Dagblaðið - 15.12.1980, Síða 10

Dagblaðið - 15.12.1980, Síða 10
10 LAUSSTAÐA tryggingalæknis við Tryggingastofnun ríkisins. Laus er til umsóknar staða tryggingalæknis við Trygginga- stofnun ríkisins. Staðan veitist frá og með 15. janúar 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknismenntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 9. janúar 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11.desember1980 VANTAS,n FRAMRUÐU? Ath. hvort viö getum aðstoöad. ísetningar á staónum. BILRUÐAN Z“25™ Smurbrauðstofan BJORNINN NjáSsgötu 49 — Sími 15105 Vohtoeigendur athugið! Verkstæði okkar að Hyrjarhöfða 4 og Suðurlandsbraut 16 verða lokuð dagana 24. og 31. des. og 2. janúar. Vettírhf. I EINSTÖK I | MEÐALGÆÐAÚRA...| fýrir nákvæmni, fjölbreytt úrval og gott verð. MICROMA SWISS úrin geta fáir keppt við. Hvort sem þú B vilt hörku karlmannsúr eða tölvuúr með 14 mismunandi upplýsingum fyrir unglinginn. Það finna allir sitt MICROMA úr— því er hægt að treysta. Alþjóða ábyrgð. örugg þjónusta fagmanna. Myndalisti. Póstsendum um land allt. 1FRANCH MICHELSENI ÚRSMfÐAMEISTARI LAUGAVEGI39 SÍM113462 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I5. DESEMBER 1980 G ! Erlent Erlent Erlent Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu hótar: Olíuverðið kann að tvöfaldast —ef Bandaríkjamenn grynnka ekki á birgðum sínum Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, Ahmed Zaki Yamani, hefur varað við að olíuverð í heiminum kunni að tvöfaldast í vetur ef Bandaríkjamenn láta ekki af birgðasöfnun sinni. 1 blaðaviðtali skömmu áður en Yamani lagði af stað til Indónesíu þar sem fundur olíuframleiðsluríkja hefst í dag var hann spurður hvort heimurinn gæti átt von á olíuverð- hækkunum á næstunni, í likingu við þær semurðu 1974og 1979. Hann svaraði: „Það veltur á því hvernig þið (Bandaríkjamenn) hagið ykkur. Birgðageymslur ykkar eru yfirfullar. Ef olíufélög ykkar bregðast við af skynsemi og grynnka á þessum birgðum tij þess að koma í veg fyrir ónauðsynlega örvæntingu, þá held ég að ekki komi til hækkandi verð í vetur á borð við hækkanirnar sem urðu 1979. Ef þið haldið sömu birgðum áfram þá mun verðið hækka upp í 60 dollara á tunnuna. (Núver- andi verð OPEC-ríkjanna er 32,50 dollarar á tunnun). Lennons minnzt víða um heiminn Áætlað er að hundrað þúsund manns hafi tekið þátt í tíu mínútna langri hljóðri bænastund í Central Park í New York í gær til minningar um hljómlistarmanninn John Lennon. Á undan og eftir bænastundinni voru leikin lög eftir Lennon. í heimaborg Lennons, Liverpool, tóku um 20 þús- und aðdáendur hans þátt i bænastund- inni. Þar í borg voru einnig haldnir hljómleikar til minningar um bítilinn fyrrverandi og slösuðust nokkrir tugir manna er þeir reyndu að troðast upp á sviðið þar sem hljómsveit lék lög eftir Lennon og Bitlana. Hinn heimskunni hljómlistarmaður og hljómsveitarstjóri Leonard Bern- stein, sem var nágranni Lennonds, sagði að lög Lennons stæðust saman- burð við lög Rachmaninov og Schu- berts. Áhugaljósmyndari einn tók siðustu myndina sem tekin var af John Lennon. Myndin var tekin átta klukkustundum áður en Lennon var myrtur. Á myndinni sést Mark Chapman biðja Lennon um eiginhandaráritun. Þessi sami Chapman skaut Lennon til bana að kvöldi þessa sama dags. Myndin birtist á forsiðu dag- blaðsins Daily Mail. KÍNVERJAR ÁSAKA RÚSSA —fyrír tilraunir þeirra til að kúga pólsku þjóðina Sovézkir hermenn eru nú fjölmennir við iandamæri Póllands. Kínverjar ásökuðu Sovétmenn í gær um að ætla sér að kúga þjóðerniskennd Pólverja með því að líkja þjóðernis- kennd þeirra við andkommúnisma. Málgagn kínverska kommúnista- flokksins sagði að ástandið i Póllandi nú væri svipað því sem það var í Tékkóslóvakíu fyrir innrás Sovét- manna í landið árið 1968. Fyrir tólf árum réðust Sovétmenn inn í Tékkóslóvakíu undir því yfirskini að verið væri að verja það sem áunnizt hefði með sósíalismanum, hertóku landið og brutu þar með á grófan hátt alþjóðleg lög, sagði blaðið. Einnig sagði í blaðinu, að ráðamenn í Moskvu væru þeirrar skoðunar að allir þeir sem legðu sig fram um að bæta sósíalismann, vildu gefa honum þjóðlega fyllingu og væru á móti hinni sovézku fyrirmynd, væru gagnbylt- ingarsinnar. Hua Kuo Feng segir afsér formennskunni Hua Kuo Feng formaöur kínverska kommúnistaflokksins lýsti því yfir um helgina, að hann hygðist segja af sér formannsembættinu. Þetta kemur ekki svo mjög á óvart þar sem fréttaskýr- endur hafa haldið því fram að undan- förnu að réttarhöldin yfir fjórmenn- ingaklíkunni svonefndu veiktu stöðu hans mjög. Bent hefur veriö á að erfitt sé að komast hjá því aö telja að um eitt- hvert samband hafi verið að ræða á milli Hua og fjórmenningaklíkunnar síðustu árin sem Maó lifði. Líklegastur til að taka við embætti Hua Kuo Feng á flokksþingi kinverska kommúnsitaflokksins, sem haldið verður í janúar næstkomandi, er núver- andi framkvæmdastjóri flokksins, Hu Yaobang. Hann sagði um helgina, að menningarbyltingin heföi veriö slys. „Hún var öll neikvæð og hafði mjög alvarlegan skaða í för með sér fyrir efnahagslíf okkar, menningu, mennt- un, pólitíska hugsun og skipulag flokksins,” sagði Hu Yaobang, sem tók við embætti framkvæmdastjóra kínverska kommúnistaflokksins snemma á þessu ári og þrátt fyrir að hann sé nú orðinn 67 ára er talið að vegur hans eigi enn eftir að vaxa í kín- verskum stjórnmálum. Hu Yaobang þykir liklegastur til að taka við embætti formanns kínverska kommúnistaflokksins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.