Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 7 Óhöppogslys: Þetta kemur ekki fyrir segjaalltofmargir „Það er vissulega hægl að koma i veg fyrir mörg slys með fyrirbyggj- andi aðgerðum. Það er allt of mikið um að fólk segi við sjálft sig. „Þetta kemur ekki fyrir mig,” sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn er við spjölluðum við hann um störf. lögreglunnar. i „Ef við teljum aðeins þau mál, sem ekki fara til rannsóknar eða krafizt er skaðabóta fyrir, er um að ræða marga tugi smáóhappa og slysa,” sagði Bjarki. Frá áramótum og þangað til 1. maí hafa22tekið inn of mikið af lyfjum. Sumir hafa fundizt úti á víðavangi, en aðrir hringt sjálfir eða hringt hefur verið fyrir þá. ,,Ef svona kæruleysislega væri ekki farið með lyf og þau væru i læstum hirzlum væri ekki svona mikið um þetta,” sagði Bjarki. 7 hafa gert tilraunir til þess að svipta sig lífi m.a. með því að kasta sér I sjóinn eða skera sig á púls. Slys í heimahúsum vegna þess að fólk fellur í stiga, dettur inni í ibúð Lögreglan hefur haft til meðferðar marga tugi smáóhappa og slysa sl. 4 mánuði. Fyrir utan þau enn fieiri, sem teljast til stórslysa. Það eru ekki aðeins sjúkrabilarnir, sem flytja fólk á slysavarðstofu, þar kemur lögreglan oft við sögu. DB-mynd: S. mig, o.fl. voru 21. 9 fengu hjartakast á almannafæri, 6 aðsvif, 11 duttu á gangstétt í hálku, 22 duttu í götuna eða á gangstétt. 4 voru fluttir á slysadeild vegna næringarskorts. Bjarki sagði, að sem betur færi hefði lögreglan nú betri aðstöðu til að vista „útigangsmenn” á ýmsum stofnunum. Þá væru mjög margir komnir á réttan kjöl og marg- ir hefðu læknazt. Síðan eru alls kyns óhöpp við iþróttaæfingar, á leikvöllum, vegna sjóðandi vatnseða rafmagns. Þau mál sem fara til frekari rann- sóknar og þar sem refsi- og bótakröf- ur eru gerðar eru margfalt fleiri,” sagði Bjarki. -EVI. t Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sagði að vissulega væri oft hægt að koma í veg fyrir slys. T.d. með því að geyma meðul i læstum hirzlum. DB-mynd Þorri Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur: SVONA HÚMOR KANN ÉG EKKIAÐ META — orðsending til úthlutunamefndar listamannalauna Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur hefur beðið DB að birta eftirfarandi orðsendingu til úthlutunarnefndar listamannalauna: „Ég var að frétta gegnum síma, að þið hefðuð úthlutað mér fjármunum af almannafé sem ykkur er — einhverra hluta vegna — trúað fyrir á vegum stjórnmálaflokkanna. Svona húmor kann ég ekki að meta. Satt að segja hélt ég að ykkur væri kunnug afstaða mín til fjárveitinga ykkar og þið munduð sjá mig í friði, eins- og ég hef margbeðið um. Nú er ég tilneyddur að biðja ykkur opinberlega að taka aftur þetta fé sem ég hef enga þörf fyrir né tel ég mig færan um að rísa undir viðurkenningu ykkar. Enda þótt þið séuð að öllu leyti hinar mætustu persónur og dyggir fulltrúar þess, sem til er ætlast af ykkur. Starfandi rithöfundar eiga núorðið sjóð þangað sem sækja má um laun fyrir heiðarlega vinnu. Vissulega þarf að stórefla þann sjóð til að hann geti fyllilega sinnt hlutverki sínu — og það verður gert ef næði fæst til þess fyrir því undarlega hugarfari sem einmitt er runnið undan rifjum gamla úthlutunar- andans. Ég held nefnilega að listamanna- launahugsunarhátturinn sé orðinn að meinsemd sem þarf að vikja fyrir nútímalegri úrræðum. Undanfarið hafa einmitt verið uppi annarlegar kröfur um það, að vinnu- sjóðum starfandi rithöfunda skuli útdeilt sem bókmenntalegum örorku- bótum á vegum stjórnmálaflokkanna líkt og þið gerið með þessi listamanna- laun. Trúlega verður því slysi þó afstýrt. Það er vandi að standa á tíma- mótum. Millibilsástand er erfitt ástand. En ég hef tillögu varðandi þennan lista- mannalaunasjóð ykkar: Leggið hann niður í núverandi mynd. Takið 90% af fjárveitingunni og setjið hann i launasjóð handa byrjandi listamönnum. Látið vandað kunnáttu- fólk velja byrjendur sem það telur lofa góðu. Gefið þessum byrjendum tíma og næði á launum. Þetta er það sem mest vantar. í kerftð. Tiu prósentin sem eftir verða getið þið svo notað til að kaupa borðalögð kaskeyti og láta gera skjöld framaná hvert kaskeyti með áletrun: Viðurkenndur listamaður Alþingis. Úhlutið svo þessum einkennishúfum árlega. Reykjavík, 9. maí 1980 Þorgeir Þorgeirsson. Frábæft baggy-snið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.