Dagblaðið - 15.12.1980, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980
Annað þing kommúnistaf lokks Kúbu hefst á miðvikudag:
„EINHUGUMNN ALDRB
ÞÝÐINGAMBRIEN NÚ”
—segja
kommúnistamir
áKúbuogsegja
ástæðuna vera
kosningasigur
Reagansog
hægríaflanna
íBandaríkjunum
Kommúnistaflokkur Kúbu, sem
nú verður að horfast í augu við
hægristjórn í Bandaríkjunum handan
Flórídasunds, heldur nú í vikunni
aðalþingsitt.
Flokkurinn fer með öll völd í
landinu og þing flokksins á fimm ára
fresti er æðsta vald í landinu. í orði
kveðnu getur þingið sett forsetann,
Fidel Castro, af þó á borði sé enginn
möguleiki á slíku.
Svo kann að fara að þingið nú geri
breytingar á hinni 112 manna
miðstjórn flokksins, þó það stafí
fremur af óánægju með
einstaklingana heldur en hugmynda-
fræðilegum ágreiningi.
Opinber embættismaður á Kúbu
hafði þetta um málið að segja: ,,Þeg-
ar óvinurinn er staðsettur i aðeins 145
km fjarlægð handan Flórídasunds
verðum við ætið að sýna að við erum
einhuga, en nú þegar Reagan er að
taka við forsetaembætti þá verðum
við að vera meira einhuga en nokkru
sinniáður.”
Erlendir erindrekar í Havana telja
að þingið kunni að fjölga í hinni
þrettán manna flokksstjórn til að
sýna fram á aukna þýðingu ýmissa
manná sem enn hafa ekki öðlast sæti
í flokksstjórninni.
GRÁFELDUR HF. #í
BANKASTRÆTI SÍMI 26540.
Margt er þó óunnið og ófullkomið
að því er útlendir efnahagsráðgjafar
landsins segja og nýtt launahvetjandi
bónuskerfi sem þingið mun staðfesta,
hefur enn ekki náð að stuðla að þeirri
framleiðsluaukningu sem vonazt er
eftir.
Á pólitíska sviðinu er búizt við að
þingið endurskoði hið sovézkættaða
kerfi erkennt er við vald alþýðunnar
og byggist á bæjar-, héraðs- og
þjóðarnefndum eða ráðum, er sett
hafa verið á laggirnar eftir fyrsta
flokksþingið.
Nú þegar Kúbumenn finna þörftna
á að sýna einhug út á við, einkum
andspænis stjórn Reagans í Banda-
ríkjunum, þykir ólíklegt að stjórn
Castros sæti gagnrýni fyrir meðferð
hennar á flóttamannavandamáli því
sem kom upp á Kúbu í sumar.
Þegar meira en tíu þúsund
Kúbubúar réðust inn í sendiráð Perú í
Havana og báðu um hæli sem
pólitískir flóttamenn var ástæðan
fyrst og fremst sú að kúbanskir útlag-
ar sem í fyrsta skipti var leyft að
heimsækja Kúbu í fyrra höfðu talið
þeim trú um að lífsafkoma þeirri yrði
mun betri á erlendri grundu en á
Kúbu.
Talið er víst að ýmsir frammá-
rnenn í röðum kommúnista á Kúbu
hafi efazt um réttmæti þeirrar
ákvörðunar Castros að leyfa heim-
sóknir útlaganna. Einnig er talið að
það hafi verið ákvörðun Castros að
lögregluverðir við sendiráð Perú voru
sendir burtu en það olli síðan fjölda-
fiótta Kúbumanna inn á sendiráðs-
lóðina.
En þrátt fyrir þetta má gera ráð
fyrir að minnist flokksþingið yfirleitt
eitthvað á flóttamennina verði það í
formi lofgjörðar til leiðtoga
þjóðarinnar fyrir að hafa losað
þjóðina við andsósiölsk öfl og hand-
bendi Bandaríkjamanna.
Lögreglan hefur hafið handtökur
á ýmsum þeirra mörg þúsunda
Kúbumanna, sem óskað hafa eftir að
flytja til Bandaríkjanna. Heimildir
greina að þessir ntenn verði hafðir í
haldi þar til þinginu er lokið og sé
það gert í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn
Castro á meðan erlendir fulltrúar og
blaðamenn eru í Havana.
Þing kommúnistflokksins verður
haldið í fundarhöllinni nýju í útjaðri
höfuðborgarinnar. Höll þessi var
tekin i notkun í september í fyrra er
fundur óháðra ríkja var haldinn á
Kúbu.
(Reuter)
breytingar á pólitískri stefnu
flokksins.
Fyrsta þingið var haldið árið 1975
en fram að því hafði Castrostjórnin
setið að völdum án nokkurrar slikrar
stofnunar, allt frá byltingunni árið
1959. Flokkurinn sjálfur var ekki
stofnaður fyrr en 1965, soðinn
saman úr ýmsum vinstrisinnuðum
samtökum.
Fjöldi flokksfélaga hefur vaxið
frá þvi á fyrsta þinginu en þá taldi
hann 200 þúsund félaga að þvi er
Machado segir.
Meðal þýðingarmestu mála
þingsins verður fimm ára efnahags-
og þjóðfélagsáætlun landsins fyrir
tímabilið 1981-85, segir Machado.
Reiknað er með að 80 prósent af
t sumar réðust meira en tiu þúsund Kúbumenn inn á lóð sendiráðs Perú i Havana
og báðu um hæli sem pólitiskir flóttamenn. Hér koma nokkrir þeirra til Costa
Rica.
------------ é
Þingið, sem er annað sinnar
teg'ndar, kemur saman á
mie zudag og stendur f>-am á laug-
ardag. Þátttakendur eru 1780 talsins
auk 170 erlendra þátttakenda, að því
er einn flokksstjórnarmanna, Jose
Ramon Machado, greindi frá í
síðasta mánuði.
Machado sagði að þingið mundi
ræða hugsanlegar breytingar á lögum
fiokksins. Hann nefndi ekki hvaða
greinar það væru en sagði að
breytingarnar væru gerðar í ljósi
þess, sem reynslan hefði sýnt að væri
hagkvæmt.Þar væri ekki um að ræða
Ronald Reagan. Verður kosningasigur hans til að þjappa Kúbumönnum saman?
þingtímanum verði varið til að ræða
efnahagsmál.
Formleg fimm ára áætlun í stíl við
efnahagsáætlanir rikja Sovét-
blokkarinnar var ekki gerð á Kúbu
fyrr en 1976 og þingið mun nú meta
árangurinn af þessari fyrstu fimm ára
áætlun í ljósi reynslunnar.
Sovézkar heimildir benda á að
sykurframleiðslan hafi verið 35
milljón tonn á árunum 1975-80, sem
sé mjög góður árangur og 20 prósent
meiri framleiðsla en næstu fimm ár á
undan.
í jólaskapi
Aðeins 50 þús.króna útborgun
í mokkakápum
og jökkum
Fidel Castro. Talið er að ýmsir komm-
únistar á Kúbu hafi efazt um réttmæti
þeirrar ákvörðunar hans að leyfa heim-
sóknir kúbanskra útlaga til fyrri heim-
kynna sinna.
Sykurinn er 80 prósent af öllum
útfiutningi Kúbu og meira en 60
prósent hans fara til samherjanna i
ríkjum Sovétblokkarinnar i skiptum
fyrir oliu, vélar og matvörur.
í næstu fimm ára áætlun er gert
ráð fyrir að sykurverksmiðjum verði
fjölgað, aðrar stækkaðar og/eða
endurbættar.
GRÆJURNAR
HJÁ GUNNARI
ASGEIRSSYNI
SÍMI 35200