Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. Beztl leikmaöurinn 1 úrslitaleiknum sem skoraði eina markið i leiknum. Arður til hluthafa Á aðalfundi hf. Eimskipafélags íslands 2. maí'1980 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1979. “Árðgreiðslur fyrir árið 1979 verða frá 1. júní nk. á aðlskrifstofu félagsins í Reykja- vík. Hluthafar, sem ekki vitja arðsins innan eins mánaðar, fá hann sendan í pósti. EIMSKIP lykillinn að sigrínum Glasgow Celtic varð skozkur bikar- meistari i 26. sinn á laugardag, þegar liflið sigraði „erkifjandann” Rangers í úrslitaleiknum i Hampden Park á laugardag eftir framlengingu, 1—0. Eina mark leiksins skoraði George McClusky á 108. min. — eða á þriðju mínútu i siðari hálfleik framlenging- arinnar. Leikurinn er talinn einn sá bezti sem sézt hefur i úrslitum bikar- keppninnar skozku. Hafði flest allt til að bera — nema mörk. Celtic átti i erfiðleikum með liðs- skipan sína. Báðir miðverðirnir, Roddie MacDonald og Tom MacAdam, í leikbanni og gátu því ekki leikið. Jóhannes Eðvaldsson því fjarri góðu gamni. Til þess ráðs var gripið, að bakvörðurinn frægi, Danny McGrain, lék, sem miðvörður með Ron Aitken. Það var sterkur leikur því McGrain lék mjög vel. Framan af leiknum hafði Rangers undirtökin. Hin vegar var Peter Latchford i miklu stuði i marki Celtic og varði allt, sem á markið kom. Hann var öðrum fremur maðurinn bak við bikarsigur Celtic. Þó fór fyrirliði Rangers, Derek Johnstone, illa að ráði sínu eitt sinn, þegar hann fékk knöttinn óvaldaður sex metra frá marki. Spyrnti framhjá. Þrátt fyrir mikla spennu og hraða, góð tækifæri, tókst liðunum ekki að skora i venjulegum leiktima. Framlengja varð því og spennan hélt áfram. Loks á 108. mín. tókst McClusky að skora. Danny McGrain átti skot á mark Rangers af 20 metra færi og á siðustu stundu breytti McClusky stefnu knattarins. Stýrði iionum í annað hornið en Peter McCloy lá i hinu i tilraun sinni til að verja frá McGrain. Þar við sat. Mörkin urðu ekki fleiri — og tap Rangers þýðir að liðið kemst ekki í Evrópuképpni næsta leiktímabil i fyrsta skipti um langt árabil. Áhorfendur á leiknum voru um 80 þúsund og til mikilla átaka kom milli áhangenda liðanna eftir leikinn. Það var Ijótur blettur á annars ágætum úr- slitaleik. Liðin voru þannig skipuð: Celtic. Latchford, Sneddon, McGrain, Aitken, Conroy, McClusky, McLeod, MacGarvey, Doyle, Provan og Bonds. Bobby l.ennox kom inn sem varamaður fyrir Doyle. Rangers. McCloy, Jardine, Jackson, F'orsylh, Smith, Johnstone, Russell, Cooper, McLean, Dawson og Stevens. Miller kom inn sem vara- maður fyrir Forsyth. -hsim. fyrir fyrsta ársfjórðung 1980, sé hann ekki greiddur í síðasta iagi 15. maí. Fjármálaráðuneytið Markvarzla Latchford Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ólafur Már Sigurðsson símar frá Lundúnum: „Komum á úrslitaleikinn til að sjá Arsenal sigra” —en West Ham vann verðskuldaðan sigur með marki Trevor Brooking, bezta leikmannsins á vellinum „Þetta var ekki stórbrotinn leikur — en umgjörð hans var hins vegar stórbrotin. Heldur lítifl um færi en margt fallegt gert á mifljunni. Við komum á leikinn til afl sjá Arsenal sigra og það voru þvi nokkur vonbrigði með úrslitin. Varla þó vafi á því, afl sigur West Ham var verðskuldaður”, sagði Ölafur Már Sigurðsson þegar l)B ræddi við hann i Lundúnum á laugardagskvöld eftir úrslitaleik Arsenal og West Ham i bikarkeppninni ensku. Ólafur Már var þar ásamt þremur öðrum Seyðfirðingum. Þeir höfðu tryggt sér miða á bezta stað, sem kostuflu 16 sterlingspund hver, með góðum fyrir- vara og aöstoð Björgvins Schram. Fleiri Islendingar voru meðal 100 þúsund áhorfenda á Wembley — m.a. Björgvin Schram og Axel F.inarsson, lögfræðingur og fyrrum stjórnarmaður i KSÍ. Mikill Arsenal- afldáandi eins og fleiri íslendingar. ,,Við komum með góðum fyrir- vara að Wembley-leikvanginum eða um kl. 11.30. Leikurinn hófst kl. 15.00 að enskum tíma. Það var mikið svartamarkaðsbrask mcð að- göngumiða fyrir utan völlinn. Þeir voru seldir á 65 upp i 105 sterlings- pund — eða yfir 100 þúsund krónur þeir dýrustu. Síðan fórum við til sæta okkar við hlið konungsstúkunnar. Hreint stórkostlegt andrúmsloft, sem skapaðist áður en leikurinn hófst — mikill söngur áhorfenda og lúðra- sveitir léku við mikinn fögnuð. Fylgismenn West Ham voru í miklum meirihluta á leikvellinum — West Ham átti þá að þremur fjórðu. Langt síðan West Ham tryggði sér sæti í úrslitum, en Arsenal átta dögum fyrir úrslitaleikinn. Þá eftir fjóra leiki við Liverpool. Áhang- endur Arsenal fóru því seint af stað til að ná sér í miða — og það gekk auðvitað illa,” sagði Ólafur Már enn- fremur. „Það hefur verið mikið álag á leikmenn Arsenal að undanförnu. Þetta var 17. leikur liðsins á 40 dögum og mér fannst greinileg þreyta hjá leikmönnum liðsins. Sumir náðu sér aldrei á strik — til dæmis var Alan Sunderland beinlínis lélegur. Beztu leikmenn Arsenal voru Brady, Talbot og Price í þessari röð — og Young sterkur og beztur i vörninni. Hjá West Ham var Brooking ÚTB0Ð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: 1) Rarik 80022 — Götuljósaker. 2) Rarik 80023 — Götuljósastólpar. Útboðsgögn fást keypt á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118 og kostar 5.000,- kr /stk. Tilboðin verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska mánudaginn 26. maí 1980 kl. 14.00 og þurfa því að hafa borist fyrir þann tima. inimkaupadeild Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að 25% dráttarvextir falla á launaskatt hreint stórkostlegur og Alan Devonshire einnig mjög góður. Martin og Bonds sterkir í vörninni og Paul Allen, hinn 17 ára, frábært efni. í framlínunni voru þeir Pearson og Cross alltaf hættulegir. Mark West Ham, sem Brooking skoraði, var fallegt og vel að þvi staðið. Devonshire upphafsmaðurinn að upphlaupinu — þegar knötturinn kom fyrir mark Arsenal kastaði Brooking sér fram og skallaði knöttinn neðst í markhornið hjá Pat Jennings. Stórbrotið mark. í heild kom West Ham liðið mér talsvert á óvart. Mun sterkara lið en ég hafði reiknað með. Sigurinn verðskuldaður — og það er ekki ónýtt að hafa slikan snilling sem Trevor Brooking í liði sínu. Nú er úrslitaleikurinn i Evrópukeppni bikarhafa framundan hjá Arsenal gegn spánska liðinu Valencia. Það verður erfiður leikur en mér fannst nokkuð gott sem Terry Neil, framkvæmdastjóri, sagði hér i sjónvarpinu eftir úrslitaleikinn — þriðja úrslitaleik Arsenal i röð. Það var eitthvað á þessa leið. „Fyrir tveimur árum komurn við hingað á Wembley — og frusum. Ja, við höfum tapað aftur. En nú lékum við þó talsvert. Það vita strákarnir i liðinu og það verður því auðveldara fyrir þá að ná sér á strik á ný”. Þetta sagði Neil og var greinilega strax kominn með hugann við Evrópuleikinn,” sagði Ólafur Már Sigurðsson frá Seyðisfirði að lokum. Liðin i úrslitaleiknum voru þannig skipuð: — West Ham. Phil Parkes, Frank Lampard, Ray Stewart, Billy Bonds, Alvin Martin, Paul Allen, Alan Devonshire, Jeff Pike, Trevor Brooking, David Cross og Stuart Pearson, sem hefur orðið bikarmeist- ari áður með Man. Utd. Arsenal. Pat Jennings, Pat Rice, John Devine, Willie Young, David O’Leary, Liam Brady, Graham Rix, Brian Talbol, David Price, Frank Stapleton og Alan Sunderland. Sammy Nelson kom inn sem vara- maður fyrir Devine. West Ham notaði ekki varaman sinn, Paul Brush. Nær sömu leikmenn Arsenal, sem urðu bikarmeistarar i fyrravor, - þegar Arsenal sigraði Man. Utd. 3—2 ,,i fimm mínútna úrslilaleiknum” eins og hann hefur verið kallaður. Þrjú mörk skoruð siðustu fimm minúturnar. -hsím. Celtic bikarmeistari á Skotlandi:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.