Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ1980. Nagladekk: Er ekki hægt að lengja frestinn? 3172-0621 hringdi: Hvemig í ósköpunum er hægt að krefjast 18.000 króna fyrir að aka á negldum dekkjum eftir 1. maí, miðað við þær veðurfarslegu aðstæður sem við Islendingar búum við? Er ekki ráð að lengja þennan frest? Svar frá Óskari Ólasyni yfirlögreglu- þjóni: Það stendur i reglugerðinni um neglda hjólbarða að það sé heimil seinkun ef aðstæður á vegum eru þannig. Við erum nú ekki farnir að sekta neina ennþá og ef veður breytist Ivan Rebroff syngur hér fyrir gesti í Háskólabiói. DB-mynd Bjarnleifur. AF HVERJU EKKI GAGNRÝNIUM IVAN REBROFF? Þórhallur Már hringdi: Ég hef hvergi rekizt á neina gagnrýni í blöðum um tónleika Ivans Rebroff. Hvers vegna ekki? Bað hann sérstaklega um að svo yrði ekki gert? SVAR: Engir miðar hafa veriö sendir gagnrýnendum DB eins og tiðkast. Þvi hafa þeir ekki séð sér fært að skrifa umsagnir um tónleika hans. YFIR ALBERT ER HRESSILEGUR BUER fisksali, Steingrímur Bjarnason Sogavegi 158, skrifar: Varla sæmir þegar velgjörðar- maður og góður vinur stendur í ströngu að sitja hjá og láta sem maður viti ekki hvað er að gerast. Sem góður íslendingur, en það tel ég mig vera, á ég einnig erfitt með að láta ógert að vitna fyrir alþjóð um hversu mikinn og ágætan mann ég tel þjóðina eiga í Albert Guðmundssyni sem nú keppir um að verða forseti Islands. HKll BLAÐSÖLUBÖR óskast í Stór-Reykjavík: Kópavog Hafitarfjörð og Garðabœ ENNFREMUR VANTAR BLAÐSÖLUBÖRN VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ. SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA ITMV HHil Ég verð að játa að þegar Albert sagði mér að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér og keppa um forseta- embættið sá ég fyrir mér ótalin óleyst vandamál hins almenna borgara, bæði gagnvart því opinbera og eins í hans prívatlífi, sem Albert hefur alla tíð síðan hann varð borgarfulltrúi lagt sig i framkróka við að leysa. Vegna óumdeUanlegra mannkosta sinna öðlaðist Albert þetta erfiða og oft á tiðum vanþakkláta hlutverk að ráðast til atlögu við báknið fyrir sam borgarann. Við vitum að margt getur farið úrskeiðis í kerfinu sem á ekkert skylt við ljót orð eða hugsanir en er samt æði oft nógu erfitt að fá leið- rétt. Yfir Albert er hressUegur blær sem feUur vel að skapgerð okkar íslend- inga er búum við óblíða náttúru norður á hjara veraldar. Það hafði því góð áhrif á mig þegar hann gaf mér þetta gullna heilræði: „passaðu þig bara, Steingrimur minn, að sálast ekki úr hræðslu”. Þá hafði ég sagt honum að ég hefði orðið að halda mér á motrunni um tíma því ég hefði fengið hjartaáfall. I fimm ár hef ég minnzt orða hans og jafnlangan tíma haldið gleði minni furðu vel. Þó segja megi að Albert sé fæddur og alinn upp í hreysi, í rúmri merkingu þess orðs, þá hafa hæfUeikar hans og manndómur opnað honum dyr tignarfólks og þjóðhöfðingja. Enginn þarf því að óttast að hann kunni ekki að ráða húsum aö Bessastöðum. Gerum Albert Guðmundsson að forseta Islands. Á sinu glæsUega lifshlaupi hefur honum lærzt að virða jafnt mótherja sína og samherja. Honum lærðist einnig að til að skora markið þurfti að byggja upp farsæla sókn og skipti þá ekki máli hver skoraði. Það eru þessir góðu eiginleikar Alberts, meðfæddir og áunnir, sem gera hann að þeirri persónu sem ég treysti bezt til að gera forsetaembættið að því einingartákni sem þjóðin vill að það sé. AUir vita hvemig Albert lítur út, hann er smekklegt sýnishom af þjóð- inni, einbeittur á svip og festulegur. Ekki þarf heldur að óttast að forseta- frúin, BrynhUdur Jóhannsdóttir, kona hans, reki í vörðumar þá er hún leitar eftir óskum gesta sinna, af hvaða þjóðemi sem þeir eru. Henni mun veitast auðvelt að beita fyrir sig 5—6 tungumálum, auk þess að vera augnayndi hvers er á horfir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.