Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. MAl 1980. 9 Svíþjóð: Samiöíalls-- herjarverkfalli —atvinnurekendur höf nuðu sáttatilboði í gær, en endur- skoðuðu afstöðu sfna og gengu að 6,8% launahækkun Nærri ein milljón sænskra launþega snýr í dag aftur til vinnu sinnar eftir að allsherjarverkfall hefur staðið þar í rúma viku. Er þetta mesta launadeila i sögu Sviþjóðar. t>ó svo vinna hefjist aftur í dag er langt í land með að öll hjól at- vinnulífsins snúist eðlilega og talið er að nokkrar vikur muni liöa þar til allt verður orðið eðlilegt á nýjan leik. í gær hafnaði sænska at- vinnurekendasambandið tillögum sáttanefndar, sem gerðu ráð fyrir 6,8% launahækkunum. Sögðu tals- menn sambandsins að svo mikil hækkun mundi auka verðbólgu í landinu og valda skaða bæði á út- flutningsverzluninni og efnahag Svíþjóðar í heild. Að tilmælum rikisstjórnar Thorbjörns Fálldins forsætisráðherra minnihlutastjórnar borgara- flokkanna endurskoðuðu at- vinnurekendur afstöðu sína. Var siðan tilkynnt i gærkvöldi að at- vinnurekendur hefur fallizt á sátta- tillöguna. Þó drógu þeir ekkert úr gagnrýni sinni á hana. Áður höfðu launþegar samþykkt tillögurnar. Kom höfnun at- vinnurekenda nokkuð á óvart. Eins og áður sagði er þarna um að ræða 6,8% launahækkun. Gildir það hjá einkafyrirtækjum. Launahækkun hjá ríkisstarfsmönnum nemur 7,3% Tuttugu og sex þúsund þeirra hafa verið í verkfalli siðan 25. síðasta mánaðar. í gærkvöldi hófust strax aftur sjónvarpssendingar á efni öðru en fréttum. Flugvellir í Svíþjóð opnuðu aftur. Neðanjarðarbrautin í Stokkhólmi var opnuð aftur í morgun. Sjúkrahús fá nú tækifæri til að losna við fjallháa stafla af óhreinum þvotti auk þess sem ýmiss konar aðgerðir sem slegið var á frest meðan á vinnudeildunni stóð hefjast nú aftur. Er taliö að það geti dregizt langt fram á sumar að ná endum saman í þeim efnum. Ekki er talið vist að takast muni að koma í veg fyrir olíuskort i Svíþjóð. Talið er að það muni taka nokkra daga að koma olíuvinnslu í hinum fjórum oliuhreinsunar- stöðvum Svíþjóðar aftur ‘ i fullan gang. Einnig er óvíst nema hafnar- verkamenn muni fljótlega hefja aftur vinnustöðvun og valda með því áframhaldandi ruglingi í atvinnulífi Svíþjóðar. Ráða þeir miklu um vinnu í höfnum landsins þó svo að þeir séu aðeins tvö þúsund og fimm hundruð að tölu. Atvinnurekendur i Sviþjóð endurskoðuðu afstöðu sina til sáttatiliögunnar að ósk Thorbjörns Fálldin forsætisráðherra. Fundarboð Aðalfundur Fjárfestingarfélags íslands árið 1980 verður haldinn á Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð, þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 17. Dagskrá: 1. Vcnjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting samþykkta félagsins i samræmi við nýju hlutafélagalögin. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjár- festingarfélagsins að Grensásvegi 13, Reykjavík, fimm síðustu virka daga fyrir fundardag. AUGLÝSING UM ÁBURÐARVERÐ1980 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðar- tegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1980: Við skipshlið á ýmsum höfnum Afgreitt á bila umhverfis land íGufunesi Kjarni 33%N Kr.. ..108.800 Kr.. . .111.000 Magni 1 26%N Kr.. .. 89.500 Kr. . .. 91.700 Magni 2 20% N Kr.. .. 77.700 Kr.. .. 79.900 Græðir 1 14—18—18 Kr.. .. 132.700 Kr.. ..134.900 Gæðirlal2—19—19 Kr.. ..130.400 Kr.. ..132.600 Gæðir2 23—11—11 Kr.. ..123.700 Kr.. ..125.900 Gæðir3 20—14—14 Kr.. ..125.800 Kr.. .. 128.000 Græðir 4 23—14—9 Kr.. .. 129.200 Kr.. .. 131.400 Græðir4 23—14—9+2 Kr.. ..132.700 Kr.. .. 134.900 Græöir 5 17-17-17 Kr.. .. 127.900 Kr.. .. 130.100 Græðir6 20—10—10+14 Kr.. ..121.600 Kr.. ..123.800 Græðir7 20—12—8 + 14 Kr.. .. 124.200 Kr.. .. 126.400 N.P. 26-14 Kr.., ..127.300 Kr.. .. 129.500 N.P. Kr.., .. 142.800 Kr.. .. 145.000 Þrífosfat 45% P20g Kr.. ..111.000 Kr.. ..113.200 Þrifosfat 42,7% P205 Kr... .. 105.300 Kr.. .. 107.500 Kaliklorid 60% K20 Kr.., .. 76.900 Kr.. .. 79.100 Kalísulfat 50% K20 Kr... .. 95.200 Kr. . .. 97.400 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofan- greindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskip- unar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið í ofan- greindu verði fyrir áburð sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Þarna er Maxie Anderson i miðið á blaðamannafundi er hann hélt ásamt félögum sínum í París eftir að hafa farið yfir Atlantshafið i loftbelg i ágúst árið 1978. ÞURSAFLOKKURINN HLJÓMLEIKAR í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Mánudaginn 19. maí kl. 21.00 Forsala aðgöngumiða í Fálkanum, Laugavegi 24

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.