Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrót Staðan íl.deild Úrslit i leikjunum I 1. deild i hand- knattleiknum um helgina urðu þessi. KR—FH 22—22 Fylkir—Þróttur 19—26 Staðan er nú þannig: Vikingur Þróttur Valur FH KR Haukar Fram Fylkir 10 9 1 11 8 0 11 6 1 0 195—167 19 3 250—224 16 4 252—199 13 4 239—243 12 5 227—250 9 6 200—206 7 8 231—255 5 8 208—258 5 Leikur Víkings og Hauka, sem frestað var í umferðinni, veröur húður eftir áramót. 12. umferðin hefst svo 7. janúar. Markhæstu leikmenn eru nú. Sig. Sveinsson, Þrótti, 106/21 Kristján Arason, FH, 78/36 Axel Axelsson, Fram, 76/39 Gunnar Baldursson, Fylki, 71/26 Alfreð Gíslason, KR, 59/13 Konráð Jónsson, KR 58/3 Þorb. Aðalsteinsson, Viking, 51/3 Hörður Harðarson, Haukum, 50/25 \V*ó Bryan Robson á sölulista Knski landsliðsmaðurinn kunni, Bryan Robson hjá WBA, óskaði eftir því í gær að verða settur á sölulista. Stjóri félagsins, Ron Alkinson, neitaði. Robson er 23ja ára, fastamaður í enska landsliðinu. Ákaflega fjölhæfur leik- maður. Breeler bíður eftir greiðslu James Breeler lék ekki með Ármenn- ingum i gærkvöld og hvorki hann né umboösmaður hans, Bob Starr, voru sjáanlegir i Hagaskólanum. Að sögn eru þeir ekki farnir af landi brott og Breeler hyggst ekki fara fyrr en hann hefur fengið skuld sina hjá Ármanni að fullu greidda. Skallagrímur er úr leik Framarar sigruðu Skallagrim 86-80 i bikarkeppni KKÍ i leik liðanna, sem fram fór í Borgarnesi um helgina. Þar með eru Dakarsta Webster og félagar hans úr leik en Framarar halda áfram og biða nú færis á að spreyta sig í viðureign við einhvern hinna stóru. Jafntefli Staðan i 1. deild kvenna eftir jafn- tefli Víkings og Vals i gærkvöld, 15-15, ernúþannig: Fram FH Valur Vikingur KR Akranes Þór Haukar 0 1 113—79 1 1 108—78 2 1 84—78 2 1 84—78 0 3 78—84 2 3 71—87 0 5 83—112 1 5 72—97 KR-ingar misnotuðu tvö víta- köst á síðustu 17 sekúndunum —og gerðu jafntefli við FH í 1. deild handboltans, 22-22 á laugardag Leikmenn KR voru miklir klaufar á lokasekúndum leiksins gegn FH i 1. deild á laugardag að tryggja sér ekki bæði stigin. Staðan var 22-22 og sautján sekúndur til leiksloka, þegar vitakast var dæmt á FH. Þorvarður Guðmunds- Karl Herm. þjálfar Reyni Karl Hermannsson, knattspyrnukapp- inn kunni og fyrrum landsliðsmaður þeirra Keflvikinga, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Reynis í Sand- gerði fyrir næsta sumar. -emm. Bayem enn íefstasæti Atli Eðvaldsson var ekki í liöi Bor- us.iia Dortmund, er það tapaði fyrir Borussia Mönchengladbach, 0-1 um helgina. Önnur úrslit i Bundesligunni urðu þessi: 1860 Miinchen-Karlsruher 4—2 Frankfurt-Diisseldorf 2—2 Köln-Schalke 04 0—2 Kaiserslauterns-Bielefeld 1—3 Nurnberg-Leverkusen 1—1 Duisburg-Stuttgart 0—3 Bochum-Hamborg 0—3 Uerdingen-Bayern 2—2 Staða efstu liöanna: Bayern 17 12 3 2 42—21 27 Hamborg 16 12 2 2 41—18 26 Kaisersl. 17 10 3 4 35—20 23 Stuttgart 17 8 5 4 36—24 21 Dortmund 17 8 3 6 36—28 19 Frankfurt 17 8 3 6 31—32 19 Hrubesch, Hartwig og Reimann^ skoruðu mörk Hamborgar gegn Bochum á siðasta stundarfjórðungn- um. Paul Breitner jafnaði fyrir Bayern í lokin úr vitaspyrnu gegn Uerdingen. son skaut i stöng. FH-ingar náðu knettinum en i óðagotinu köstuðu þeir honum beint í hendur Björns Péturs- sonar, sem brunaði Inn að vítateig FH. Þar var brotið illa á honum og aftur dæmt vitakast á FH. Fjórar sekúndur til leiksloka og Sverrir Kristinsson, markvörður FH, gerði sér litið fyrir og varði vitakast Konráðs Jónssonar. Jafntefli 22-22 og eftir atvikum voru það sanngjörn úrslit. Tæpum tveimur mínútum áður hafði þó stefnt í sigur FH. Liöið hafði mark yfir 22-21, þegar dæmt var vítakast á KR. Geir Hallsteinsson tók vítakastið. Pétur Hjálmarsson varði. KR-ingar brunuðu upp og Haukur Geirmunds- son jafnaði. FH-ingar þreifuðu fyrir sér á lokamínútunni en svo reyndi Geir skot úr slæmri stöðu. Hitti ekki markið og sigurmöguleikarnir voru allt í einu orðnir KR-inga. Þeim tókst þó ekki að tryggja sér sigur i þessum leik mis- heppnaðra vítakasta. FH fékk sex víta- köst i leiknum. Gisli Felix Bjarnason varði tvívegis frá Kristjáni Arasyni, auk þess, sem Kristján hitti ekki markið úr einu. Sama gerði Gunnar Einarsson. Geir skoraði eina mark FH úr vitakasti áður en hann lét Pétur verja frá sér. Lítið var það skárra hjá KR-ingum. Þeir fengu átta vítaköst — jú, skárra var það. Nýttu fjögur. Fjögur misnotuð. Tveimur síðustu er áður lýst.Áður hafði Sverrir varið frá Hauki Ottesen — Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Birni. Það var veruleg spenna í leiknum þó ekki væri hann rismikill. FH-ingar oftast yfir en aldrei munaði þó meira en tveimur mörkum. Hins vegar sáust 18 jafnteflistölur í leiknum. „Stórkörlunum” i FH-liðinu voru heldur mislagðar hendur í leiknum nema Sæmundi Stefánssyni. Ungu mennirnir oft sprækir. Þorgils Óttar Mathiesen (Matthíasar fyrrv. fjármála- ráðherra) bezti maður liðsins og send- ingar hans á Valgarð Valgarðsson, sem gáfu mörk, hreint frábærar. Hjá KR áttu þeir Björn Pétursson og Friðrik Þorbjörnsson góðan leik — jafnvel sinn bezta með KR í vetur. Það bjarg- aði öðru fremur að leikurinn hélzt lengstum í jafnvægi. Þá vakti ungur nýliöi, Hjálmar Hjálmarsson, athygli. Bróðir Péturs markvarðar — synir Hjálmars Torfasonar, gullsmiðs, sem eitt sinn var í hópi beztu spjótkastara íslands. Um leikinn er ekki mikið að segja. FH skoraði fyrstu tvö mörkin. KR jafnaði í 4-4. Síðan allar jafnteflistölur upp í 9-9. FH komst þá aftur tveimur mörkum yfir, 11-9. Konráð minnkaði muninn í 11-10. Geir skoraði beint úr aukakasti fyrir FH eftir að leiktíma lauk. Það var hins vegar dæmt af — Geirhafði hreyftsig. 1 síðari hálfleiknum voru allar jafn- teflistölur frá 11-11 upp í 22-22. FH skoraði alltaf á undan, utan tvívegis. KR komst yfir í 15-14 og 16-15. Jafn- teflið því úrslit, sem bæði lið gátu sætt sig við, þó svo KR-ingar geti nagað sig í handarbökin vegna vítakastanna mis- notuöu í lokin. Mörk KR skoruðu Björn 8/3, Kon- ráð 6/1, Friðrik 3, Haukur G 2. Jóhannes Stefánsson 2 og Hjálmar 1. Mörk FH. Sæmundur 5, Kristján 4, Þorgils Óttar 4, Geir 3/1, Valgarður 3, Gunnar Einarsson 2, Theódór Sigurðs- son 1. Dómarar Óli Olsen og Rögnvald Erlings. Á vítaköstin er áður minnzt. Einum KR-ingi Jóhannesi var vikið af velli. Fjórum úr FH, Theódór, Val- garð.SæmundiogKristjáni. -hsim. Ipswich gegn Aston Villa —íþriðju umferð ensku bikarkeppninnar Dregið var til þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar á laugardag. í þeirri umferð hefja liðin i 1. og 2. deild keppni. Sett var 71 kúla i mikinn hatt með númerum þeirra liða, sem enn eru eftir í keppninni. Drátturinn fór fram á skrifstofu enska knattspyrnusam- bandsins i Lancaster Gate í Lundúnum. Fyrsta kúlan, sem dregin var, hafði númerið 46 — skrítið, bikarmeistarar West Ham dregnir út fyrstir. Siðan 44 — Wrexham. Þá 18, Leeds — 12 Coventry. í 3. umferðinni leika þessi lið saman. West Ham — Wrexham Leeds — Coventry Plymouth — Charlton Barnsley — St. Albans / Torquay Bury — Fulham Hull / Blyth — Doncaster Colchester / Yeovil — Watford WBA —Grimsby Everton — Arsenal Derby — Bristol City Liverpool — Scunthorpe / Altringham Mansfield — Carlisle Burnley / Port Vale — Enfield Wimbledon — Oldham Preston — Bristol Rovers Gillingham / Maidstone — Exeter Leicester — Cardiff Jón Oddsson og Guð- geir æfa með Víking —og Helgi Helgason verður áf ram með Víkingsliðinu Jón Oddsson, íþróttamaðurinn fjöl- hæfi, sem hefur leikið með KR tvö sið- ustu árin i knattspyrnunni, hefur æft með Víking að undanförnu. Állar líkur á að hann muni leika með Víking i 1. deildinni næsta sumar. Þó knattspyrnutímabilinu sé löngu lokið hafa Víkingar æft vel. Guðgeir Leifsson, sem hóf knattspyrnuferil sinn í Víking og lék með liðinu, þegar hann gerðist atvinnumaður í knattspyrnu, hefur æft vel með sínum gömlu félög- um. Hann var siðast leikmaður hjá Ed- monton í amerísku knattspyrnunni. Þá er talið öruggt, að Helgi Helgason verði áfram með Víking. Æfir vel eins og aðrir. Um tíma var talað um að hann mundi flytja til Húsavíkur á ný. Lék þar áður með Völsungi. Af því verður ekki. Helgi mun leika með Vík- ing næsta sumar. -hsím. Southampton — Chelsea Man. Utd. — Brighton Notts County — Blackburn Norwich — Cambridge Orient — Luton Town Ipswich — Aston Villa Man. City — C. Palace QPR — Tottenham Newcastje — Sheff. Wed. Stoke — Wolves Huddersfield — Shrewsbury Swansea — Middlesbrough Nottingham For. — Bolton Birmingham —Sunderland Peterbro —Sheff. Utd. / Chesterfield. Blikarnir ■ ■ á toppinn VALSMONNUM NÆGDIVEL ANNAR HÁLFLEIKURINN —sigruðu IR83-72 eftir að hafa Haft yf irburði í fyrri hálfleik Það tók Valsmenn ekki nema annan hálfleikinn að ganga frá ÍR-ingum i úr- valsdeildinni I körfuknattleik á laugar- dag. Þcir höfðu algera yfirburði i fyrri hálfleiknum og er blásið var til hlés var staðan orðin 46-27 þeim í vil. Þó þeir slökuðu talsvert á i siðari hálfleiknum þurftu þeir vart að óttast ÍR-ingana þvi þar var samstillingin ekki fyrir hendi frekar en oftast áður. Kolbeinn Kristinsson var i þetta skiptið sá sem bar af og var gersamlega óstöðvandi i seinni hálfleiknum. Hann mátti sin hins vegar litils einn á báti og Valur sigraði fyrirhafnarlitið 83-72. Reyndar áttu lokatölur að vera 85-72 en ritarinn gleymdi að skrá eina körfu Brad Mileys i leiknum og fékkst hún þvi ekki gild. Það væri vafalítiö erfitt að eiga við ÍR-ingana næðu þeir einhvem tima að stilla saman strengi sina en slíkt gerist ekki oft. Leikmenn skiptast á um að eiga stórleiki en ná sjaldnast toppleik allir í einu. Það eitt sýnir bara að ÍR- iiðið ætti að vera í fremstu röð en er það ekki einhverra hluta vegna. Verðugt athugunarefni fyrir leikmenn jafnt sem forráðamenn liðsins. Kolbeinn lék stórkostlega vel á laugardag og hefur vart í annan tíma leikið betur. Hefur reyndar aðeins vérið skuggi sjálfs sín lengst af. Þá lék Andy Fleming vel í ÍR-liðinu og Óskar Baldursson, sem gekk úr Val yfir til þeirra ÍR-inga, kom stórlega á óvart. Skoraði tvær gullfallegar körfur og stóð sig eins og hetja í vörninni. Þeir bræður Jón og Kristinn voru lítt áber- andi og Jón reyndar utan vallar megnið af síðari hálfleik — ekki þó vegna 5 villna. Valsmenn áttu aldrei í vandræðum með mótherja sína. Tap Njarðvíkinga fyrir KR á föstudag hefur vafalítið hvatt þá til dáða og þeir hreinlega gerðu út um leikinn fyrir hlé. Brad Miley finnur sig nú betur með hverjum leiknum og er ekki auðstöðvaður undir körfunni þar sem hann er oft á tíðum nær einráöur. Aðrir leikmenn Valsliðs- ins voru jafnir en maður saknar þess að sjá Torfa ekki eins sterkan og oft áður. Stigin. Valur: Brad Miley 23, Kristján Ágústsson 14, Ríkharður Hrafnkelsson 13, Torfi Magnússon 12, Jóhannes Magnússon 10, Jón Steingrímsson 4, .Þórir Magnússon 4, Gylfi Þorkelsson 3. ÍR: Kolbeinn Kristinsson 26, Andy Fleming 23, Kristinn Jörundsson 7, Guðmundur Guðmundsson 5, Óskar Baldursson 4, Sigmar Karlsson 2, Jón Jörundsson 2, Jón Indriðason 2. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson og komust þeir vel frá sínu hlutverki. -SSv. Tveir leikir fóru fram í 2. deildinni um helgina en fjórir voru reyndar fyrir- hugaðir. KA komst hins vegar ekki suður þar sem ekki var flogið og leikj- um þess við Tý og HK því frestað. Breiðablik sigraði hins vegar Ármann á föstudagskvöld með 21 marki gegn 19 að Varmá. Ólafur Björnsson skoraðí 5 mörk fyrir Blikana og var markahæstur en hjá Ármanni skoraði gamla kempan Björn Jóhann- esson mest eða 6 mörk. í gær léku svo ÍR og Afturelding f Höllinni. ÍR sigraði 23-20 1 afar slökum leik þar sem rangar sendingar í öllum rcgnbogans litum minntu á áramótaflugeldana I allri sinni dýrð. Sigurður Svavarsson skoraði mest fyrir IR, 6 mörk, þar af 3 úr vftum. Fyrir Aftureldingu, sem misst hefur flugið að undanförnu, skoraði Gústaf Baldvinsson, knattspyrnukapp- inn úr Eyjum, mest eða 7 mörk. Staðan f 2. deildinni að þessum leikj- um loknum er þá þessi: Breiðablik 7 4 1 2 146-153 9 HK 6 3 2 1 126-104 8 KA 5 4 0 1 111-89 8 ÍR 6 2 3 1 120-111 7 Afturelding 7 3 0 4 140-139 6 Týr 6 3 0 3 111-112 6 Ármann 6 2 13 113-116 5 Þór, Ak. 7 0 1 6 135-178 1 - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.