Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980
21
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
iþróttir
Theódór Sigurðsson svífur inn i teiginn og skorar hjá KR — Friðrik Þorbjörnsson
kom ekki við vömum. DB-mynd S.
Stórleikur Jóns
færði KR sigur
KR-ingar urðu allra liða fyrstir til að
leggja Njarðvikinga að velli i úrvals-
deiidinni i vetur. Þeir sigruðu 99-98 i
einhverjum þeim mest spennandi leik,
sem boðið hefur verið upp á f Njarðvfk
i manna minnum. Tvfvegis þurfti að
framlengja til þess að reyna að knýja
fram úrslit og það var ekki fyrr en eftir
tvær lotur að KR-ingar stóðu uppi sem
verðugir sigurvegarar.
*
Lokamínúturnar í leiknum, svo og
framlengingarnar báðar, verða lengi í
minnum hafðar. Þegar örstutt var til
loka venjulegs leiktíma var staðan 84-.
82 KR i vil. Varð þá skyndilega uppi
fótur og fit við ritaraborðið og dómar-
arnir kallaðir til staðar. Kom i ljós að
öðru sinni í leiknum hafði KR verið
fært stig til tekna, sem þeir höfðu ekki
skorað. Fyrra atvikið uppgötvaðist í
hálfleik er staðan var 41-41 en eftir
leiðréttingu hafði Njarðvík yfir 41-40.
Staðan var því aftur lagfærð og nú var
hún rétt 83-82. Gunnar Þorvarðarson
hafði öll tök á að tryggja sínum mönn-
um'sigurinn. En þessi leikreyndi kappi
þoldi ekki spennuna. Aðeins eitt
þriggja skota hans rataði ofan í körf-
una og jafntefli varð því staðreynd.
Guðsteinn Ingimarsson og Danny
Stórleikur Ólafs
dugði Haukum ekki
—bikarmeistaramir töpuðu 12-17 fyrír Nettelstedt
„Sigur Nettelstedt í þessum leik var
of stór miðaö við styrkleika liðanna,"
sagði Þorgeir Haraldsson, liðsstjóri
Haukanna i viðtali við DB i gærkvöld.
Haukar komu heim i gær eftir að hafa
tapað 12-17 fyrir v-þýzka Uðinu Nettel-
stedt í Evrópukeppni bikarhafa á laug-
ardagskvöld. „Fyrri hálfleikurinn var
mjög jafn allan tfmann en það var upp-
hafskafli siðari hálfleiksins sem gerði
gæfumuninn. Við skoruðum þá ekki
nema eitt mark á 22 min. kafla og þeir
komust i 15-8. Það var meira en við
gátum ráðið við þó svo okkur hafi
tekizt að brúa bilið verulega. Dóm-
gæzlan fór hins vegar illa með okkur á
þessum kafla, sem gerði útslagið. Oft
kom það fyrir að brotið var á leik-
mönnum okkar i sókninni og ekkert
dæmt. Strákarnir hættu þá og ieik-
menn Nettelstedt brunuðu upp ogskor-
uðu. Þannig náðu þeir hinu mikla for-
skoti sínu.”
Leikurinn á laugardagskvöld var
annars ákaflega jafn allan fyrri hálf-
leikinn. Jafnt á öllum tölum upp í 5-5
en síðan skoraði Nettelstedt næstu tvö
mörk og komst i 7-5. Síðan 7-6, 8-6, 8-
7, sem varð síðan hálfleiksstaðan.
Hörður Harðarson fékk gullið tæki-
færi til að jafna metin rétt fyrir lok
hálfleiksins er hann komst einn upp í
hraðaúpphlaupi en lét verja frá sér.
Upphafskafla síðari hálfleiksins
hefur þegar verið lýst. Nettelstedt
komst strax i mikinn ham og dómar-
arnir dæmdu bókstaflega öll vafaatriði
því í vil. Austurríkismenn og báðir
tveir ákaflega slakir. Þá hjálpaði það
ekki upp á sakirnar að einum sex sinn-
um létu Haukarnir Klaus Wöller verja
frá sér í dauðafærum. Jafnoft var
brotið á þeim í dauðafærum — einir
gegn markverði — en í öll skiptin lok-
uðu dómararnir augunum fyrir brotun-
um. Afleiðingin varð sú að þrívegis
voru leikmenn Hauka reknir af velli
fyrir að mótmæla. ,,Að spila í Þýzka-
landi er ekkert grín,” sagði Þorgeir
ennfremur. „Ekki aðeins liðið er and-
stæðingur heldur verður áð berjast
gegn hlutdrægum dómurum. Auðvitað
skortir alla leikmenn liðsins reynslu í
leikjum sem slíkum og dómgæzlan'
hafði allt of mikil áhrif á strákana.”
Ólafur Guðjónsson stóð í Hauka-
markinu allan leikinn og varði stór-
kostlega. Sömu sögu er reyndar að
segja um kollega hans í marki Nettel-
stedt og þróaðist leikurinn upp í einvigi
á milli þeirra tveggja. Af öðrum leik-
mönnum Haukanna var Árni Her-
mannsson mjög góður og samvinna
hans og Lárusar Karls færði Haukum 4
vítaköst en Lárusi tókst þó ekki að
skora. Mörk Haukanna skoruðu:
Viðar Símonarson 6/5, Hörður
Harðarson 3/1, Árni Sverrisson 2,
Árni Hermannsson 1. - SSv.
Shouse komu Njarðvík i 87-83 en þeir
Garðar og Yow náðu að jafna fyrir KR
áður en flautað var til leiksloka í annað
sinn. Spennan var orðin ærið mögnuð
og menn veltu því fyrir sér hvernig
tækist til er framlengt yrði i annað
sinn.
Er tvær og hálf mínúta voru til leiks-
loka skoraði Jónas Jóhannesson sína
einu körfu og kom sínum mönnum i
95-93. Hann varð svo að yfirgefa völl-
inn með 5 villur rétt á eftir. Yow kom
KR í 96-95 með körfu og vítaskoti og
Valur jafnaði fyrir Njarðvík, 96-96,
með því að nýta annað tveggja víta-
skota sinna. Jón Viðar sendi síðan tvö
vítaskot rétta boðleið og Njarðvik
leiddi 98-96. Yow skoraði svo úr einu
vítskoti og það var Jón Sigurðsson,
sem átti stórkostlegan leik, sem tryggði
liði sínu sigurinn með fallegri körfu 15
sek. fyrir leikslok. Fyrsta tap Njarðvik-
inga var staðreynd.
Það var öðrum fremur Jón Sigurðs-
son sem var maðurinn á bak við sieur
KR. Hann fann sig illa framan af en
fékk síðan slæman skurð á enni eftir
höfuðhögg og undarlegt en satt: hann
var allur annar á eftir. Lék óaðfinnan-
lega og megnið af s.h. með 4 villur á
bakinu. Þá var Yow geysilega sterkur
undir körfunni — spilaður upp af Jóni
— og þeir Garðar og Geir voru einnig
sterkir, svo og Ágúst sem tekið hefur
gífurlegum framförum.
Það kom vel í ljós í þessum leik
hversu mikilvægur Danny Shouse er
Njarðvikingum. Þeir hófu leikinn án
hans þar eð hann átti við meiðsli að
stríða en liðið fann sig aldrei. Þá bætti
ekki úr skák að Þorsteinn Bjarnason,
sem verið hafði geysilega sterkur
framan af, meiddist snemma leiks og
lék ekki meira með. Danny kom til
leiks er staðan var 30-29 fyrir KR og
skoraði 46 af þeim 69 stigum, sem
Njarðvik skoraði það sem eftir lifði
leiktimans. Gunnar var sterkur í leikn-
um svo og Jónas en það dugði einfald-
lega ekki til. KR-ingarnir voru betri og
áttu sigurinn skilinn.
Stigin. UMFN: Danny Shouse 46,
Gunnar Þorvarðarson 20, Þorsteinn
Bjarnason 10, Guðsteinn Ingimarsson
8, Valur Ingimarsson 6, Jónas Jóhann-
esson, Júlíus Valgeirsson, Árni Lárus-
son og Jón V. Matthíasson 2 hver. KR:
Keith Yow 41, Jón Sigurðsson 29,
Garðar Jóhannsson 11, Bjarni Jóhann-
esson 8, Geir Þorsteinsson 6, Ágúst
Líndal4.
Dómarar voru þeir Þráinn Skúlason
og Gísli Gíslason og dæmdu þeir mjög
vel allan tímann.
107 mínútna langloka
Stúdentar rétt mörðu Vikinga i 1.
deild blaksins i Hagaskóla í gær. Þeir
unnu leikinn með þrem hrinum gegn
tveim.og var leikur liðanna sannkölluð
langloka. Alls var leikið i 107 mínútur,
þar af var ein hrinan 29 minútna löng.
Einhver dofi virtist vera yfir leik-
mönnum beggja liða, leikurinn var
frekar slappur en þó brá fyrir ágætum
köflum. ÍS vann fyrstu hrinu 15-10 en
Víkingar tóku tvær næstu, 15-12 og 15-
10. Eftir þetta var allur vindur úr
Víkingum, það var eins og þeir hefðu
ekki trú á því að þeir gætu unnið leik-
inn og Stúdentarnir áttu ekki í erfið-
leikum með4. og 5. hrinuna, unnu 15-9
og 15-6.
ÍS-liðið var nokkuð jafnt, enginn
einn stóð verulega upp úr. Hjá Víking-
um var Páll Ólafsson að venju beztur,
hann er yfirburðamaður í liðinu.
Staðaní 1. deild karlaernú þessi:
Þróttur 8 8 0 24—5 16
ÍS 7 5 2 17—11 10
Víkingur 8 3 5 16—18 6
Fram 8 3 5 13-19 6
UMFL 7 0 7 4—21 0
Níu Ármenningar í átta bún-
ingum stöðvuðu ekki KR-inga
Slakur leikur er það fyrsta sem
manni dettur í hug eftir að hafa séð leik
KR og Ármanns i úrvalsdeildinni i
körfuknattleik i gærkvöld. Ármenn-
ingar voru eins og höfuðlaus her án
Breeler, sem þó i raun var þeim ákaf-
lega tvíeggjuð stoð, en KR-ingar virtust
enn vera i sigurvimu eftir leikinn gegn
Njarðvík. Voru hreinlega ekki með
hugann við það sem þeir voru að gera
og geta þakkað það einhverju öðru en
eigin getu að þeir sigruðu Ármenning-
ana. Lokatölur urðu 91-60 KR i vil eftir
að vesturbæingamir höfðu leltt 44-29 i
hálfleik.
Eftir að jafnt hafði verið í byrjun, 4-
4, stakk KR af. Komst i 20-4 og hélt
síðan þeim mun átakalítið út hálfleik-
inn. Váfamennliðsihs fengu að spréyta
sig óspart og sýndu sumir hverjir góða
takta. Einkum þó Willum Þórsson,
sem skoraði 8 stig, en var afar óhepp-
inn meðskot sín.
KR komst 29 stigum yfir um miðjan
hálfleikinn, 70-41, en lokakaflann
náðu Ármenningarnir að halda í viö
þá. Það vakti kátinu manna á áhorf-
endapöllunum að 9 leikmenn Ármanns
höfðu aðeins 8 skyrtur. Varð því einn
þeirra að fara úr er félagi hans fór inn
á. Lék hann í sömu skyrtunni en sneri
henni við þannig að ekkert númer var á
bakinu. Hvað er eiginlega að gerast í
Tvöna félagi?
Hjá KR áttu fæstir góðan dag.
Garðar gerði þó góða hluti svo og Geir
en Bjarna voru illilega mislagðar
hendur. Af Ármenningunum voru það
þeir sömu fjórir, sem stóðu sig bezt.
Valdimar og Davíð, sem gætu báðir
sómt sér í hvaða liði úrvalsdeildarinnar
sem væri. Þá tók Kristján góðan sprett
í lokin en Hörður var litið með — lék
vel þann tíma sem hann var inni á.
Stigin. KR: Keith Yow 20, Garðar
Jóhannsson 18, Jón Sigurðsson 11,
Geir Þorsteinsson 10, Willum Þórsson
8, Ásgeir Hallgrímsson 7, Eirikur
Jóhannesson 6, Ágúst Líndal 6, Bjarni
Jóhannesson 5. Ármann: Valdimar
Guðlaugsson 15, Kristján Rafnsson 14,
Davið Ó. Arnar 13, Guðmundur
Sigurðsson 8, Hörður Arnarsson 4,
Atli Arason 4, Kári Schram 2.
Dómarar voru Erlendur Eysteinsson
og Björn Ólafsson og dæmdu þokka-
lega. Urðu nokkrum sinnum á ídaufa-
leg mistök — einkum þó hinum unga
Birni.
- SSv.
Óskar setti
Islandsmet
Óskar Jakobsson, ÍR, frjálsiþrótta-
maðurinn góðkunni, setti nýtt íslands-
met i bekkpressu i 125 kg flokki á
Reykjavíkurmeistaramótinu i kraft-
lyftingum, sem háð var i anddyri
Laugardalshallarinnar á laugardag.
Óskar lyfti 197.5 kg og bætti met Jóns
Páls Sigmarssonar, KR, um 2.5 kg. í
keppnlnni á laugardag átti Jón Páll
góða tilraun við 198 kg þegar hann
reyndi að hnekkja nýsettu meti Óskars.
Mistókst naumlega.
Ekki reyndi Óskar að etja kappi við
Jón Pál i hnébeygjunni eða réttstöðu-
lyftu enda Jón Páll honum óvinnandi
vigi á þeim vfgstöðvum. Jón Páll varð
Reykjavikurmeistari með 800 kg sam-
tals. Aðrir meistarar urðu: 67.5 kg.
flokkur Halldór Ejþórsson, KR, 430
kg samtals. 75 kg fl. Danfel Olsen, KR.
565 kg,90 kg fl. Viöar Sigurðsson, KR,
640 kg 100 kg fl. Guðmundur Eyjólfs-
son, KR, samtals 657.5 kg.
Skoraði
tvívegis með
brotinn
handlegg
Ung stúlka úr Vestmannaeyjum,
Ragna Birgisdóttir, iét ekki að sér
hæða fyrir skömmu i leik ÍBV og
Ármanns í 2. deild kvenna. Ragna
brotnaði illa á olnboga i leiknum en lét
sig ekki muna um að halda áfram i
leiknum. Ekki aðeins lék hún áfram
heldur skoraði tvö mörk með brotna
handleggnum. Þær eru greinilega ekki
neitt venjulegar þessar hörkustúlkur úr
Eyjunum.
-FÓV/-SSv.
Enn sigrar AZ
’67 Aikmaar
— ogeraðstingaaf í
hollenzku úrvalsdeildinni
AZ’Alkmaar jók forskot sitt í fjögur
stig á Feyenoord i 16. umferð i holl-
enzku úrvalsdeildinni i gær. Sigraði þá
Roda 3-0 f Alkmaar en Feyenoord
gerði markalaust jafntefli í Maastricht.
Önnur úrslit.
Excelsior-PSV 0—0
Gröningen-NACBreda 3—1
Den Haag-Wageningen 3—2
PEC Zwolle-Deventer 2—0
NEC Nijmegen-Utrecht 1—3
Ajax-Tilburg 1—1
Sparta-Twente 1—2
Staða efstu liða
AZ’67 15 14 1 0 51—13 29
Feyenoord 16 11 3 2 36—16 25
Twente 15 8 3 4 29—21 19
PSV 16 7 5 4 28—16 19
Utrecht 14 8 2 4 31—17 18
Staðan
í úrvalsdeild
Staðan i úrvalsdeildinni er nú þessi
eftir leikina að undanförnu:
ÍS—ÍR 103—71
Valur—KR 76—71
ÍS—Ármann 91—80
Njarðvík—KR 98—99
Valur—ÍR 83—72
KR—Ármann 91—60
Njarðvík 11 10 1 1118—908 20
Valur 12 8 4 1061—996 16
KR 9 6 3 809—766 12
ÍR 11 4 7 916—971 8
ÍS 11 3 8 902—967 6
Ármann 11 1 10 848—1077 2