Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. 23 Leiklist o „ÞAÐ ER SKEMMTV- LEGRA AÐ VERAISÓKN” sem nokkinn skipar, sé illa launað. En það fæst ekki framkvæmdafé fyrir flokkinn, sem hefði í för með sér aukið sýningarhald. Þetta er vitaskuld sárgrætilegt. Vond menningar- pólitík Það má ennfremur nefna óperu- nutninginn. Það eru dýrustu sýningar, sem hægt er að efna til vegna þess að kaupa þarf að húsinu alla starfskrafta, bæði söngvara og hljómsveitarfólk. Það er kveðið á um það í þjóðlcikhúslögum skýrum störfum, að í húsinu skuli eiga sér stað regluleg ópcrustarfsemi. Fngu að síður höfðum við neyðsi til að hafa aðhlaup fyrir hverja óperusyningu sem ráðist hefur verið í. Hér er fyrir hendi vilji til að efla óperuflutning, en það fæst ekki fé. Stuðningur stjómvalda við aðra aðila, sem setja upp óperur er allra góðra gjalda verður en sá stuðningur má ekki vera á kostnað þess sem skylt er að gera hér í Þjóðleik- húsinu. Þetta á að fara saman, hvað með öðru. Ef á að byggja upp óperumenningu, verður að vinna skipulega að því marki. Það er fjarska vond menningarpólitík, ef þrjár list- greinar geta ekki dafnað og vaxið hlið við hlið, en neyðast til að taka hver frá annarri í bókstaflegum skilningi. Blikur á lofti Og því er nú verr að ástandið hér er ekkert einsdæmi. önnur leikhús eiga við sama vanda að stríða, hvort sem um er að ræða Leikfélag Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsið eða Leikfélag Akureyrar.” Hefur það verið hugsað i alvöru að efna til einhverra aðgerða af hálfu leik- hússins — eða leikhúsanna í sameiningu — til að fá bætt úr þessu ófremdarástandi? ,,Það vekur eðlilega furðu mína og annarra, að sett séu landslög, sem ekki er farið eftir. En ég vil ekki trúa því, að til aðgerða þurfi að koma.” En svo við sláum nú botninn i spjallið: Hvað er þér efst i huga á tima- mótum sem þessum? ,,Mér finnst það ánægjuefni, að það skuli, þrátt fyrir allt, hafa tekist að halda uppi sómasamlegu leiklistarstarfi hér. Áhuga hjá almenningi skortir ekki, og það er óhætt að segja, að sá áhugi haldi leikhúsinu öðru fremur uppi. Ég nefndi áðan að blikur væru á lofti, og það er bæði satt og rétt. Á undanförnum árum hefur leikhúsið notið styrks.sem numið hefur um 65% af rekstrarkostnaði. Á síðasta ári fór' þetta hlutfall niður i 58% og stefnir niðurávið. Afleiðingin er sú, að á af- mælisárinu erum við með færri leiksýningar en áður og þar af leiðandi færri áhorfendur. Listafólkið hér hefur bæði getu og vilja til að gera ávallt betur. En ekkert leikhús getur starfað eftir linu af einu eða neinu tagi. Það þarf ávallt að taka áhættur, svo hægt sé að bæta við sig. Það er skemmtilegra að vera í stöðugri sókn, en hins vegar er hart að þurfa að taka því, að ekki skuli vera hlúð að listinni og listafólkinu hér sem skyldi. Ég vona fyrst og síðast, að Þjóðleikhúsið eigi þann sess í hugum fólks, að því finnist þess vegna mannlífið ívið betra og skemmtilegra.” „Það má ekki styðja eina grein á kostnað annarrar i Þjóðleikhúsinu.” „Íslensk leiklist þekkt að góðu.’” Á stórafmælum þykir vel viðeigandi að staldra við um stund og horfa um öxl, líta til fortíðarinnar og kannski ja-fnvel að spá í framtíðina. Ég átti þess kost að spjalla við Svein Einarsson, þjóðleikhússtjóra, eina siðdegisstund fyrir nokkru í tilefni þess, að nú um þessar mundir eru 30 ár liðin, síðan Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína. Fyrirheit og auknar kröfur ,,Ég var svo lánsamur, að fá að vera viðstaddur frumsýninguna á Nýárs- nóttinni, 1. leiksýningunni í þessu húsi á opnunardegi þess. Ég man vel eftir deginum, björtum og sólríkum, og það er mér enn minnisstætt, þegar Ragnar í Smára snaraðist inn úr dyrunum heima hjá mér og afhenti föður mínum eintak af leikritinu Snæfríður íslands- sól, í bók, sem gefin varút sama dag í tilefni opnunarinnar. Ég fékk að sitja í tröppunum á efri svölum og horfði á sýninguna þaðan. Það var mikil stemmning í salnum, og ég held að allir, sem þarna voru hafi bundið vonir við húsið og það starf, sem þar átti að vinna, og fundið, að fyrirheit væri nú gefið um vöxt og viðgang leiklistar á íslandi. Ég held að megi segja, að staðið hafi verið að mörgu leyti við þau fyrir- heit, bæði í tíð forvera míns, Guðlaugs Rósinkranz og ég vona í minni tíð einnig. Hér eru líka að mörgu leyti ágæt skilyrði til að gera góða hluti. Þjóðleikhúsið hefur á að skipa dugmiklum hópi listamanna.sem hafa vaxið stöðugt og orðið æ færari að takast á við erfiðari og meira krefjandi verkefni. Ekki má heldur gleyma því að nú eru aðstæður hér á landi aðrar en áður. íslensk leikritun hefur farið vax- andi, jafnt að magni sem gæðum, og íslensk leiklist er nú á síðustu árum orðin þekkt að mörgu góði á erlendri grund. Þetta gerir vitaskuld að verkum, að meiri kröfur eru gerðar til þeirra „Slík lagasetning er hefndargjöf.” listamanna, sem vinna hér en þeirra, sem vinna annars staðar aðleiklist.” 0,46% En nú hafa ýmsar blikur verið á lofti, þeg^j rekstur leikhússins hefur verið til umræðu og hart vegið að leikhúsinu fjárhagslega. Nýlega skrifaðir þú ásamt með fleirum undir áskorun til fjárveitingarnefndar Alþingis, þar sem sagði, að ekki mætti gleyma listum og menningarmálum, þegar gengið væri frá fjárlögum. Er einhverra úrlausna að vænta í þessum efnum? „Það er rétt, það eru ýmsar blikur á lofti, og því er ekki að leyna að uggvænleg þróun blasir við. Nú, það er staðreynd, að stjórnvöld reyna að spara, þegar illa árar. Það er i sjálfu sér afar eðlilegt og fátt hægt að segja við því. Hinu er ekki að leyna, að hlutur skapandi lista hefur mjög verið fyrir borð borinn á fjárlögum síðustu ára. Á fjárlögum ársins 1980 er gert ráð fyrir að sá skerfur, er rennur til skapandi lista sé um 0,46% af heildarfjárlögum. í nágrannalöndum okkar er þessi hlutur ekki minni en 2—4% og fer í lögunum eru til að mynda heimildir fyrir þvi, að ráðnir séu höfundar til hússins, framkvæmda- stjóri, dramatúrg og eins er kveðið á um skyldu hússins að standa að óperu- og listdanssýningum, auk venjulegs leikritaflutnings. En það hefur hins vegar ekki fengist fé til þessara liða. Eins og er er þetta ástand óvjðunandi. Ég geri þó fastlega ráð fyrir þvi, að stjórnvöldum og þingi sé þetta ljóst og bæti úr von bráðar. Það má skilja sv.ona ástand í 1—2 ár, en ekki árum saman. Að öðrum kosti verður laga- setningin hefndargjöf, ef ekki fylgja í kjölfarið ráðstafanir til þess að standa undir þeim kröfum, sem gerðar eru til Þjóðleikhúss.” Ópera, listdans og leikritaflutningur líöur fyrir fjársveltið, semsagt.Geturðu sagt ítarlegar frá þessu? „Það er kannski nærtækast að nefna listdansflokkinn, sem hefur á 7 ára starfsferli sínum gerbreytt öllu mati manna á listdansi og skapað for- sendur fyrir markvissu og stöðugu starfi. Þetta hefur tekizt, þó það fólk. Óviðunandi ástand gjarnan upp í 5%. Hér á landi hefur þessi skerfur sífellt minnkað miðað við verðbólguna. Menningarmál hafa dregist mjög afturúr og það hlýtur að segja til sín, þegar til lengdar lætur.” En nú voru samþykkt ný lög fyrir Þjóðleikhús fyrir um tveimur árum. Væntanlega hefur eitthvað batnað við það? „Því miður er ekki svo. Reyndar eru þessi lög saga út af fyrir sig. Frumvarp- ið var lengi að væflast í þingsölum, hartnær áratug, ef mig misminnir ekki. Menn greindi á um stjórnskipan hússins. Pólitíkusar vildu gjarnan eiga þar hlut að máli og einnig fagfólkið. Af þessum sökum dagaði frumvarpið nokkuðoftuppi. Frumvarpið var svo loks samþykkt sem lög fyrir tveimur árum, en gallinn er bara sá, að þeim hefur alls ekki verið fylgt eftir. VANTA&„ FRAMRUÐU? !TT Ath. hvort viðgetum aðstoðað. Vií&\\ ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN IKozsræ —spjallað við Svein Einarsson þjóðleikhússtjóra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.