Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 I 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sex leikmenn Víkings í landsliðinu gegn Belgíu I —Landsiiðið valið í gærkvöld nema hvað þrír leikmenn verða valdir síðar „Ég byggl anzi miklð á leikmönnum Viklngs f sambandl við landsieikina gegn Belgiu um nœstu helgi en það verður þó ekkl gengið endanlega frá liðsskipan fyrr en eftir pressulelkinn, sem verður á Selfossi á þrlðjudag,” sagði Hllmar Björnsson, landsliðsþjálf- ari i handknattleiknum, i samtali við DB seint i gærkvöldi. Hilmar hafði þá að mestu valið landsliðlð i leikina við Belgiu, sem verða i Laugardalshöll á laugardag og sunnudag. Lokeren vann Anderlecht! —en Amór og Ásgeir voru í leikbanni Standard Liege og Lokeren unnu góða sigra i 1. deildinni belgisku i gær — Lokeren sigraði efsta liðið Ander- lecht 2-0 á heimavelli. Mommens og Lato skoruðu mörkln. Standard sigraði Beerschot 0-2 á útlvelli. Dardenne skor- aði fyrra markið beint úr aukaspyrnu. Vandermissen skoraði það siðara á 86. min. Þeir Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen léku ekld með liðum sínum. Í leikbanni báðir tveir. Úrslit urðu annars þessi. Molenbeek-Berchem 3—1 Courtrai-Beveren 0—1 FC Liege-Gent 3—4 Beringen-Waregem 3—1 FC Brugge-Waterschei 7—3 Wingerslag-Antwerpen 1—3 Lierse-CS Brugge 1—1 Daninn Sörensen skoraði þrjú af mörkum meistara FC Brugge, Ceule- mans tvö, gegn bikarmeisturum Water- schei. Staðan í deiidinni er nú þannig. Anderlecht 16 13 1 2 35—12 27 Beveren • 16 11 3 2 31 — 11 25 Standard 16 9 4 3 34—20 22 Lokeren 16 9 2 5 27—17 20 FCBrugge 15 8 2 5 33—23 18 Molenbeek 16 8 2 6 22—23 1 8 Courtrai 16 7 2 7 23—25 16 Lierse 15 6 4 5 26—23 16 Winterslag 16 7 1 8 21—23 15 Waregem 16 6 3 7 22—24 15 Gent 16 5 4 7 23—23 14 CSBrugge 16 5 4 7 23—31 14 Antwerpen 15 5 4 6 21—29 14 Berchem 15 4 5 6 16—23 13 Waterschei 15 5 2 8 29—36 12 Beringen 16 3 3 10 21—37 9 Beerschot 16 3 2 11 14—28 8 FCLiege 15 2 2 11 17—28 6 „Ég fæ svar frá Páli Björgvinssyni í hádeginu á morgun (i dag) hvort hann getur leikið. Þá ræddi ég við félaga hans i Viking, Árna Indriðason, en hann getur vinnu sinnar vegna ekki ieikið við Belgíu. Þeir Björgvin Björgvinsson, Fram, og Ólafur H. Jónsson verða heldur ekki með af sömu ástæðu. Þeir leikmenn, sem ég hef valiö eru Kristján Sigmundsson, Ólafur Jóns- son, Þorbergur Aðalsteinsson, Steinar Birgisson, Guðmundur Guðmundsson, Víking, auk Páls Björgvinssonar. Guð- mundur er nýliði ( landsliöinu. Þá eru fjórir Valsmenn, Ólafur Benediktsson, Steindór Gunnarsson, Bjarni Guðmundsson og Stefán Halldórsson. Frá Þrótti eru Páll Ólafsson og Sig- urður Sveinsson og Atli Hilmarsson úr Fram. Þetta eru 13 leikmenn ef Páll er meðtalinn. Eftir pressuieikinn verður svo þremur leikmönnum bætt við,” sagði Hilmar Bjömsson ennfremur. Sigurður Sveinsson — 106 mörk. Siggi Sveins kominn yfir hundrað mörkin Fylkir stóð i Þrótti i fyrri hálfleikn- um i leik liðanna i 1. deild handknatt- leiksins i Laugardalshöll i gærkvöld. Siðan ekki söguna meir. Eftir að Fylkir hafði haft forustu 11-10 i háifleik skor- aði Þróttur 16 mörk gegn átta mörkum Fylkis i þeim siðari. Stórsigur Þróttar f höfn, 26-19 — og strax i fyrri hálf- leiknum náði Sigurður Sveinsson þeim áfanga að skora 100. mark sitt á mót- inu. Hann skoraði sjö mörk i fyrri hálf- leiknum. Sjöunda markið var hans hundraðasta. Í þeim siðari bætti hann sex mörkum við. Er þvi kominn með 106 mörk i 11 leikjum. Greinilegt að hann bætlr markamet Harðar Sigmars- sonar mjög. Það er 126 mörk. 1 fyrri leik liðanna á Islandsmótinu lék Þróttur Fylki grátt byrjunarminút- urnar. Komst í 13-3. I gærkvöld komu Fylkismenn hins vegar á óvart framan af. Skoruöu tvö fyrstu mörk leiksins. Komust siöan í 4-1. En iengra komust þeir ekki. Þróttur jafnaði í 4-4 og siðan var jafnt á öllum tölum í 7-7. Þá náði Fylkir aftur tveggja marka forustu, 9- 7. Þróttur jafnaði í 9-9. I síðari hálfleiknum gerði Þróttur hins vegar nokkuð fljótt út um leikinn. Jöfnuðu í 11-11. Komust síðan í 13-11 og eftir 14 min. skildu leiðir. Þróttur skoraði átta mörk gegn einu næstu átta minútur, 21-14 og öll spenna var úr sögunni. Viðnámi Fylkis lokið. Mörk Þróttar skoruðu Siggi Sveins 13/2, Páll Ólafsson 4, Jens Jensson 3 — hans fyrstu mörk með Þrótti — Sveinlaugur Kristjánsson 2, Lárus Lárusson, Ólafur H. Jónsson, Jón Viðar Jónsson, og Magnús Margeirs- son eitt. Mörk Fylkis Gunnar Baldurs- son 7/5, Guðni Hauksson 5, Magnús Sigurðsson 2, Andrés Magnússon 2, Sigurður Símonarsson, Stefán Gunn- arsson og örn Hafsteinsson eitt hver. Dómarar Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrímsson. Fylkir fékk 5 víti. Þróttur 2. Öll nýtt. Gunnari var tvívegis vikið af velli og Andrési i 2 mín. hjá Fylki. Magnúsi í 2 mín. hjá ÞráK'- -hsfm. 83.8 Út er komið nýtt bindi í hinum geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar“. Það er Öldin sextánda, fyrri hluti, sem Jón Helgason hefur tekið saman. Hér eru raktir á lifandi og aðgengilegan h’átt atburðir áranna 1501 — 1550, siðskiptatímans, sem er eitt mesta átakaskeið í sögu þjóðarinnar. I bókinni er fjöldi mynda margar fáséðar. „Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum. Þau níu bindi sem áður eru komin gera skil sögu þjóðarinnar frá 1601— 1970, í formi samtímafréttablaðs. En þau eru: Öldin sautjánda 1601—1700 Öldin átjánda 1701 — 1760 Öldin átjánda 1761—1800 Öldin sem leið 1801 — 1860 Öldin sem leið 1861 — 1900 Öldin okkar 1901-1930 Öldin okkar 1931 — 1950 Öldin okkar 1951 — 1960 Öldin okkar 1961 — 1970 Þeir mörgu sem lesið hafa þessar bækur sér til mikillar ánægju og fróðleiks munu fagna því að geta nú bætt Öldinni sextándu í safnið. OLDin SEXTATIUA þí"^9.i ’,r kÞr Minnisverð tíðindi 150M550 Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 - 19156

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.