Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 35
.35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ1980.
(i
Útvarp
Sjónvarp
i
TÆKNI0G VISINDI - útvarp kl. 22,35:
Ortölvan stytt-
ir vinnutímann
Ég ætla í kjölfar þessara örtölvu-
þátta i sjónvarpinu að ræða mögu-
leika örtölvunnar erlendis og hvernig
viðhorfið er hér heima. Bæði i hve
ríkum mæli við getum notað þær og í
hvaða greinum atvinnulífsins og
annarri starfsemi,” sagði Páll Theo-
dórsson eðlisfræðingur, sem talar um
mikilvægi örtölvunnar í islenzku at-
vinnuiífi i kvöld.
Páll Theódórsson eðlisfræðingur er hér með örtölvustjrt skráningartæki. Tækið
mælir eða telur lotubundið og geymir niðurstöðuna i minniseiningu tækisins
Mæligildin má siðan flytja beint yfir f tölvu til úrvinnslu. Tækið er notað m.a. til
að telja bilaumferð á vegum landsins, t.d. fjölda bfla hverjar 3 klst., vatnsrennsli I
ám, fjölda simtala o.fl. Tækið er hannað á Raunvísindastofnun og smiðað á tækni-
vinnustofu öryrkjabandalags Íslands. DB-mynd: Bj.Bj.
Hann sagði einnig að hann myndi
ræða að hve miklu leyti við gætum
sjálfir átt beinan þátt í að hanna
tölvur og smíða. I öllum nágranna-
löndum okkar hefur ríkisvaldið
sterkt frumkvæði til þess að örva
þessa þróun.
Páll kvaðst hafa þá skoðun að
þessi tækni byði okkur upp á umtals-
verða möguleika í rafeindatækni
fram yfir það sem áður hefði verið.
Tækjasmíöi yrði töluvert auðveldari.
T.d. yrði tæknin þannig að eftir
svo sem 5 ár væri fréttaritari með
örtölvutæki í lítilli tösku ástærð við
ferðaritvél. Þegar frétaritarinn hefur
komið frétt sinni á skerminn og hefur
hana beint fyrir framan sig getur
hann tekið út setningar eða orð og
skotið inn nýju. Síðan hringir hann
beint í prentsmiðjuna og þar fer hún
á skerm. Svona tæki er komið á
markaðinn, að vísu dálitið stærra.
Það var fyrst notað í heimsmeistara-
keppni í fótbolta í Argentínu árið
1978. Fréttaritarinn þurfti þá ekki
annað en hringja heim og eftir eina
minútu var fréttin komin i aðra
heimsálfu.
Saumavélar eru þegar komnar á
markaðinn. í stað 2 þús. hluta sem
hreyfast hefur hún kannski 30—40
hiuti. í henni er miklu meira úrval
mynztra og ef eitthvað nýtt kemur
upp er hægt að skipta aðeins um einn
kubb.
Eftir 5 ár eigum við von á þvotta-
vél á markaðinn sem hefur miklu
fjölbreytilegra þvottaforrit en nú er.
Rafmagnsritvél kemur eftir ár eða
svo örtölvustýrð. í stað 2 þús. hluta i
venjulegri vél verða aðeins 15. í vél-
inni verður hlutur sem líkist kúlu-
penna. Hann skrifar. Það verður
ekki slegið á hana og það heyrist afar
lítið í henni. í henni veröur úrval for-
rita. Hægt að hafa alis konar stærð
af stöfum, grískt letur, stærðfræði-
!tákn og fleiri sértákn.
„Það að maður losnar við að
reikna á blaði og er aðeins með smá-
tól i vasanum léttir vitaniega UFið.
Vinnudagurinn í frystihúsunum ætti
að styttast og við gætum farið að
vinna 40 tíma vinnuviku.
Við getum gert ýmsilegt eftir 5 ár
og stóra hluti strax eftir 10 ár,”
sagði Páll.
BÆRINN 0KKAR—sjónvarp kl 21,15 í kvöld:
MEYJARBRAGÐIÐ
„Myndin er í léttum dúr,” sagði
Dóra Hafsteinsdóttir, þýðandi mynd-
arinnar Meyjarbragðið. Myndin er
brezk og er úr myndaflokknum
Bærinn okkar.
Eitilharður piparsveinn er búinn
að búa hjá systur sinni og manni
hennar í mörg herrans ár. Þá gerist
það að hann erfir hús og fer að kaupa
inn í það dýrindis húsgögn o. fl. Hins
vegar gengur það verr hjá honum að
ná sér í kvonfang og satt að segja eru
systirin og mágurinn alveg
vonar að það megi takast.
En hver veit? Kannski
eitthvað úr.
úrkuia
rætist
-EVI.
UM
HELGINA
BARNAÞRÆLKUN
Ef til vill hefur bezti hluti helgar-
dagskrár sjónvarpsins veriö á
föstudagskvöldið en þá vannst mér
ekki tími til að horfa á sjónvarpið þar
sem ég var að vinna aö skoðana-
könnun um fylgi forsetaframbjóð-
enda. Ekki er að efa, að niðurstöður
þeirrar könnunar verða frétt dagsins
idag.
Á laugardag gafst mér hins vegar
tækifæri til að setjast við sjónvarpið
og varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
Mestu um það réö ítalska kvik-
myndin Faðir minn og húsbóndi. Hér
var um að ræða frábærlega vel gerða
kvikmynd, enda mun hún hafa hlotið
fyrstu verðlaun kvikmyndahá-
tiðarinnar í Cannes.
Barnaþrælkunin sem myndin lýsti
ætti ekki að koma íslendingum
spánskt fyrir sjónir. A.m.k. er víst
um það að fjölmargir núlifandi
íslendingar hafa sem ungiingar og
börn mátt sitja yfir fénu daginn út og
inn eins og Gavino Ledda í itölsku
kvikmyndinni. Þessi kvikmynd var
regluglega góð tilbreyting frá þeim
ensku og bandarísku kvikmyndum,
sem eru aigengastar á íslenzka sjón-
varpsskjánum.
Að venju horfði ég á iþrótta-
þáttinn á laugardag. Ensku knatt-
spyrnuvertíðinni lauk með sigri West
Ham i bikarkeppninni og urðu það
að teljast mjög óvænt úrslit. En það
er einmitt hin mikla breidd í ensku
knattspyrnunni, sem gefur henni
gildi og er öðru fremur orsök þeirra
gifurlegu vinsælda, sem hún nýtur.
Sama dag hófst fslandsmótið í
knattspyrnu og benda úrslitin i fyrstu
leikjunum til þess að breiddin í
knattspyrnunni afi aukizt. Ekkert
liðanna er likiegt til að skera sig
verulega úr. Því miður er ástæðunnar
'-frekar að ieita i þvi að beztu liðin
hafa daiað frekar en hin slakari hafi
bætt sig. Landflótti beztu knatt-
spyrnumanna okkar á örugglega eftir
að segja alvarlega til sín.
Fimleikar skipuðu eins og oft áður
mjög veglegan sess í íþrótta-
þættinum og þar birtist okkur dæmi
um barnaþrælkun nútímans. Hún
birtist ekki í því, að fimm eða sex ára
gamlir krakkar séu reknir upp á fjöll
til að sitja yFir fénu, eins og í itölsku
kvikmyndinni. Hún birtist í því, að
,13 og 14 ára gömul stúlkubörn eru
orðin að mestu Fimleikastjörnum
heimsins. Sú vinna og þær æfmgar,
sem liggja aö baki slíkum árangri eru
þvílíkar, að ekki verður likt við neitt
annað en barnaþrælkun. Það þarf
því ekki að koma á óvart, að Austur-
Evrópuþjóðirnar eru algjörlega
ósigrandi í þessari íþrótt.
Frétt helgarinnar var að sjálf-
sögðu samkomulagið í Jan Mayen
deilunni. Það var vel til fundið hjá
fréttastofu sjónvarps að fá þrjá
nefndarmannanna i viðtalsþátt strax
i gærkvöldi. Þar kom i ljós aö skiptar
skoðanir eru um gildi sam-
komulagsins. Ólafur Ragnar sagði
það vera ioðinn lopa þar sem öll
tryggingaratriði vantaði. Ólafur
Jóannesson utanríkisráðherra taldi
hins vegar, að í samningnum væri
„gott þel” og Norðmenn hefðu gert
meira en að mæta okkur á miðri leiö.
Vonandi mega íslendingar vel við
una.
-GAJ.
Þetta eru fimmburar, sem búa I Japan, tveir drengir og þrjár teipur. Mamma þeirra
og amma horfa á þá leika sér á eins árs afmælisdegi þeirra.
FIMMBURARNIR FRÆGU—sjónvarp
kl. 21,40:
ÞÐR FENGU H0F-
LAUSA ATHYGU
„Fimmburarnir frægu” heitir
mynd, sem Sjónvarpið sýnir í kvöld.
Dionne-fimmburarnir kanadisku
öðiuðust heimsfrægð þegar við
fæðingu sina 28. maí 1934. Litlu
stúikurnar ólust upp við dekur og
hóflausa athygli en þegar stundir Iiðu
tók heldur að siga á ógæfuhliðina.
í þá daga geröist það ekki að
Fimmburar fæddust og lifðu allir. I dag
á þetta sér stað. Það er heldur ekki
óalgengt eftir að frjósemismeðul komu
til sögunnar að enn fleiri börn fæðist,
kannski 7—8. Alla vega eru þó nokkrir
fimmburar lifandi i heiminum i dag.
Vonandi verður þeim ekki spillt á
sama hátt og hinum frægu Dionne-
Fimmburum. -EVI.
LAUSSTAÐA
Staða lektors i uppeldisfræði í félagsvisindadeild Háskóia tslands er laus
til umsóknar.
Staöan verður veitt til tveggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf, ritsmiðar og rann-
sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 31. mai 1980.
MnntemMfiðnnaytið,
B. mai 19B0.
Ráögjafi frá Mandeville of London
verður þessa viku hér á landi á eftir
töldum stöðum:
REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstíg, simi 12725, mánudag
12. mai, miðvikudag 14. mai og fóstudag 16. mai.
AKUREYRI Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi
24408, þriðjudag 13. maí.
KEFLAVIK Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, miðvikudag
14. maí eftir kl. 4.