Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 Bæjarstjórn Húsavfloir skorar á yfirvöld að flýta framkvæmdum við flugvöllinn Flugvöll- urinn ákjósan- legursem varavöllur millilanda- flugs ,,Það er mikil óánægja hjá bæjar- yfirvöldum hér og öðrum í héraðinu að litlar framkvæmdir hafa verið við flug- völlinn og hann hefur því dregizt aftur úr. Flugmálayfirvöld hafa sagt að þessi völlur sé mjög vel staðsettur, aðflugsskilyrði mjög góð og nóg landrými. Hins vegar eru engar fram- kvæmdir vegna þess hve við erum fjár- sveltir,” sagði Bjami Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík í samtali við blaðamann DB í gær. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 27. nóvember að skora á flugmálayfirvöld að flýta fram- kvæmdum við Húsavíkurvöll og auka fjárveitingar til þeirra framkvæmda. Þá skorar bæjarstjórnin á yflrvöld að fá hlutlausa erlenda aðila til að meta hvar á landinu séu beztu aðstæður fyrir alþjóðlegan varaflugvöll. „Við sendum greinargerð til þing- manna í okkar kjördæmi, til flugmála- yfirvalda, til fjármála- og samgöngu- ráðuneytisins og til fjárveitinganefnd- ar. Við viljum ekki una þessu lengur eins og þetta er í dag. Það er t.d. mjög brýnt að byggt verði flugskýli, en það sem er er langt frá því að þjóna sínum tilgangi,” sagði Bjarni. „í greinar- gerðinni kemur fram að Húsavíkur- völlurinn er fimmti í röðinni af flug- völlum landsins hvað snertir farþega- umferð, ef frá eru taldir Reykjavíkur- og Keflavikurflugvellir.” Þá segir í greinargerðinni að í Aðaldal sé góð aðstaða til að byggja 3000 m langa flugbraut, sem mun vera lágmarksbrautarlengd varðandi vara- flugvöll fyrir millilandaflug. Auk þess er aðstaða til móttöku stórra farþega- hópa mjög góð á Húsavík og í ná- grenni. -ELA. Agnar Kofoed- Hansen: Stöðvast allt af fjár- skorti „Húsavíkurvöllurinn þjónar vel innanlandsflugi. Það er mjög brýnt að hann verði malbikaður. p" l'~* _an;n__r , —. uau eru ..6aiiiir sem stöova framkvæmdir. Völlurinn er mjög góður og það er mikill áhugi fyrir þessu. Það kom upp fyrir mörgum árum, að gera hann að varaflugvelli í millilandaflugi, en stjórnvöld samþykktu það ekki,” sagði Agnar Kofoed - Hansen er hann var inntur eftir framkvæmdum við Húsa- víkurflugvöll. ,,Ég persónulega er mjög hrifinn af þessum velli og það er ekki hægt að núa mér áhugaleysi um nasir. Það stöðvast bara allt af fjárskorti,” sagði Agnar. kr.46. Utur.Ax Verðkm9. á dömur og herra Póstsendum SKOVERZLUN ÞORÐAR PETURSSONAR Laugavegi 95 — Sími 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.