Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 12 Ný viðhorf í áfengismálum: Eldrí baráttuaðferðir hafa nú gengið sér tilhúðar —segir norski yf irlæknirinn Hans Olav Fekjær —Megináherzlan er nú lögðá að draga úr útbreiðslu áfengis —Vandinn liggur í áfenginu sjálfu en ekki ífélagslegum vandamálum „Gamlar baráttuaðferðir hafa gengið sér til húöar og fólk hefur í stórum hópum skipt um skoðun. Það á ekki sízt við um þær stofnanir sem siðastliðið eitt og hálft ár hafa unnið úr þeim upplýsingum, sem liggja fyrir eftir rannsóknir í fjölmörgum löndum,” segir Hans Olav Fekjær, yfirlæknir í grein um ný viðhorf í á- fengismálum, sem birtist í norska ritinu Tidsskrift om edruskapsspörs- mál fyrir skömmu Þetta á meðal annars við um Heil- brigöisstofnun Sameinuöu þjóðanna, Alþjóölegu heilbrigðismála- stofnunina og Áfengisráð Efnahags- bandalagsins, segir Fekjær. Niður- stöður þessara og fleiri slíkra stofnana hafa í grófum dráttum verið á þessa leiö að þvi er Fekjær segir: Alkóhólismi er aðeins lítill hluti af vandamálum áfengisneyzlunnar. Vandamálin fara vaxandi, en þau má minnka. Ekki með meðferö stórneyt- enda eða meö hvatningu til hófsemi, heldur með því aö draga eins og pólitískt er hægt úr útbreiðslu á- fengis. Orsök áfengisvandamála er nefnilega sjálf tilvist áfengis, en ekki. persónuleg vandamál eða tauga- veiklaður nútími. Svipaða sögu er að segja frá Svíþjóð. Síðastliðið haust var kosin nefnd i Stokkhólmi er gera skyldi tillögur um stefnu í áfengismálum. Hún birti álitsgerð 15. nóvember sl. sem kom ýmsum á óvart. Höfð voru uppi orð um að álitsgerðin væri „ósænsk”. Þar er hvorki — svo sem oft áður í þessu sambandi — lagt út af erfiöum félagslegum aðstæðum eða illum kjörum, sem bætá verði úr, né heldur gert ráö fyrir að ákveðinn hluti þjóðarinnar hljóti að verða vimuefnum að bráð og þeim verði að hjálpa af hálfu heilbrigðisþjónustu og tryggingakerfis eftir að svo er fyrir þeim komiö. Nú er tekið mið af niöurstöðum alþjóölegra rannsókna: Ekki verður komið í veg fyrir alkóhólisma með eftirmeðferð einni; tjón af áfengis- neyzlu ræðst af heildarmagni áfengis, sem neytt er í samfélaginu. Lagt er til m.a. að áfengisútsölum verði lokað á laugardögum. Krafizt er, að hætt verði sölu tollfrjáls á- fengis og að áfengi verði hækkaö verulega. Þá hefur sænska ríkisstjómin lagt til að hafin skuli herferð á breiðum grunni gegn afhendingu áfengra drykkja til ungmenna. Ástæðan til þessarar ákvörðunar er sú niðurstaöa vísindamanna að áfengisneyzla ung- menna hafiaukizt. í álitsgerð norskra aðstoðar- ráðherra um áfengismál á síöasta ári er bent á 32 leiðir til úrbóta. f aöalat- riöum fjalla tillögurnar um a) að gera mönnum erfitt um vik að komast yfir áfengi, b) að minnka heild- arneyzluna, c) að draga úr tjóni er áfengisnotkun fylgir. Talsmenn hinna nýju viðhorfa segja, að um tíma hafi verið hallazt að auknu frjálsræði í áfengismálum og dregið úr hömlum. Það hafi orðið til þess að áfengis var neytt við æ fleiri tækifæri. Mál sé að venda. Þá muni færri bætast í hóp þeirra er tjón bíða af áfengisneyzlu og möguleikar þeirra er þegar hafa orðið áfengi að bráð til hamingjuríks lifs muni aukast. -GAJ. Áfengisstefnan röng síðastliðin 60 ár — segir Páll V. Daníelsson, formaður Landssamtakanna gegn áfengisbölinu ,,Nú eru komnar fram haldbærar vísindalegar rannsóknir sem sýna að áfengisstefnan hér á landi hefur verið röng síðastliðin 60 ár,” sagði Páll V. Daníelsson, formaöur Lands- samt&kanná gegn áfengisbölinu 1 i samtali við Dagblaðiö. „Allt sem gert hefur verið í þessum málum hér á landi frá 1917 hefur veriö fólgið í því að rýmka um þessa hluti. 1917 kom lækna- brennivínið svonefnda, 1922 komu spánarvínin, sterku vínin komu 1934 eða 1935. Vínveitingahúsin komu 1954, en lengst af var það svo, að aðeins mátti opna vínveitingahús þar sem áfengisútsala var fyrir. Þvi var aflétt einhvern tíma á milli 1960 og 1970. Loks var á síðasta ári lengdur afgreiðslutimi vinveitingahúsa. Þetta hefur verið stefnan í rúm 60 ár. Við höfum varað við þessu því að fræðslumál virðast ekki hafa Páll V. Danielsson: Áfengisneyzlan kostar þjóðfélagið árlega 50—80 milljarða. dugað. Það sem núna hefur gerzt, er að vísindalegar rannsóknir hafa leitt til niðurstöðu, sem rennir stoðum undir réttmæti baráttunnar gegn auknu frelsi i meðferð áfengis. Áfengi er ekki öðruvísi en önnur söluvara að því leyti, að eftir því sem skapast meiri möguleikar að ná í það þá náttúrlega selst meira. Hin almennu sölulögmál gilda. Sú stefna sem nú þarf að taka upp er í anda þess sem Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til þ.e. að beina öllum tiltækum hömlum gagnvart áfenginu, eins og t.d. fækkun útsölustaða, styttingu opnunartíma vínveitingahúsa, háu verðlagi o.s.frv. Ég hef slegið því fram, að áfengis- neyzlan kostaði þjóðfélagið árlega 50—80 milljarða,” sagði Páll og bætti því við að hann teldi þá tölu sizt ofmetna. -GAJ. EGERA M0TI AUKNUM BÖNNUM r r — segir Pjetur Þ. Maack, starfsmaður SAA „Það getur vel verið að þetta séu ný viðhorf hjá þeim. Við höfum bara ekkert til hinna Norðurlandanna að sækja. Það hefur stundum verið sagt að við séum 10—15 árum á eftir Bandaríkjamönnum í baráttunni við áfengismálin en þá erum við líka 25 árum á undan hinum Norður- löndunum,” sagði Pjetur Þ. Maack, guðfræðingur og starfs- maður SÁÁ, er Dagblaðið innti hann álits á hinum „nýju viðhorfum”. „Það sem SÁÁ hefur lengst af gréint á við fræðimenn í faginu er að við lítum á alkóhólismann sem orsök en ekki afleiöingu. Þegar menn segj- ast drekka vegna þess aö þeir hafi Pjetur Þ. Maack: Hafna þvi alfarið að fólk leiðist út i drykkju vcgna félags- legra vanriamála. ekki vinnu þá er það einfaldlega lygi. Þeir hafaekki vinnu vegna þess að þeir drekka. Ég hafna þvi alfarið að fólk leiðist út i drykkju vegna félagslegra vanda- mála. Drykkja hefur aldrei bætt félagslega stöðu nokkurs manns. Það getur vel verið að þetta sé nú að ljúkast upp fyrir þeim á Norðurlöndunum núna, en fyrir okkur er þetta ekkert nýtt,” sagði Pjetur. Hann sagðist vera mjög á móti auknum bönnum á sviði áfengismála. „Ég held að við ættum að halda okkur við þá reglugerð sem við höfum. AUar breytingar eru að mínu mati slæmar hvort sem þær eru í átt til aukinna hafta eða aukins frjáls- ræðis. Það fólk sem vinnur að þessum málum er að glíma við nokkuð þekkta stærð,” sagði Pjetur og bætti því við að það sem væri bannað hefði alltaf tilhneigingu til að verka spennandi ekki sízt á unglinga. Þó kvaðsf hann ekki vilja leggja til að áfengi yrði gefið algjörlega frjálst. „Staðreyndin liggur á borðinu. A.m.k. einn af hverjum tíu missir stjórn á sinni drykkju,”sagði Pjetur. ' Aðspurður sagðist hann telja fræðslu vænlegasta til árangurs þó hún væri ekki það eina rétta. „I fræðslunni upplifa unglingarnir að hin fagra mynd sem þau hafa gert sér af á- fengisneyzlunni stenzt ekki.” -GAJ. Áfengisneyzlan leiðirtil lífefnafræðilegra breytinga á líkamanum — segir Brynleifur H. Steingrímsson héraðslæknir „Með aukinni faraldsfræðilegri þekkingu á eðli áfengisneyzlunnar, þ.e. á sambandinu á milli þess magns sem þjóð eða hópur fólks neytir af á- fengi og heilsufarsáhrifum þess, hefur það komið æ skýrar í ljós að stór hluti áfengisneytenda eða allt að 10% verða ávanamyndaðir sjúkling- ar af neyzlunni, þ.e. hafa líkamleg einkenni um alkólhólisma,” sagði Brynleifur H. Steingrímsson, héraðs- læknir á Selfossi, er DB bað hann að útlista frá læknisfræðilegu sjónar- miði hin nýju viðhorf í áfengis- málum. „Hér er um augljóst samband neyzlumagns á áfengi og sjúkdóms að ræða þó að næmi einstaklinga sé mjög mismunandi. TEK MALIÐ UPP A NÆSTA ÞINGI — segir Helgi Seljan alþingismaður „Ég hef einu sinni verið aðili að tillögu um að hætta þessu. Meðflutningsmenn mínir voru'Karvel Pálmason og Vilhjálmur Hjfálmars- son. Ef ekki væri komið svona ná- lægt þinglokum núna þá hefðum við hiklaust flutt tillögu hér um,” sagði Helgi Seljan alþingismaður er Dag- blaðiðspurði hann hvort hann væri þeirrar skoöunar, að hætta ætti notkun áfengis í opinberum veizlum. í umræöum á Alþingi í vikunni kom fram að ráöuneytin nota að meöaltali 35 flöskur af áfengi á dag í veizlum sinum. „Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál veröi tekið upp í byrjun næsta þings. Áður ætla ég að kanna hvers vegna Svíar hættu að vera með sterkt vín í opinberum veizlum.” Helgi sagðist álíta að þingmenn úr öllum flokkum mundu flytja mál þessa efnis. Aðspurður sagði hann það rétt að stjórnmálamenn hér á landi virtust áhugalitlir um áfengis- mál og ekki væri nein fastmótuð stefna í áfengismálum. Helgi Seljan: Engin fastmótuð stefna I áfengismálum. „Alþingi kýs þó aðila sem á að vera ráðgefandi ríkisstjórn og Alþingi í áfengismálum, þ.e. á- fengisvarnaráð. Þetta ráð vinnur mikið og kannar alveg sérstaklega á- standið í öðrum löndum. Margt er til þessa ráðs að leita. Hins vegar er það yfirleitt ekki gert. Stjórnvöld spyrja ráðiðekki um neitt. Eðlilegast væri auðvitað að Alþingi og ríkisstjórn fælu áfengis- varnaráði að gera frumtillögur í stefnumótun varðandi áfengismál og bættu þar inn í aðilum frá hinni pólitisku hlið og ekki síður aðilum úr heilbrigðiskerfinu,” sagði Helgi Seljanaðlokum. -GAJ- Læknisfræðilega er því alkóhólisminn sérstakur sjúkdómur þegar áfengisneyzlan hefur orsakað ávanamyndun í líkamanum. Sú á- fengisneyzla sem á orsakir i öðru en ávanamyndun getur verið félagsleg eða geðræn. Hið nýja viðhorf er því, að á- fengisneyzlan leiði til lífefna- fræðilegra breytinga í líkamanum og því meiri breytinga sem neyzlan verður meiri. Til þess að forðast þessar breytingar.þ.e. ávanamyndunina meðal fólks, ber að vinna gegn á- fengisnotkun í þjóðfélaginu. Þeim mun sjaldnar sem áfengi er haft um hönd þeim mun minni likur á áfengis- sýkingu. Aukin dreifing áfengis cr þvi aðal- bölvaldurínn í áfengismálum i faraldsfræðilegum og þjóðfélags- legum skilning. Þvi leggur WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunin) til að þjóðfélögin hamli gegn dreifingu á ethyl-alcoholi,” sagði Brynleifur að lokum. -GAJ. Brvnleifur H. Steingrímsson: Sú áfengisnevzla sem á orsakir i öðru cn ávanamyndun getur verið fólat;slcR eða geðræn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.