Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 3 F-lán húsnæðismálastjómar: EM BLOKKM FÆRIBÐ- RÉTTMGU - HINAR EKKI Steina Hlin Aðalsteinsdóttir hringdi: Ég bý í Breiðholtinu, nánar tiltekið í Fellunum, i einni blokkinni af þremur sem virðist mikill þyrnir í augum okkar ágætu F-lána húsnæðismálastjórnar. Ég frétti frá góðum heimildum að Rjúpufell austan götu (eins og það er kallað hér í Breiðholtinu), sem er með F-lán, eigi i vændum lagfæringu á þessu. Þannig er mál með vexti að í fyrra hækkuðu vextir af F-lánunum, á þriggja herbergja íbúð, úr rúmum 286 þúsundum í rúmar 504 þúsund krónur en í ár fer þetta í 637 þúsund krónur. Svo eru aðrir sem fengið hafa lán á eftir okkur sem borga mun minni upphæð en við. Það eru eigendur einbýlishúsa. Við erum hins vegar í Framkvæmda- nefndarhúsnæði sem er fyrir lág- launafólk. Ég er mjög hissa á að enginn skuli hafa skrifað um þetta. Það er ekki nóg að tala og tala. Mig langar að spyrja: Af hverju er það bara ein blokk sem fær leiðréttingu? Erum við hin ekki líka skattborgarar eins og þeir? Eða eru þeir sem náðarsamleg- ast hafa fengið einbýlishúsalóðir eitthvað betri? Ég skora á fólk að taka saman höndum og borga ekki fyrr en leiðréttingin er fengin. Er ekki alltaf verið að tala um sam- vinnu? Látum ekki standa á okkur í þessu hagsmunamáli okkar! í fyrra gekk undirskriftalisti sem Raddir lesenda Góður íþróttaþáttur hjá Bjarna Felixsyni, segir bréfritari. Frábærir íþróttaþættir Bjarna Fel. Fyrrverandi jugendmeister í Þýzka- landi skrifar: Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni með frábæra íþróttaþætti Bjarna Felixsonar í sjónvarpinu, sér- staklega fyrir góðar myndir frá Evrópukeppninni í knattspyrnu. Þá vona ég sem lengst að fá bráðum að sjá eitthvað frá þýzku knatt- spyrnunni. Hálka í Mosfellssveit: Þarf maður samt að skipta um dekk? — spyr bréf ritari Edda hringdi: Mig langar að gera smáfyrirspurn í blaðið vegna vetrardekkja. Nú á að vera búið að skipta yfir í sumardekk en í morgun (föstudag) var t.d. hálka í Mosfellssveit. Þarf maður samt að skipta um dekk? ég veit að flestir i mínum stigagangi skrifuðu undir. Þá var okkur sagt að lögfræðingur væri kominn með málið. Ég spyr nú: Fór listinn í rusla- fötuna? Fyrir nokkru voru einnig þrír menn sendir á fund ráðherra. Þá kom það fram að Rjúpufell austan götu fær einhverja leiðréttingu. En hvað meðokkurhin? ;lí' HOOVER er heimilishjálp SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 ptofBF HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er i ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður utruji gólfiö á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hun. jfF VERÐ KR. 105.730 Ryksugan sem sví Spurning dagsins Hvaða erlenda hljómsveit vildir þú helzt fá á listahátíð I sumar? Sigriður Kristjánsdóttlr röngentæknir: Ég veit það ekki, ég hef enga sérstaka i huganum. Jóhann Eyjólfsson verzlunarmaður: Það veit ég ekki, það eru svo margar sem koma til greina. J-lelzt vildi ég fá Lundúnasinfóníuhljómsveitina. Viöar Samúelsson verksmlðjustjóri: Guð minn almáttugur, það veit ég ekki. Ætli ég vildi ekki helzt fá Duke Elling- ton. Ásmundur Ólafsson bilstjóri: Drottinn minn dýri, það hef ég ekki hugmynd um. Ætli það væri ekki helzt Santana. Heimir Jónasson verzlunarmaður: Pink Floyd. En ég hef engar vonir um að það gæti rætzt. Helgi Aðalsteinsson, aðallega I ibúðar- leit: Frank Zappa Ég vona að hann gæti komið þvi hann er sannkailaður listamaður. f t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.