Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 24
24 OPIÐ KL. 9-9 dKGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. Altar skreytingar unnar af fag- mönnum. *■« bllasfaSI a.m.k. 6 kvöldla lílOMÍAMXIIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 pOdýr skómarkaðui------------ Hverfisgötu 82 Margs konar skófatnaöur seldur mjögódýrt. — Opið frá kl 1—6. Skómarkaður Hverfisgötu 82. HÖGGDEYFIR Nýkomin stór sending af dempurum Ótrúlega lágt verð Pöstsendum um altt land Smiðjuvegi 14, Kópavogi. Sími 77152. Útboð — Hafnargerð Hafnarstjórn Hafnarfjarðar og Hafnamála- stofnun ríkisins bjóða út gerð 89 m langs stálþils- bakka og smíði steypts kants á stálþilsbakkann við suðurhafnargarðinn í Hafnarfirði. Tilboð geta verið í verkið í heild eða sértilboð í gerð stál- þilsbakkans, annars vegar eða kantsmíði hins vegar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Hafnarfirði, Strandgötu 6 og Hafnamálastofnun ríkisins, Seljavegi 32 Reykjavík frá 14. maí næstkomandi gegn 50.000 skilatryggingu. Tilboð skulu afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Hafnarfirði. Skila- frestur tilboða er til 30. maí 1980. /u Á S\^ TIL SÖLU EINBÝLISHÚS Á SELFOSSI Kauptilboð óskast í húseignina Hörðuvelli 2, sem er hæð, kjallari og ris, ásamt tilheyrandi eignar- lóð. Stærð hússins er 860 m3 og bílskúrs 151 m3. Brunabótamat hússins er 60.000.000.-. Til greina koma skipti á tveim ca 3ja herb. íbúðum á Selfossi. Húsið verður til sýnis þriðjudaginn 13. maí 1980 frá kl. 14—16 e.h. og eru tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð skulu berast skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 e.h. miðviku- daginn 14. maí n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍNII 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ALLT ER FÆRT ÞEIM ER ÞORIR Jóhannes Helgi: ABRATTANN Agnar Kofoad-Hanaan rakur minníngar afnar. Aknanna bókafélagið, Raykjavftt, 1979. 331 bla. Eftir allar vesalingssögurnar sem nú flæða yfir, þar sem hver auminginn er öðrum meiri að volæði og vesaldómi, er hreystisaga Agnars Kofoed-Hansens, Á BRATTANN, skráðaf Jóhannesi Helga, kærkomin sending. Maður rís upp sem nýr að lestri loknum, skreppur i sund og fær sér röskan göngutúr að hætti sögumanns og sér — að heimurinn er nú eftir allt saman dálitið heillandi, vandamál yfirstíganleg og í rauninni ekkert ómögulegt. „Maðurinn er frjáls”, sagði hinn nýlátni heimspekingur Jean Paul Sartre, „og dæmdur til að velja.” Og hvað felst í því? Að hverja mínútu, hvern dag er maður að taka ákvörðun — um allt, smátt ogstórt. Einnig það, hvort maður vill láta aðra ráða lífi sínu, stjórna geði sínu. Þá er gott að vera minntur á að „maðurinn er það sem hann hugsar”, eins og Agnar gerir í bók sinni og vitnar þar i Marcus Aurelíus. Glíman Ævisagan er sérstakt bókmennta- form í miklu eftirlæti okkar fslendinga og er til í fjölda tilbrigða. Viðtalsformið er einna nýjast og tók ekki að þróast fyrr en með eflingu dagblaða, en þar á það sin upptök í viðtölum við fræga og ófræga. Viðtalið hefur þann ókost sem listform að hvorugur þeirra, sem ræðast við ber fullkomna ábyrgð á sköpuninni, farast auk þess oft á mis og ná ekki snerpu. Það er auðveldara fyrir skrásetjara að fást við þann sem dauður er og geta hnoðað efnið að geðþótta og hefur margur misnotað sér slíka aðstöðu sem kunnugt er. En hvað skeður þegar tveir menn, sterkir í andanum, setjast niður til að skrá minningar annars þeirra í viðtalsformi? Það upphefst glima. Þannig virðist mér fara fyrir þeim Jóhannesi Helga og Agnari Kofoed- Hansen í hinni sameiginlegu bók þeirra, Á BRATTANN, en allt í vinsemd þó því hvor virðir annan. Jóhannes Helgi gerir karlmannlegar tilraunir til að komast að viðkvæmum blettum á sögumanni svo að hann verði eitthvað annað og meira en sá maður, sem allir þekkja. En Agnar hleypir andstæðingi sínum ekki of langt, hann heldur sínu striki. Af spyrli verður ekki annað eftir i aðalfrásögn en bandstrik og spurningamerki, sögumaður grípur þráðinn og heldur honum. En Jóhannes Helgi á annan leik. Hann gerir hlé á sögunni. Þar mætir hann andstæðingi sínum i nútíðinni. Þeir spjalla, drekka te og fara í gönguferðir saman. Jóhannes kemur inn í söguna með nýtt sjónarhorn og Agnar, ætíð elskulegur, er fús til að svara öllum sanngjörnum spurningum söguritara, hvort heldur þær eru um stjórnmál, trúmál eða aðra lífsins speki. Og þarna kemur Jóhannes stundum á hann bragði. Þá notar hann jafnframt tækifærið til að ígrunda útlit og háttu glímufélaga síns, til að skoða umhverfi hans betur og aðstæður á meðan á vopna- hléi stendur. Hófsemi eykur nautn í aðalfrásögn, endur- minningunum, hittum við Agnar Kofoed-Hansen sjálfan. Hann hefur frásögnina á því að rekja ættir sínar. Hann er íslenskur í móðurætt og eru forfeður hans frá Snæfellsnesi og úr Breiðafjarðareyjum. Faðir hans var fyrsti skógræktarstjóri íslands, Rannveig Ágústsdóttir ættaður frá Danmörku, dóttursonur Moltke greífa. Hann fluttist alkominn til íslands árið 1908 og bjó hér allt til dauðadags 1958. Agnar fæddist í Reykjavík árið 1915. Það sem Agnar segir af foreldrum sinum, uppvexti og æskuslóðum er til þess fallið að skýra piersónugerð hans og hina einstöku framsækni hans í starfi siðar á ævinni. Agnar leggur afar mikið upp úr hófsemi, iðni og æðruleysi. Hann telur að það sé hverjum ungum þá kominn á sextugsaldur og svo mætti áfram telja. En hættum nú, við sem varla klífum Hallgríms- kirkjuturn. Flugmálasagan Aðalhluti sögunnar er helgaður frumherjum flugs á fslandi. Flug- málasagan er, að því er ég best fæ séð, fróðleg og skilmerkileg allt frá upphafi flugs hér á landi og fram yfir lok síðari heimsstyrjaldar-en þá lýkur æviminningunum. Sagan er auk þess fjörlega skrifuð og áhuga- verð jafnvel fyrir óinnvígða, enda vel fleyguð mannlegum þáttum með u.ndarlegu ráðabruggi stjórnmála- manna og áhugamanna um flug. Þá er mikill fengur að þrekraunasögum þeirra manna, er fyrstir flugu hér milli fjalla og yfir fjöll og treystubara á augun sín, inn og út með ströndum og fyrir björg. Agnar er hreykinn af þeim hetjum, sem þorðu að fljúga með honum — og að ég nú ekki tali um þá sem heimtuðu far með honum og nafngreinir marga. Ekki að undra. Bókin er prýdd mörgum myndum úr sögu flugsins og einkalífi Agnars. Aftast er nafnaskrá, eflaust kær- komin mörgum. Ekki vanda- málabókmenntir Frásaga Agnars er í senn kímin og gagnrýnin, umfram allt jákvæð en mætti vera hnitmiðaðri — orðfærri. Agnar Kofoed-Hansen — hér sleginn til riddara fyrir matargcrð. manni hollt að hafa ekki of mikið fé handa á milli, að þurfa að Ireysta á eigið framtak og mátt. Að alast upp í ofvernd dragi úr mönnum allan lifsþrótt. Að treysta sjálfum sér er undir- staða gæfunnar, að þora að leggja út í hið ómögulega, eða a.m.k. það sem er á mörkum hins mögulega, veitir lífinu margfalt gildi. Hófsemi eykur nautn. Lífshætta eflir þrótt. — Þetta og margt, margt fleira fullyrðir Agnar án þess að manni detti i hug að hann sé að predika. Hann virðist hafa lifað eftir öllum þessum boðum eða að minnsta kosti haft þau að leiðarljósi — enda svo heppinn að vera borinn í heiminn á nýbyrjaðri öid, baðaðri ungmennafélagsanda og — ekki hvað sist — eiga ástríka og vandaða foreldra. Ég tíunda ekki afrek og þrautir Agnars í flugherskóla Dana, né embættisframa hans hér heima. Hvað með ýmis afrek hins siðari ár? Þau benda til þess að hann lætur ekki velgengni eyðileggja sig heldur leitar stöðugrar endurnýjunar í örðugum viðfangsefnum: Fyrstur manna til að stökkva úr fallhlíf hér- lendis (það er ekki langt síðan), klifur Mont Blanc (4800 m), klífur hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro (6000 m), Hér segir til sín galli viðtalsformsins í hans tíð hafa orðið miklar framfar- ir á sviði flugmála og hefur hann átt mikinn þátt í þeim. í frásögn gerir hann sér far um hófsemi og kemur þá spyrill stundum til skjalanna og dregur upp úr honum játningar, sem fengur er að. En það snertir allt hinn ytri veruleik. Hið innra verður ósnert. Á hinn bóginn hefur það áreiðanlega ekki verið vandalaust fyrir skrásetjara að hemja slíkan efnivið sem ævi Agnars er og koma saman úr löngum viðtölum skikkanlegri bók. En mestur vandi hefur þó verið að gæta hófs og gera söguhetju sinni ekki óleikkmeð oflofi. En þetta hefur Jóhannesi Helga tekist mætavel, jafnvel með ólíkindum. Þar hjálpar honum kímnin og smá- skæruhernaður í „hléum” eða eigum við að segja glímubrögðin. Aftur á móti hefur hann örugglega ekki komist að innsta kjarna persónunnar Agnars Kofoed-Hansens. Hefur sennilega ekki stefnt að því. Þeir félagar eru ekkert i vandamálabók- menntunum. Hafi báðir, höfundur og hetja, þökk fyrir það sem sagt var — og ósagt. Rannveig G. Ágústsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.