Dagblaðið - 15.12.1980, Page 4

Dagblaðið - 15.12.1980, Page 4
Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 LAMPA- og skermamarkaður 5 0AOA AFSLÁTTUR ÆAJ /O riL 21. DESEMBER UCIIUIACV AUSTURSTRÆTI8 nCIIYIMC I SÍM114220 LYFTIGETA: 8 tonn—2 metra 5 tonn—3 metra 2 tonn—7 metra 1 tonn—10 metra SlMI 52371 í Hafnarfirði LAUSSTAÐA heilbrigðisráðunauts (dýralæknis) við Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Laus er til umsóknar staða heilbrigðisráðunauts við Heil- brigðiseftirlit ríkisins. Umsækjendurskulu hafa dýralækna- menntun. Staðan veitist frá og með 1. apríl 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um dýralæknismenntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 10. janúar 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1980 Samhjálp auglýsir: Nýja Samhjálparplatan fæst í afgreiðslu Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum í póstkröfu um allt /and. Símar 11000 — 66148. P0NIK IU1VARPI Kynnum í kvöld nýju plötuna með hljömsveitinni PÓNIK: ÚTVARP Spakmæli dagsins: „Vegurtunga þótt vopnbrestí" OPIÐ FRÁ KL. 18-01 Sjáumst heil Oðal DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 GEFtHJHONUM GLEEHLEGiOL —Bréf til Friðjóns Þórðarsonar Steinunn Þ. Guðmundsdóttir, rit- höfundur, skrifar: Boðorð Guðs munu vera elztu lög heims sem skráð hafa verið. Þar sttndur: Þú skalt ekki mann deyfla. Það er einmitt það sem Patrick Gervasoni vill ekki gera. Vegna þess flýr hann land sitt. Hann vill ekki drepa aðra menn. Herra dómsmálaráðherra: Getur þú dæmt Guðs lög ómerk? Raddir lesenda Hringid í sínia 2fl& millikl. 13ogl5, eðaskrifíð Þú berð við herlögum, máli þínu til stuðnings. Vilt þú svara: Hver bjó þau til? Hver gaf þeim rétt til að brjóta niður siðgæðisvitund mannsins og taka lífsrétt hans? í hvaða tilgangi urðu þessi lög til? Til að verja land og þjóð í stríði, mundir þú svara. Stríð ver engan. Stríð er óhamingja mannsins, mesti og hræðilegasti ósigur hans. f stríði glatar maðurinn öllum siðferðis- legum þroska. Rán, svik, lygi og manndráp verður slóðin sem hann skilur eftir sig. Patrick Gervasoni vill ekki vera stríðshetja. Eiga minningar um rotnandi lik manna, kvenna og barna i brennandi borgum. Hann segir satt og sök hans er ekki önnur en hann er flóttamaður sem leitar skjóls hjá okkur. — Lífið sjálft er hugsjón hans. Hver dæmdur maður verður að vinna eið af hreinni samvisku að segja satt í máli sínu. Það hefur Patrick gert. En verður dómari ekki líka að hafa hreina samvisku gagn- vart réttlæti og sannleika? Herra dómari: Þú ert langtum meiri persóna ef þú leyfir þessum unga manni að lifa samkvæmt Guðs lögum. Þú skalt ekki mann deyða. íslenzk þjóð má ekki verða sér til skammar. Þjóð sem hefur hælt sér af lýðræðislegum hugsjónum, mannfrelsi og menntun. Að veita ekki skjól einum flótta- manni sem leitar griða og ásjár mun vekja alheimsádeilu á okkur öll fyrir lítilmótlegan aumingjaskap og ræfilshátt. Við erum hersetin þjóð. Þúsundir hermanna dvelja meðal okkar — án skilríkja því tími þeirra er löngu út- runninn hér — er það löglegt? í nafni jölanna sem eru framund- an skora ég á þig, herra dómsmála- ráðherra; veittu Patrick Gervasoni skjólið sem hann leitar að. Okkur hefur tekizt að bera virðingu fyrir þeim gegnum aldirnar. Hvernig sem trú okkar kann að vera eru þau samt ljósið sem bendir okkur mönnunum á réttlæti og frið. Gefðu honum gleðileg jól. Ég skora á alla presta og kennimenn sem flytja Guðs orð yfir söfnuði landsins að standa traustir og heils hugar með þeirri trú sem þeir boða. Ég spyr: Eru það ekki ykkar mál að allir menn þjóni þeim lögum, sem Guðsjálfur gaf? Þú skalt ekki mann deyða. John Lennon var sannur listamaður: Vakti milljónir ungs fólks til meðvitundar —mesti rokktónlistarmaður allra tima Slefán Guðmundsson, Skipasundi 19, skrifar: Er ég frétti lát Johns Lennons í há- degisfréttum útvarpsins 9, desember sl. fannst mér um stund sem heim- urinn væri að hruni kominn. En sú blákalda staðreynd blasti við, að bítillinn fyrrverandi, John Lennon, hafði verið myrtur. Því verður ekki breytt að hann er allur, þessi mesti - rokktónlistarmaður allra tíma. Heimurinn mun aldrei eignast hans líka. Þessi einstaki, friðelskandi, tónlistarsnillingur hafði oftsinnis fengið heiminn til að standa á öndinni með uppátækjum sínunt. Hann fylgdi svo sannarlega ekki fjöldanum heldur var það fjöldinn sem fylgdi honum. Enginn tónlistar- maður hefur nokkurn tíma haft eins víðtæk áhrif á þróun og gang heims- mála og John Lennon. Hitt er svo annað mál að honum varð aldrei að þeirri ósksinniað al- heimsfriður mætti verða. Þvert á móti riðar heimurinn nú á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar. Með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Yoko Ono, tókst honum að vekja tugi milljóna ungs fólks um heim allan tii meðvitundar gegn styrjöldum og auðvaldsbrölti í heim- inum en Yoko Ono er yfirlýstur sósialisti. Mörg tónverka Lennons eru viðurkennd sem einhver albeztu Með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Yoko Ono, tókst John Lcnnon að vekja milljónir ungs fólks um allan heim til meðvitundar gegn styrjöldum og auðvalds- brölti, segir bréfritari. tónverk sem rokkheimurinn hefur skapað. Yngri tónlistarmenn lýsa því gjarnan stoltir yfir að John Lennon sé þeirra fyrirmynd. Víst er að John Lennon er t.d. helzta goð nýbylgju- rokkaranna brezku. Þá má geta þess að John Lennon var eitt fárra frá- bærra. ljóðskálda rokksins. Ljóð Lennons eru innihaldsrík, gjarnan bitur samtímalýsing eða þá að hann byggir Ijóðin upp á eigin lífsreynslu. En umfram allt eru ljóð hans einlæg og sönn. Já, John Lennon var sannur lista- maður sem markaði djúp spor i heimssöguna. Hann söng sig svo sannarlega inn í hjörtu okkar sem unna góðri rokktónlist. Og þar mun minningin um hann geymd. John Lennon féll fyrir þeirri mannillsku og grimmd sem hann barðist gegn. Gesturinn í Gervida! Gestur kom í Gervidal griðlausum í klassa. Útlaginn sem engu stal átti falskan passa. Væsklar margir hlóðu hal, hlakka yfir trassa, eiga saman orð og tal; enginn vill hann passa. Fljótt í burtu flytja skal frá oss þennan kassa. Þeim, sem eiga mest i mal mun það betur passa. Á hann núna ekkert val utan snöru að kjassa en vitur kona í vélasal vill hann fái passa. Vermundur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.