Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 40
Deilan um Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi:
Leyfum engan verzl-
unarrekstur í gömkim
skreiðarskemmum
—segir f orseti bæjarst jórnar á Selt jarnamesi
„Það er rétt að bæjaryfirvöld hafa
fengið staðfest hjá forráðamönnum
ísbjarnarins, að þeir hafi selt eig-
endum verzlunarinnar Nesvals
skreiðarskemmu á horni Nesvegar og
Suðurstrandar. Vegna fréttar í DB á
laugardaginn, þar sem segir aö Þór-
oddur Skaptason í Nesvali hyggist
opna Vörumarkað sinn þar næsta
vor, vil ég upplýsa, að bæjaryfirvöld
hafa skrifað þessum sama Þóroddi
og hann verið látinn vita í eitt skipti
fyrir öll, að hann muni ekki fá heim-
ild fyrir vörumarkaði í þessu húsi.
Húsið var i upphafi byggt sem
skreiðarskemma og enginn verzlunar-
rekstur mun fá þar inni,” sagði
Magnús Erlendsson, forseti bæjar-
stjórnar á Seltjarnarnesi, er DB leit-
aði nánari frétta af deilunni um vöru-
markaðá Seltjarnarnesi.
„Framkoma Þóroddar Skaptason-
ar og félaga hans i garð bæjaryfir-
valda er þeim félögum til stórskamm-
ar,” sagði Magnús ennfremur. „Þeir
sóttu um verzlun i hinum nýja miðbæ
á Seltjarnarnesi, en þegar þeir voru
beðnir að sýna fram á að þeir hefðu
fjármögnunarmöguleika til þessara
framkvæmda, treystu þeir sér ekki til
þess.
Þess i stað hlupu þeir eins og
vansælir krakkar í dagblöðin og
reyndu með blekkingum að gera
ráðamenn bæjarins tortryggilega.
Þegar það herbragð heppnaðist ekki
hlupu þeir enn til, létu skrásetja nafn-
ið Vörumarkaðurinn á Seltjarnarnesi
og keyptu gamla skreiðarskemmu til
verzlunarreksturs.
Þessir drengir hafa notið forréttinda
um opnunartíma verzlana vegna fyrir-
greiðslu bæjaryftrvalda. Sjaldan launar
kálfur ofeldiö — og þessir kálfar gera
það ekki heldur — en bæjaryfirvöld
munu halda sinni stefnu. Hún er sú að í
hinum nýja miðbæ við Eiðistorg verði
nýtizku matvörumarkaður en enginn
verzlunarrekstur í gömlum skreiðar-
skemmum,” sagði Magnús Erlendsson.
-ÓV.
„Maður fer blindandi út i allt sem maðurgerir hvernix sem maður reynir að reikna út
ufleiðinnurnur, það er Rrunnhugmyndin, ” sagði Jón Ásgeirsson tónskáid umjólahall-
ettinn Sihn I Þjóðieikhúsinu, sem heitir BlindiSleikur. 1’esSir dansarar virðast vera að
Efnahagsaðgerðirnar:
Enn ekki samkomulag
„Samkomulag hefur enn ekki
[ekjzt hjá sljórnarliðum um efna-
þagsaðgerðir um áramót en góður
viíji er til samkomulags," sagði
ábrifamaður í stjórnarljðinu í
morgun. „Dálítið vantar á sam-
komulag. Aðgerðirnar verða vafa-
laust ekki tilbúnar áður en þingmenn
fara í jólaleyfi hinn 20. desember en
ég vænti þess að þær liggi fyrir um
áramótin.”
„Stefnt verður að því að verðbólg-
an á paesta ári verði um 40 prósept,
eins og boðáð er í fjárlagafrum-
varpi," sagði þessj stjórnarliði. Hann
taldi að þrátt fyrir aðgerðir mætti
þúast við að lítjð drægi úr verðbólgu
á 1. og 2. fjórðungi næsta árs vegna
þeirra hækkunartilefna sem væru í
„kerfmu". Um mitt árið ættu að
sjást verulegar breytingar og verð-
bólga að minnka.
Eitt fyrsta verkefnið verður
ákvörðun fiskverðs um áramót. „Ef
leyfð verður 30% þæjíkun, eins og
sjómenn (trefjast, þarf e|<ki að binda
um sárin," sagði þessi þeimÍWar-
maður DB.
Ágreiningur um
erlendar skuidir
Bæði Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur eru nokkuð kiofnir í
afstöðu til þess hve mikið skuli tekið
af erlendum lánum á næsta ári.
Samkvæmt lánsfjáráætlun verða
eriepdu lánin um 140 milljarðar.
Þau munu í ár verða um 105—l ío
milljarðar en samkvæmt lánsfjár-
áædun fyrir þetta ár éttu Þau að
verða 85—86 miiljarðar. Gengis-
þreytingar valda mestu um að lánin
verða í ár mun meiri en sagði í láns-
fjáráætlun. Erlendu lánin haekka um
yftr 60% á næsta ári frá niðmstöðum
lánsfjáráætlunar fyrir árið en hækk-
umn er um 30%, miðað við hvað er-
lend lán verða í rauninni í ár. -HH.
reyna að hugsa málið áður en þeir stökkva af stað —
Jochen Ullrich.
or til hœgri er dansmeistarinn,
DB-mynd: Bj. Bj.
frfálsi, úháð daghlað
MÁNUDAGUR 15. DES. 1980.
Tveirdrengir
íævintýraleit: '
Fundustf
hlöðunni
í Guf unesi
t gær var tekið að sakna tveggja tólf
ára drengja sem heima eiga í Breið-
holti. Höfðu þeir farið að heiman frá
sér um níuleytið i gærmorgun á hjólum
sínum. Lögreglan var lengi búin að
svipast um eftir þeim og hafa samband
við næstu lögreglustöðvar. Leitiarlið
var ekki búið að kalla út..
Þá kom að því að Þorgeir i Gufunesi
gekk til útihúsa sinna og varð þá var
tveggja hjóla, sem við hlöðuna stóðu. í
hlöðunni reyndust svo vera strákarnir
tveir, sem Þorgeir vissi ekki þá að lög-
reglan leitaði að.
Drengirnir fóru þessa för að því er
virðist i hreinni ævintýraleit. Var förin
eitthvað undirbúin og ætluðu þeir að
vera í hlöðunni í nótt.
Þorgeir lét lögreglu vita en á meðan
hurfu strákarnir. Langt komust þeir þó
ekki, því lögreglan fann þá í grennd-
inni. Ævintýraförinni var lokið og við
blasti aftur hversdagsleikinn í Breið-
holtinu. -A.St.
Hörkuárekstur
þriggja bfla
Hörkuárekstur varð á fjórða tíman-
um í fyrrinótt á mótum Nýbýlavegar og
Túnbrekku í Kópavogi. Skullu þarna
þrírbílarsaman.
Flytja þurfti tvo ökumenn og einn
farþega i slysadeild en lögreglan í
Kópavogi taldi að meiðsli þeirra hefðu
ekkiveriðmjögalvarleg. -A.St.
Stúlkan missti
tennur og
bflstjórinn
ökuleyfið
Einn ökumaður. var gripinn fyrir
ölvun við akstur í Vestmannaeyjum um
helgina. Ekki hafði ökuferðin gengið
alveg hljóðalaust fyrir sig áður en
lögreglan skarst í leikinn, þvi maðurinn
hafði ekið á kyrrstæðan bil. Urðu af
talsverðar skemmdir.
Við áreksturinn missti stúlkan, sem
var farþegi með hinum slompaða, tvær
framtennur. Skall hún á einhvern hlut í
bílnum með þessum afleiðingum. Ferð
þessi var því ekki til fjár frekar en
margar aðrar hjá ökumönnum undir
áhrifum áfengis. Stúlkan án tveggja
framtanna og maðurinn Iiklega án öku-
réttinda. -A.St.
LUKKUDAGAR:
14. DESÉMBER 9259
Tesal ferðaútvarp.
15. DESEMBER 11838
Hensoti æfltigagalll.
Vinningshafar hringi
i sima 33622.
#