumu leyti telja þetta eðlilega þróun miðað við að beinir skattar eru eftirágreiddir og brenna þvi upp í verðbólgubálinu, gagnstætt því sem óbeinu skattarnir fylgja verðbólg- unni. í dæminu, sem myndin sýnir, eru forsendur almenns eðlis. Gert er ráð fyrir fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað hjóna er fyrirvinna heimilisins. Tekjur síðastliðins árs voru 5.400.000. Tekjur fjölskyld- unnar eru notaðar til almennra neyzlu og óbeinir skattar miðaðir við það. Útkoman verður sú, að af 10 A „Útkoman verður sú, að af 10 milljóna króna verðmætasköpun standa 45% eftir, þegar hið opinbera hefur fengið sitt.” HVAÐ VERÐUR UM LAUNIN ÞÍN? Heildarlauna- kostnaöur fyrirtækis vegna starfs- manns á árinu 1980 10 000 000 kr Launatengd gjöld 2 300 000 kr Arslaun 7 700.000 kr. Stéttarfélagsgj liteyrissjóöur og beinir skattar v/ tekna1979 1.000.000 kr. Óbeinir skattar 2 2 00 000 kr. Éftirstöövar til skatt- frjálsrar einkaneyzlu 4.500.000 kr. Um leið og þú færð launin þín greidd, þarf launagreiðandi þinn að standa skil á ýmsum launatengdum gjöldum, svo sem trygginga- gjöldum. launaskatti og sínu framlagi til jifeyrissjóðs þíns. Af laununum þarft þú að greiða til stéttarfélags þíns, í lífeyrissjóð og greiða skattana af tekjum s.l. árs. Þegar þú getur loks ráðstafað tekjum þínum til kaupa á vöru og þjónustu þarft þú enn að greiða fjölda óbeinna skatta svo sem aðflutningsgjöld, söluskatt, skemmt- anaskatt og þannig mætti lengi telja. Þegar allt er talið standa ein- ungis 4.500.000 kr eftir af 10.000.000 króna verömætasköpun til skattfrjálsrar ráðstöfunar í einkaneyzlu, eða 45%, aðrir taka 55% millj. króna verðmætasköpun standa 45% eftir, þegar hið opinbera hefur fengið sitt. Eins og áður sagði er í dæminu hér að framan miðað við meðaltalsút- komu. Skattlagning er mjög mis- munandi eftir tekjum, eða neyzlu og útkoman úr sérgreindum dæmum þvi mismunandi. Utkoman verður t.d. sláandi í eftirfarandi dæmi: Fjölskyldan hér að framan aflar sér viðbótartekna sem nægja til kaupa á bíl sem kostar 4.5 millj.: Verðmætasköpun 7.900.000 — Launat.gjöld 1.400.000 Útborguðlaun 6.500.000 Beinir skattar 2.000.00 Söluverð bifreiðar 4.500.000 Óbeinir skattar 2.600.000 Söluverð án opinb. gjalda 1.900.000 Hér ráðstafar hið opinbera 76%, aðrir fá 24%. Lokaorð Nú er svo komið, að 45% þjóðar- tekna íslendinga fara i skatta og gjöld til ríkis og sveitarfélaga. Auk þess stjórnar hið opinbera neyzlu landsmanna að meira eða minna leyti með því að skattleggja sumar vörur úr hófi, en leggja ekki skatt á aðrar. Tími er til kominn að staldra við og endurskoða þessa útþenslustefnu. Skattheimta sem þessi leiðir til aftur- farar í atvinnulifinu og dregur úr sjálfsbjargarhvöt almennings, og má telja, að þegar sé farið að bera á slíku. Ef ekki á að hljótast illt af, verður að snúa við af þessari skatt- heimtubraut og skapa aukið svigrúm fyrir þjóðina til að bæta lífskjör sín. Einnig þarf að auka frelsi almennings til að ráðstafa tekjum sínum á þann \eg, sem kemur honum bezt. Slíkt 'erður ekki gert nema dregið verði úr skattheimtu og þ.eirci alhliða ríkisfor- siá, sem nú fer stöðugt vaxandi. Bjarni Snæbjnrn Jónsson hagfræðinpur Verzlunarráðs Islands

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.