Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 15
\ t
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980
.........................
15
Kjallarinn
Hvað ætlarðu að gefa
margar jólagjafir?
... Skammdegistruflun min, hún
blífur. hún blifur, þar til ég eygi
vorið...
„ísland ekki land fyrir liðhlaupa og
lögbrjóta” — „Ekki beygja þig Fríð-
jón!” — „Dómsmálaráðherra er að
gera rétt”og nafnnúmerseigandi 7167-
6625 telur að „gosið hafi upp skamm-
degisgeðtruflun meðal nokkurra
furðufugla I svokölluðu Gervasoni-
máli”. — Ofangreindar tilvitnanir birl-
ust í DB 5. des. sl„ en auðvitað hefur
margt annað komið fram sem mætti
gleðjast yfir, þaðer frá fólki sem litur á
málið aðeins frá þvi sjónarmiði sem er
friðurenekkistríð.
Allt tal og gerðir manna á meðal i
sambandi við Frakkann Gervasoni
vekur mann til umhugsunar og þarf
undirrituðekki að leggja höfuðið neitt
í bleyti til að fá niðurstöðu og vita sinn
hug. Niðurstaðan er sú sama og áður
Ég dái liðhlaupa og ber fyllstu virð-
ingu fyrir skoðunum þeirra þegar
ástæða þeirra er sú að skilja ekki til-
gang striðs; drepa, pína, eyðileggja, og
að þeir geti ekki mót sinni betri vitund
unnið það starf, jafnvel þótt landslög-
in frá sautján hundruð og súrkál heim-
ili það, eða þeir hljóti refsingu ella.
Listafólk gegnum margar aldir
hefur reynt og beðið guð sinn um
hjálp svo augu manna gætu opnast.
skrifað, málað og unnið á allan mögu-
legan hátt til að finna leið úr hildarleik
striðsóðra. Efniviður þeirra er sífellt í
gildi en seint ætlar okkur mannfólkinu
að lærast að skilja.
Mig, undirritaða, langar til að
þakka fólkinu sem sat fyrir hönd svo
margra, sem áttu ekki heimangengt, í
dómsmálaráðuneytinu til stuðnings
Gervasoni (i byrjun desember) en sá
franski heimilislausi liðhlaupi er orð-
inn persónugervingur skoðana fólks
hér á stríði; með því að styðja lið-
hlaupa er vissulega verið að mótmæla
striðsrekstri i allri sinni tryllingslegu
mynd og ekki er ein báran stök.
Hvernig væri hægt að heyja stríð ef
allir ungir menn hunsuðu allar her-
kvaðningar? Við mótmælum striðs-
Imagine (1971) John Lennon (1940—1980).
Imagine there 's no heaven.
it’s easy if you try,
No hell below us
above us only sky
Imagine all the people, livingfor today,
lmagine there’s no country,
it isn ’t hard to do,
Nothing to kill or die Jor
and no religion too.
Imagine al! the people living Hfe in peace.
You may sav l'ma dreamer, but l'm not the only one,
I hope some day you will join us
and the world will be as one.
Imyndaðu þér að það sé ekkerl himnaríki
Það er auðvelt ef þú reynir:
Ekkert helvíti hér undir.
Hið efra aðeins himinninn.
Imyndaðu þér að allir lifðu frá degi til dags.
einnig að ekki væru til nein landamæri.
Því væri ekki ýkja erfitt að koma til leiðar!
Ekkert að mvrða eða devja vegna.
né heldur þyrfti hér trúarbrögð.
Imyndaðu þér aUt fólk búa við kyrrð og frið?!
Má vera þú álitir mig draumóramann,
en, veistu, ég er alls ekki sá eini —
Ég vonast eftir því að þú gerist samherji okkar bráðlega
Og að heimurinn verði brátt friðarheimur.
(lausl-. endurs).
Eigum við kannske að taka upp léll
ara hjal? Hvað ætlarðu annars að gefa
niargar jólagjafir? Þaðerstutt lil jóla!
Farsælt komandiár.
rekstri með því að veita friðarsinna
hæli í landi sem þjálfar ekki syni sína i
hermennsku. Næsta kynslóð (ef hún
lifir blessunin) heldur svo áfram þar til
markinu er náð eða lifað verður i
himnaríki á jörð, þess konar heimi sem
bítillinn sem myrtur var, friðarsinninn f
John Lennon, sá fyrir sér og var svo f
bjartsýnn um að takast mætti að
skapa:
Norma E.
Samúelsdóttir
„Mig tangar til að þakka fólkinu sem sat fyrir hönd svo margra, sem ekki áttu heimangengt, / dómsmálaráðuneytinu... ”
segir greinarhöfundur.
Norma E. Samúelsdóttir
rithöfundur.
/
Steini kastað
Mál Frakkans Patricks Gervasonis
ætlar að verða mjög upplýsandi um
ýmsa þætti íslensks þjóðiífs. Það
hefur t.d. verið ákaflega nöturlegt að
fylgjast með réttlætingum dóms-
málaráðherra á gerðum sínum. í út-
varpi sem og sjónvarpi hefur hann
lýst því titrandi af stolti að hans ráðu-
neyti sé nú engin góðgerðarstofnun,
þar séu teknar miskunnarlausar
ákvarðanir daglega og þar dútli menn
sér við að taka unga menn frá ný-
stofnuðum heimilum og senda á Litla
Hraun. Já það er margt sem kætir.
Nú þarf varmennska þeirra háu
herra í dómsmálaráðuneytinu ekki að
koma nokkrum á óvart því þó yfir-
leitt reyni þeir að hjúpa myrkraverk
sín leynd og þögn, siast við og við út
frásagnir af athæfi þeirra og þær
staðfesta vissulega frásagnir
Friðjóns. í því ráðuneyti er miskunn-
semi löstur. Þar er vitnað í lög og
reglugerðir sem heiiagar kýr eða
e.t.v. frekar sem óumbreytanleg
náttúrulögmál. Hvergi er rúm til at-
hugunar á einstaklingsbundnum til-
fellum, allt skal fylgja reglugerðum
hversu mikill skaði sem af þvi hlýst.
Undantekningar eru þó ef viðkom-
andi á eitthvað undir sér, þá er
hugsanlegt að einhverju sé hægt að
hnika, fresta eða færa úr stað. En vei
þeim fátæka og ættsmáa er í > þær
klær kemst. Hann mun vissulega fá
að kenna á réttlætinu. Og kátt mun
verða í höll dómsmálaráðherra þegar
fangelsisdyrnar lokast að baki Gerva-
soni, lögum og reglum hefur verið
framfylgt og hvaða máli skiptir þá þó
einn aumur Frakki þurfi að gjalda
skoðana sinna. Óneitanlega munu þó
hástemmdar yfirlýsingar íslenskra
ráðamanna um mannréttindi verða
enn broslegri eftir en áður. Skyldi
hræsnin aldrei standa í þeim?
Yfirlýsingar
En fleiri en dómsmálaráðherra
hafa fundið sig knúna til að kasta
steini. Þeir Heimdellingar hafa vana
sínum trúir lagt sitt litla lóð á vogar-
skálar ranglætis og lýst yfir stuðningi
við gerðir ráðherra. Ætíð hefur verið
holur hljómur í yfirlýsingum þeirra
til stuðnings pólitísku frelsi hér og
þar en nú tekur fyrst steininn úr.
Enda er ætíð auðveldara að krefjast
þess að eitthvað sé gert eða látið ógert
í útiandinu en að taka á sig einhverjar
byrðar sjálfur.
Þá hafa nokkrir viðskiptafræði-
nemar við H.í. tekið sig saman um
aðstoð við varmennskuna. Þarf
raunar engan að undra þó svartasta
afturhald guðfræðinga gullkálfsins
bregðist þannig við. Þeir sem mann-
gildið meta í krónum og aurum
munu seint telja það skyldu sina að
vernda menn af einskærum mann-
úðarástæðum, en tilgáta mín er sú að
öðruvísi heföu þeir brugðist við færi
þar maður með gilda sjóði.
Undarlegri þykja mér þær yfirlýs-
ingar sem sagt er að hafi borist frá
ýmsum vinnustöðum Friðjóni til
stuðnings. Svo bláeygur hefur maður
nú verið að telja verkalýðinn þann
hóp sem helst mætti vænta stuðnings
frá í mannréttindabaráttu og hlaut sú
skoðun raunar stuðning við sam-
þykkt síðasta ASÍ þings í umræddu
£ „ ... þar er vitnað í lög og reglugerðir
sem heilagar kýr eða ef til vill frekar sem
óumbreytanleg náttúrulögmál...”
Kjallarinn
Ingólfury. Gíslason
máli. En það er jú misjafn sauður í
mörgu fé og sjálfsagt eru kjör sumra
orðin það ágæt að þeir geta hvilt sig
aðeins frá kjarabaráttunni og snúið
sér að því að sparka i mann sem
þegar er fallinn til hálfs. E.t.v. er
þetta þeirra skilningur á orðunum
„gleðileg jól”.
Um þá stýrimannaskólanema hirði
ég lítið. Það mun enda þeirra siður að
biðja um skilríki áður mönnum er
bjargað úr sjávarháska, eða hvað?
Meira að segja LÍÚ gerði stutt hlé á
kveinstöfum sínum til liðsauka and-
skotum Gervasonis og þarf þó ekkert
smáræði til að sá grátkór breyti um
stef. En svona mun maöurinn hættu-
legur.
Kirkjan þegir
Þó það sé sjálfsagt til lítils vildi ég
aðeins fá að benda á tvær staðreyndir
þessa máls. 1. Gervasoni kom hingað
ólöglega þar eð hann gat ekki annað,
eigandi engin skilríki. Ef óttinn við
að þjóðskipulagið falli með landvist
þessa manns er svona óskaplegur
látið hann þá allavega hafa einhver
skilriki svo hann geti farið milli landa
sem aðrir menn.
2. Hvað sem líður vinsamlegu hjali
Friðjóns við hinn danska starfsbróð-
ur sinn, hefur Gervasoni bréf frá
dönskum yfirvöldum þar sem hann er
lýstur óæskilegur á danskri grund.
Því er það mikið hættuspil að búast
við að dönsk yfirvöld sýni meiri
mannúðen íslensk.
Furðulegt þykir mér að þjóð sem
stærir sig af frelsi og friðarást skuli
ætla að vísa frá sér manni sem ann
hinum sömu þáttum en fær ekki í
heimalandi sínu. Enn undarlegra
finnst mér að þjóð sem að yfirgnæf-
andi meirihluta játast undir kenn-
ingar Jesú frá Nasaret skuli ætla sér
að grýta þennan mann. Er það enda
mjög skritið að kirkjan skuli ekkert
láta í sér heyra í þessu máli, en það
nægir kannski að vera góður við þá
sem eru nógu langt í burtu.
Að óreyndu verður því ekki trúað
að dómsmálaráðuneytið komist upp
með þessa illmennsku en fari svo er
þess eins óskandi að sem fæstir eigi
eftir að rata í þá ógæfu að eiga lif sitt
og frelsi undir íslendingum.
11. desember 1980
Ingólfur V. Gíslason,
stjórnmálafræðincmi.