Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. GÓD SAMVINNA leikbragða, auk þess, sem örlaði á fumi hjá hljómsveitinni á þessum mikla hraða. En hraðinn var með fullum vilja stjórnandans og greinilegt að svona vildi hann hafa hlutina. Tónlist V Gamall vinskapur Hafliði lék einleikinn með einstökum glæsibrag. Það nægir að nefna hans eigin kadensu í fyrsta kafla konsertsins sem dæmi um handbragð snillingsins. Það er langur vegur frá piltungnum, sem byrjaði að spila í hljómsveitinni fyrir um tveimur áratugum og molaði sellóið sitt við að stytta sér leið yfir tjörnina á isi, til snillingsins, sem lék með hljómsveitinni í kvöld. En hljóm- sveitin eignaði sér, með réttu, sinn þátt i ferli hans og launaði gamlan vinskap með bráðgóðum leik. Allir nóg að gera Petruschka, þessi stórfenglegi ballett, var svo lokaverkefnið. Svo slunginn er ritháttur svítunnar að ég held að hendingar úr henni finnist i hljómsveitarstúdíum fyrir hvert einasta hljóðfæri sem þátt tekur í fiutningi hennar. Mest áberandi eru öll þessi litlu, og stóru, einleiksatriði blásaranna og mér er nær að halda, að töluvert sé siðan blásararnir hafi almennt staðið sig jafnvel. Verður þar tæpast einn tekinn fram yfir annan. Þessi glæsilegi flutningur Petruschka var verðugur endir góðra tónleika. Guido Ajmone-Marson náði sannarlega góðum tökum á hljóm- sveitinni. Slag hans er eilítið stirðbusalegt, en greinilegt, skýrt og hljómsveitarlimirnir líta greinilega upp til hans. Túlkun hans fannst mér afar smekkleg, að því undanteknu að keyra hraðann svona upp í Haydnkonsertinum. -F.M. Tóniaikar SinfónfuhljómaveKar Islands f Há- skólabiói 8. maf. Stjórnandi: Guido Ajmone-Marson. Einleikari: Hafliði HaNgrfrnsson. Verkefni: Paul HindemKh: Sorgartónlist; Josef Haydn: Cellókonsert í C-dúr; Igor Stravinsky: Petruschka. Frekar kom mér það spánskt fyrir sjónir að sjá Sorgarmúsík Hinde- miths fyrsta á skránni. Ég hygg að flestir hefðu reiknað með einhverjum líflegri inngangi þvi oftast er slíkt best fallið til að hita mannskapinn upp. Ekki er það þó einhlítt því að mörgum kórnum og hljómsveitinni gefst vel að hafa sálma til upphitunar. ... að klappið gleymdist Þannig var því líka varið nú. Hljómsveitin náði svo vel saman, með Hafliða í fararbroddi, undir handleiðslu Guido Ajmone- Marsons, að andaktin var slík að fólk gleymdi að klappa að verkinu loknu. Það átti fyrir sumum verkum Papa Haydns að liggja að lenda á við og dreif, ekki síður en líkama hans að honum látnum. Hönd og höfuð hér og búkurinn þar. Það vakti því i sjálfu sér enga furðu þótt C-dúr konsertinn fyndist ekki í heilu lagi fyrr en fyrir tveimur áratugum. Það var bara í stíl við annað er snertir þennan sífrjóa öðling sem enn, hátt í tveimur öldum eftir dauða sinn, er mönnum óþrjótandi rannsóknarefni. Þegar í moderatokaflanum kom i Ijós sú ágæta samvinna, sem tekist Hafliði Hallgrímsson á málverka- sýningu sinni fyrir fjórum árum — „Kinleikur með einstökum glæsibrag”. hafði með hljómsveit, stjórnanda og einleikara. Moderatokaflinn var sett- lega leikinn og adagiokaflinn endur- speglaði innri ró og jafnvægi, bæði hljómsveitar og einleikara. All- egrokaflinn var aftur á móti allt of hraður. Að vísu gæðir svona mikill hraði leikinn sérstökum glæsileik en glæsileikinn i verkum Haydns kemur innan frá og þarfnast ekki slikra EYJÓLFUR MELSTED SHAMPO( EXTRA MILD KAN BRIX.F.S 1 l\'i.K ;) v Gæða shampoo Extra milt fyrir þá sem þvo sér daglega. Sauðárkrókur! Til sölu raðhús á tveimur hæðum. Uppl. gefnar í síma 95-5250. TIL SÖLU BRAUTARMETHAFI í KVARTMÍLU Á ÍSLANDI Billinn fæst í eftirfarandi uppsetningum eða eftir séróskum kaupandans. a) Sem 10 sekúndu kvartmilubill i SA-flokki. (Einnig ökuhæfur sem götubill). Ótal fylgihlutir og sérhönnuð smiði innifalin. Útbúnaður og frágangur eftir sér-samkomulagi. b) Sem 12—13 sek. götubili mcð 454 CV V8 4ra gíra, beinskipt 4:56 drif. Fvlgihlutir eftir samkomulagi. c) Sem 12—13 sek.keppnisbill i Std flokki eða götubill með Z/28/350 vél, 4ra gíra, heinskiptur 4-5 drif. Fylgihlutir eftir samkomulagi. d) 14 sek. sparneytinn götubfll með öllum götugræjum, Z 28 vél, mildur, ás, lítill tor, drif 3.36:1, hliðarpúst, sportfelgur, Fylgihlutir eftir samkomulagi. Ath.: Body er 70-71 Rally Sport, Heavy Duty undirvagn, styrktir gormar/fjaðrir o.s.frv. Ný innrétting, mjög gott lakk, algjör- lega ryðlaus og óslitinn. Ekinn ca. 36.000 mílur. Upplýsingar og tilboð óskast kynnt I síma 73287 dagana 13.-16. mai eftir kl. 8 að kvöldi. örvar Sigurðsson 50% BETRI KAUP GERIÐ SAMANBURÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.