Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 11 I Erlent Erlent Erlent Erlent í MYRTIFORELDRA SÍNA OG BRÓÐUR Alberto leiddur burt af lögreglunni. Presturinn ásak- aðurfyrirdauða sóknarbarna Prestur kirkjunnar í Balvano á Ítalíu hefur fengið aðvörun lögregluyfirvalda þess efnis, að hann kunni að verða ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða sjötíu manns sem fórust í kirkju hans er hún hrundi til grunna í jarðskjálftanum mikla á S-ltalíu fyrir skömmu. Presturinn Don Salvatore Pagliuca varð að flýja heimabæ sinn eftir að íbú- arnir höfðu haft í hótunum við hann. Þeir hafa ásakað hann um að hafa látið undir höfuð leggjast að verja fé til við- gerða á hinni 1000 ára gömlu kirkju, sem honum hafði borizt í þeim tilgangi. Biskupinn í því biskupsumdæmi sem Don Salvatore Pagliuca tilheyrir hefur sagt, að presturinn hafi „líklega breytt á umdeilanlegan hátt”. Danirþjóðnýta olíuna Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir um helgina að stjórn hans hygðist þjóðnýta allar olíu- lindir Danmerkur í Norðursjónum en einkarétt á olíuvinnslunni átti skipa- og olíufélagið A.P. Möller. El Salvador: Öryggissveitir sekarum morðin á nunnunum? William Rogers, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem er fyrir bandarískri sendinefnd er rannsakað hefur morðin á fjórum bandarískum konum (þar af þremur nunnum) i E1 Salvador í síðustu viku sagði í gær, að ýmislegt benti til að lágt settir öryggis- sveitarmenn ættu þátt í morðunum. Strax og fréttist af morðunum frestaði Carter fyrirhugaðri aðstoð Bandaríkj- anna við stjórn E1 Salvador. Uganda: Obotetilvaldaáný Milton Obote tekur við embætti for- 'seta Uganda á nýjan leik í dag eftir að hafa verið níu ár í útlegð. Obote vann öruggan sigur í forsetakosningunum, sem fram fóru í síðustu viku og er þar með fyrsti Afríkuleiðtoginn sem kemst til valda á nýjan leik eftir að hafa verið steypt af stóli í byltingu. Andstæðingar hans saka hann um að brögð hafi verið í tafli í kosningunum en eftirlitsmaður samveldislandanna sem fylgdist með kosningunum kveðst að mestu leyti ánægður með framkvæmd þeirra. Sautján ára gamall ítalskur piltur, Alberto Fatuzzo, var í síðustu viku ákærður fyrir að hafa orðið föður sínum, móður og ellefu ára gömlum bróður að bana. Alberto var stöðvaður af lögreglunni í Róm þar sem henni þótti hann keyra anzi greitt. Þegar í ljós kom að hann var blóðugur um hendurnar var hann færður á lögregiustöðina og við yfir- heyrsluna játaði hann að hafa skotið foreldra sína til bana svo og ellefu ára bróður sinn þar sem hann varð vitni að Erlendar fréttir því sem skeði. Foreldrana drap hann vegna þess að þeir voru alltaf að vanda um við hann. Með gætni skal um götur aka m| umferðar Uráð Bestu barna- og unglingabækurnar valdí® öekarsdóctír börn eru líka fólk i^ K. M. Peyton: Sýndu að þú sért hetja Eftir höfund bókanna um Patrick Penn- ington. Æsispennandi saga um Jóna- tan, 16 ára son milljónamærings, sem lendir í klóm mannræningja, og um við- brögð hans, fjölskyldu hans og Péturs, vinar hans. Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir Verð kr. 8.890. Félgasverð kr. 7.560. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir: Veröldin er alltaf ný Gaukur og Perla lenda í ýmsum ævin- týrum og uppgötva veröldina í samein- ingu. í túninu fundu þau þyngdarlög- málið en dularfyllstur og mest spenn- andi er þó sandkassaheimurinn. Þang- að kemst fullorðna fólkið ekki, því það er veröld sem Gaukur og Perla eiga út af fyrir sig. Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350 Ásrún Matthíasdóttir: Vera Vera er 5 ára og býr hjá pabba sínum, en mamma hennar á heima úti í bæ. Vera er hress stelpa og sjálfstæð og ekki alltaf sátt við það sem talið er gott og hollt fyrir litla krakka ... Verð kr. 7.905. Félagsverð kr. 6.720. Valdís Óskarsdóttir: Börn eru líka fólk Viðtöl Valdísar við tíu börn á aldrinum 3-10 ára um lífið á jörðinni, uppi í himninum hjá Guði - og hjá Ijótu skrött- unum inni í jörðinni. Bráðskemmtileg fyrir börn - og fróðleg fyrir fullorðna. Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350. Gunilla Bergström: Góða nótt Einar Áskell Flýttu þér Einar Áskell Svei-attan Einar Áskell Þrjár fyrstu bækurnar um Einar Áskel, fimm ára strák sem býr einn með pabba sínum og hefur alls staðar orðið uppáhald yngstu barnanna. Þetta eru gullfalleg hversdagsævintýri, fyndin og prýdd skemmtilegum teikningum höf- undar. Þýðandi Sigrún Árnadóttir. Verð hverrar bókar kr. 3.950. Félags- verð kr. 3.360. | F.mil í Kaltholi Astrid Lindgren: Madditt Madditt er ný sögupersóna sem ís- lenskir lesendur hafa ekki áður kynnst, sjö ára stelpa sem er engum lík þó að hún minni stundum á Emil í Kattholti því að hún gætir sín aldrei.. .fyrr en eftir á. Þýðandi Sigrún Árnadóttir Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560. Astrid Lindgren: Eg vil líka fara í skóla Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin og skemmtileg saga um Lenu litlu sem fékk að fara í skólann með bróður sín- um einn dag. Þýðandi Ásthildur Egils- son. Verð kr.4.940. Félagsverð kr.4.200. Mál Ityl og menning Haraldur Guðbergsson: Þrymskviða Baldursdraumur Tvær undurfallegar bækur með snilld- arlegum teikningum Haralds Guð- bergssonar við lítið sem ekkert styttan texta Eddukvæðanna. Erfiðustu orðin eru skýrð í bókunum. Er hægt að hugsa sér skemmtilegri aðferð til að kynnast fornum heimi? Verð hvorrar bókar kr. 8.890. Félags- verð kr. 7.560. Astrid Lindgren: Enn lifir Emil í Kattholti Hér er þriðja bókin - og sú skemmtileg- asta - um Emil í Kattholti frumprentuð á íslensku. í þessari bók er sagt frá ýmsum skammarstrikum Emils, en líka frá því þegar hann drýgði dáð sem allir Hlynskógarbúar glöddust yfir. Þýðandi Vilborg Dagbjartsdóttir Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.