Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 26

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 26
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 ELÍN ALBERTSDÓTTIR Óþolandi tilkynningar Ég hafði ákveðið að horfa á frétta- spegil á föstudagskvöldið, en missti síðan af þættinum mér til mikillar gremju, loksins þegar fjalla átti um John Lennon 1 sjónvarpinu. Þviaðsú stórfrétt að hann var myrtur varð ein- hvern veginn aukafrétt hjá sjónvarp- inu sl. þriðjudagskvöld, af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum. En það var ekki aðeins fréttaspegill sem ég missti af það kvöld, heldur öll dag- skráin eins og hún lagði sig. Ég gerði það hins vegar viljandi að missa af frönsku bíómyndinni. Ég settist því framan við sjón- varpstækið strax kl. hálf sjö á laugar- daginn til að missa nú ekki af neinu. Lassí er eitt af uppáhaldsefnum sonar míns í sjónvarpinu, en nær þó ekki Barbapapa, sem þykir ómiss- andi. Það var því hávær gráturinn þegar Bryndís Schram tilkynnti i Stundinni okkar í gær að enginn Barbapapa væri í þættinum. Allan daginn var beðið eftir því í gær að kl. yrði sex því þá átti Barba- papa að vera á dagskránni. Og þrátt fyrir að ég segði syni mínum að Barbapapa væri veikur, væri í útlöndum og gerði allt til þess að bjarga barninu frá örvilnun, þá tókst það ekki. Ballettinn náði engan veg- inn áhuga hans þrátt fyrir að ég hefði óskaplega gaman af honum. Kannski Stundin okkar i gær hafi verið meira fyrir fullorðna en börn. Ef ég sný mér aftur að laugardags- kvöldinu þá mátti vel horfa á sjón- varpið það kvöld. Bíómyndin var að vísu þrælvitlaus, en allt í lagi samt. Barbara Streisand leikur lfka alltaf skemmtilegar týpur. Það eina sem ég horfði á í gær var Húsið á sléttunni og Stundin okkar. Ingalls þátturinn var með allra bezta móti í gær. Ekki tíl grátur né væmni — heldur stórskemmtilegur og fynd- innþáttur. Ekki get ég sagt það sama um út- varp helgarinnar. Tilkynningalestur eins og hann var á laugardaginn getur komið hverjum sem er á geðveikra- hæli, gjörsamlega óþolandi. Meira að segja er klippt á Óskalög sjúklinga fyrir þessar bölvaðar tilkynningar. Ég trúi því ekki að þær geri nokkurt gagn því að flestír slökkva á út- varpinu á meðan þær eru eða stílla yfir á kanann, eins og ég gerði. Eftir hádegi á laugardögum er nefnilega bandaríski vinsældalistínn á dagskrá alveg til fjögur. Og venjulega hlusta ég frekar á hann en Vikulokaþáttinn sem mér finnst ekki lengur vera hlust- andi á, síðan nýju stjórnendurnir tóku við. Ég gagnrýndi oft gömlu stjórnendurna en þeir mega eiga það fram yfir þá nýju að þeir reyndu að hafa þáttinn léttan — það er meira en hægt er að segja um nýju stjórn- endurna. -ELA. Spáö er golu eöa kalda um aUt land og éljum á stöku staö. Klukkan 6 var logn, snjókoma og — 1 atig í ReykjavBc, austan 4, skýjað og —1 stig á Gufuskálum, norðaustan 4, ól og —4 stíg á Galtarvita, hsegvlöri, él og —5 stíg á Akureyri, noröaustan 2, skýjað og -6 stíg á Raufarhöfn, norðaustan 4, él og —3 stíg á Dala- tanga, noröan 2, skýjaö og -2 stíg á Höfn og austan 4, skýjað og 2 stíg é Stórhöföa. I Þórshöfn var skýjaö og 2 stíg, létt- skýjað og 6 stíg I Kaupmannahöfn, slydda og 1 stíg I Osló, rignlng og 3 stíg (Stokkhókni, haiöskirt og 6 stíg í London, léttskýjað og 7 stíg I Ham- borg, rigning og 8 stíg í Parfs, haiö- sklrt og —1 stíg ( Madrid, skýjað og 10 stíg ( Lissabon og heiðskfrt og -4 stíglNew York. Anna Friðrika Friðriksdóttir, sem lézt 5. desember sl., fæddist 4. októberl 1882 á Hánefsstöðum. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Friðrika Jóhannsdóttir og Friðrik Friðriksson. Árið 1900 yfir- gaf Friðrika föðurgarð. Fór hún fyrst til Akureyrar og síðan til Hríseyjar, þar dvaldi hún i sex ár. Árið 1906 fór hún aftur til Akureyrar þar sem hún hefur búið síðan. Veturinn 1911 —1912 stundaði Friðrika nám við húsmæðra- skóla á Akureyri. Árið 1912 giftist Friðrika Adólf Kristjánssyni, áttu þau 4 börn. Ólafia Eyjólfsdóttir á Hausastöðum, sem lézt 5. desember sl., fæddist 17. des. 1890. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson og Þorgerður Hall- dórsdóttir. Ólafia bjó alla sina ævi á Hausastöðum þar til hún fluttist að Hrafnistu i Hafnarfirði. Hún tók mik- inn þátt í félagsmálum og var virk í Kvenfélagi Garðahrepps. Hún átti einn kjörson. Jóhanna Lárusdóttir frá Læk Skaga- strönd, Barmahlíð 9 Reykjavík, lézt að Hrafnistu 12. desember sl. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 18. desember kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Stefán Ó. Bachmann fyrrverandi verzl- unarmaður, Sólheimum 23, sem lézt á Landakotsspítala 9. desember sl., verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 13.30. Snorri Guðlaugsson verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. desember kl. 13.30. Björgvin Torfason, Eskihlíö 8A, lézt 11. desember. Kjartan E. Gíslason lézt i Landspital- anum 1. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Happdrætti t .....................IUUPHUIIMIIMIUUUWUUUWUUUUUlUimU]1 Jólahappdrætti SUF !3.des. laugard. 3077 14. des. sunnud. 1038 15. des. mánud. 1937 Upplýsingar eru veittar í síma 24480 og á Rauðar árstíg 18. Riiidir Kvenfélag Neskirkju Jólafundur félagsins verður haldinn mánudaginn 15. desember kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Fjölbreytt dagskrá. söngur. upplestur og jólahugvekja sem frú HrefnaTynesflytur. Spiiakvöld Jólabingó Jólabingó i Templarahöhinni Eiriksgötu 5 i kvöld. mánudag 15. des., kl. 20.30. Spilaðar veröa 24 um- ferðir. Nú má enginn missa af hinu geysivinsæla jóla- bingói. Matur fyriralla fjölskylduna. Sími 20010. TSIkynningar Kynningarbæklingur um nýjar virkjanir Rafmagnsveitur rikisins hafa gefíð út kynningarbækl- inga um Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun. en fyrr á þessu árii fól iönaðarráðuneytið Rafmagnsveitum rik isins að gegna hlutverki virkjunaraðjla við báöar þess- ar virkjanir. Tóku Rafmagnsveiturnar þar við af Orkustofnun. sem undanfarin ár hefur haft vettvangs rannsóknir með höndum. Jafnframt skipaöi ráöuneyt ið sérstaka ráögjafanefnd af sinni hálfu til að fylgjast með undirbúningi mála. Auk verkfræðilegs undirbúningsóg vetlvangsrann sókna hefur verið lögð áherzla á könnun á náttúru farslegum og félagslegum áhrifum af þessum virkjun um. Á sl. sumri beittu Rafmagnsveiturnar sér i samvinnu viö iðnaðarráðuneytið fyrir fundum með forsvarsmönnum þeirra hreppsfélaga sem beinan hlut ciga aö máli og nýlega voru haldnir almcnnir kynn ingarfundir á heimavettvangi vegna bcggja þessara virkjana. Var kynningarbæklingunum drcift fyrir fundina á alla bæi í þeim hreppum sem hlul eiga að máli og einnig hafa þeir verið sendir sveitarstjórnum i viðkomandi landshlutum. Á kynningarfundunum var leitaðeftirábendingum af hálfu heimamanna og veittar upplýsingar af hálfu virkjunaraðila og sérfræðinga. er sóttu fundina. Voru þeir liður i skoðanaskiptum vegna undirbúnings mála. Á vegum Rafmagnsveitnanna er lcitazt við að hraða úrvinnslu úr rannsóknum og skýra þá þætti sem óljósir eru varðandi Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkj un. Er vonazt til að síðár í vetur verði unnt að leggja niðurstöður og tillögur um framkvæmdir varðandi raforkuöflun fyrir stjórnvöld til ákvörðunar. Nýtt tímarit frjálshyggjumanna Nýtt tímarit hefur hafíð göngu sina. Ncfnist það Frelsiö og er gefið út af Félagi frjálshyggjumanna. Ritstjóri timaritsins er Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sagnfræðingur. en ráðgjafi er Friedrich A. Hayek. nóbclsverðlaunahafi i hagfræði. I ritnefnd eru Gisli Jónsson cand. mag. Jónas H. Haralz bankasljóri. Ólafur Björnsson prófessor. Matthías Johannessen skáld og Þorsteinn Sæmundsson stjamfræðingur. Er ætlunin aö timarilið komi út þrisvar á tari. ..I formála fyrsta heftisins segir m.a.: ..Sú er sannfæring frjálshyggjumanna. að þvi hniga öll rök. og reynslan sýnir þaðeinnig, að frelsiðsé skilyrði fyrir þroska einstaklingsins og vexti atvinnulifsins Einstaklingsfrclsi innan marka laga og siðfcrðis verður leiðarljósið i þvi timariti. sem nú hefur göngu sína." í fyrsta heftinu er aðalefnið fyrirlestur. er ráðgjafi tímarilsins. Hayek. flutti í aprilmánuöi 1980 á mál þingi Félags frjálshyggjumanna undir heitinu ..Miðju-moðið”. Einnig eru i því greinar cftir Björn Bjarnason blaðamann ogGuðmund HeiðarFrinianns son menntaskólakcnnara og þrir dálkar. Fréttir af hugmyndabaráttunni. Innlend rit. Útlend rit. Annað og þriðja hefti eru Pæði vænlanleg fyrir jól. annað heftið veröur um félagsfræðirit. scni kennd cru i framhaldsskólum. cn þriðja heflið að mcstu leyti um þær leiðir. sem íslendingar geti fetað úl úr vítahring verðbólgunnar. en þeir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og Jónas H. Haralz bankastjóri skrifa um það mál. Bygging safnaðarheimilis og turns við Selfosskirkju Laugardaginn 16. sept. 1980 var fyrsta skóílustungan tekin að byggingu safnaðarheimilis og turns við Selfosskirkju. Á þvi ári var unnið fyrir samtals kr. 5.193.853.00. Á árinu 1979 var unnið fyrir kr. 11.107.416 og i ár fyrir 13.416.336. Auk þessa er gjafavinna 1979 248 klukkustundir, semrcikn.iM pr. klst. kr. 1200 — eða samtals kr. 297.600 og 1980 227 klukkustundir. sem reiknast pr. klst. kr. 2000 — samtals kr. 454.000. I>á má einnig gcta gjafavinnu við raflagnir. lcikningar bæði á byggingunni og járnlögn. akstri o. fl. Núeru byggingaframkvæmdir á þvi stigi aðbúiöcrað steypa upp hæðina og plötu yfir félagsheimilið og auk þess grunn undir turninn. Byggingarnefnd vonar aö hægt verði að halda áfram framkvæmdum þóll fjár- skortur standi í vegi fyrir hraðari framkvæmduni. cn veriö hefur. Formaður bygginganefndar cr Steingrímur Ingvarsson. Ráðstefna um menningar- samskipti á Norðurlandi Ráðstefna um menningarsamskipti á Norðurlandi ar haldin á vcgum félags og menningarmálanefndar Fjóröungssambands Norðlendinga þann 6. dcsembcr sl. að Hótcl Varðborg á Akureyri. Ráðstcfnan var opinn öllum áhugamönnum uni menningarmál. en boðaðir til hcnnar höföu vcriö fulltrúar kóra, : leikfélaga. félagsheimila og ung mennasambanda. svo og einstakir listamenn á sviði myndlista, tónlistar og bókmennta. Flult voru fjögur framsöguerindi. Kristinn G. Jóhannsson ritstjóri ræddi um lista og menningarllf á Norðurlandi. stöðu þess, slaðog tima. Jón Hlöövcr Áskelsson. skólastjóri. talaði um aðstöðu til tónlistariðkunar og tónleikahalds á Norðurlandi. Einar Njálsson. stjórnarmaöur Menningarsjóðs félagsheimila. ræddi itarlega um rcglur sjóðsins og stefnu. örn Ingi listmálari gerði sérstöðu myndlistar i þessum efnum að umtalsefni. Á eftir þessum erindum urðu miklar umræður um menningarmál almennt og hlut hins opinbera að þeim. Fram kom eindreginn vilji fyrir að komið yrði á legg samstarfsnefnd til eflingar menningarsamskiptum. I lok ráðstefnunnar var samþykkt að skipa slika nefnd til að starfa með félags- og menningarmála nefndinni málinu til framgangs. Þeir sem framsögu höfðu á ráðstenfunni. voru tilnefndir i nefndina: Kristinn G. Jóhannsson, Jón Hlöðver Áskelsson. Einar Njálsson og öm Ingi. Ráðstefnuna sóttu 50—60 gestir viðs vegar að af Norðurlandi. Vegleg bókagjöf Frá Austurríki hefur nýlega borizt vegleg bókagjöf til Islands og afhcnti austurríski aðalræðismaðurinn. Ludwig Siemsen, gjöf þessa forstöðumanni Þýzka bókasafnsins, Colctta Búrling. Bækur þessar munu verða varðveittar í safninu og er hægt að fá þær lánaðar þar. Hér er um umfangsmikið úrval austurrískra fagur- bókmennta að ræða en þess má geta að austurrískar bókmenntir eru með þvi veigamesta sem skrifað hefur verið á þýzka tungu, ekki sizt á síðastliðnum áratug um. Meðal höfunda má nefna Hugo von Hofmanns thal. Arthur Schnitzlcr. Franz Kafka, Stefan Zweig. Robert Musil, Rainer Maria Rilke. Paul Celan og Peter Handke (kvikmynd eftir leikriti hans. Kaspar Hauser. var sýnd í íslenzka sjónvarpinu fyrir tveimur árum). Forstöðumaður safnsins þakkaði fyrir þcssa höfðinglegu gjöf og gat þcss um leið að i Þýzka bóka- safninu ættu að finnast bækur eftir sem flesta rithöf unda sem skrifa á þýzka tungu, burtséð frá öllum landamærum. Með þessari gjöf væri þvi stigið mikil vægt spor í rétta átt. Þcssar bækur koma sér sérstak lega vel fyrir stúdenta i þýzkunámi við Háskóla íslands ert vonandi vekur þetta lika áhuga fólks á þvi að nýta sér bókasöfn ennþá betur. í jólaumferöinni f— Spumingakeppni skólabarna. Þessa dagana fer fram í skólum um allt land spurn- ingakeppni 6 til 12 ára barna um umferðarmál. sem kallast „I jólaumferðinni”. Tilgangur hennar er að vekja athygli skólabarna og fjölskyldna þeirra á ýmsum mikilvægum reglum um ferðarinnar. Ætlazt er til að nemendur leiti samráðs við kennara og foreldra um réttar lausnir. en þó hjálp þeirra fullorðnu sé mikilvæg er um að gera að láta börnin spreyta sig sem mest sjálf á verkefninu. Með samstarfi nemenda og foreldra vilja aðstandendur keppninnar minna á nauösyn þess að tala um hin ýmsu vandamál umferðarinnar við börnin og um leið hvað góð fyrirmynd fullorðinna er börnum mikils virði i daglegri umferð. Ýmis félög og stofnanir gefa verðlaun sem ein kennisklæddir lögreglumenn munu viðast hvar færa þeim heppnu fyrir jólin. I Reykjavík fá 175 börn bóka- verðlaun og mun lögreglan heimsækja þau á aðfanga dag. Umferðarráð hvelur kennara og foreldra um land allt eindregið til þess að sinna þessari keppni. þrált fyrir margháttaðar annir jólamánaðarins. Foreldraráðgjöfin (Barnaverndarráð íslands). Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og börn. — Upplýsingar í sima 11795. Námslán verða afgreidd Vegna fréttar í DB á laugardaginn um áhrif bankamannaverkfallsins á greiðslur námslána hefur verið óskað eftir því að fram komi, að verkfallið mun engin áhrif hafa á greiðslur lána — þau verði afgreidd nú í desember. AMERÍSK GÆÐAVARA frá VELÚR- / SL0PPAR 5snið Litir Grænt, blátt, beige, vínrautt Stærðir S, M, L S Verð frákr. 28.000.- til 43.100.- i Nýkr. 280,00 til 431,00 MIOBÆJARMARKADURINN ® 91-13577 Póstsendum

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.